Morgunblaðið - 25.09.1959, Side 15

Morgunblaðið - 25.09.1959, Side 15
Föstudagur 25. sept. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 15 Callas og Onassis flugu til Grikklands í litilli einkaflugvel skipakóngsins. Hér sjást þau leggja af stað. hann skipuleggjur allar sýn- ingar hennar. „Nú er ég minn eiginn húsbóndi, segir hún, og heldur því ákveSið fram, að héðan af muni hún ekki skipta senti á milli sín og Meneghini. Sama máli gegnir um Onassis, það var ekki ást aðeins pen- ingar, segir Callas. „Samband okkar er ein peningaflækja". En Onassis skipakóngur segir: „Vinir mínir kalla mig sjómann. Sjómenn eltast venjulega ekki við söngkon- ur“. Þó bætti hann við: „Sann- ast að segja þætti mér mikil upphefð af því, ef kona á borð við Callas felldi til mín ástar- hug.“ Þessir atburðir hafa gersam lega ruglað hina óþreytandi Maxwell í ríminu, en hún er, eins og kunnugt er, sameig- inlegur trúnaðarvinur hinna ríku. Eftir að hafa ráðgazt við vin sinn „Ari“, svaraði hún stuttaralega spurningunni um það, hvort Callas og Onassis mundu giftast: „Eg held ekki“. Á meðan á þessu stóð yfir- gaf Tina Onassis skemmti- snekkju eiginmanns síns í Venezia og fór með börn sín til Peningar og ást V A R T er um annað meira talað þessa dagana en hina ævintýralegu siglingu skemmtisnekkju Onassis um Miðjarðarhafið og þá atburði, sem þar gerðust, sem leiddu til skilnaðar óperusöngkon- unnar Callas og eiginmanns hennar Meneghinis. Er engu líkara en atburðirnir hafi gerzt á óperusýningu þar sem allt snýst um peninga og ást, sérstaklega hið fyrrnefnda, því eins og Somerset Maug- ham segir: „Að lokum snúast allar ástríður um peninga“. Söguþræðirnir eru í stuttu máli þannig: Hún var dóttir lyfsala í New York, sem var grískur inn- flytjandi, — feitur, ljótur andarungi, mjög nærsýn, sem byrjaði að syngja til að gleyma því að hún var óvel- kominn í heiminn, þar eð heimilið hafði verið leyst upp. Hann var miðaldra Itali, stór- lax, sem verzlaði með bygg- ingarefni. Undir hans umsjá fór feiti andarunginn að grenna sig — en hún vó 96,5 kg. — þar til hún náði töfrandi vaxtarlagi og varð að lokum dáðasta söngkona veraldar. Tákn hamingju þeirra var: Skrauthýsi í Sirmione, tvær hallir í Verona, óteljandi listaverk, bifreiðir, mótorbát- ar og sameiginleg bankabók. Ást þeirra virtist dafna á pen- ingum, og peningarnir dafna á ástinni. Og nú fyrir skömmu, eftir 10 ára farsælt hjóna- band, hafa Callas (35 ára) og Meneghini (64 ára) lýst því yfir, að þau væru skilin „fyr- ir fullt og allt.“ „Ég var veikur“ Skilnaðurinn átti sér stað á hinni gljáandi hvitu skemmtisnekkju gríska skipa- kóngsins og stórlaxins Aristo- teles Onassis (53 ára). Onassis er einn þeirra, sem veit hvaða gildi peningarnir hafa. Fyrsta starf hans var nætursíma- varzla í Buenos Aires, en nú er hann eigandi eins stærsta olíuskipaflota heims og hrúgp ar saman auðæfum, sem talin eru nema um 300 millj. doll- ara. Ástin færði honum enn meiri peninga, er hann giftist Athina (Tina) Livanos, hinni fallegu dóttur milljónamær- ingsins Livanos, sem er eig- andi skipafélagsins Czar Stavros og mágkonu Niarchos, sem er hluthafi sama fyrir- tækis. Umhverfis bjarmann af auðæfum Onassis flykktist margt frægt fólk. Um borð í skemmtisnekkju hans í þess- ari örlagaríku Miðjarðarhafs- siglingu voru fyrir utan Mene- ghini, Sir Winston Churchill og frú og ýmsir dvalargestir Riverunnar með blátt blóð í æðum. Meneghini sagði í síðustu viku um þessa sjóferð: — Það var mikill sjógangur. Ég var veikur. Kona mín var mjög önuglynd og þegjandaleg, lík- ari tígrisdýri en nokkru sinni fyrr. Onassis aftur á móti var öðru vísi. Eftir því sem öld- urnar risu hærra, líktist hann meir og meir sjó-fífli, eins og sagt var í gamla daga, og gaf fyrirskipanir á báða bóga. Kvöld eitt, þegar kona mín kom úr gleðskap