Morgunblaðið - 10.07.1959, Side 12
12
MORCrVBLAÐIÐ
Föstudagur 10. júlí 1959
Sigurður Árnason frá Höfnum
Minningarorð
ÞANN 10. júní andaðist Sigurður
Árnason fyrrum bóndi að Höfn-
um á Skaga. En þar höfðu for-
feður hans búið við auð og vel-
sæld. Enda er þeim stað gefin
þau gæði, er bezt hafa þótt í
landi hér. Víðlent tún, vatn með
silungsveiði við túnfótinn, en
fýrir landi auðug fiskimið, er
hinar gömlu Hafnarbúðir vitna
um. Eyjar fyrir landi, er æður-
inn i vordögum byggir og gefa
bóndanum dún. En fleiri en eyj-
arnar eru þó skerin, er selurinn
kæpir við, svt selalagnir eru þar
viða góðar. Eigi þarf bóndann
eldivið að skorta, né við til húsa-
gerðar, því þar eru rekafjörur
miklar. Eins og armleggur í
norðvestur teygir sig Hafnarmúli
með Skallarifi og grípur í fang
sér hin góðu tré, er hafaldan
færir frá Norðuríshafi að landi.
Oft er þar og snjólétt á vetrum,
því landið er lágt og beitin góð.
Er ég leit Hafnir fyrst 1941, bar
þar margt vott um fornan höfð-
ingsskap. Fjöldi útihúsa með hlöð
um um allt tún, reisuleg og sterk-
lega viðuð. Á hlaðinu dúnhúsið
og tvílyft skemma, svo fletta
mætti þar viðnum, stór timbur-
bær, portbyggður, 25 metrar á
hlið, með fimmtái. herbergjum.
Yfir karldyrum hússins útskorin
í fullri stærð æðarhjón máluð
með réttu litskrúði, en yfir skor-
in engilsmynd eins og tákn þess,
að guð gaf manninum vald til að
drottna yfir dýrum merkurinnar,
fiskum sævarins og fuglum lofts-
ins. Og mest væri um vert að
hann blessaði heimilið. Þar var
og ártalið 1868, en það ár reisti
hinn mikli búhöldur Árni Sig-
urðsson þennan bæ. Árni var tví-
kvæntur. Meðal barna hans af
fyrra hjónabandi var Árni í
Höfðahólum og sira Arnór í
Hvammi. í annað sinn kvæntist
hann Jónínu Jónsdóttui frá Espi-
hóli í Eyjafirði. Var hún vel að
sér og auðug, svo hún fékk eigi
ofbirtu af dúngulli Hafnarbónd-
ans. Þau hjón eignuðust tvö börn,
Margréti, ekkjr Páls Vídalins
sýslumanns, og Sigurð Hann var
fæddur 2. maí, 1880, í Höfrtum,
en faðir hans, Ámi, andaðist
1886. Tók þá Jónína móðir hans
við búsforráðum með ráðsmanni
sér við hlið Var engu minni bú-
skapur en áður var. bæði til
lands og sjávar. Jónína var
óvenju vel menntuð kona til
munns og handa og stjórnsemi
og reglusemi var henni í blóð
borin. Enda veitti ekki af, því
að oft var 20—30 manns í heimili.
TEn hver hafði sitt ákveðna verk
o g hver hlutur var á sínum stað.
Vist var hjá henni góð. Henni
var einkar umhugað um, að fólk
hennar, einkum unglingar, mönn
uðust verklega og andlega, hélt
hún þvi jafnan neimiliskennara,
og var heimili hennar eini skóli
margra, og hann góður, vitna um
það margir, er voru þar lengri
eða skemmri tíma. Börn hennar
hlutu hið bezta uppeldi, var Sig-
urður sendur í Möðruvallaskóla
1899 og var þar í tvo vetur. Taldi
hann það beztu ár ævi sinnar, þó
að honum þætti vistin naum. Bar
hann á/allt hlýjan hug til þessa
skóla, sótti minningarhátíð hans
á mimmtíu ára afmæli, og iðkaði
Sigurður þó eigi skemmtireisur
um dagana. Og að þessi hugur til
mennta fór eigi dvinandi með
aldrinum má sjá af því, að hann
gaí eitt herbergi til stúdenta-
garðsins, er ber nafn Hafna í
Húnaþingi. Að afloknu námi
gerðist Sigurðui ráðsmaður móð-
ur sinnar á búinu og stóð svo til
1913, er hún fluttist vestur í
Stykkisliólm til Margrétar dóttur
sinnar. Hóf þá Sigurður búskap
sjálfur. En 1918 fékk hann Hafnir
keyptar ásamt hálíum Kaldrana,
en hinn helminginn hafði hann
eignasí við erfðir. Var þá kom-
ið á eina hendi hin miklu nátt-
úrugæði Norðvesturskagans. Auk
þess hlaut hann í arf jörð í hverri,
sýslu Norðlendingafjórðungs.
Sigurður hafði gagnsamt bú og
nytjaði hlunnindin, gerði girð-
ingar miklar um landareignina.
Varð hann auðugur að löndum
og lausum aurum. Bar hann
stundum eins mikið útsvar og
allir hinir samanlagt í Skaga-
hrepp. Sigurður gaf sig lítið að
málum manna, og sat þó í hrepps
nefnd, en vildi eigi vera oddviti.
