Morgunblaðið - 10.07.1959, Blaðsíða 8
8
MORCUWnLAÐIÐ
Fostudagur 10 iúlí 1959
77/ sölu
Taunus ’58
4ra dyra, ekið 12 þús. km.
Moskwitsch ’58
lítið keyrður
Renault ’46
Vauxhall ’47
P-70 plastbíll ’57
Volkswagen ’57
Ford Prefect ’55 .
Austin A-70 ’49
Mercedes Benz ’54
úrvals bíll
Buick Roadmaster ’55
Buick Special ’55
Zim ’55
fæst gegn fasteignaskulda-
bréfi.
Nash Rambler ’58
mjög fallegur
Mercury ’52
2ja dyra
Ford Fairlane ’59
sem nýr
Chevrolet ’55 Bel Air
úrvals einkabíll
Bíla- og búvélasalan
Baldursgötu 8
Sími 23136
Til sölu
Ford vörubíll ’55
styttri gerð í 1. fl. standi.
Gott verð.
7 tonna Volvo diesel
með eða án krana. Hægt að
selja kranann sér.
10 hjóla Reo-Studebaker
sem nýr með spili, á góðu
verði.
G. M. C. ’53
model í góðu standi. Verð
85 þúsund.
Intemational
5 tonna á góðum dekkjum,
með skiptidrifi og 5 gíra
kassa, verð 70 þúsund.
International ’42
í góðu standi
Chevrolet ’42
með góðri vél og á góðum
dekkjum.
Bíla- og búvélasalan
Baldursgötu 8
Sími 23136^
Höfum kaupendur ai:
öllum gerðum bifreiða
og landbúnaðarvéla.
Bíla- og búvélasalan
Baldursgötu 8
Sími 23136
Laugavegi 92. Sími 10650 og
13146.
Chevrolet vörubifreið
Willys jeppi ’5r
Willys jeppi ’53
Willys jeppi ’54
Willys jeppi ’55
með vatnsþéttu rafkerfi
Kaiser ’54
ný yfirfarinn. Alls konar
skipti.
Renault ’46
góðir greiðsluskilmálar
Skoda 1200 ’55, ’56, ’57, ’59
P-70 ’56, ’57
með hagstæðu verði og góð-
um greiðsluskilmálum
Tjarnarg. 5, sími 11144
Chevrolet ’41, ’47, ’50, ’51,
’52, ’53, ’54, ’55, ’57
Ford ’40, ’42, ’47, ’50, ’53,
’55, ’56, ’57
Dodge ’40, ’42, ’46, ’50, ’52,
’53, ’55, ’58
Plymouth ’41, ’42, ’47, ’53,
’56, ’57
Opel Kapitan ’55, ’57
Opel Record ’54, ’56, ’58
Ford Zephyr ’55, ’57
Ford Prefect ’46, ’55, ’57
Moskwitsch ’55, ’57, ’58,
’59
Austin A-40 ’48, 50
Ford Taunus ’55
Einnig mikið úrval af
jeppum, sendiferðabílum
og vörubílum.
Tiarnargötu 5. Sími 11144.
Vauxhall ’47, ’53
Willys fólksbíll
2ja dyra ’52, mjög góðir
greiðsluskilmálar
Ford Taunus ’55, ’56, ’58,
’59
Volkswagen '55
í „frábæru standi til
sýnis og sölu í dag.
BÍLASALAN
Klapparstíg 37. Sími 19032.
Einnig mikið úrval af
sendiferða- og pallbílum.
Verzlið þar sem úrvalið
er mest og þjónustan bezt
Laugavegi 92.
Sími 10650 og 13146.
Bifreiðar til sölu
Fiat 1100 ’55
Ford Consul ’55
Opel Caravan ’55
Fiat 500 ’54
Ford Prefect ’46
Jeppar ’42—’53
Bifreiðasalan
Stefáns
Grettisg. 46, sími 12640
26 manna
rútubíll
árgangur 1942 er til sölu.
Engin útborgun. En þarf
að greiða að fullu eftir um
það bil ár.
