Morgunblaðið - 10.07.1959, Side 18
18
MORCTJNBtAÐlÐ
■RVWn'iaiyirr 10. iúlí 1959
Dómurinn í malinu ut
af Hallveigarstöðum
Varð fyrir slysi —
þakkar góða aðstoð
SÍÐAST í fyrra mánuði vildi það
slys til á togaranum Agli Skalla-
grímssyni, sem var á Nýfundna-
landsmiðum, að einn hásetinn,
Þorsteinn Bjarnason, missti fram
an af fingri. Var leitað til rúss-
nesks verksmiðjutogara frá Mur-
mansk, sem var á sömu slóðum,
um læknishjálp.
Þorsteinn kom að máli við
Mbl. í gær og bað um að læknin-
um á rússneska togaranum, sem
er kona, og hjúkrunarfólki henn-
ar, væru færðar hjartans þakkir
fyrir góða aðhlynningu. — Þá
kvaðst hann vilja nota tækifærið
og þakka skipstjóra, 1. stýri-
manni og öðrum skipsfélögum,
ekki sízt þeim færeyska, fyrir
góða umönnun á meðan hann var
óvinnufær.
2INS og undanfarin ár, hafa Far-
iuglar sumarleyfisferðir á áætl-
un sinni og verða þær tvær í ár,
3em hefjast báðar í júlímánuði.
Ennþá er hægt að tilkynna þátt-
töku, en óðum líður að því að
þær séu þéttskipaðar.
Verður hér lauslega skýrt frá
tilhögun ferðanna, og er þá fyrst
að nefna Þórsmerkurferð, dag-
ana 11.—19. júlí. Þeirri ferð verð-
ur hagað eins og undanfarin ár,
dvalið í tjöldum í Sleppugiii og
farnar þaðan gönguferðir um
Mörkina. Kostnaðarverð er áætl-
áð 700,00 kr., og leggur félagið
til tjöld, hitunaráhöld og fæði.
Þátttaka tilkynnist miðvikudags-
kvöldið 8. júlí.
Seinni ferðin er 16 daga
óþyggðaferð, 25. júlí — 9. ágúst.
Á fyrsta degi er ráðgert að halda
að Veiðivötnum og dvelja þar
næsta dag. Síðan verður ekið á
Tungnaárbotna og dvalið þar í
«inn dag, og gengið á Tungnaár-
jökul og Kerlingar.
Á fimmta degi er ráðgert að
aka um Tungaárfjöll að suður-
odda Langasjávar, og tjaldað hjá
Sveinstindi.
SORPEYÐINGARSTÖÐIN í
Reykjavík hefur nýlega fengið
dieseldráttarvél með mjög öfl-
ugri vökvadrifinni vélskóflu og
ýtu. Tekur skóflan 1V2 rúm-
meter og flytur til allan áburð
og úrgang frá stöðinni.
Við Langasjó verður dvalið í
2 daga og gengið á Sv.einstind og
um Fögrufjöll inn að Útfalli.
Þetta mun vera í fyrsta skipti,
sem ferðafólki er gefinn kostur á
þátttöku j ferð á þessar slóðir.
Á áttunda degi verður ekið um
Faxasund niður á Fjallabaksveg
hjá Skuggafjöllum og austur í
Eldgjá. Þar verður dvalið um
kyrrt í tvo daga. Gjáin skoðuð og
gengið á Gjátind.
Á ellefta degi verður ekið úr
Eldgjá niður að Búlandi í Skaft-
ártugu og þaðan þjóðveginn að
Kirkjubæjarkiaustri og tjaldað
þar. Næsta dag verður haldið
austur í Núpstaðaskóg og tjaldað
þar, en daginn eftir verður geng-
ið að Grænalóni og á Súlutinda.
Úr Núpstaðaskógi er ráðgert
að aka á tveimur dögum til
Reykjavikur. — Enn er einum
degi óráðstafað og verður það
gert þar, sem henta þykir, eftir
að komið er að Langasjó.
Kostnaðarverð fararinnar er
áætlað kr. 2400,00 og er fæði inni
falið í verðinu.
Samskonar áhöld eru í pönt-
un bæði fyrir Áhaldahús
Reykjavíkurbæjar og bæjar-
verkfræðing á Akureyri, en
áður hafði Sogsvirkjunin keypt
eitt slíkt tæki, sem einnig var
notað við Mjólkárvirkjunina.
Tæki þessi virðast einkar
hentug fyrir bæjar og sveitar-
félög enda notuð af flestum
bæjarfélögum í Bretlandi.
Einnig henta þau vel til þess að
moka til fiskúrgangi við fiski-
mjölsverksmiðjur þar sem unn-
ið er á plani.
