Morgunblaðið - 10.07.1959, Page 19
í’östudagur 10. júlí 1959
OHCVTSBJ/AÐIÐ
19
HraÖi Jótanna eyðilagði
allan samleik KR-inga
og Jótarnir unnu verðskuldað 4 :0
. ÞETTA lið okkar Dana lék betur saman og virkari leik en
danska landsliðið“, sagði Henning Enoksen, miðvörður józka
úrvalsliðsins og miðvörður danska landsliðsins á dögunum,
er hann sveittur en glaður, gekk til búningsklefa eftir að Jót-
arnir höfðu unnið KR með 4:0 á Laugardalsvellinum í gær.
Og þessi sigur Dananna var vel verðskuldaður — jafnvel þó
Lann hefði orðið stærri, var ekkert við því að segja — en
Heimir, markvörður, bjargaði oft vel. Það var hraðinn í leik
Dananna sem „drap“ alla uppbyggingu KR-inga. Móti öllum
íslenzkum liðum hefði KR í kvöld staðið sig vel, þeir voru
allir af vilja gerðir, en þeir fengu aldrei tækifæri — þeir eru
ekki vanir að mæta slíkum hraða. Hraðinn var „leynivopn“
Dananna, ef nokkru sinni skildi kalla hraða leynivopn, því
hann á að vera aðalsmerki allra liða — en ekki það sem fellir
góð og vel spilandi lið.
Markvörður Dana frábær
Þó var það svo að fyrstu mín-
útur leiksins — 10 til 15 — réði
KR lögum og lofum og það jafn-
vel svo að Jótarnir fengu varla
að snerta knöttinn. I>á var það að
athygli allra beindist að Erling
Sörensen markverði Dana sem
sýndi frábæran leik. Hann varði
skot af öryggi og lék svo vel með
að fágætt er.
En smám saman náðu Jótarnir
tökum á leiknum og er á leið
hálfleikinn færðist leikurinn stöð
ugt nær marki KR og lyktaði
með vélbyssuskothríð á mark KR,
þar sem Heimir stóð fastur fyrir
og varði af miklu öryggi —langt
um meira en í landsleiknum við
Dani. Markið lá stöðugt í loftinu
.— en kom aldrei í fyrri hálfleik.
Áttu þó Jótar 5 hættuleg skot og
varði Heimir mjög vel í 3 skipti
en átti auðveldara með hin. Ótal
skot flugu framhjá KR-markinu.
Þeir áttu og 4 hornspyrnur á 6
mínútna kafla hálfleiksins en
þær voru allar án hættu — utan
þeirrar er Heimir sló yfir mark.
Fá upphlaup KR
Þessi sókn Dana var aðeins
brotin af fáum upphlaupum KR,
en þeir komust þó í færi. Mark-
vörður varði tvö skot Sveins —
annað mjög vel.
En við þennan hálfleik verður
ekki skilið án þess að minnast
á, að Hörður Felixsson sem stóð
þétt fyrir á miðjunni hindraði
miðherja Dana gróflega rétt í
hálfleikslok svo að ekki var efi
á vítaspyrnu en það vildi dómar-
inn, Magnús Pétursson, ekki við-
urkenna.
, Dönsk sókn
Síðari hálfleikurinn var nær
óslitin sókn af hálfu Jótanna og
komst mark þeirra aldrei í hættu.
Nú fékk Sörensen markvörður
þeirra ekki að sýna r.eitt, en eigi
duidust þó hæfileikar hans við
að leika með liðinu.
Fyrsta mark þeirra kom eftir
4 mínútur. Peter Kjær gaf fyrir
og Heimir hljóp út í því skyni að
„góma“ knöttinn en náði ekki og
Carl Christiansen innherji skor-
affi af 8 m færi og var þá Heimir
út úr stöffu til að verja..
Á 15. mín. felldi dómarinn
harðan dóm yfir Bjarna Felix-
syni er „brá“ (?) Kjær. Enoksen
„negldi“ knöttinn í markiff.
Átta mínútum siffar kemst Har
ald Nielsen h. útherji í gott færi
á vitateig. Skot hans var hörku-
gott — Heimir gerffi ágæta til-
raun til aff verja — skotiff lenti
á innanverffa stöngina, skoppaffi
yfir markiff í hina stöngina — og
í netið.