BÍLASALAN
Klapparstíg 37. Sími 19032.
Byggingarlóð
Bíll
Nýlegur amerískur híll
óskast í skiptum fyrir ca.
800 ferm. byggingalóð á
góðum stað á Seltjarnar-
nesi.
BÍLASALAN
Klapparstíg 37. Sími 19032.
Chevrolet '5 7
til sölu í New York, inn-
flutningsleyfi og skiprúm
til íslands fyrir hendi. —
Bíllinn er ódýr og greið-
ist í ísl. krónum.
\h\ BÍLASALAN
Aðalstræti 16, sími 15-0-14
Þorsteinn Johnsori
kaupmaður í VestmannaeYÍum
MÉR KOM á óvart, er ég frétti
lát Þorsteins. Hann var að vísu
nær 75 ára að aldri, en það hafði
aldrei flögrað að mér að fyrir
gæti komið, að Þorsteinn kveddi
þennan heim fyrri en á tíræðis-
aldri í fyrsta lagi. Hann var allra
manna léttastur á fæti og kvik-
astur, kraftmaður mikill og seigl
an að því skapi til allrar áreynslu.
Hann var svo svefnléttur, að
venjulega var hann búinn að fá
sér morgungöngu suður fyrir
Helgafell um það leyti sem aðrir
voru að koma á fætur, þó þeir
væru árrisulir. Bjarggöngur
stundaði hann og ótaldar voru
þær ferðir, sem hann fór um
Heljarstíg í Yztaklett með kunn-
ingjum síhum.
Þorsteinn var fæddur 10. ágúst
1884. Foreldrar hans voru Jón
Sighvatsson bóndi Árnasonar al-
þingismanns í Eyvindarholti
Sveinssonar bónda á Yztaskála og
Karólína Oddsdóttir Jónssonar
bónda í Eyrarsveit. Jón Sighvats-
son var fæddur að Yztaskála 4.
júlí 1856 og var móðir hans Guð-
ný Brynjólfsdóttir bónda Brynj-
ólfssonar á Miðskála.
Brynjólfur var sonur Brynjólfs
bónda í Skipagerði í Landeyjum
Guðmundssonar frá Strönd
Stefánssonar í Skipagerði Jóns-
sonar Þorleifssonar og bjuggu
þeir allir í Skipagerði, en voru
afkomendur Jóns Hallssonar
sýslumanns í Rangárvallasýslu.
Stefán í Skipagerði átti Vigdísi
Árnadóttur Þorsteinssonar Magn-
ússonar sýslumanns í Skaftafells
sýslu. Eru þetta merkilegar ættir.
Jón Sighvatsson fluttist árið
1887 til Vestmannaeyja með sinn
stóra barnahóp. Bjó hann lengi
í Jómsborg, tómthúsi á mörkum
Garðs og Góðvonar, og þar setti
hann síðar á stofn bókaverzlun,
sem hann rak lengi.
Eins og aðrir Vestmannaeying-
ar byrjaði Þorsteinn snemma að
stunda sjóinn. A ungdómsárun-
um réri hann margar vertíðir á
sexæringnum ísak með Þorsteini
Jónssyni í Laufási. Varð hann
síðan meðeigandi með Þorsteini
og fleiri mönnum að fyrsta vél-
bátnum, sem stundaði sjóróðra
frá Vestmannaeyjum. Það var ver
tíðina 1906 og var Þorsteinn þá
vélstjóri á Unni. Var hann þann-
ig fyrsti vélstjóri í Vestmanna-
eyjum. Meðferð vélarinnar
kenndi honum Halldór Guð-
mundsson raffræðingur, sem þá
var nýlega kominn frá námi er-
lendis, og hafði kynnzt alls konar
vélum. Námið var stutt, aðeins
nokkrir dagar, en varð haldgott,
því engar bilanir urðu á vélinni
þessa fyrstu vertíð undir stjórn
Þorsteins.