í Istanbul Hilton, skýrði hún mér frá því að hún elskaði annan mann. Klukkustund síðar, sem mér virtist heil eilífð, bætti hún því við að maðurinn væri Aristoteles Onassis. „Ég held ekki“ En það þaut öðru vísi í skjá Callas: — Skilnaðurinn átti sér stað á sjóferðinni — en hvaða máli skiptir það — þetta hefur staðið til í lengri tíma. Hún gaf í skyn að hin raunvérulega uppspretta ó- samkomulagsins væri óánægja hennar með störf hans, en Parísar, en einkaritari hennar heldur því fast fram að hún „treysti eiginmanni sínum full komlega". En Onassis og Call- as lögðu upp í ferðalag til Grikklands í einkflugvel skipakóngsins. „Ég skapaði Callas“. Um hvað var Onassis að hugsa, ef hann var ekki ást- fanginn af Callas? Ef til vill eygði hann nýja leið til að varpa meiri ljóma á auðæfi sín. „Onassis á sínar billjónir, en langar til að prýkka olíu- skip sín. Nafn frægrar stjörnu er ágætt til þess,“ segm Meneghini, sem eftir áralanga þÖgn reynir að skýra málið sem bezt. „Skyssan er sjálf- sagt öll mín megin. Ég blekkti sjálfan mig með von um ó- dauðlega óst. Ég var að byggja upp lítið snilldarverk, en varð ástfanginn af snilldarverkinu og giftist því. Ég skapaði Call- as og hún launaði mér með hnífstungu í bakið. Hún var feit, klaufalega klædd, land- flótta og klunnaleg, þegar ég hitti hana. Hún átti hvorki sent, né nokkra von um frama. Ég leigði handa henni hótel- herbergi í ítalíu, svo hún gæti dvalizt þar. Ég' hef aldrei hagnazt á henni. Getur nokk- ur maður grætt á konu sinni?“ Móðir Callas, Evangelia, sem vinnur í skartgripaverzl- un móður Gabor á Manhattan, minntist þess fyrir skömmu með þakkl. þegar Meneghini einu sinni sendi lienni 40 dollara, en Maria ekki neitt. Hún segir um dóttur sína: „Meneghini var henni bæði faðir og móðir. Nú þarfnast hún hans ekki lengur. En Maria mun aldrei verða ham- ingjusöm, hugsa ég. Kona eins og Maria mun aldrei kynnast sannri ást. Tónlistarskóli 4kraness AKRANESI, 23. sept. — Tónlist- arskóli Akraness hefur starfsemi sína um næstu mánaðamót. Skóla stjóri og aðalkennari verður frú Anna Magnúsdóttir. Verður þetta fimmta starfsár skólans. Fær hann nú aukið kennaralið og verða námsgreinar, sem hér segir: píanó, fiðla, orgel, blásturs- hljóðfæri, blokkflauta og enn- fremur undirbúningur undir hvers konar tónlistarnám. Má bú- ast við mikilli aðsókn að skólan- um nú, eins og undanfarin ár. Iðnaðar og verzlunarhúsnœði 90 ferm. til sölu í ofanjarðar kjallara í Kleppsholti. Útborgun kr. 100 þúsund. — Nánari upplýsingar gefur Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4 — Sími 16767. Segulbandstœki 3 vestur-þýzk - segulbandstæki, Grundvig, T.K. *5 og T.K. 20 og 1 UHER 95 til sölu. Upplýsingar á útvarpsviðgerðarstofunni, Flókagötu 1. Aukavinna Viðskiptafræðingur óskar eftir aukavinnu. — Allt kemur til greina. -— Tilboð merkt: „Latur—9166“, sendist afgr. Mbl. sem fyrst. Stœrðfrœðistúdent óskar eftir heimavinnu. Margt kemur til greina, t.d. teikningar eða kennsla. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Heimavinna—9147“. Skrifstofustúlka Stúlka óskast til skrifstofustarfa KATLA H.F. Laugavegi 178 íbúð til leigu 3ja til 4ra herb. íbúð á hitaveitusvæði í Vesturbæn- um til leigu. Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Við miðbæinn—9156“. SENDILL Röskur og áreiðanlegur sendill óskast strax. Sölumibstöb Hrabfrystihúsanna Sími 2-22-80 Sendisveiran Röskan sendisvein vantar okkur nú þegar. Vinnutími frá kl. 6—12 f.h. Sími 22480. Fró Tónlisfarskólanum Nýir nemendur komi til inntökuprófs 1. og2. okt. n.k. í Tónlistarskólanum. Nemendur í kennaradeild, komi 1. okt. kl. 2. Og aðrir nýir nemendur komi 2. okt. kl. 2. — Viðtalstími í skólanum daglega kl. 5—6. — Skólasetning verður mánudaginn 5. okt. kl. 2. SKÓLASTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.