Þeir sem séð hafa vinnubrögð
þessara tækja eru á einu máli
upm það að þau séu hin stór-
virkustu sinnar tegundar sem
hér hafa sézt.
TVEIR strætisvagnastjórar hafa
verið sýknaðir fyrir dómstólum
af kæru ákæruvaldsins, þar sem
þess var krafizt, að þeir skyldu
sviptir ökuleyfi. Hafa mál þessi
verið höfðuð gegn þeim vegna
dauðaslysa. Annað málið var
dæmt í Hæstarétti, en hitt í saka-
dómi Reykjavíkur.
Fyrra slysið, og það sem Hæsti-
réttur hefur nú kveðið upp sinn
dóm í varð um miðjan apríl-
mánuð 1958 á Sogavegi. Kona,
sem verið hafði farþegi í stræt-
isvagni, var að stíga niður úr
vagninum. Var hurðinni þá lok-
að og festis kápa konunnar í
„stýringu" á hurðinni.'Vagnstjór-
inn ók vagninum af stað. Konan
dróst með vagninum, og féll
síðan undir hann og lenti undir
öðru afturhjólinu. Beið hún bana
af afleiðingum þessa slyss nokkr
um klukkustundum síðar.
Talið var að vagnstjórinn hefði
ekki sýnt nægilega aðgæzlu, er
hann ók af stað. Hefði hann átt
að fullvissa sig um það áður en
hann ók af stað, að allir væru
komnir úr vagninum, sem ætluðu
við þessa biðstöð. Til þess hafi
vagnstjórinn haft aðstæður úr
sæti sínu, í speglum á vagnin-
um. Sakadómur dæmdi vagnstjór
ann í 2000 kr. sekt og greiðslu
málskostnaðar og hann var sýkn-
aður af kröfunni um ökuleyfis-
sviptinguna. Taldi dómarinn ekki
næga ástæðu til ökuleyfissvipt-
jngar. Þennan dóm staðfesti
Hæstiréttur varðandi sýknuna
um ökuleyfissviptinguna, en
hann hækkaði sektina upp í 4000
kr., og staðfesti greiðslu sakar-
kostnaðar.
Hinn 3. júlí gekk svo dómur
í sakadómi Reykjavíkur yfir öðr
um vagnstjóra, einnig út af dauða
slysi. Varð það á Laugarnesvegi
í októbermánuði haustið 1958.
Tildrög þessa slyss voru þau, að
strætisvagni var ekið af stað frá
biðstöðinni við Bjarmaland við
Lauganesveg. Er vagninn var
kominn á móts við afurðasölu
SÍS við Kirkjusand, kom vagn-
inn þar að sem tveir vörubílar
stóðu á ská við götuna. Gekk
annar þeirra 150 sentim. út í ak-
brautina. Rétt í því að strætis-
vagninn var að aka framhjá þess-
um bílum kom bíll á móti stræt-
isvagninum. Varð vagnstjórinn
að víkja lítið eitt til fyrir þess-
um bíl, er slysið varð. Lenti
EINS og skýrt hefur verið frá
hér í blaðinu, er genginn dómur
í móli því er reis út af byggingu
fyrirhugaðs kvennaheimilis, Hall
veigarstaða, á óbyggðri lóð milli
Túngötu og Öldugötu, meðfram
Garðastræti. Má segja, að mál
þetta hafi nú verið á döfinni allt
frá 23. ágúst, er að kröfu annars
aðila málsins, frú Guðlaugar
Magnúsdóttur, Túngötu 16, var
lagt lögbann á framhald bygging-
ar heimilisins.
í Hæstarétti var einungis um
það fjallað, hvort aðaláfrýjanda
málsins, Hallveigarstöðum, sé ó-
heimilt að byrja á lóðinni hið
fyrirhugaða heimili, vegna kvað-
ar, sem á henni hvíldi. í henni
segir að ekki megi reisa stærra
hús á lóðinni en tvílyft né með
öðru húsagerðarsniði en „villa“.
Lóðin, sem deilan stendur um,
er nr. 14 við Túngötu. Upphaf-
lega keypti Cárl Olsen lóðina
árið 1923, en Hallveigarstaðir
eignast lóðina 1930, og var þá
kunngert um kvöðina að sjálf-
sögðu.
Halveigarstaðir eru aðaáfrýj-
andi másins, en frú Guðaug
Magnúsdóttir gagnáfrýjandi.
drengur undir afturhjóli vagnsins
og beið samstundis bana af. Ekki
tókst að ná í nein vitni að þess-
um atburði ,svo með öllu er
óvíst með hverjum hætti slysið
bar að höndum. Það var talið
að drengurinn hefði farið út á
götuna milli vörubílanna tveggja
sem áður er minnst á.
