Morgunblaðið - 25.09.1959, Síða 21
Föstudagur 25. sept. 1959
MORGVTSBLAÐ1Q
21
Jassklúbburinn
hefur vetrar-
starfið
Á STJÓRNARFUNDI Jazzklúbbs
Reykjavíkur, sem haldinn var 8.
þ. m., var ákveðið að félags-
starfsemi skyldi hefjast næstkom-
andi laugardag 26. september í
Framsóknarhúsinu, kemur þar
meðal annars fram hljómsveit
Björns R. Einarssonar og kvart-
ett Jóns Páls Bjarnasonar ásamt
trompetleikaranum Viðari Al-
freðssyni.
Félagsstarfsemin mun verða
rekin með nokkuð breýttu sniði
frá því sem var, og er þá fyrst
að nefna, að fundir verða aðeins
hálfsmánaðarlega og verður ann-
ar fundur músíkfundur á móti
fræðslufundi. Koma fram þekkt-
ir menn á sviði tónlistarinnar og
flytja fyrirlestra, auk margs ann-
ars, sem klúbburinn hefur á
prjónunum.
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram, að meðlimum er heimilt
að taka með sér eian gest, en sú
nýbreytni verður tekin upp, að
hafin verður sala meðlimakorta,
sem gilda til áramóta og er verð
þeirra kr. 50.00.
Klúbburinn hefur nú fengið til
umráða húsnæði, sem hentar vel
starfsemi klúbbsins.
Húsið verður opnað kl. 2 síðd.
n.k. laugardag. En fundurinn
hefst hálftíma síðar með setn-
ingarræðu formanns.
— Dagur i Helsinki
Frh. af bls. 13
sauna. Dýrmætar stundir sem
veita manni algera hvíld. Finn-
arnir hvorki hlæja eða eru með
hávaða í sauna. Þeir eru alvarleg
ir þegar þeir njóta þessara hvíld-
arstunda einir eða með fjöl-
skyldu sinni mitt í amstri nútíma
lífs.
SEINT
Það er farið að kvölda. Blásvart
myrkrið dettur yfir borgina eins
og veggur. Hún skiptir um svip.
Hinar stílhreinu byggingar rísa
upp úr dökku malbikinu eins og
hamrar. Borgin býr sig unair
nóttina.
Mér datt í hug að eyða kvöld-
inu í sænska leikhúsinu (Svenska
Teatern). Finnsku leikhúsin sýna
sízt verri verk en af skiljanleg-
um ástæðum þýðir lítið að fara
þangað. Sænska leikhúsið sýnir
um þessar mundir gamlan austur
ískan gamanleik með söngvum
af og til. f sænskri þýðingu nefn-
ist leikurinn Levande ljus, á frum
málinu heitir hann Beim Kerzen-
licht. Með aðalhlutverkið fer
hinn þekkti daski leikari Max
Hansen. Þetta er fremur billeg
kómedía og ekkert sérstakt um
hana að segja. Reynt var eftir
fremsta megni að ná hinni klass-
ísku gamanleikjastemningu frá
Vín en það tókst ekki sérlega vel.
Max Hansen hélt sýningunni al-
gerlega uppi og fólk skemmti sér
allvel. •
Að sýningu lokinni fór ég að
hugsa til heimferðar. Klukkan
var um ellefu og það er seint hér
í Helsinki. Nóttin er komin. Það
eru fáir á ferli. Kannski eru víða
litlar hnátur sem byrja morgun-
sönginn um fimmleytið.
Njörður P. Njarðvík.
Magnús Thorlatius
hæstaréttarlögmaður.
Málflutningsskrifstofa.
Aðalstræti 9. — Sími 11875.
Stúlka óskast
til símavörzlu
9¥giitstMa&ife
Skrifsfofustúlka
með góða vélritunarkunnáttu óskast 1.
október n. k. Vel launað starf. Uppl. um
menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl.
fyrir 29. sept. merkt: „Vélritun—9159“
Línubalar
Þessir viðurkenndu þýzku línubalar eru
væntanlegir á næstunni.
Tökum á móti pöntunum.
Þeir, sem óska að panta beint, tali við
okkur sem fyrst.
I.£
HEILDSALA — UMBOÐSSALA
Vesturgötu 20 — Sími 24020
Kaupfélagsstjórastarf
Framkvæmdastjórastarfið við Samvinnufélag Fljóta-
manna er laust til umsóknar frá næstu áramótum.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist Sambandi ísl. samvinnufélaga,
Deild I, Rvík, eða Hermanni Jónssyni, Yzta-Mói,
Haganeshreppi, fyrir 15. október n.k.
SAMVINNUFÉLAG FLJÖTAMANNA
Auglýsing um
sveinspróf
Sveinspróf fara fram, í þeim iðngreinum sem löggilt-
ar eru, í október/nóvember 1959.
Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að senda formanni
viðkomandi prófnefndar umsóknir um próftöku
nemenda sinna, ásamt venjulegum gögnum og próf-
gjaldi, kr. 600.—, fyrir 6. október n.k.
Reykjavík, 22. sept. 1959,
IÐNFRÆÐSLURÁÐ.
Tilkynning
til rafmagnsnotenda á orkuveitusvæði Rafveitu
Hafnarf jarðar.
Um næstu mánaðarmót verður breytt til um fyrir-
komulag innheimtu rafmagnsreikninga þannig að
álestur og innheimta hjá hverjum notanda fari fram
6 sinnum á ári, í stað 12 sinnum nú.
Þannig verður um næstu mánaðarmót aðeins lesið
á og innheimt í suðurhluta bæjarins og utanbæjar,
sunnan og austan haná.
Um mónaðarmótin okt./nóvember verður aðeins
lesið á mæla og innheimt í vesturhluta bæjarins og
utan bæjar vestan og norðan hans.
Síðan verður álestur og innheimta annan hvern mán-
uð hjá hverjum notanda.
Hjá stórum iðnfyrirtækjum og stofnunum verður
þó óbreytt fyrirkomulag, frá því sem nú er.
Þeir sem þess óska, geta þó greitt mánaðarlega upp
í reikning á skrifstofu rafveitunnar.
Hafnarfirði 21. sept. 1959.
RAFVEITA HAFNARFJARÐÁR
Innritun byrjar í dag
kl. 5-7 og 8-9 í
Gengið inn um norðurdyr
/1 /oíHCl Jfflrffli [jfflðirsur T\u&enised T£i6bi