Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 10
10 r MORCVnni.ÁÐlÐ Föstudagur 11. sept. 1959 irogftsstMaMfr tTtg.: H.f. Arvakur ReykjavOt. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áhra.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur , Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Öla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askviftargald kr 35,00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu ky. 2.00 eintakið. ÞRJÚ DÆMI UM STARFSAÐ- FERÐIR FRAMSÓKNAR AÐ hefur verið sagt með réttu, að Framsóknar- flokkurinn sé mesti hentistefnuflokkur íslenzkra stjórnmála. — Leiðtogar þessa flokks hafa haldið því fram, að hann væri fyrst og fremst „milli- flokkur“, sem berðist gegn „öfg- unum til hægri og vinstri". En frá þessari yfirlýsingu um eðli flokks síns virðast leiðtogar hans nú hafa horfið. Á síðasta Alþingi lýsti einn af þingmönnum hans, sem jafnframt er ritstjóri mál- gagns flokksins, því yfir, að hann væri í raun og veru „hinn eini sanni vinstri flokkur". Nú þykir Framsóknar- mönnum það með öðrum orð- um henta bezt, að halda því fram, að flokkur þeirra sé fyrst og fremst „vinstri“ flokkur. Um orsök þessarar nýju skilgreiningar á Fram- sóknarflokknum skal ekki fjölyrt að sinni. En ástæða er til þess að ætla, að orsök hennar sé sú, að flokknum tókst í síðustu kosningum að vinna töiuvert fylgi frá fyrr- verandi samstarfsflokkum sín- um í vinstri stjórninni, Komm únistaflokknum og Alþýðu- flokknum. Framsóknarmenn gera sér vonir um það, að geta haldið áfram að vinna fylgi frá þessum flokkum. Þess vegna draga þeir nú upp nýtt flagg og segjast vera hinn „eini sanni vinstri flokk- ur“. — Stjórnarrofið 1949 í þessu sambandi er rétt að rifja lítillega upp framkomu Framsóknarflokksins í þeim sam- steypustjórnum, sem hann héfur tekið þátt í undanfarin ár. Það gæti gefið nokkra hugmynd um vinnubrögð hentistefnuflokksins. Árið 1947 gekk Framsóknar- flokkurinn í samsteypustjórn með Alþýðuflokknum og Sjálf- stæðisflokknum undir forystu hins fyrrnefnda. Þegar sú stjórn hafði setið að völdum rúmlega 2% ár rauf Framsóknarflokkur- inn samstarfið. Hann beindi þá geiri sínum fyrst og fremst að Alþýðuflokknum og stjórnarfor- ystu hans, sem hann kenndi, ásamt Sjálfstæðisflokknum, allt það sem betur hefði mátt fara á valdatímabili stjórnarinnar. Hins vegar lýstu Framsóknarmenn því yfir, að þeir bæru ekki ábyrgð á neinu, sem miður hefði farið. Allt gagnlegt, sem stjórnin hafði aðhafzt, væri Framsóknar- flokknum að þakka. Snemma á árinu 1950 gekk svo Framsóknarflokkurinn til sam- starfs um stjórnarmyndun við Sjálfstæðisflokkinn. Allan þann tíma, sem það stjórnarsamstarf stóð hélt Framsóknarflokkurinn uppi stöðugum árásum á Sjálf- stæðisflokkinn. En árið 1953 fóru fram Alþingiskosningar og Sjálf- stæðisflokkurinn vann mikinn sigur. Gengu þá Framsóknar- menn að nýju til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn undir forystu Sjálfstæðismanna. En það stjórn- arsamstarf rufu Framsóknar- menn vorið 1956. Lýstu leiðtogar þeirra því þá enn yfir, að allt sem miður