Morgunblaðið - 10.07.1959, Side 10

Morgunblaðið - 10.07.1959, Side 10
10 MORCViyrtL 4 Ðlf) Föstudagur 10. júlí 1959 ntitlritaMfr Utg.: H.í. Arvakur Reykjavllt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigu’- Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. MARKAÐSMISSIR EITT af því, sem allir fs- lendingar ættu að geta verið sammála um, er að afla þurfi afurðum okkar mark- aða sem allra víðast. Útflutn- ingur okkar er þegar í eðli sínu of einhæfur. í umræðum um þessi mál hafa kommúnistar oft haldið því fram, að markaður austan járn- tjalds væri nær óseðjandi. Þar þyggju þjóðir, sem lítt stunduðu fiskveiðar, og þyrftu á sjávar- afurðum að halda, og væri nán- ast af forsjóninni til þess ætl- azt, að við sæum fyrir þeim þörfum. Til viðbótar hefur því verið hampað, að þarna væri engin hætta á kreppu, sem oft hafi í „auðvaldsríkjum" dregið úr kaupgetu og þar með eytt eða a. m. k. þrengt markaði mjög. Kommúnistar hafa hinsvegar þagað um þá hættu, sem leiðir af því, að öll innflutningsverzl- un er í höndum stjórnarvalda, sem viðbúið er að beiti ákvörð- unarvaldi sínu með stjórnmála- hagsmuni í huga en ekki við- skipti. Af þessu fengu Finnar sára reynglu á s. 1. vetri, þegar Rússar með synjun á gerð verzl- unarsamninga neyddu lögmæta ríkisstjórn, studda af meirihluta þings og þjóðar, til að hverfa frá völdum. En nú er og komið á daginn það, sem raunar hafði verið bent á fyrir löngu, að því fer fjarri, að fyrir hendi sé sá ó- seðjandi markaður austan járn- tjalds, sem sumir hafa viljað vera láta. í Morgunblaðinu hinn 8. júlí var sagt frá aðalfundi Félags síldarsaltenda á Suðvest- urlandi. Þar kom m. a. fram, að sölu- horfur á saltsíld eru nú miklum mun verri en verið hafa mörg undanfarin ár. S.l. ár sömdu Rússar t.d. um kaup á 150 þús- und tunnum síldar sem salt- aðar voru sunnan og norðan- lands nokkuð að jöfnu, en enn er ekki búið að semja um sölu á meira magni af þessa árs síld en 40 þúsund tunnum. Meginástæðan fyrir þessu var sögð sú„ „að síðari árin hefðu Rússar í æ ríkari mæli lagt á- herzlu á að efla og auka fisk- veiðar sínar og sérstaklega síld- veiðarnar. Þetta hefðu þeir gert með því að auka skipastólinn, endur- bæta veiðitæknina og auka fiski leit. Þessarar þróunar hafi þegar gætt í samningaviðræðum s. 1. ár, þótt þá yrði ekki samdráttur á síldarsölunni til Rússa. Nú segðu þessar staðreyndir hins vegar til sín, — — — Er og upplýst, að Rússar hafa endurselt töluvert af þeirri síld, sem þeir hafa af okkur keypt, m. a. á markaði, eins og í Austur- Þýzkalandi, þangað sem fslend- ingar áður höfðu selt beint, en nú eru orðnir yfirfullir. Hér er vissulega um alvarleg tíðindi að ræða. Af hálfu fslend- inga verður sennilega ekki ráð- ið við þessa þróun, en hún gefur okkur enn á ný áminningu um að gerast aldrei neinum einum of háðir í þessum efnum. Látlaust verður að halda áfram leitinni að nýjum mörkuðum, jafnframt því að efla ber nýjar atvinnu- greinar, svo að efnahagslífið allt verði styrkara. STJÓRNARKJÖR í S.I.S. TÍMINN segir í gær frá því sem aðalfrétt, að Sam- bandsfundinum hafi lokið deginum áður og harðlega mót- mælt pólitískum árásum. Sjálf er sú ályktun birt annarsstaðar I Morgunblaðinu í dag. Dag- inn áður hafði Tíminn í íorystu- grein sagt: „Meirihluti íslenzku þjóðarinn ar er nú innan vébanda sam- vinnuhreyfingarinnar og nýtur þar áhrifa og félagslegs ákvörð- unarvalds um atvinnurekstur og 'fjármál, sem áður var óþekkt með íslenzku þjóðinni*. Víst