Morgunblaðið - 25.09.1959, Qupperneq 14
14
MORCVISBL AÐIÐ
Föstudagur 25. sept. 1959
r'
Atvinna
Nokkrar duglegar stúlkur geta fengið atvinnu nú
þegar (ákvæðis vinna). Upplýsingar í verksmiðj-
unni, Þverholti 17.
Vinnufatagerð íslands h.f.
Trésmiðir
Framtiðaratvinna
Viljum ráða nokkra trésmiði vana verkstæðisvinnu.
Langur vinnutími.
Trésmiðjan Ytri-INIjarðvik
Símar 680 og 744
Frá unglingaskóla
Kópavogs
Væntanlegir nemendur, sem í vor luku prófi við
aðra skóla en Kópavogsskóla við Digranesveg, komi
til viðtals í skólanum, laugardag 26. sept. n.k. kl.
13,30. — Nemendur hafi með sér prófskírteini frá
síðasta vori. Ef nemendur á unglingaskóla aldri flytj
ast úr Kópavogi í aðra skóla, sé það tilkynnt hingað
í skólann.
Sömuleiðis sé látið vita, ef einhver getur ekki mætt
á tilsettum tíma. Símar 10475 og 17573.
SKÓLSTi) ÓRI
Húseignin nr. 12 viá Ingólfsstræti
er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. Húsið er 151.2
fermetrar að stærð og stendur á 242 fermetra eign-
arlóð (hornlóð).
1 kjallara eru ágætar geymslur eða iðnaðarpláss
Á 1. hæð eru skrifstofur. (Var áður bæjarbókasafnið)
Á 2. hæð eru 5 stór herbergi, bað og eldhús.
1 rísi er, auk geymslna, 2 herbergi og eldhús.
Tilboð óskast send undirrituðum, sem gefur allar
frekari upplýsingar fyrir 29. þ.m.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
(Lárus Jóhannesson, hrl.).
Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314.
Höfum opnað
nýja deild fyrir karlmanna- og
drengja föt, þar sem gott er
að velja fötin við dagsljós.
Gjörið svo vel og lítið inn
og skoðið
KARLMANNAFOT
DRENGJAFÖT
STAKAR BUXUR
STAKIR JAKKAR
Húseigendur
Óska eftir að taka á leigu 3ja eða 4ra herb. íbúð.
Upplýsingar í síma 17277.
Kvenfélaci Hallgrlmskirkju
hefur sína árlegu kaffisölu, laugardaginn 26. sept.
kl. 3—7 s.d. í Silfurtunglinu.
Góðir Reykvíkingar, styrkið gott máiefni.
Drekkið síðdegiskaffið hjá okkur.
NEFNDIN
Börn uörn
Þjóðdansanámskeið
Innritun er í dag kl. 2—4 í Skátaheimilinu. Einnig
verður innritun 7. okt, er kennsla hefst.
Nánari upplýsingar í síma 12507.
JMÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVlKUR
Kvenregnkápur
Nýtt efni með
sérkennilegri dýpt,
sem gefur regn-
kápunni fallegt og
klæðilect útlit.
GuT»»* — Rauðar
Grænar — Bláar
Hvítar.
£
roó
Hafnarstræti 4.
íbúðir til sölu
Tveggja herbergja kjallaraíbúð og þriggja herbergja
íbúð á I. hæð í steinhúsi á hitaveitusvæðinu eru tii
sölu.
Upplýsingar hjá undirrituðum.
SIGURGEIR SIGURJÓNSSON,
hæstaréttarlögmaður
Aðalstræti 8 — Sími 1-10-43.
ÞORVALDUR LUÐVIKSSóN
héraðsdómslögmaður.
Austurstræti 14 — Sími 1-55-35
Bifvélavirkja
eða menn vana bifreiðaviðgerður'
vantar okkur nú þegar, eða sem
fyrst.
FORD-umboðið
Kr. Kristjánsson H.f.
Suðurlandsbraut 2. — Sími 3-5300.
Fjögur H
1 DAG — 20. ágúst — segir
Morgunblaðið frá ráðstefnu, í
Helsinki þar sem 60 fulltrúar frá
26 Evrópulöndum ræddu geð-
verndarmál.