hefði tekizt á valda- timabili þeirrar stjórnar væri eingöngu Sj álfstæðisflokknum að kenija. Áður höfðu leiðtogar Framsóknarflokksins þó haldið því fram fyrir nokkrum mánuð- um, að vaxandi dýrtíð væri fyrst og fremst afleiðing hinna póli- tísku verkfalla, sem kommúnist- ar beittu sér fyrir á árinu 1955 og höfðu í för með sér verulegar kauphækkanir, er síðar þröngv- uðu kosti framleiðslunnar mjög. Myndun vinstri stjórn- arinnar Eftir kosningarnar 1956 sneri Framsóknarflokkurinp sér síðan til kommúnista og óskaði stjórn- arsamstarfs við þá. Var það höf- uðmarkmið hinnar nýju vinstri stjórnar að ráða fram úr vanda efnahagsmálanna, með v„nýjum og varanlegum leiðum“, eins og Framsóknarmenn komust þá að orði. Óþarfi er hér að rekja feril vinstri stjórnarinnar. Hún leysti engan vanda, hvorki í efnahags- málum né á öðrum sviðum. Flokkar hennar gátu ekki komið sér saman um nein raunhæf úr- ræði gagnvart helztu vandamál- um þjóðfélagsins. Þegar það var augljóst orðið og hrun var yfir- vofandi, tóku Framsóknarmenn enn að hugsa sér til hreyfings. Enn sem fyrr varð að kenna ein- hverjum öðrum um allt sem mið- ur fór. Lítill drengskapur Þessi þrjú dæmi um starfsað- ferðir Framsóknarmanna í sam- steypustjórnum gefa nokkra hug- mynd um heilindi þeirra og drengskap í samvinnu við aðra flokka. Þau sýna hina einstæðu hentistefnu, sem ávallt móta vinnubrögð Framsóknarmanna. Það er sannarlega ekki við því að búast, að af starfi slíks flokks leiði mikið gptt í þjóðfélaginu. Enginn getur í raun og veru treyst honum. Hann er ávallt með rýtinginn í erminni, reiðu- búinn til þess að beita honum gagnvart samstarfsmönnum sín- um. Hann leggur höfuðáherzlu á það, að gera hlut þeirra, sem með honum vinna sem minnstan. t þessu skyni hika Framsóknar- menn ekki við að beita alls kon- ar blekkingum og fölsunum á staðreyndum. Þessi saga er.vissulega lær- dómsrík. íslenzkir kjósendur hljóta að hafa hana í huga, þegar þeir ákveða í kosning- unum í haust, hverjum skúli faiin forysta um lausn þeirra fjölmörgu viðfangsefna, sem framundan eru. Orðheldni, heiðarleiki og drengskapur er ekki síður nauðsynleg í stjórn málabaráttunni en á öðrum sviðum þjóðiífsins. Sá stjórnarflokkur, sem ævin- lega byggir samstarf sitt við aðra flokka á óheilindum og hrekkjabrögðum, getur aldrei orðið það sameinandi afl, sem nauðsyn ber til í landi, þar sem enginn einn flokkdr hefur þing- meirihluta. Reynslan af Fram- sóknarflokknum og starfsaðferð- um hans er því ekki líkleg til þess að auka traust hans meðal þjóðarinnar. UTAN UR HEIMI Fuglamaðurinn ÞEIR óhamingjusömu menn, fangar hans töldu. Fangavörð þennan stakk Stroud síðar til sem hljóta þau örlög að vera dæmdir til lífstíðarfangelsis, hverfa yfirleitt samtíð sinni — gleymast. — Þó eru til dæmi um hið gagnstæða, og þannig er um Robert Stroud, eða „fuglamanninn í Alcatr- az“, eins og hann hefur verið nefndur, en hann er nú löngu þekktur maður. Og nú eru nokkrar líkur til þess, að fangelsishliðið opnist fyrir honum og hann htljóti loks frelsi — eftir 50 óralöng ár ,undir lás og slá“ í banda- rískum