lætur þetta vel í eyrum. En hvernig sýnir aðalfundur SÍS í verki þetta ákvörðunar- vald meirihluta þjóðarinnar? Alþingiskosningum er nýlokið. þar fengu Framsóknarmenn lið- lega fjórða hluta kjósenda til fylgis við sig. Allir vita, að verulegur hluti þess er þó ekki flokksfylgi heldur greiddu and- stæðingar kjördæmabreytingar- innar nú Framsókn atkvæði, vegna skýlausra yfirlýsinga Framsóknarmanna fyrir kosning •ar um, að þeir mundu ekki nota atkvæði þeirra sjálfum sér til pólitisks framdráttar. En segjum, eins og Tíminn lætur nú leftir kosningar, að Framsókn eigi öll þessi atkvæði. Er þá allt með felldu, að þessi miklu samtök „meirihluta íslenzku þjóðarinnar“ séu um öll yfirráð og stjórn í höndum flokks, sem ekki hefur meira fylgi með þjóð- inni í heild en liðlega fjórðung? Hingað til hefur öll stjórn og varastjórn SÍS verið skipuð ein- litum Framsóknarmönnum. Að þessu sinni áttu 2 menn að ganga úr stjórn, Eysteinn Jónsson alþingismaður og Björn Kristjánsson, fyrrverandi kaup- félagsstjóri. Þarna var sjálfgef- ið tækifæri til að sýna, að SÍS væri ekki í flokksviðjum, heldur raunverulega fyrirtæki meiri- hluta íslenzku þjóðarinnar. En Eysteinn Jónsson, maður- inn, sem sjálfur játaði að hafa ferðazt um gervallt landið til að prédika, að samvinnumönn- um bæri að kjósa Framsóknar- menn við Alþingiskosningar, var endurkjörinn í stjórnina. Björn Kristjánsson dró sig hinsvegar í hlé, en sá sem kosinn var í hans stað var Egill Thorarensen, kaupfélagsstjóri á Selfossi, senni lega til að undirstrika andúð ráðamannanna á „sérhagsmuna- hyggju og gróðabralli". Yfirlýsingar eru góðar en verkin eru meira virði. Þau sanna, að Framsókn hyggst eng- an veginn sleppa heljartökum sínum á þessu risafyrirtæki, enda hefur þess ekki heyrzt getið, að á aðalfundinum hafi verið að því fundið, sem lýst var á flokks- þingi Framsóknar í vetur, að SÍS bæri „siðferðileg skylda“ til að styðja Framsókn! UTAN UR HEIMI Öld er /ið/n s/ðan Charles Darwín setti fram þróunarkenningu sína — Skýringar hans á uppruna tegund- anna standa enn i fullu gildi ÞESS er nú minnzt, svo sem vera ber, að á þessu ári er öld liðin, síðan Charles Dar- win setti fram þróunarkenn- ingu sína. - í grein þeirri, sem hér birtist, svarar dr. philos. Káre Elgmark, spurningunni um það, hvort kenning þessi hafi verið sönnuð, að svo miklu leyti sem um sannanir er að ræða í vísindum, Á ÞESSU ári er öld liðin, síðan Charles Darwin setti fram kenn- ingu sína um uppruna tegund- anna. Enda þótt hugmyndin um þróun í hinum líffræðilega heimi væri ekki alveg ný af nálinni, var það ritverk Darwins árið 1859, sem olli aldahvörfum í þess um efnum og ruddi þróunarkenn ingunni braút. Þetta á einkum rætur að rekja til þess, hve traust um rökum Darwin studdi kenn- ingar sínar, en þær byggði hann á rannsóknum, er hann hafði stundað um árabil. Það var einnig mikilvægt, að Darwin lét sér ekki nægja að staðhæfa, að þróun hefði átt sér stað, heldur útskýrði hann líka, hvernig hún hefði getað gengið fyrir sig. Hefur þróunarkenningin verið sönnuð? Vera má, að ritverk Darwins hafi breytt skoðunum mannkyns- ins á sjálfu sér meira en nokkuð annað í sögunni, og leita verður allt aftur til Kópernikusar um aldamótin 1500, til þess að finna ritverk, sem valdið hefur nokkuð svipaðri byltingu. Bók Darwins árið 1859 varð þegar til þess að vekja fólk til umhugsunar og næstu áratug- ina var margt bollalagt um þró- unarkenninguna. Síðar hefur að vísu dregið nokkuð úr