Morgunblaðið - 10.07.1959, Page 11
Föstudagur 10. júlí 1959
MORGUNBLAÐir
11
að bandalagið myndi liðast í lýsingu Verkamannaflokksins hef
sundur. Bandaríkin myndu ur þó síðasti þátturinn vakið. Það
draga sig til baka frá Evrópu
og inniloka sig með einangr
Kjarnorku-„klúbburinn“ stækkar.
unarstefnu. — Vestur-Evrópa
væri skilin eftir opin fyrir
þvingunum Rússa.
Ef Atlantshafsbandalagið lið
aðist í sundur, yrði sjálfstæði
Evrópuþjóðanna í hæsta lagi
viðhaldið undir þýzkri forustu
og aðeins undir verndarvæng
bandarískra hótana um að
gera allsherjarárás á Rússa, ef
þeir hreyfðu sig í Evrópu.
Eins og ástandið er nú, þá
álítum við lífsnauðsynlegt að
viðhalda Atlantshafsbandalag-
inu, að við verðum áfram
hollir og virkir meðlimir ,.ess,
að við leggjum fram fullt
framlag okkar tii herja þess
og tökum á okkur hlut af
áhættunni.
Einhliða kjarnorkuafvopnun
Vesturveldanna útilokuð
í yfirlýsingu flokksstjórnarinn
ar er lögð áherzla á það, að hlé
það sem nú hefur orðið að kjarn-
sprengjutilraunum haldi áfram.
Er sagt, að það væri alvarlegur
glæpur gagnvart mannkyninu að
hefja tilraunirnar að nýju. Það
myndi þýða nýtt kapphlaup um
Brezkir Jafnaðarmenn leggja til
að allar þjóðir nema Rússar og
Randartkjamenn at-
sali sér kjarnsprengjum
þeir felja lifsnauðsyn að styðja NATO og einhliða
kjarnorkuafvopnun Vesturveldana útilokaða
KJARNORKUMALIN eru einn
viðkvæmasti og vandmeð-
farnasti þáttur heimsstjórnmál-
anna. Tvö vestræn ríki, Banda-
ríkin og Bretland eiga mikið
magn af vetnissprengjum og
venjulegum kjarnorkusprengjum.
Meðal beggja þjóðanna gætir
uggs og sjálfásakana yfir að hafa
þessi hræðilegu vopn í fórum
sínum. Mönnum finnst það ó-
skemmtileg tilhugsun, að þurfa,
ef styrjöld brytist út að gefa
fyrirmæli um beitingu gereyð-
ingarvopna. Sterk siðferðileg
löngun er meðal fólks undir niðri
að hafna með öllu notkun kjarn-
orkuvopna og sýna það í verki
með því að ónýta allar birgðir
þeirra.
En málið er því miður ekki
svo éinfalt, því að þriðja stór-
veldið, Rússland, ræður einnig
yfir þessum úrslitavopnum.
Þess vegna yrði það til lítillar
friðsældar í heiminum, þó Vestur
veldin tækju upp á því einhliða,
að afneita og eyðileggja kjarn-
orkuvopn sín. Slík framkvæmd
myndi aðeins í einu vetfangi
gera hernaðarlegan styrkleika
Rússa svo yfirgnæfandi, að allur
heimurinn lægi samstundis varn-
arlaus fyrir fótum þeirra. .
Þetta er hin geigvænlega hætta,
sem leynist í kjarnorkumálun-
um. Þessi hætta hefur svifið yfir
kjarnorkuráðstefnunni í Genf,
sem nú hefur staðið í rúmt ár. Ef
árásarsinnuðu einræðisríki tæk-
ist með brögðum að fá Vestur-
veldin til að eyðileggja allar
sínar kjarnsprengjubirgðir, en
gæti haldið sínum birgðum eftir
í leynd, þá hefði einræðisríkið
þar með náð takmarki heimsyfir-
ráða. Og þessi sömu úrslitavopn
valda því og að þegar heimsyfir-
ráðum væri eitt sinn náð, væri
þýðingarlaust fyrir sigruð ríki,
að gera uppreisnir. Þær væri
ætíð hægt að bæla niður með
beitingu kjarnorkuvopna.