Hann var góðum gáfum gæddur,
rökvis og fastheldinn í skoðun-
um. Duldi hann eigi meiningu
sína fýrir mönnum, og gat oft
orðað hana á eftirminnilegan
hátt. Öll óþarfa eyðsla og tildur
var honum fjarri, en höfðing-
lega gat honum farizt, ef hann
vildi það við hafa. Sendi hann
t. d bónda einum húsavið allan
og gaf. Var það þakklæti hans
fyrir ferð, er hann fór með hon-
um, er, Sigurður taldi sér tor-
velda, en varð honum til mikillar
gleði.
Sigurður var svipmikill og
hafði stórbrotna skapsmuni, eins
og er einkenni þeirra Hafna-
manna. Er því fólki eigi gjarnt
að bogna í stormviðrum lífsins,
heldur mundi það fyrr brotna.
Sigurður eignaðist á yngri ár-
um ban með Guðríði Rafns-
dóttur, hinni gjörvilegustu konu.
Var bar.iið látið heita Árni, og
er nú íulltíða búsettur í Reykja-
vík. Varð eigi hér af hjónabandi,
og var Sigurðui ævilangt afhuga
slíkum framkvæmdum. Hafði
hann ráðskonur fyrir búi sinu,
meðal peirra var Guðrún Stef-
ánsdóttir, myndarkona og vel
gerð. Var hún 14 ár hjá Sigurði
óg mun þá búskapur hans hafa
staðið með mestum blóma. Þau
eignuðust eina dóttur, Sigríði, er
Sigurður unni mjög. Er hún bú
sett í Reykjavík.
Árið 1942 seldi Sigurður Hafn-
ir. Mun hann eigi hafa kennt
sig mann .il að búa lengur, auk
þess sem erfitt var að fá fólk.
Fluttist hann þá til Reykjavíkur
í hús Guðrúnar Stefáusdóttur og
dvaldi þar til endadægurs.
Haustið 1942 kvaddi hann
Hafnir og Skaga. MættumSt við
þá í haustmyrkrina úti í Skaga-
hreppi, riðum heim á bæ einn
og drukkum velfarendaminni.
Og er við kvöddumst þar á reið-
skjótunum sagði hann: „Þakka
þér fyrir komu þína í Norður-
land, en er ég andast, mun andi
minn laita á heimaslóðir míns
föðurtúns." Hvarf hann mér síð-
an hinn aldni höldur Húnaþings,
klökkur, til ljósadýrðar og náð-
ugra dagc í Reykjavík, en ég
Reykvíkingurinn, reið móti hríð
og nepju Norðurskagans. Skammt
er nú að sumarsólstöðum, er Sig-
urður í Höfnum hefur safnast
til feðra sinna. Þá er fegurst í
Höfnum. Þar er miðnætursól og
lognaldan fögur og líflegt á sjó
og landi. Þá eru Hafnir í blóma
sínum. Ég veit að Sigurður þráði
ávallt þá sjón, og vona ég að
honum hafi hér orðið að von
sinni.
Pétur Þ. Ingjaldsson,
. Höskuldsstöðum.
Ódýrf
Ódýrt
BARNASKÓR frá kr. 85.00
FLATBOTNAÐIR kvenskór, frá kr. 90.00
INNISKÓR frá kr. 45.00
TÖFLIIR frá kr. 58.00
og margt annað á mjög lágu verði.
Athugið þér getið gert hagkvæm skokaup hjá okkur.
BUÐIN
Spítalastíg 10.
Nýkomið
Nýkomið
Töflur fyrir kvenfólk með kotrkhælum,
Eigum margar gerðir af töflum
verðið er sérlega lágt svo sem,
kr. 58.00, 90.00, 9*''«, 104.00, 135.00.
Skóverzlunin Hector hf.
Laugavegi 11.
LOKAÐ
vegna sumarleyfa 22. júlí — 4. ágúst.
Getum ekki tekið á móti meiru verkefni, sem á að
afgreiðast fyrir þann tíma.
Þ. Jónsson & Co.
LOKAO
/egna saumarleyfa frá 16. júlí — 7. ágúst.
'
O.V. Jóhannsson & Co.
Hafnarstræti 19 — Sími 12363, 17563.
Ný sending
svissneskar kvenblússur
GLUGGINN
Laugaveg 30.
Lokaö
vegna sumarleyfa ftrá 13. — 27. júlí.
BJÖRGVIN SCHRAM
UMBOÐS-OG HEILDVERZLUN
I sumarleyfið
Blússur í miklu úrvali.
VERZLUNIN
LAV
LAt/GAVEG té
Sími 16387.
Skrifborð stór (fyrir forstjóra)
Borðstofuhúsgögn, Sóffasett. Svefn-
sófar Svefnstólar og Garðstólar
Mjög hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Húsgac|naverzlun Reykjavíkur
Brautarholti 2 — Sími 11940.
AK R AN E S
D AN 5 LE I K U R
að Hótel Akranesi í kvöld kl. 9.
Hljómsveit Age Lorange.
Söngvari: Sgurdctr Sigurdórsson.
Kl. 10,30 skemmtiatriði:
Baldur Georgs sýnir töfrabrögð.
LOTT og JOE ANDERS. ,