umræðum um hana, en engu að síður má þó enn í dag heyra eftirfylgjur spjalls manna á síðustu öld. Á vissum stöðum má enn á vorum dögum heyra augljósar efasemd ir um þróunarkenninguna, eink- um þegar talið berst að stöðu mannsins í hinum líffræðilega heimi. Oa endrum og sinnum er lögð fyrir mann spurningin: Hefur þróunarkenningin verið sönnuð? Áður en við reynum að svara þeirri spurningu, skulum við hug leiða ofurlítið, hvað sönnun raun verulega er. Flest ykkar muna ef laust eftir því úr stærðfræðitím- unum í skólanum, þegar við glímdum við svokallaðar sann- anir í flatarmálsfræðinni. í þeim dæmum var ekki um nema eina lausn að ræða, og væru stærð- irnar gefnar, leiddi útfærslan óhjákvæmilega til þessara lausn- ar. Spurningin er þá aðeins sú, hvort hægt er að fella þessa að- ferð inn í vísindalegan þanka- gang, þar sem byggt er á náttúru rannsóknum. Okkur finnst, að ótalmargt sé „sannað“, t.d. að jörðin snúist umhverfis sólina, tunglið snúist umhverfis jörðina og fleira, sem við höfum vanið okkur á að telja sljálfsagt, í slík- um tilvikum hefur maður á til- finningunni, að samkvæmt fjölda rannsókna megi viss rökrétt nið- urstaða teljast fullsönnuð. Rökréttar niðurstöður fást ekki Sannleikurinn er hins vegar al- gjörlega gangstæður. Og við skul um reyna að útskýra með dæmi, að svo er: í jarðlögum frá mis- mundandi tímabilum, finnast leif ar af nokkrum dýrum, sem ekki eru til lengur. Af þessum fund- um verður ekki dregin rökrétt ályklun um, að átt hafi sér stað þróun í dýraríkinu og að dýralíf á eldri jarðtímabilum hafi nú verið leyst af hólmi af nýjum lií'naðarháttum. Hinar útdauðu skepnur þurfa alls*ekki að standa í neinu sambandi við þær sem nú lifa, og aðrar ályktanir má fullt eins draga af fyrrnefndum staðreyndum. Ef við á hinn bóg- inn förum öðru vísi að og segj- um, að ef átt hafi sér stað þróun í dýraríkinu og leifar' eða myndir Charles Darwin af dýrum geti varðvizt í löng jarð fræðileg tímabil, þá hljóti að finnast spor eftir þau-í stein- eða jarðlögum frá fyrri tímum. Þetta er ályktun, sem óhjákvæmilegt er að draga. Við sjáum sem sé, að engar rökréttir niðurstöður liggja með vissu frá athugunum til kenn- inga,heldur hina leiðina: Ef kenn ingin er gefin, getum við rökrétt hneigst af þeirri niðurstöðu, að samkvæmt henni muni þetta eða hitt fyrirbærið eiga sér stað og þessi athugunin eða hin megi gera. gera. Ef þessu er svo farið, segjum við að kenningin útskýri þau fyrirbrigði, sem við athugum. Eins og við munum úr flatar- málsfræðinni, getum við valið stærðirnar eftir okkar höfði, og á sama hátt er einnig hugsanlegt, að fleiri kenningar geti útskýrt sömu fyrirbrigðin. í því dæmi, sem hér er tekið, geta leifar af útdauðum dýrum einnig átt ræt- ur að rekja til þess, að dýralífið hefur á vissum tímum verið skert vegna náttúruhamfara og þá í hvert sinn vaxið upp að nýju með öðrum hætti en áður. Þessi niðurstaða ein og sér skýrir einnig að nokkru leyti hvernig á hinum útdauðu dýrum stendur. Hver er hin rétta kenning? Við getm þannig valið milli margra kenninga, en hver þeirra er sú „rétta“ Eins og fram hef- ur komið af því, sem þegar er sagt, er ekki hægt rökrétt fundið út að ákveðin kenning sé bezt; og vísindalega kenningu er ekki hægt að fulisanna. Lausnin verð- ur því sú, að feta sig áfram með því að íhuga sem flestar kenn- ingar og aðhyllast svo þá, sem reynist vera í mestu samræmi við athuganirnar. Vísindastarfsemin er þess vegna stöðugt í því fólgin, að setja fram