Morgunblaðið - 10.07.1959, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 10.07.1959, Qupperneq 3
Fösíudagtir 10. ’iúlí 1959 I/ O R C 11N R VA Ð1Ð 3 Fjölmennt skátamót í Vaglaskógi Eysteinn Jónsson Egill Thorarensen Kjörnir til að varast pólitíska áróðursmenn, sérhagsmuna- hyggju og gróðabrall. AKUREYRI, 8. júlí. — Um síð- ustu helgi fór fram geysifjöl- mennt skátamót í Vaglaskógi í Fnjóskadal. Mættu þar um 400 skátar innlendir og erlendir. Voru útlendingarnir frá Banda- ríkjunum, Norðurlöndum, Bret- landi og Þýzkalandi. Mót þetta er í tilefni 35 ára afmælis Bandalags íslenzkra skáta, en þess var minnzt með hófi í Reykjavík. Við það tæki- færi gerðist forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson verndari skáta hreyfingarinnar. Stjórn SÍS áfram skipuð einlitum framsóknarmönnum „TÍMINN“ skýrði í gær frá nokkrum ályktunum, sem samþykktar voru á aðalfundi Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, sem nú er lokið, svo og kosningum í stjórn sambandsins og fleiri trúnað- arstöður. Kosning í stjórn og varastjórn Það voru tveir menn, sem kosnir voru í stjórnina, og urðu fyrir valinu þeir Eysteinn Jóns- son, alþm., sem var endurkjörinn, og Egill Thorarensen, kaupfélags- stjóri, kjörinn í stað Björns Kristjánssonar, fyrrum kaupfé- lagsstjóra, sem skv. frásögn blaðs ins baðst undan endurkosningu. Þessir tveir stjórnarmenn eru báðir framsóknarmenn, sem kunnugt er. í varastjórn voru kjörnir þrír menn, þeir Finnur Kristjánsson, kaupfélagsstj. á Húsavík, Bjarni Bjarnason, fyrrum skólastjóri á Laugarvatni, og Eiríkur Þorsteins son, kaupfélagsstjóri á Þingeyri og fyrrverandi alþingismaður, en þeir eru allir framsóknarmenn. Fulltrúaráð samvinnufyrirtækja Þá var kjörið í fulltrúaráð Sam vinnutrygginga, líftryggingafé- lagsins Andvöku og Fasteigna- lánafélags samvinnumanna, og voru eftirtaldir menn kjörnir: Finnur Kristjánsson, Húsavík, Guðröður Jónsson, Norðfirði, Halldór Sigurðsson, Borgarnesi, Jón Eiríksson, Volanesi, Kristján Hallsson, Stykkishólmi, Steinþór Guðmundsson, Reykjavík, og Þór arinn Eldjárn, Tjörn; varamenn: Hálfdán Sveinsson, Akranesi, Jón as Jóhannesson, Reykjavík, og Ólafur E. Ólafsson, Króksfjarðar- nesi. Þessir menn eru allir fram- sóknarmenn nema tveir; er annar þeirra kommúnisti en hinn krati. Þrjár ályktanir Um frásögn „Tímans“ af sam- þykktum aðalfundarins er það að segja, að hann birti í gær 3 ályktanir. Eftir aðalfyrirsögn blaðsins að dæma, metur það eina þeirra sýnu mest, og fjallar hún um gagnrýni þá, sem fram hefur komið á því, hvernig framsóknar- menn misnota SÍS flokki sínum til framdráttar. Fyrirsögnin er: „Pólitískum árásum harðlega mót mælt“, en fyrir neðan er svo með smærra letri sagt frá fordæmingu fundarins á „ofbeldi Breta í land- helgisdeilum". Ályktunin um „árásirnar á sam vinnuhreyfinguna“, sem blaðið nefnir svo, er á þessa leið: „Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga, haldinn 7.—8. júlí 1959, lýsir yfir undrun og fyrirlitningu á árásum þeim sem samvinnusamtökin í landinu og starfsmenn þeirra hafa að undan- förnu orðið fyrir af hálfu póli- tískra áróðursmanna, er ganga er inda sérhagsmunahyggju og gróðabralls. Hafa þessir aðilar ekki skirrzt við að kalla sam- vinnusamtökin, sem nú skipa yfir 30 þús. félagsmanna, og eru opin öllum almenningi til þátttöku, auðhring og þjóðhættulegt fyrir- tæki. Varar fundurinn almenning við slíkum rökvillum og skorará samvinnumenn að láta þessar fjandsamlegu árásir efla sam- stöðu sína“. Þess er getið í blaðinu, hverjir verið hafi flutningsmenn framan- greindrar tillögu, og kemur í ljós, að þeir eru allir framsókn- armenn, nema e. t. v. 2 þeirra, sem verið hafa nákomnir komm- únistum. Þetta er vissulega