Það er því engin furða, þótt
fulltrúar Vesturveldanna geri
það að algerðu skilyrði fyrir
banni við kjarnorkutilraunum og
fyrir kjarnorkuafvopnunum, að
hafa megi fullkomið eftirlit með
því sem Rússar framkvæma í
þessum efnum innan sinra lok-
uðu landamæra. Því að þar er allt
í veði.
ATHYGLIN hefur nú beinzt
meira að þessum málum í
Bretlandi við það að deilur urðu
um þau innan brezka verka-
mannaflokksins, sem leiddu til
þess að stjórn flokksins samdi ýt-
arlega stefnuskrá varðandi þau
fyrir næstu þingkosningar, sem
búizt er við að verði í Bretlandi
í haust.
Menn af öllum flokkum í Bret-
landi skilja hver hætta og ábyrgð
fylgir kjarnorkuvopnunum. En
vegna þess hve viðkvæmt málið
er, eru flestir þeirrar skoðunar,
að ekkert megi aðhafast, sem
veiki aðstöðu Vesturveldanna á
þessu sviði gegn Rússum.
Undantekning frá þessu eru
kommúnistar, sem myndu telja
það gæfu ef kommúnistum auðn-
aðist að ná heimsyfirráðum með
hægu móti og svo vinstri armur
Verkamannaflokksins, sem setur
kíkinn fyrir blinda augað, þegar
talað er um hættuna frá kjarn-
orkuvígbúnaði Rússa. Er athygl-
isvert, að friðarhreyfingar sem
hindruðu vígbúnað Breta gegn
hervéldi nazista fyrir stríð áttu
sér mikla grósku einmitt í þess-
um vinstri armi Verkamanna-
flokksins.
Það er ekki langt síðan þessir
vinstri menn beittu sér fyrir mót
mælagöngu til Aldermaston kjarn
orkustöðvar Breta og kröfðust
þess, að Bretar legðu niður allan
kjarnorkuvígbúnað. Og fyrir
nokkru gerðist sá atburður að 89
þingmenn verkalýðsflokksins
lögðu fram ályktunartillögu í
brezka þinginu þar sem mótmælt
var staðsetningu bandarískra flug
véla með atómsprengjum innan-
borðs, í Bretlandi.
ÞÓTT 24 þessara manna hafi
síðan afturkallað undirskrift
sína var það ljóst af þessu, að
deila var komin upp í Verka-
mannaflokknum um kjarnorku-
málin. Slík deila var sérstaklega
óheppileg vegna þess að kosning-
ar eru framundan. Stjórnendur
flokksins, þeir Gaitskell og Bevan
sáu, að þeir urðu að grípa þegar
í stað til aðgerða til að hindra
sundrungu flokksins fyrir kosn-
ingar. Komu stjórnendur flokks-
ins og brezka alþýðusambands-
ins saman til fundar og sam-
þykktu langa stefnuskrá í mál-
inu.
Aðalatriði hennar eru þessi: 1)
Lýst er yfir stuðningi við NATO
og vilja til að leyfa bandarískum
atómflugvélum bækistöðvar í
Bretlandi. 2) Einhliða kjarnorku-
afvopnun Vesturveldanna er lýst
útilokuð. 3) Verkamannaflokkur-
inn heitir því, ef hann nær völd-
um að beita sér fyrir banni við
kjarnorkuvopnum allra annarra
ríkja en Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna og verður Bretland þá
reiðubúið, að afsala sér yfirráð-
um yfir kjarnorkuvopnum.
Skulu sjónarmið stjórnar
verkamannaflokksins í þessum
efnum nú skýrð nokkru nánar.