Strætisvagnstjórinn var af
dómaranum talinn hafa ekið of
hratt miðað við aðstæður og hann
hefði mátt búast við mannaferð-
um kringum vörubílanna. Var
strætisvagnastjórinn dæmdur í
2500 kr. sekt. Hins vegar taldi
dómarinn ekki næga ástæðu til
þess að svipta manninn ökuleyfi
sínu og sýknaði hann af þeim lið
ákæruskjalsins. Vagnstjóranum
var aftur á móti gert að greiða
málskostnaðinn.
Ný umferðarmerki
síðar í sumar
Þannig lítur nýja stöðvunar-
merkið út.
FYRSTU umferðarmerkin, sam-
kvæmt hinum nýju umferðarlög-
um, verða sett upp við helztu um
ferðaræðar bæjarins, eins og t.d.
Miklubraut, Hringbraut, Skúla-
götu og Suðurlandsbraut síðar í
sumar. Þessi merki verða stöðv-
unarmerki, sem tákna algjöra og
undantekningarlausa stöðvunar-
skyldu allra ökutækja við við-
komandi gatnamót. Á þeim aðal-
brautum verður heimilt að aka
með allt að 45 km hraða.
Á fundi bæjarráðs er haldinn
var á þriðjudaginn var umferðar-
nefnd bæjarins heimilað að
festa kaup á 80 merkjum til þess
að setja upp við fyrrnefndar göt-
ur. Merkin verða í tveim litum
rautt og gult.
í málinu komu fram tvö sér-
atkvæði dómenda.
í forsendum meirihluta dóms-
ins segir m. a.:
„.... Það er einsætt, að hið
fyrirhugaða kvennaheimili brýt-
ur gegn kvöð þeirri, sem lögð
hefur verið á lóðina nr. 14 við
Túngötu. Kvöð þessi hefur verið
sétt til hagsbóta eigendum téðra
næstu húsa og þá sérstaklega
eiganda lóðarinnar nr. 16, enda
hlaut kaupandi lóðarinnar nr. 16
að hafa vitað um kvöðina, og
hann hlítti jafnframt sams konar
kvöð á sinni lóð. Er því gagn-
áfrýjandi réttur aðili máls þessa.
Yfirvöld skipulagsmála hafa
rétt til að kveða á, hvers konar
byggingu reisa má á lóðinni nr.
14 við Túngötu, en gagnáfrýj-
andi, sem er eigandi hússins nr.
16 við sömu götu, á hins vegar
tilkall, að skorið verði úr því
með eignarnámsmati, hvort eign
hennar rýrni í verði við áður-
greindar framkvæmdir aðal-
áfrýjanda á lóðinni nr. 14, sem
fara í bága við kvöðina, og á hún
rétt til, að henni verði metnar
bætur, ef um verðrýrnun er að
tefla. Slíkt eignarnám myndi að
formi til verða framkvæmt af
skipulagsyfirvöldum, en vita-
skuld á kostnað aðaláfrýjanda,
sbr. 24. gr. laga nr. 55/1921. Er
því aðaláfrýjanda eigi rétt að
reisa fyrirhuguð hús á lóðinni nr.
14 við Túngötu, fyrr en gerðar
hafa verið ráðstafanir til þess
samkvæmt eignarnámsreglum að
tryggja rétt gagnáfrýjanda til
bóta, þann er hún kann að eiga.
Rétt er, að aðaláfrýjandi greiði
gagnáfrýj anda málskostnað í hér-
aði og fyrir Hæstarétti, krónur
6.000.00.
Niðurstöður sératkvæðis Þórð-
ar Eyjólfsson og Jónatans Hall-
varðssonar hljóða m. a. á þessa
leið:
....Réttarframkvæmdin hef-
ur og verið á þá leið, að eigendur
lóða í Reykjavík hafa bótalaust
orðið að hlíta ákvörðunum bygg-
ingaryfirvalda um staðsetningu
og stærð húsa, sem þeir hyggjast
reisa á lóðum sínum, og geta þeir
þá ekki stofnað betri rétt sjálfum
sér eða öðrum til handa við.
sölu lóðanna, nema samþykki
réttra byggingaryfirvalda komi
til, en í máli því, sem hér liggur
fyrir, hefur slíkt samþykki ekki
verið veitt. Samkvæmt þessu
verður að telja, að greind ákvæði
í afsölum hafi ekki gildi, ef stjóm
völd byggingarmála samþykkja
eða ákveða skipulag eða húsa-
gerð með öðrum hætti, en þar
segir. Ber því að staðfesta
ákvæði héraðsdóms um sýknu
aðaláfrýjanda af kröfu gagn-
áfrýjanda um bann við byggingu
húss þess, sem í málinu greinir,
Eftir atvikum er rétt, að máls-
kostnaður í héraði og fyrir
Hæstarétti falli niður“.
