Morgunblaðið - 01.11.1959, Page 24

Morgunblaðið - 01.11.1959, Page 24
VEÐRIÐ Hvass SV stormur með köflum, éljagangur, hiti nálægt frost- marki 243. tbl. — Sunnudagur 1. nóvember 1959 Reykjavíkurbréf Sjá blaðsíðu 13. 17. landiö sem ball ettinn heimsækir BANDARÍSKI balletflokkurinn kom til Iandsins í gærkvöldi. Con- stellation-flugvélin frá KLM, sem flutti dansflokkinn, lenti hér skömmu eftir ljósaskiptin, eftir 7,35 stunda flug frá Lissabon. Með vélinni voru allir listamenn- irnir 37 talsins að stjórnandanum Robbins undanskildum, en hann hafði komið með Viscount-flugvél Flugfélags íslands frá London nokkrum mínútum áður. Það var kuldalegt á flugvellin- um, þegar listafólkið steig út úr flugvélinni — og mátti sjá, að það var að koma úr hlýindunum í Lissabon og hafði ekki búizt við því jafnköldu og raun varð á. Meðal þeirra, sem tóku á móti Bandaríkjamönnunum, voru Þjóð leikhússtjóri, Guðlaugur Rósin- kranz og Hörður Bjarnason, vara formaður Þjóðleikhússráðs, auk þess bandarískir sendimenn hér í bæ. Fréttamaður Mbl. náði tali af Robbins sem snöggvast í fugaf- greiðslunni og sagði hann ísland vera seinasta viðkomustaðinn í þessari löngu Evrópuferð. Lagt var upp frá New York í júní og síðan hefur flokkurinn sýnt í 19 borgum í 16 Evrópulöndum — allt frá Norðurlöndum og til ísrael. Sýningar hafa sjaldan verið færri en 5 á hverjum stað, en fiestar. í London, 9 talsins. — í hópnum eru 19 dansarar, en hitt eru hljómlistarmenn og farar- stjórar. Sýningarnar hér verða 5, sú fyrsta í dag. ViðgerÖin a Vetti tekur 18 daga EFTIR þeim upplýsingum að dæma, sem borizt hafa vestan frá St. Johns á Nýfundnalandi, varð andi strand togarans Vattar, þá mun fullnaðarviðgerð á skipinu taka 18 daga. Deildarstjóri skipatrygginga hjá Samvinnutryggingum Jón Rafn Guðmundsson, skýrði Mbl. frá þessu í gær, en Vöttur er tryggð- ur hjá fyrirtækinu. Þá sagði Jón Rafn, að eftir þeim uppl. sem fyrirtækinu hefði borizt, þá hefði Vöttur eigi losnað af skerinu, af eigin ramleik, heid- ur hefði 700 tonna skip, sem starf rækt er sem björgunarskip á þess um slóðum, Algerin dregið Vött á flot klukkan 4 að morgni sl. mið- vikudags. Kom þetta skip til skjal anna eftir að fyrri björgunartil- raunir höfðu ekki borið árangur. Fyrrnefnt björgunarskip dró í sumar er leið togarann Þorstein þorskabít til hafnar í St. Johns. Að lokum sagði Jón Rafn Guð- mundsson, að skipasmíðastöð í St. Johns, hafi gert tilboð í að framkvæma viðgerð á Vetti. Til- boðið hljóðaði upp á 935.000 krón ur. Væru Samvinnutryggingar að leita hagstæðari tilboða á öðrum stöðum t. d. í Halifax. Ekki kvaðst deildarstjórinn hafa heyrt á það minnzt að áhöfn togarans komi heim meðan á viðgerð stend ur, og væri sér ekki kunnugt um annað, en að viðgerðin væri við það miðuð að skipið gæti að henni lokinni haldið beint tii veiða aftur. Þýxkir ferðamenn mis- nota gestrisni íslendinga Líflegt við togarabryggjurnar ÞÝZKA sendiráðið í Reykja- vík hefur fengið ítrekaðar kvartanir frá íslendingum vegna slæmrar framkomu þýzkra stúdenta og annarra þýzkra ferðamanna, sem heimsótt hafa ísland í sumar. Skýra þýzk blöð frá því að utanríkisráðuneytið í Bonn hafi komið umkvörtunum þessum áfram til Sambands þýzkra stúdentafél. (VDS). Blöðin segja. að stöðugt fjölgi þýzkum ferðamönnum á íslandi. Margir þeirra eru stúdentar og annað ungt fólk, sem ferðast um „á þumalfingrinum", en lætur einnig bjóða sér næturgistingu og mat. Allmargt þessa unga fólks hreykir sér eftir á af því, að það hafi getað ferðast um landið við gestrisni íbúanna án þess að þurfa jafnvel svo vik- um skiptir að leggja út einn grænan eyri. Mestar kvartanir hafa þó kom- ið af því að þetta þýzka ferðafólk misnotar sæluhús víða um land- ið og ræðst jafnvel á matarbirgð ir í þeim, sem ætlaðar eru aðeins til notkunar í neyð. Þjóðverjarn- ir skilja