Stuðningur við NATO
Verkamannaflokkurinn lýsir yf
ir eindregnum stuðningi við
Atlantshafsbandalagið og vill
ekki skorast undan þeim varnar-
skyldum sem því fylgja. Þótt
ýmis öfl flokksins, sem eru lengst
til vinstri, séu andsnúnir NATO,
treysti stjórn flokksins sér ekki
til að hvika hið minnsta frá þess-
ari grundvallarstefnu. Um þetta
segir svo í stefnuskrártillögunni:
„.... ef lagt væri bann við stað
setningu erlendra atómvopna í
Bretlandi, myndi það jafngilda
úrsögn úr Atlantshafsbandalag-
inu. Ekkert væri hættulegra en
einmitt það.
Strax og Bretland hætti að
styðja NATO, er næstum víst,
tilraunir, sem yrði til þess að
auka geislavirkni andrúmslofts-
ins.
Telur flokksstjórnin að ná
þurfi samkomulagi við Rússa um
algert bann við kjarnsprengju
tilraunum, en bætir síðan við, að
ekki megi láta þar við sitja. Nú
þegar séu til geysimiklar birgðir
af kjarnorkuvopnum, sem gætu
gereytt mannkyninu, ef þeim
væri beitt. Segir í yfirlýsingunni,
að takmark Verkamannaflokks-
ins hljóti að vera að losa heim-
inn ekki aðeins við kjarnorpu-
vopn og önnur gereyðingarvopn,
heldur einnig að takmarka svo
annan vígbúnað að styrjaldir
verði útilokaðar.
Segir flokksstjórnin að það sé
þýðingarlaust fyrir Vesturveldin
ein að afvopnast. Um það verði
að gera samning við Rússa og
koma verði á óskeikulu eftirliti
með því að banninu sé hlýtt. —
Verkamannaflokkurinn leggur
til að meginatriði samkomulags-
ins verði þessi:
1) Dregið verði verulega úr
venjulegum vígbúnaði stórveld-
anna.
2) Öll kjarnorkuframleiðslan
verði notuð í friðsamlegum til-
gangi. Síðan verði lagt algert
bann við kjarnorkuvopnum og
þau eyðilögð eða breytt til frið-
samlegra nota.
3) Bönnuð verði öll tæki, sem
sérstaklega eru ætluð til að bera
kjarnorkuvopn, svo sem sprengju
flugvélar, eldflaugar, kafbátar og
kjarnorkufallbyssur, og sé það
trygging fyrir því að ekki sé
hægt að nota kjarnorkuvopn til
árása.
4) Komið verði á fót traustri
eftirlitsstofnun Sameinuðu þjóð-
anna sem hafi réttindi og vald
til að gera varúðarráðstafanir
gegn árásum að óvörum, fylgist
með því, hvort kjarnsprengjutil-
raunir séu gerðar, haldi uppi
stöðugu eítirliti í kjarnorkuverk-
smiðjum og vopnaverksmiðjum
og geti fylgzt með og takmarkað
hernaðarútgjöld allra ríkja.
Um þetta segir að lokum í yfir-
lýsingunni:
Framtíðar-friður heimsins
verður aðeins tryggður með
sliku samkomulagi, ásamt sam
hliða samningum um lausn
pólitískra deilna og um það að
draga úr spennunni í alþjóða-
málum.
Hindra þarf útbreiðslu
kjarnorkuvopna
Mesta athygli í kjarnorkuyfir-
eru tillögur um aðgerðir til a#
hindra útbreiðslu kjarnorku-
vopna. Er þar tekið á algerlega
nýju vandamáli.
í upphafi greinargerðarinnar
segir frá því að talið sé að 12 lönd
til viðbótar þeim þremur, sem nú
hafa kjarnorkusprengjur, hafi
efnahagslegar aðstæður og tækni
lega þekkingu til að framleiða
þær. Þessi lönd eru: Frakkland,
Vestur-Þýzkaland, Italía, Belg'ía,
Svíþjóð, Svissland, Kanada, Ind-
land, Japan, Rauða-Kína, Tékkó-
slóvakía og Austur-Þýzkaland. Á
næstu fimm árum geta enn átta
lönd til viðbótar framleitt kjarn-
orkusprengjur.