nýjar kenningar, og svo rekur maður þær til baka og staðreyndir, hvort þær niður- stöður, sem maður í raun og veru getur að kenningum dregið, séu í samræmi við raunveruleikann og niðurstöður rannsókna. Ef þetta kemur ekki heim hvert við ann- að, vérður að breyta kenningun- um. Oft getur farið svo, að sam- ræmið milli kenningar og raun- veruleika sé svo sannfærandi, einkum í raunvísindum, að ekki geti leikið nokkur vafi á sann- leiksgildi þeirra. Hvernig hefur þá þróunarkenn ingin staðið af sér líffræðilegar rannsóknir um gjörvallan heim í þessi hundrað ár? Er kenningin enn í samræmi við niðurstöður þeirra gífurlegu umfangsmiklu rannsókna, sem smám saman hafa verið framkvæmdar á ólík- um sviðum líffræðinnar? Svarið við þessari spurningu er skilyrðis laust já. Allar meiriháttar niður stöður rannsókna í svo ólíkum greinum sem samanburðar líf- færafræði, fósturfræði, flokkun- arfræði og mörgum fleiri, koma enn ágætlega heim við þróunar- kenningua. Hún tengir þessar greinar saman innbyrðis og ein- stakar niðurstöður á ýmsum sviðum. Til dæmis má nefna, að á vettvangi hryggdýra háfa hinir mismunandi flokkar komið fram í steingervingum í sömu röð og líffræðin hefur talið þróunina hafa gengið fyrir sig í. Ennfremur hefur fundizt fjöldi steingerv- inga, sem líffræðingar gátu sagt til um fyrirfram. Skyldleiki skrið dýra og fugla annars vegar og apa og manna hins vegar héfur t.d. verið sannaður með stein- gervingum af lífverum í millibils ástandi. Þegar athuganir á fleiri er. einu sviði eru, eins og hér háttar til, útskýrðar af sömu kenningunni, er það aukin hvatn- ing, til þess að taka hana gilda. Þróunarkenningln almennt viðurkennd Þróunarkenningin útskýrir einnig fjölda af fyrirbrigðum, sem ella myndu hafa verið út í bláinn og næstum óútskýranleg. Svo dæmi séu nefnd, má velta því fyrir sér, hvern- ig átt hefði að útskýra tilveru líffæra, sem ekki gegna neinu hlutverki, t.d. bakugga hvala, ef þróun hefði ekki átt sér stað og líffærin stöðugt breyzt. Þetta má auðveldlega útskýra á þann hátt, að á fyrri tímum inntu þessi líffæri af höndum verk- efni, sem ekki eru lengur fyr- ir hendi, en líffærin hafa hins vegar orðið eftir sem leifar eða örverpi. Eða hvernig á að út- skýra það, að á fósturstiginu hjá æðri hryggdýrum, eins og t.d. manninum, verða breyting- ar á vissum líffærum svipaðar því sem gerist hjá óæðri flokk- um svo sem t.d. fiskum? í um 4 mm fóstri mannsins er t. d. að finna líffæri sambærileg við fiskanna. Þetta er erfitt að út- skýra á annan hátt en þann, að eftir því sem þróunin náði lengra, hafi hinar fullkomnari myndir haldið nokkrum frum- stæðum einkennum á vaxtar- skeiði fóstursins. Að öllu samtöldu gefur þró- unarkenningin mjög góða skýr- ingu á hinum ólíkustu fyrirbær- um líffræðinnar, bæði hjá jurt- um og dýrum, oft út í yztu æsar. Hún er þess vgna almennt við- urkennd af líffræðingum hvar- vetna í heiminum. Ekki aðeins sjálf kenningin um þróunina í hinum líffræðilega heimi, mað- urinn þar meðtalinn, er almennt viðurkennd, heldur hefur einn- ig sú skýring, sem Darwin gaf á henni staðizt hundrað ára rannsóknir. Darwin var þeirrar skoðunar, að þróunin mótaðizt af stofni bezt sköpuðu einstak- linganna. Innan tegundanna verð ur ætíð dálítill mismunur á ein- staklingunum, og þeir, sem þún- ir eru eiginleikum, er gera þá hæfari til að framfleyta lífinu við þær aðstæður, sem við er að búa, hafa meiri möguleika til að Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.