heldur ekkert endur- gjald í peningum, þó beir eti upp slikan neyðarmat. Samband þýzkra Uúdentafé- laga hefUT nú birt yfirlýsingu, þar sem það fordæmir þetta háttalag. Þar er það harmað að ungt þýzkt fólk skuli misnota á hinn herfilegasta hátt gestrisni íslenzku þjóðarinnar. I yfirlýs- ingunni er á það bent, að þetta sé þeim mun hörmulegra, þar sem allir viti að Þjóðverjar séu rík þjóð, sem ekkert skortir, meðan íslendingar eru smáþjóð, sem býr við erfið skilyrði í köldu landi. Telur stúdentasambandið að slík framkoma sé hneysa fyr- ir þýzku þjóðina. ÞAÐ hefur verið nóg að gera við togarabryggjurnar hér í höfninni síðustu viku Togararnir hafa kom ið hver af öðrum af Nýfundna- landsmiðum með afia í íshúsin. Ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd um borð í Þorkeli mána í fyrradag, þegar verið var að landa úr honum 308 lestum af fiski. Gamli maðurinn, Reimar Eyjólfsson ,var önnum kafinn við að þvo borðin, enda er það ekk- ert smáræðis verk að þvo 2500— 3000 borð úr hverju skipi. Bak Fyrsti íslenzki botuflugmaðurinn . FRÉTTAMAÐUR Mbl. hafði ; tal af einum flugmannanna á ) KLM-flugvélinni, sem kom S með bandaríska ballet-flokk- | inn í gær og spurði tíðinda af S íslenzku flugmönnunum, sem | nú starfa hjá þessu hollenzka i flugfélagi. Sagðist þeim svo S frá, að Sveinn Gíslason, sem ■ um skeið hefur flogið á DC-7 i flugvélum félagsins milli S Evrópu og N.-Ameríku mundi | brátt fara til þjálfunar á þot- i urnar, sem KLM er nú að fá, S Douglas DC-8. Mun félagið ) nota þær á N.-Atlantshafsleið inni. Sveinn verður þá vænt- S anlega fyrsti íslenzkj flug- ^ maðurinn, sem flýgur stóru s farþegaþotunum, en þar verð- s ur hann að sjálfsögðu að- ' stoðarflugmaður fyrst í stað. ^ Af Alberti Tómassyni sagði s flugmaðurinn það, að nú s væri hann að flytja suður til ■ Persío. Hann yrði þar um s þriggja ára skeið og flygi S Fokker-Friendship flugvél • fyrir dótturfélag KLM, sem i annaðist þar flug fyrir olíu- S félög. Albert hefur hingað til £ flogið á N.-Atlantshafsleið- ^ inni. s við hann sést Kjartan Björnsson. Þorsteinn Ingólfsson landaði á fimmtudag 312 lestum og í gær komu þrír togarar, Þormóður goði með um 340 lestir og Skúli Magnússon með ca. 280—300 lest- r, báðir af Nýfundnalandsmiðum, og Marz af heimamiðum með um 200 lestir. Óttazt um Græniundsíar Hingað til lands hafa borizt fregnir um það, frá Færeyjum, að danska Grænlandsverzlunin, sé farin að óttast um eitt af skip- um sínum. Er hér um að ræða rúmlega 100 tonna skip, Svend- borg. Hinn 24. október s. 1. hafði þetta litla skip verið statt um 80 mílur til suðvesturs af íslandi. Var það á leið til Kaupmanna- hafnar og eru á því fimm menn. Eftir þeim fregnum sem borizt hafa, mun ekkert hafa heyrzt frá skipinu síðan þennan dag. Hafði skipið þá haft samband við Reykjavíkur-radíó. D-lista kvöldvökur í Reykjaneskjördœmi D-LISTINN í Reykjaneskjördæmi efnir til skemmtunar fyrir starfs fólk sitt í alþingiskosningunum, á eftirtöldum stöðum: í samkoiraihúsinu, Njarðvíkum annað kvöld, mánudagskvöld, fyr ir héraðið sunnan við Hafnar- fjörð. Aðgöngumiðar afhentir hjá trúnaðarmönnum Sjálfstæðisfl. í héraðinu og á skrifstofu flokks- ins í Keflavík eftir hádegi á morg un. í Góðtcmplarahúsinu í Hafnar- firði n.k. þriðjudagskvöid. Að- göngumiðar afhentir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins kl. 5—7 á mánudag og þriðjudag. Hlégarður, Mosfellssveit. Fyrir héraðið norðan Hafnarfjarðar h. k. þriðjudagskvöld. Aðgöngumið ar afhentir hjá trúnaðarmönnum Sjálfstæðisflokksins í héraðinu og í skrifstofu flokksins, Mel- gerði 1. Kópavogi, kl. 7—10 á mánudagskvöld. Flutt verða stutt ávörp, skemmtiatriði, dans. Skemmtan- irnar hefjast stundvíslega kl. 8,30. D-Iistinn í Reykjaneskjördæmi. Dgí:-Gmni nSn uE eytno

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.