at- hyglisvert, þótt ekki sæti það furðu. Flutningsmennirnir voru annars þessir: Hallgrímur Sig- tryggsson, Reykjavík, Björn Björnsson, Hvolsvelli, Baldur Baldvinss., Ófeigsstöðum, Bjarni Bjarnason, Laugarvatni, Kjartan Sæmundsson, Reykjavík, Ragnar Pétursson, Hafnarfirði, Gunnar Sveinsson, Keflavík, Sveinn Guð- mundsson, Sauðárkróki, Egill Thorarensen, Selfossi, og Guðröð- ur Jónsson, Norðfirði. Hinar ályktanirnar eru svo- hljóðandi: Ofbeldi Breta fordæmt Aðalfundur Sambands ísl. sam- vinnufélaga 1959, fordæmir of- beldisaðgerðir Breta í ísl. land- helgi og lýsir yfir því, að hann telur ekki koma til mála að hvika frá ákvörðun um tólf mílna fisk- veiðilandhelgi. Fundurinn þakk- ar starfsmönnum landhelgisgæzl- unnar einarða framkomu gagn- vart brezkum landhelgisbrjótum. Þá lýsir fundurinn ánægju yfir þeim sérstöku ráðstöfunum, sem forstjóri og framkvæmdastjórn Sambands ísl. samvinnufélaga gerðu af þess hálfu á síðastliðnu ári til þess að skýra erlendis þetta lífshagsmunamál íslendinga og telur mikilsvert, að allir, sem til þess hafa aðstöðu, vinni að því af alefli að kynna málstað íslands á erlendum vettvangi þar til full- ur sigur er unninn í landhelgis- málinu“. Trygging vinnufriðar Aðalfundur Sambands ísl. sam- vinnufélaga, haldinn 7.—8. júlí 1959, skorar á stjórn Vinnumála- sambands samvinnufélaganna að hlutast til um það, að nefnd sú ljúki störfum hið allra fyrsta, sem Alþýðusambandið annars vegar og Vinnuveitendasamband- ið hins vegar tilnefndu menn í síðastliðið ár • samkv. tilmælum ríkisstjórnarinnar „til viðræðna um ýmis vandamál atvinnurek- enda og launþega og freista þess með þeim viðræðum að ná sam- komulagi um meginreglur, er stuðlað gætu að auknum vinnu- friði í landinu.“ Telur fundurinn tryggingu vinnufriðar eitt allra brýnasta nauðsynjamál þjóðfé- lagsins“. Mótinu í Vaglaskógi stjórnaði Tryggvi Þorkelsson skátaforingi á Akureyri. Þar voru einnig Jónas B. Jónsson skátahöfðingi landsins, Hrefna Tynes, vara- skátahöfðingi og kvenskátahöfð- ingi. Veður í Vaglaskógi um helg ina var fremur óhagstætt, lengst af súld eða rigning og fremur kalt. Þrátt fyrir þetta gerðu skát arnir sér fjölmargt til skemmt- unar, léku á hljóðfæri, sungu, fóru í alls konar leiki og yfirleitt allt það sem kátum og fjörugum unglingum getur til hugar komið. Skátarnir söfnuðust saman í skóg inum síðari hluta laugardags, en héldu svo aftur hingað til bæj- arins á mánudaginn. í gærkvöldi var mótinu form- lega slitið á svæðinu við sund- laug bæjarins. Var þar haldin útiskemmtun með leikjum, söng og hljóðfæraslætti. Mót þetta var unglingunum til mikillar ánægju bæði erlendum og innlendum. Gagnkvæm kynn ing var mikil og gerðu margir það sér til gamans að skiptast á smáhlutum svo sem sjálfskeið- ingum, skeiðhnífum og öðru slíku sem skátar bera jafnan á sér. Þrátt fyrir óhagstætt veður þótti mótið takast í alla saði ágæt- lega. — vig. Húsmæðraskólinn að Staðarfelli HÚSMÆÐRASKÓLANUM að Staðarfelli var sagt upp 19. maí síðastliðinn. Sextán námsmeyjar voru í skólanum í vetur. - 1 húsmæðraskólanum að Stað- arfelli er mikil áherzla lögð á vefnað, en auk þess var nú í vet- ur kennd leður- og plastvinna, vélprjón og föndur. Mestur kostnaður á nemanda varð innan við sjö þúsund.krón- ur. Fæðiskostnaður á dag varð kr. 14,50. Forstöðukona skólans er frk. Kristín Guðmundsdóttir frá Egilsá í Skagafirði. Vilja engin kjarnorknvopn LONDON, 8. júlí. — Brezki verka mannaflokkurinn markar nú stefnu sína í utanr'ikismálum. Mun verkamannaflokkurinn m. a. gera það að tillögu sinni, að Bretar hætti öllum tilraunum með kjarnorku- og vetnisvopn til þess að skapa fordæmi meðal annarra þjóða um að girnast ekki kjarnorkuvopnin. Vill flokk urinn að Bretar