Ástandið verður því þannig
árið 1964, að 23 lönd hafa orð-
ið möguleika til framleiðslu á
kjarnorkusprengjum. Sann-
leikurinn er sá, að það eru
engin kjarnorkuleyndarmál til
lengur. Hvert það ríki, sem
hefur nægilegt fjármagn og
vilja til getur framleitt og búið
heri sína þessum hættulegu
vopnum. Og þá vaknar sú
hætta að ýmis óprúttin smá-
ríki fari að beita kjarnorku-
vopnum til hótana og vald-
beitingar í milliríkjadeilum.
Til dæmis gæti ástandið orðið
slæmt í deilum ísraels og Ar-
abaríkjanna, því að grimmdin
og hatrið í þeirri deilu er svo
takmarkalaust, að vel væri
hægt að ímynda sér að deilu-
aðilar létu sér ekki fyrir
brjósti brenna að beita kjarn-
orkusprengjum til að fá ein-
hver úrslit. Sama væri hægt
að ímynda sér í stríði kín-
verskra kommúnista og þjóð-
ernissinna.
Þessa yfirvofandi hættu bend-
ir stjórn Verkamannaflokksins
sérstaklega á í stefnuyfirlýsingu
sinni, og segir: — Þetta skapar
hræðilegar horfur í heiminum í
framtíðinni.
Nærtækasta hættan sem þessu
fylgir, segir í yfirlýsingunni er,
í fyrsta lagi, að ef þessar þjóðir
hæfu nú hver af annarri tilraun-
ir í viðleitni sinni til að framleiða
kjarnorkuvopn, þá myndi and-
rúmsloftið eitrast enn frekar af
geislavirkum efnum. Og í öðru
lagi — með þessu væri grafið
undan tilraunum stórveldanna til
að koma á hjá sér banni við kjarn
sprengj utilraunum.
Sérstaklega er á það minnzt í
yfirlýsingunni, að Frakkar leggi
nú megináherzlu á framleiðslu
kjarnorkusprengju. — Ef þeir
fengju hana undir hendur, er lík-
legt að Vestur-Þjóðverjar vildu
sömu aðstöðu og þeir. Alveg
sama er að gerast meðal lepp-
ríkja Rússa. Kínverskir komm-
únistar hafa óskað eftir því að fá
kjarnorkusprengjur frá Rússum,
en þeir hafa reynt að þagga mál-
ið niður. En nú er tilkynnt að
Rauða-Kína muni Ijúka fram-
leiðslu fyrstu kjarnorkusprengj-
unnar árið 1961.
Stjórn brezka Verkamanna-
flokksins telur, að hér hafi Bret-
ar þýðingarmiklu hlutverki að
gegna, sem þriðja núverandi
kjarnorkustórveldið. Hún leggur
til, að Bretar reyni að fá allar
aðrar þjóðir en stórveldin tvö,
Rússa og Bandaríkin, til að af-
sala sér með samning'tun réttin-
um til að hafa þessi gereyðingar-
vopn. Bretar hafi sterkt tromp á
hendi til að beita sér fyrir slíku
afsali. Þeir eigi að ganga á undan
með góðu fordæmi og eyðileggja
eða afhenda Bandaríkjamönnum
allar kjarnsprengjubirgðir sem
þeir eiga.
Þannig er meginatriðið í hinni
nýju kjarnorkustefnuskrá stjórn-
ar Verkamannaflokksins. Margir
hafa gagnrýnt þessa síðustu til-
lögu og telja að ekkert sérstakt
bendi til þess að aðrar þjóðir
fylgi fordæmi þeirra í að afsala
sér kjarnsprengjum. Tillagan sé
því þýðingarlaus og álíta margir
að hún hafi þann eina tilgang að
reyna að sætta vinstri-öflin í
flokknum við yfirlýstan stuðning
flokksstjórnarinnar við NATO.
Þótt stjórn flokksins hafi sett
þessa stefnuyfirlýsingu fram, er
Framh. á bls. 13.