„Tilefni ráðstefnunnar," segir
í blaðinu, „var meðal annars hin
sívaxandi útbreiðsla \ tauga- og
geðsjúkdóma. Um tvær milljónir
af íbúum Evrópu eru nú undir
læknishendi í taugaveiklunar-
deildum sjúkrahúsa."
Vafalaust eru orsakir taugabil-
unar og geðsturlunar margar, en
af vissu tilefni skulu hér nefnd-
ar aðeins fjórar. Nöfn þeirra
byrja öll á sama bókstafnum, hái.
Þær eru þessar:
Heimsfréttir, hugsýki, hraði,
hávaði.
Margt veldur hugsýki manna
og þar á meðal eru heimsfrétt-
irnar. Fyrir þeim þyrfti fjöldi
manna að loka eyrum sínum,
þær eru þannig vaxnar. Það er
flestum sálum fullþung byrði að
hafa vandamál og glæpalíf alls
heimsins á herðum sér, slysfarir
og ófrið.
Ekki þarf að orðlengja um það,
að alls konar hugsýki veldur
taugabilun og geðtruflunum.
Allir eru einnig að verða sam-
mála um það, að nútimahraðinn
og spenningurinn þreyti og eyði-
leggi taugar manna. Og svo er
það allur hávaðinn.
Hægt væri að freistast til að
halda, að einhverjir svartálfar,
einhverjir djöfullegir óvinir
mannssálarinnar mögnuðu alla
þá glymskratta, sem látlaust æra
taugabilað mannkyn, svo óskilj-
anlegur er allur sá hávaði. Þar
erum við íslendingar sannarlega
engir eftirbátar. Eg ók í dag
eins og venjulega í Kópavogs-
vagni. Þar glumdi útvarpið. Eg
kom inn í blómabúð. Þar glumdi
útvarpið. Eg kom inn í setjara-
sal í prentsmiðju, einnig þar
glumdi útvarpið, og ekki lágt.
Eg kom í bókbandsstofu, og þar
glumdi útvarpið. Þenpa kvalara
er næstum ekkj unnt að flýja hér
á landi, ætli menn að umgang-
ast annað fólk. Eg hef verið á
ferðalagi hvað eftir annað er-
lendis en aldrei rekið mig á neitt
slíkt þar í þessum efnum eins
og hér á landi. í suraar var eg
þrjár vikur í Noregi, ferðaðist
þar með skipum og vögnum, sat
til borðs í veitingahúsum og
hótelum, var í samkvæmum, kom
í skrifstofur hér og þar, en varla
heyrðist nokkurs staðar í út-
varpi, stundum lítilsháttar á mat-
sölustöðum, en þá svo lágt stillt
að rétt heyrðist. Helzt heyrðist
nokkuð hátt í útvarpinu á strand
ferðaskipunum, en þá venjulega
ekik nema stutta stund.
Hvaða hávaðaæði hefur náð
tökum á okkur hér heima? Mér
finnst það blátt áfram móðgun
við farþega í fólksvögnunum að
dæma þá til að hlusta á þenna
eilífa hávaða, oft ömurlegt væl.
Mundi fólk í Ameríku una því,
ef seint og snemma og alls stað-
ar væri hellt í eyru þess ís-
lenzkum rímnakveðskap, og er
hann þó ólíkt betri en sumt kyn-
óravælið í dægurlögym og ýmsu
þess háttar. — Her á árunum
var venjulegt að heyra farþega
syngja fullum rómi jafnvel
klukkustundum saman í lang-
ferðavögnunum. Þessu undi fólk
ekki til lengdar, blöðin skrifuðu
á móti þessu og það hvarf, en
ekki tók betra við þegar útvarp-
ið kom. Við farþegar borgum
okkar gjald í þessum vögnum
og ætlumst til þess að geta ver-
ið þar í friði og óáreittir, hvort
heldur er af einhverju glymj-
andi jazzvæli eða öðrum leið-
inlegum hávaða. Minnsta krafan
sem unnt er að ger er sú, að út-
varpið sé notað hófsamlega, ekki
með óskaplegum hávaða og ekki
hvaða ómerkilegt væl sem á boð-
stólum er. Heimurinn þráir frið
og sálir manna þurfa einnig að
fá frið. Þeir sem ekki geta lifað
án hins látlausa glymjanda,
verða að veita sér hann út af
fyrir sig, án þess að neyða hon-
um upp á okkur hina.
x>étur Sigurðsson.