Morgunblaðið - 25.09.1959, Page 13

Morgunblaðið - 25.09.1959, Page 13
Föstudagur 25. sept'. 1959 HORCVWBT AÐ1Ð 13 Njörður P, Njarðvík Dagur í Helsinki SNEMMÆ DAGURINN byrjar snemma hér í Helsinki. Ekki svo að skilja að lögmálum náttúrunnar sé hér öðru vísi varið en heima á fslandi, öðru naer. Hins vegar fer fólkið fyrr á fætur. Ekki sízt ef svo skildi vilja til að í húsinu sé lítil stúlka sem lætur til sín taka. Þar sem ég bý hér í bæ er ein- mitt ein slík hnáta þriggja mán- aða gömul sem af einhverjum ó útskýranlegum skyldleika við þann góða fugl, hanann, tekur að kyrja morgunlögin sín um fimmleytið. Eftir það þýðir næsta lítið að ætla sér að loka auga. Milli klukkan sex og fitta streymir fólkið til vinnu. Og ef við af tilviljun erum stödd á járnbrautarstöðinni getum við séð þegar lestirnar koma ein af annarri, troðfuiiar af fólki sem býr fyrir utan Helsinki. í>að eru margir sem aka á hverjum morgni kannski klukkutíma, kannski tvo tíma til að komast til vinnu sinnar. Fólkið ber þess enn greinileg merki að það hefur átt erfiða daga. Það er ekki sérlega glæsilega klætt. Að minnsta kosti er mikill munur á klæðaburði Finna og Svía. En Svíar hafa ekki heldur átt í styrjöld. Það gerir muninn. Finnar leggja meiri áherzlu á sterk föt en Par- ísartízku. Það fer þjóðinni líka betur. Því að Finnar eru sterk þjóð. Finnar hafa líka komizt í kynni við hluti sem íslendingar mundu ekki skilja. Það er stolt í svip Finnans þegar hann segir: — Við höfðum varla að borða fyrstu árin eftir stríðið, en við greidd- um allar okkar skuldir. STRÍÐDD Þátttaka Finna-í síðustu heims- styrjöld hefur alltaf komið okkur undarlega fyrir sjónir. Þetta er líka dálítið flókið mál. En það á sínar skýringar. — Jú, sjáðu til, segir miðaldra Finni einbeittur á svipinn. í byrj- un heimsstyrjaldarinnar síðari komu Rússarnir og sögðu við okk ur að þeir þyrftu þetta landsvæði ög þetta og þetta fyrir herstöðvar. Við höfum oft staðið í stórræðum við Rússana og okkur leizt ekk- ert á þesar kröfur. Við sögðum nei. Að hafa rússneskan her hér í Finnlandi, það álitum við ógna sjálfstæði okkar. En það virðist ekki þýða mikið fyrir smáþjóð að standa uppi í hárinu á stór veldi. Og því fór sem fór. Rúss- arnir réðust á okkur. Og þá var ekki um annað að gera en verjast. Þetta var vetrarstríðið 1939. Við neyddumst til að semja frið við Rússa og þeir fengu það sem þeir upphaflega vildu. Og meira til. Þegar svo Þjóðverjar réðust á Rússa, þá hugsuðum við að nú væri tækifæri til að vinna aftur það sem Rússar höfðu tekið frá okkur. En við þurftum að greiða stríðsskaðabætur fyrir að reyna að vinna aftur okkar eigið land. Finnsk börn eru falleg og prúð. Það er vel að þeim búið. Alls staðar eru leikvellir, þar sem börnin geta notið sín án þess að vera í hættum stórborgarinna- árið 1569. Árið 1640 var skipulcgð ný borg þar sem Helsinki er nú og óx borgin stöðugt til ársins 1808 en þá eyðilagðist hún að miklu leyti í eldsvoða. Nokkru síðar eða um 1824 fengu tveir arkitektar það hlutverk að reisa nýja Helsinki á rústum hinnar g^mlu. Þessir arkitektar voru þeir J. C. L. Engel J. A. Ehren- ström sem skipulögðu og