Dómsorð:
Framangreindri kröfu um stað-
festingu lögbannsgerðar er vísað
frá Hæstarétti.
Aðaláfrýjandi, Kvennaheimilið
Hallveigarstaðir, á að vera sýkn
af kröfum gagnáfrýjanda, Guð-
laugar Magnúsdóttur, um bann
við byggingu húss þess, sem í
málinu greinir.
Málskostnaður í héraði og fyrir
Hæstarétti fellur niður.
Þriðja sératkvæðið kom frá
Jóni Ásbjörnssyni, sem segist
vera í aðalatriðum samþykkur
atkvæði meirihluta dómenda, þ.
e. a. s., að taka beri til greina
kröfuna um að óheimilt sé að
reisa á lóðinni nr. 14 við Tún-
götu, byggingu þá er í málinu
greinir, unz kvöðin kann að
verða leyst undan lóðinni, en það
telum dómarinn að hægt sé með
24. gr. laga nr. 55/1921.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréltarlögmaður.
Aðalstræti 8. — Sími 1J043.
Litil athugasemd við langl erindi
MJÓG kom sú trú fram í erindi
Grétars Fells, sem útvarpað var
þann 28. maí sl., að í svefni fái
maður stundum vitranir um ó-
orðna atburði og annað það, sem
dreymandinn gat á engan hátt
hafa aflað sér sjálfur. En þótt
undarlegt megi heita, þá hafnaði
Grétar þeirri skýringu á eðli
svefns og drauma — sagði vhana
ekki geta staðist — sem ein
gerir það raunverulega hugsan-
legt, að þessar vitranir fáist. Var
þar um að ræða þá kenningu
dr. Helga Péturss, að svefninn sé
sambandsástand og ætti það að
liggja Ijóst fyrir,að þannig hlýtur
einmitt að vera, ef þessar vitran-
ir eru raunverulegar. Það ætti
ekki að vera um að villast, aðhafi
maður sjálfur ekki getað aflað
sér þeirrar vitneskju, sem hann
þó hefur öðlast, að þá hlýtur
hann að hafa þegið hana af ein
hverjum öðrum og þá auðvitað
ekki öðru vísi en fyrir samband.
Og sé nú gætt að því. sem með
svefninum veitist, þá ber þar að
sama brunnL Með svefninum
veitist endurnæring, sem svo er
nauðsynleg, að án hennar verð-
ur ekki lifað fremur en án nær-
ingar í mat og drykk Menn segja
nú að vísu, að slíkt sé ekki ann-
að en hvíld. En þá kemur spurn-
ingin, hvað það sé að hvílast,
Einar Ásmundsson
hæslaréltarlögni&bui.
Hafsteinn Sigurðsson
héraðsdómslögmaður
Skrifsl Hafnarslr. 8, II. hæð.
Sími 15407, 1981?
en hið raunverulega svar við því
getur ekki verið nema það eitt,
að slíkt verði fyrir hleðslu utan
aðkomandi magns. Eða hvort
verður það nokkru sinni, að
tæmd rafhlaða endurhlaðist
nema fyrir aðstreymi rafmagns?
Eins og við var að búast af
dultrúarmanni, þá hélt Grétar
Fells því fram, aS í svefni verði
viðskilnaður sálar og líkama og
má þó auðveldlega sýna fram á,
að slíkt getur ekki staðizt sem
skýring á svefni og draumum. En
þó að mér skildist svo sem hann
telji þetta aðalatriði, þá tók hann
það fram, að um nokkra sam-
eiginlega skýringu allra drauma
geti ekki verið að ræða. Og
þannig segir að vísu enginn um
það viðfangsefni eitt, sem hann
er farinn að skilja. Að skilja eitt
hvað er nefnilega það sama og
að hafa fundið samnefnara þess,
iiafa fundið þar einhverja sam-
eiginlega undirstöðu, ,eins og t.
d. þá, hversu geislan sólarinnar
hingað til jarðarinnar er megin
orsök allra hreyfinga hér í lofti
og legi. Og hér er það heimssam-
band lífsins, sem er undirstaðan.
Þó að skáldspekingurinn Grétar
Ó. Fells vilji auðsjáanlega gera
sem minnst úr dr. Helga Péturss
og kenningum hans, láti jafnvel
svo sem hann muni varla eftir
þeim, þá er raunveruleikinn sá,
að þar er um slíkan aðalskilning
að ræða á lífinu og slíka leið-
réttingu, sem kenning Kopernik-
usar og Brúnós var áður í heims
fræði.
Þorsteinn Jónsson,
á Úlfsstöðum.
Með Farfuglum í
; sumarleyfinu
Tveir strœtisvagnssfjárar
sýknaðir af kröfu um
ökuleyfissviptingu
\ \
i 4