Hugur Þorsteins stóð til verzl-
unarnáms. Árið 1907 hvarf hann
utan til þess að nema þau
fræði bæði í Danmörku og Eng-
landi. Var hann síðan starfandi
erlendis árum saman, en undi
þar ekki og hvarf aftur heim til
Eyja. Þar setti hann á fót verzlun
með skófatnað og tók síðan við
bókaverzlun föður síns. Stundaði
hann síðan verzlunarrekstur til
dánardægurs og einnig fékkst
hann nokkuð við bókaútgáfu. Um
skeið fékkst hann við útveg, en
hann lánaðist ekki. Einnig fékkst
hann um skeið við fiskkaup og
fiskverzlun, en varð fyrir því ó-
láni, að fást við þau viðskipti
á hinum fyrstu kreppuárum eft-
ir 1930. Varð hann þá fyrir geysi
legu tjóni, eins og margir aðrir,
svo að hann komst í þrot. Varð
honum það mikið áfall, því Þor-
steinn var óvenjulega samvizku-
samur maður og féll þungt að
geta ekki staðið í skilum við lán-
ardrottna sína, þó að hann ætti
enga sök á því hvernig fór. Fyr-
ir hagsýni og dugnað rétti hann
smám saman hag sinn, svo að
pAll s. pAlsson
málflutningsskrifseofa
1 Bankastræti 7. — Sími 24 200.
hann var orðinn vel stæður
maður.
Þorsteinn byrjaði fyrstur
manna rekstur kvikmyndahúss i
Eyjum, og hélt því áfram um
langt skeið. Fyrst var hann með
þann rekstur í Góðtemplarahús-
inu, en byggði síðan myndarlegt
samkomuhús vestar við Vest-
mannabrautina.
Þó svo færi að Þorsteinn gerði
ekki sjómennsku að sínu ævi-
starfi, hafði hann mikla ánægju
af sjóferðum og veiðiskap. Á ár-
unum milli 1930—1940 fórum við
iðulega að sumrinu á smáferju á
grunnmiðin í kringum Eyjar í
fiskileitir. Var sérlega ánægju-
legt, að vera með Þorsteini. Hann
var góður ræðari, ötull og skap-
léttur og einstaklega fiskinn. Var
hann óþreytandi við drátt og
róður. Áttum við saman margar
ánægjustundir á sumarbjörtum
sjónum og mun ég lengi minnast
þeirra samverustunda.
Þorsteinn var hlédrægur og
kom ekki við opinber mál. Þó
mun hann um skeið hafa átt sæti
í hafnarnefnd.
Þorsteinn var þríkvæntur og
eignaðist 4 börn, sem öll eru á
lífi: Óskar bóksali í Vestmanna-
eyjum, Þorsteinn jarðyrkjumað-
ur í Danmörku, Grete gift kona
í Danmörku og Sigurlaug hjúkr-
unarkona, ekkja í Reykjavík.
Guðrúnu, ekkju Þorsteins, syst
kinum hans og börnum, votta ég
innilega samúð mína.
Þorsteinn var mannkostamaður
og mun hann lengi verða minnis-
stæður þeim, sem honum kynnt-
ust.
J G Ó
Leikflokkar
til Siglu-
fjarðar
SIGLUFIRÐI, 8. júní. — Und-
anfarna daga hefur verið meira
um leikara og listafólk en síld
hér á Siglufirði. Heimsóknir þess
ar stytta fólki stundir í landleg-
unni.
Leikflokkur Róberts Arnfinns-
sonar hefur sýnt hér leikritið
„Stúlkan á loftinu", og í gær var
Sinfóníuhljómsveitin á ferð hér
ásamt söngvurunum Guðmundi
Jónssyni og Sigurði Björnssyni.
f kvöld gefst mönnum kostur á
að sjá „Tannhvassa tengda-
mömmu“.
Volkswagen vex
BONN, 8. júlí — Sl. ár fluttu
V olks wagen-verksmið j urnar
40,2% framleiðslu sinnar út til
Bandaríkjanna. Alls framleiddi
verksmiðjan 553,399 ökutæki og
jókst framleiðslan á árinu um
20,3%. Verksmiðjan framleiðir nú
daglega meira en 2,400 ökutækL