reistu nýja, verðuga höfuðborg Finn- lands, fagra og tignarlega' og lögðu um leið grundvöllinn að byggingarlist Finnlands. Það er erfitt fyrir ókunnugan ferða- mann að gera sér grein fyrir því, þegar hann sér þessar stílhreinu byggingar, hvort þær voru reist- ar í fyrra eða fyrir þúsund árum. heild, eitt af því sem sinfóníu- hljómsveitinni heima hefur aldrei tekizt til þessa. Hljómsveitarstjór inn naut mikillar hylli, hann var nákvæmur í list sinni og gerði sér auðsjáanlega far um að þjóna vilja gömlu meistaranna eftir fremsta megni. Annars held ég að íslendingar séu aldrei einmana í Finnlandi. Þeim er alls staðar tekið eins og langþráðum vinum, allir virðast vilja allt fyrir okkur gera. Finn- ar kvarta bara undan því að þeir sjái íslendinga svo sjaldan. Svo eiga íslendingar hér hauk í horni. Ég held að allir íslendingar sem eru hér á ferð ættu að hemv sækja ræðismann okkar, Juur anto, hann og fjölskylda hans vill gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera okkur veruna hér sem ánægjulegasta. SAUNA. Eitt af því sem allir ferða- menn ættu að kynnast í Finn- landi er sauna. Sauna er extt af fáum orðum sem hægt er að skilja í finnsku og merkir nánast það sem við köllum gufubað Gufubað er það samt engan veg- inn, því að þar er engin gufa. Sauna er jafngömul Finnlandi. Finnar álíta hana eins nauðsyn- lega og sápu. Mér hefur til dæm- is verið sagt að þegar finnskir bændur byggi nýbýli byrji þeir á að reisa baðhúsið, svo íbúðar- húsið. Þeir segjast ekki geta lif- að án baðhússins. Þegar farið er í sauna verður að fylgja ævagömlum og næstum því heilögum venjum. Fólkið er alltaf allsnakið. Þess vegna eru sérstakir tímar fyrir karlá og aðrir fyrir konur á almennum baðhúsum. En flestar fjölskyldur hafa einkabaðhús. í baðhúsinu eru venjulega þrjú herbergi. Eitt til að afklæðast og klæðast, síðan kemur sjálft bað- ið og loks herbergi til að þvo sér og skola sig. Þegar komið er inn í sjálft baðherbergið er það um 100 gráðu heitt. Samt er auðvelt að anda þar því að loftræsting er í góðu lagi. Þarna er setið í um það bil 10 mínútur. Þegar maður er orðinn vel sveittur er venju- lega farið út í vatn sem alltaf er við baðhúsið. Vatnið er kalt og hressandi. Því næst er farið inn í baðherbergið aftur og setið þar unz menn eru orðnir vel nú hefst þvottur. Það eru engin sturtuböð þarna. Það er of ný- tízkulegt. í þeirra stað er notazt við venjulegar vatnsfötur. Að þvottinum loknum er farið enn einu sinni inn í baðherberg- ið. Menn taka hrísvönd af birki- trjám, væta hann í vatni og kasta vatni á glóandi steinana sem hita upp baðið. Herbergið hitnar. Menn taka vendina og slá með þeim allan líkamann svo að allir vöðvar verði mjúkir. Það er ekki óalgengt að baðið sé nú orðið 140 gráðu heitt. Nú er aftur farið út í vatnið og síðan skola menn af sér. Baðinu er lokið. Það er undarleg vellíðan sem streymir um allan líkamann, ásamt þeirri tilfinningu að men.n hafi aldrei verið jafnhreinir hvorki á sál né líkama. Finnar fara venjulega í sauna tvisvar í viku. Það getur verið óhollt og hættulegt að fara oftar. Sérstaklega ef menn eru með veilt hjarta. En það er ómetanleg