fangelsum. — bana með hníf, að öllum hinum föngunum ásjáandi. ★ Visindanám í fangelsinu Hann var nú dæmdur til dauða, ★ Gaf út bók um fuglasjúkdóma Stroud gaf sig nú allan að því að rannsaka háttu fuglanna. Hann hjúkraði þeim af stakri al- úð, er þeir urðu sjúkir og gerðí margháttaðar athuganir og til- raunir. Og þar kom, að hann fékk útgefna bók um athuganir sínar, og fjallar hún einkum um fugia- sjúkdóma. Bók þessi vakti mikla athygli, og eru ýmsir fræðimenn meira að 'segja þeirrar skoðunar, að hún sé sú bezta á sínu sviði. Alcatraz, hið illræmda sakamannafangelsi, þar sem „fugla- maðurinn“ var Iokaður inni nær 17 ár. — ★ — Ef sá dagur rennur upp, verður það einstæð reynsla fyrir þennan öldung, sem lifað hefir heilan mannsaldur innan fangelsismúra. — Hann hvarf úr heimi gasljósa og hestvagna, en heimurinn, sem bíður hans utan múranna, er ! heimur atómaldar. ★ Tólf ára fangelsi Þegar Robert Stroud var nítján ára gamall, varð hann ástfanginn af ungri dansmeyju norður í Al- aska, Kitty O’Brien að nafni. Þá gerðist það eitt sinn, að barþjónn nokkur, sem lengi hafði gert hos- ur sinar grænar fyrir dansmeyj- unni, misþyrmdi henni á hiun hroðalegasta hátt. Stroud kom að henni, hjálparvana eftir hina hrottalegu meðferð. Hann varð viti sínu fjær af bræði, drap ó- þokkann — og gaf sig síðan fram við lögregluna. — Hann var dæmdur í 12 ára fangelsi á McNeil Island fyrir manndr^p. Er Stroud hafði setið þar í tvö ár, ljóstraði einn meðfanga hans því upp við fangelsisstjórann, að hann hefði stolið mat til þess að gefa sjúkum félaga sinum. — Hann missti enn stjórn á skapi sínu, réðizt að náunga þesum og særði hann hnifsstungu. Fyrir þetta var fangavist hans lengd um 6 mánuði. — Fjórum árum síðar gerðist það, að ofstopafulí- ur fangavörður misþyrmdi Stroud — að ástæðulausu, að því er með- RÓM, 9. sept. — Bæði Ingrid Berg man og Roberto Rossellim hitn- aði mjög í hamsi í réttarsalnum í dag, þegar dómarar skáiu úr um það hvort þeirra skyldi fá heimild til þess að annast börnin þrjú, sem Ingrid fæddi Rossellini meðan þau voru í hjónabandi. Dómurinn gekk á þá leið, að Rossellini skyldi hafa börnin í sinni umsjá til 8. október, en móðirin fengi að hafa þau um skeið eftir það. Ingrid Bergman, sem giftist sænska leikhúsmanninum Lars Scmildt í desember sl., var dæmd ur yfirráðaréttur yfir börnum þeirra Rossellinis, en áfrýjunar- dómstóll dæmdi Rossellini þau um tveggja mánaða skeið í sum- ar. Nú var sá tími á enda runn- inn, en Rossellini vildi hafa börn in áfram. Mikil þröng var í réttarsalnum í dag og varalið lögreglu hvatt á vettvang. Þau Ingrid og Rossell 1 ini körpuðu fyrir réttinum og en á síðustu stundu í lífstíðar- fangelsi — í einangrunarklefa. ■— I einverunni tók Stroud að leggja stund á stjörnufræði, flatarmáls- fræði, heimspeki og fleiri vísindi. Og hann lagði slíka rækt við prýðilegar gáfur sínar á ýmsum sviðum, að hann varð hinn fær- asti fræðimaður í þessum grem- um. — ★ — Raunveruleg tímamót í lífi hans urðu þó, þegar hann hóf at- huganir sínar á fuglum. — Það var dag nokkurn, er hann reikaði um