Á 36. mín. hálfleiksins gaf
Harald Nielsen vel fyrir frá
hægri, Heimir gerffi góffa tU-
raun til aff ná sendingunni en
missti og Cari Christiansen
setti boltann í tómt markið.
Tækifærin sem síðar komu í
hálfleiknum voru Dananna og
var Enoksen þar að verki — en
fleiri urðu mörkin ekki.
Danska liðið átti þennan leik
—að frádregnum fyrstu 10—15
mínútunum — svo vel sem nokk-
urt lið getur átt leik tveggja liða
er reyndu að spila. Það var aldrei
vafi á um hvoru megin sigurinn
yrði, hitt var óvæntara hve seint
Jótarnir tóku frumkvæðið. Ef
nokkuð hefði verið hefði sigur
þeirra getað orðið stærr'L
Þeir höfðu yfirburði í samleik,
léku stutt og nákvæmt og um-
fram allt hratt — svo hratt að
KR-ingar áttuðu sig ekki. Allt
lið Jótanna var með í leiknum
allt á sama hraða með samleik
sem aðalatriði.
Öll framherjalína Jótanna var
vel með í leiknum með Enoksen
og Kjær sem beztu menn. Enok-
sen hafði erfiðasta mótstöðu en
Kjær gersigraði Hreiðar. Bar því
meira á gegnumbrotum Kjærs en
hins. Innherjarnir báðir áttu góð-
an leik en illa stillt skot og
hægri útherji var hvortveggja í
senn góð skytta og opnaði vel
fyrir samherja sína. Framverðirn
ir voru stoð og stytta liðsins, voru
allsstaðar, bakverðirnir fastir
fyrir og markvörðurinn frábær.
KR-liðið reyndi mjög stutta
samleikinn en hann gagnaði ekki
á móti hraða Jótanna. Hvað sem
framlínumennirnir reyndu höfðu
Jótamir séð fyrir og kæfðu allt í
byrjun. Vegna ásóknar Dananna
urðu sendingar KR-inganna óná-
kvæmar og allt fór í handaskol-
um. Garðar átti ágætan leik —
og skrokkvindur hans dugðu oft
vel gegn. hinum hröðu Jótum.
Meira þarf af slíku móti hröðum
leik mótherjanna. Hörður var
bezti maður varnarinnar, en bak-
verðirnir dugðu illa og það opn-
aði veginn að markinu. En þar
stóð Heimir fastur fyrir og verður
hann ekki sakaður um mörkin,
heldur þvert á móti átti hann
heiður skilið fyrir að ekki fór
verr. — A. St.
Tveir íslenzkir stúdentar taka þátt
í byggingu skólahúss í Túnis
Fara utan með „Dr.
MEÐAL farþega með „Dr. Alex-
andrine", sem leggur af stað til
Kaupmannahafnar síðar í dag,
eru tveir íslenzkir stúdentar á
leið til Túnis, þar sem þeir munu
ásamt stúdentum frá um 50 lönd-
um vinna í 6 vikur við skólahús í
Sakiet-sidi-Y oussef.
Stúdentar sameinast
Það er stúdentasambandið í
Túnis, sem gengst fyrir bygging-
arframkvæmdum þessum í nánu
samstarfi við alþjóðastúdentasam
tök þau, ISC-COSEC, sem Stúd-
entaráð Háskóla íslands er aðili
að. En hér er um að ræða, endur-
þyggingu barnaskóla þess, sem
franskar flugvélar eyðilögðu með
sprengjukasti að morgni 8. febr-
úar í fyyrra, en í þeirri árás lét-
ust m. a. 11 skólabörn, svo sem
mörgum er enn í fersku minni.
Löng ferff
Stúdentarnir eru Þórir Ólafs-
son og Hjörtur Jónasson, og
leggja þeir, sem fyrr segir upp
Alexandrine" i dag
með „Dr. Alexandrine" í dag.
Þeir munu hafa nokkra daga við-
stöðu í Kaupmannahöfn, en að
kvöldi þess 14. þ.m. munu þeir
halda áfram með járnbrautalest
til Napoli. Þaðan verður svo farið
yfir til borgarinnar Palermo á
Sikiley aðfaranótt þess 21. þ.m.
og dvalið þar daglangt. Um kvöld
ið verður loks lagt upp í síðasta
áfangann með skipi og væntan-
lega komið til Túnis árla að
morgni 22. þ.m., og eru þá þrír
dagar, þangað til byggingarfram-
kvæmdirnar eiga að hefjast.