hvíld og endurnæring að fara í Framh. á bls. 21. FÓLKIÐ Þeir ganga hratt Finnarnir, eins og fólk sem veit hvað það vill. Dálítið álútir og hafa ein- kennandi sterka drætti kringum augun. Ef maður horfir á Finna þá eru augun undantekningar- lítið það fyrsta sem maður tekur eftir. Annars er finnska þjóðin ólík innbyrðis, enda samansett af mörgum þjóðarbrotum. Ein- kennandi Finni er ef til vill frem ur lágvaxinn og feitlaginn, en samt hvikur í hreyfingum. — Finnska þjóðin í heild er um 4 milljónir og 400 þúsund, þar af um 140 þúsund sænskumælandi. Helsinki hefur um 450 þúsund íbúa og þar af eru 80 þúsund sænskumælandi. Það er einkenn- andi fyrir Helsinki að öll opin- ber skiltx eru á tveimur málum. Það ^r því lítill vandi að bjarga sér a skandínavísku. Stundum hefur sletzt upp á vinskapinn milli þessara tveggja þjóðarbrota en það er dálítill tími síðan og nú kemur þeim vel saman. — Við erum kannski dálítið þreyttir, segja sænskumælandi Finnar, og við höfum ekki sisu. En sisu er finnska og þýðir vilja- kraftur sem gerir mönnum fært að halda áfram eftir að hinir eig- inlegu líkamlegu kraftar eru á þrotum. AÐ SKOÐA HELSINKI Það er alltaf dálítið mismun- andi hvernig menn skoða borgir. í Helsinki er mikið um nætur- klúbba, fólkið fer snemma að sofa. Hvað vín snertir er sama sagan og á fslandi, hér eru sér- Borgin fékk síðan full réttindi stakar vínbúðir og annars staðar SAGA BORGARINNAR Helsinki er fræg fyrir fagrar byggingar. Allir kannast við þinghúsið, járnbrautarstöðina, stórkirkjuna og háskólann. Hing- að flykkjast námsmenn úr öllum heimsálfum til að nema bygging- arlist. En það hefur tekið sinn tíma að borgin fékk þessa miklu frægð. Um 1550 byrjaði Gústav I. að skipuleggja nýja borg á nesi einu við suðurströnd Finnlands. Hofnin er einn mesti annastaður borgarinnar. Finnar borða mikinn fisk og við höfnina er stórt markaðstorg. er ekki hægt að fá keypta áfenga drykki. Kannski er það þess vegna sem Finnar drekka svipað og íslendingar, eða réttara sagt þamba. Finnar eru þekktir fyrir listiðn að. Um þessar mundir er hér list- iðnaðarsýning, þar sem mest ber' á glervörum, húsgögnum og list- vefnaði. Þar eru fagrir munir sem bera sama svip og byggingarlist- in, einkennast af hreinum, sterk- um línum og virðingu fyrir sjálf- um efniviðnum. Samt borgar sig ekki að skoða þessa sýningu því að það er hægt að sjá axla þessa muni ókeypis í verzlunum boig- arinnar. Ég fór um daginn að hlýða á fyrstu opinberu tónleika hausts- ins. Það var sinfóníuhljómsveit útvarpsins sem lék í hátíðasal há- skólans, sem er gömul bygging. Hún eyðilagðist að miklu leyti í stríðinu en hefur verið endurreist nákvæmlega eins og hún var. Hljómsveitarstjóri var amerísk- ur negri, Dixon að nafni, hann er kvæntur finnskri konu. Efn- isskráin var Egmondforleikurinn eftir Beethoven, fiðlukonzert eft- líovens! °HljómsnvdeaitinnflTklam3^g Mannerheimvegurinn er lengsta gatan í Helsinki. í fjarska til vel og sérstaklega var eftirtekt- vinstri sest þinghusið og turninn a þjóðminjasafninu lítið eitt arvert hve vel hún verkaði sem t*1 hæS / \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.