í fangelsisgarðinum, að hann fann þrjá spörfuglsunga, sem höfðu fallið út úr hreiðri sínj. Stroud tók þá með sér inn í klef- ann og ól önn fyrir þeim síðan. —■ Einn fangavarðanna, sem var honum vinveittur, gaf honum síð- ar nokkra smáfugla, er hann sá, hve natinn fanginn var við upp- eldi spörvanna, sem hann haiði fundið í fangelsisgarðinum. skildu í fullum fjandskap — og yfirgáfu réttarsalinn hvort í sínu lagi. Ásökunum svarað NÝJU-DELHI, 8. sept. (NTB/ Reuter). — Indverska stjórnin hefir svarað mótmælaorðsend- ingu frá Pekingstjórninni, þar sem Indverjar voru sakaðir um yfirtroðslur og jafnvel árásir við landamæri Kína. — í svarinu er ásökunum Kínverja vísað á bug sem algerlega ósönnum, en ind- verska stjórnin kveðst jafnframt fús til að ræða landamæraágrein ing ríkjanna, svo framarlega sem Kínverjar viðurkenni Macmahon línuna svonefndu sem aðalmarka línu landanna. Jigme Dorje, fersætisráðherra smáríkisins Bhutan í suðurhiíð- um Himalaja, ræddi í dag við Nehru, m. a. um lagningu vegar til þess að tryggja betri sam- göngur við Indland. sem skrifuð hefir verið. Robert Stroud varð kunnur maður í Bandaríkjunum af þessu afreki, þótt hann sæti sífellt ein- angraður að baki hárra fangelsis- múra. — Það vakti því mikla og almenna gremju landa hans, sr það vitnaðist árið 1942, að har>n hefði verið fluttur til „klettsins“ svonefnda, hins illræmda saka- mannafangelsis Alcatraz, sein stendur á hólma í San Francisco- flóann. Hann fékk ekki að flytja fuglana sína með sér og var hindr aður í að skrifa framhald hinnar merku bókar sinnar. ★ Tungumálanám En hann sat samt ekki auðum höndum. Nú tók hann að leggja stund á tungumálanám og mál- fræði af miklu kappi. Er hanr* nú talinn hafa þekkingu á a. m. k. þrem erlendum tungumálum — á borð við færustu sérfræðinga. — Fyrir hálfu öðru ári var hafin áróðursherferð í Bandaríkjunum fyrir því, að Stroud yrði leystur úr fangelsi, og var skipuð sér- stök nefnd til þess að vinna að því. Síðan hafa þúsundir bréfa borizt Eisenhower forseta hvaðatr æva að úr Bandaríkjunum, þar sem þess er krafizt, að þessi gamli maður, sem örlögin hafa leikið svo grátt, Verði leystur úr haldi. ★ Frelsi á næstu grösum Fyrir skömmu var hann fluttur frá Alcatraz til sjúkrafangelsis í Springfield, en heilsa þessa sjöt- uga manns er nú tekin að bila, sem vart er að furða, eftir 50 ára fangavist. — Hann fær nú aftur að hafa hjá sér sína ástkæru „smávini fögru“, fuglana — og hann hefir sjónvarp í klefanum sínum. Ok einangrunarinnar hef- ir þannig létzt nokkuð, og vonir standa til, að frelsisins sé ekki langt að bíða. — ★ — Þá fær „fuglamaðurinn", sem hvarf úr heimi gasljósanna bak við hina gráu múra, að skyggnast um á atómöld áður en hann lokar þreyttum augum. Já, hver veit nema þetta barn ófrelsisins eigi eftir að verða vitni að því, að maðurinn brjótist undan oki jarð arinnar — og svífi frjáls út í óra- víddir geimsins. Ingrid og Rossellini deila hart um börnin í Alcatraz — hefur setið 50 ár i fangebí — og Silofið frægð fyrir vísindastörf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.