og Bandaríkja- ménn einir hafi slík vopn, því að ef fjöldi þjóða hefði þau und- ir höndum mundi styrjaldarhætt- an aukast enn. Tvö stærstu verkalýðssambönd Bretlands, — kolanámumenn og járnbrauta- starfsmenn, hafa lýst samþykki sínu við þessar tillögur. Banl iiaran SHEFFIELD, 8. júlí. — Fjórir skuggalegir menn rændu í dag 50 þús. sterlingspundum úr bankabíl. Réðust þeir fyrst á bíl- stjórann og tvo öryggisverði, sem voru með bílnum, og gengu af tveimur hálfdauðum. Þetta er leirbrenndur veggskjöldur, gerður af Ragnari Kjartans- syni, einn muna þeirra, sem hann sýnir nú i glugga Morgun- blaðsins. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) STAKSTEIHAR ,,Að öðrum ólöstuðum“ í Timanum í gær gefur for- maður Sambands ungra Fram- sóknarmanna ýmsum frambjóð- endum flokks síns einkunn fyrir frammistöðuna. Þar segir m. a.: „Að öðrum frambjóðendum Framsóknarflokksins ólöstuðum, vil ég minnast á frammistöðu Björgvins Jónssonar, sem hélt kjördæmi sínu með glæsibrag, þrátt fyrir margháttaða erfið- leika og hatramruar tilraunir stjórnarflokkanna til að fá kjós- endur til að sameinast í því að fella hann“. Af þessu er svo að sjá sem Björgvin hafi unnið mesta þrek- virkið. Flestir mundu í Fram- sóknar sporum þegja um Seyðis- fjörð, en smekkvísin í þeim her- búðum er ætíð hin sama. Af hin- um „margháttuðu erfiðleikum“ Björgvins hafa menn heyrt það síðast, að á kjördaginn hafi hann sjálfur staðið fyrir utan kjörstað og skrifað upp þá, sem þangað komu. Inni mátti hann sem sé ekki vera við þá iðju, vegna laga- boðs, sem hann hafði sjálfur sett. Lúðvík hjálpar Bretum Allir hafa heyrt sagnir um það, að þeir, sem látnir eru, átti sig stundum ekki u því, að þeir séu komnir í annan heim, heldur haldi áfram að flögra á hinum fornu slóðum. Svipað hefur Lúð- vík Jósefssyni farið. Hann ætlaði að fleyta sér og flokki sinum í gegnum kosningarnar með mis- notkun landhelgismálsins. Kjós- endur fordæmdu þessar aðfarir, felldu Lúðvík og fóru unnvörpum frá flokki hans. En Lúðvík lætur blað sitt, Austurland, skrifa og Þjóðviljann endurprenta: „Nú telja Bretar að í ljós hafi komið, að áhugi íslendinga sé ekki mikill fyrir stækkun land- helginnar------“. Það er Lúðvík sjálfur og hans vinir, sem sögðu, að svona ætti að túlka kosningaúrslitin, ef þeir sjálfir töpuðu. Ef Bretar nú vitna til þessa er heimildarinnar að leita hjá Lúðvík. Sannlcikurinn er hins vegar sá, að ósigur komm únista hefur víða vakið meiri sam hug með málstað okkar en áður var fyrir hendi. Menning í hættu? Helgi Sæmundsson segir í Al- þýðublaðinu í gær: „Kjördæmabreytingin varð mesta hitamál kosninganna, enda við að búast. Margir létu tilfinn- ingarnar ráða afstöðu sinni í þvi efni. Rómantíkin virtist meira að segja rísa upp frá dauðum. Kunn- ur rithöfundur lét þess til dæmis getið í blaðagrein, að skáld okkar og listamenn reki ættir sínar til fólks, sem byggt hefur útnes og afdali, og þess vegna ættu gömlu kjördæmin að haldast — ella væri íslenzk saga og menning í hættu. Ég þekki vel og met mikils menn eins og Þórodd Guðmunds- son, Indriða Inuriðason og Þóri Baldvinsson, sem allir hafa mælt gegn kjördæmabreytingunni af ræktarsemi við átthaga sína og menningu þeirra. En þeir ættu að vita betur en þeir láta í veðri vaka. Enginn þeirra hefur týnt Þingeyingnum úr fari sínu með búsetu á Suðurnesjum. Og Guð- mundur Leitinn á Sandi orti ekki betur en synir hans af því að hann var bóndi norður i Þing- eyjarsýslu. Stephan G. Stephans- son missti ekki skáldgáfuna við að flytjast úr Þingeyjarsýslunni og Skagafirðinum. Við mörkum naumast menningu og skáldskap bás eins og að hlaða grjótgarð eða strengja gaddavir miili staura"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.