Ævintýraleg þátttaka
Þátttakendur í byggingarfram-
kvæmdunum, sem fram munu
fara á tímabilinu frá 25. júlí til 1.
september munu verða talsvert
á annað hundrað að tölu. Eru það
stúdentar úr öllum heimsálfum.
Ráðgert er að þeir vinni 8 tíma á
dag í 8 daga til að byrja með, en
fái svo eitthvert frí til þess að
hvíla sig og skoða sig um í land-
inu. Þess er að vænta, að félagslíf
svo fjölskrúðugs hóps verði mjög
margvíslegt og skemmtilegt, og
bendir allt til þess að för þessi
verði hin ævintýralegasta fyrir
íslenzku þátttakendurna, enda
þótt hitinn þar syðra kunni að
angra þá við starfið til að byrja
með.
Lítill humarafli
síðustu daga
VESTMANNAEYJUM, 9. júlí. —
Eins og kunnugt er af fréttum,
hafa 24 bátar stundað humarveið-
ar héðan, síðan í vor. Afli var
góður framan af en hefir tregðast
upp á síðkastið og verið mjög lít-
ill síðustu dagana. Það er ekki
sízt veðrið, sem hefur áhrif á veið
arnar, en nærri lætur að algjör
ládeyða þurfi að vera, til þess að
unnt sé að stunda þær með ár-
angri. Humarinn er allur frystur
fyrir Bandaríkjamarkað, og hafa
veiðarnar skapað talsverða at-
vinnu í landi hér. Þær munu
væntanlega standa fram í miðjan
ágúst. — Bj. Guðm.
Unglingadagur Knatt-
spyrnusambands Islands
HINN árlegi unglingadagur
Knattspyrnusambands íslands
verður n. k. sunnudag og beitir
Unglinganefnd KSÍ sér fyrir leikj
um og knattþrautum dag þennan
og er búist við almennri þátttöku
um land allt.
í knattþrautum verður sveita-
keppni í 3. og 4. aldursflokki og
keppa tvær 5 manna sveitir frá
hverju félagi x hvorum aldurs-
flokki. Eru þrautir þessar
skemmtilegar og reyna á knatt-
meðferð þátttakenda. Síðast, þeg-
ar keppni fór fram, sigraði KR i
3. aldursflokki og Fram í 4 ald-
ursflokki. Auk þrautayna er ætl-
azt til, að knattspyrnuleikir fari
fram sem víðast í yngri aldurs-
flokkum.
í Reykjavík fara fram, í tilefni
dagsins, eftirtaldir leikir í 5. ald-
ursflokki kl. 10 um morguninn.
Fram A — Víkingur á Fram-
velli.
KR A — Valur á KR velli.
KR B — Þróttur á KR velli
Fram B — Valur B á KR velli.
Knattþrautir hefjast í 3. og 4.
aldursflokki kl. 2 á Melavellin-
um og hafa efalaust margir gam-
an af að fygjast með hinum ungu
knattspymumönnum.
í sambandi við dag þennan er
ætlunin, að síðar í sumar fari
fram leikur milli landsliðs 1949
og unglingalandsliðs.
Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig með heilla-
óskum, gjöfum og hlýju handtaki á 90 ára afmæli minu
28. júní s.L
Guð blessi ykkur öll.
Elinborg Fálsdóttir frá UnnarholtL
Bróðir okkar
JÓHANN GUÐJÓNSSON
fyrrv., hringjari,
andaðist á Elliheimilinu Grund 7. þessa mánaðar.
Systkinin.
Hjartanlega þökum við auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför sonar okkar,
GUÐMUNDAR VIÐARS
Elín Eggertsdóttir, Friðrik Guðmnndsson
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
seunúð og vinarhug við andlát og jarðarför,
RAGNHEIÐAR ÁSMUNDSDÓTTUR
f. v. ljósmóður
Þorbjörg Jónsdóttir,
Ása Ragnarsdóttir, Guðfinnur Pétursson
Þökkum öllum f jær og nær, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns og föð-
ur okkar,
MAGNtJSAR magnCssonar
frá Hrauni.
Ingunn Böðvarsdóttir.
Magnús Magnússon, Halldór Magnússon
Mel við Breiðholtsveg