Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 15
Miðvik'udagur 17. febr. 1960 MORGUNfíT. AÐIÐ 15 tonn af málningu Þeir voru að mála Hekluna, þegar Ijósmyndari Mbl. rakst niður á höfn á dögun- um. Heklan var orðin skell- ótt, „það veitir ekki af að lífga svolítið upp á hana“, sagði Fjölnir Björnsson, sem byrjaði í messanum fyrir 5 árum og er nú orðinn há- seti — og málar af kappi. Hann stendur á plönkum, er hanga í köðlum framan á stefni skipsins. — Við erum alltaf að þessu, allan ársins hring. Eg gæti trúað, að við máluðum skip- ið allt tvisvar eða þrisvar á ári. Þ.e.a.s. borðstokkinn og þar fyrir neðan. Yfirbygging in er aðeins máluð einu sinni á ári, segir Fjölnir. — Ætli við förum ekki með 5—600 lítra af svartri málningu á hana yfir árið. Það er ekkert smáræði, sem fer á allan flotann. Kaup- skipunum er alltaf haldið vel við. Það er erfiðara með togarana. Þeir skrapa máln- inguna af hliðunum á þeim í fyrstu veiðiferðinni. Við för- um áreiðanlega með mörg tonn af málningu á öll þessi skip á hverju ári. — Ég er a.m.k. orðinn þreyttur á að mála. Ég er að hugsa um að fara í Sjó- mannaskólann. Mig langar til að verða stýrimaður. Þeir þurfa heldur ekki að mála. 4 LESBÓK BARNANNA JVfálshrenna og hefnd Kára 111. En er Flosi íréttir víg Kols, býr hann um lík hans og gefur fé mikið til legs honum. Flosa stukku aidrei hermdaryrði tii Kára Flosi fór þaðan suður og létti ekki fyrr en hann kom til Róma- borgar. Þar fékk hann svo mikla sæmd, að hann tók iausn af sjálfum páfanum. Sigldi hann síðan út til Js- iands. Fór hann þá heim til Svínafelis. Hafði hann þá af hendi innt alla sætt sína bæði í utanferðum og fégjöldum. • 112. Urn sumarið eftir bjóst Kári til íslands, Skeggi fékk honum byrðing. Voru þeir þar á átján. Þeir urðu heldur síð- búnir og sigldu þó í haf og höfðu langa útivist. En um síðir tóku þeir Ingólfshöfða og brutu þar skipið allt Í spón. Þar varð mannbjörg. Þá gerði á hríð veðurs. — Spyrja þeir nú Kára, hvað nú skal til ráðs taka, en hann sagði ráð að fara til Svína- fells og reyna þegnskap Flosa. Gengu þeir nú heim til Svína- fells í hríðinni. 113. Fiosi var í stofu. Hann kenndi Kára, er hann kom í stofuna, og spratt upp í móti honum og minntist til hans og setti hann í hásæti hjá sér. Flosi bauð Kára þar að vera nm veturinn. Kári þá það. Sættust þeir þá heiium sátt- um. Veturinn áður hafði and- ast húsfreyja Kára, en Fiosi gifti þá Kára Hildigunni, bróð urdóttur sína. Bjuggu þau þá fyrst að Breiðá. • 114. Það segja menn, að þau yrðu ævilok Flosa, að hann færi utan, þá er hann var orðinn gamall, að sækja sér skáiavið, og var hann Noregi þann vetur. En una sumarið varð hann síðbúinn. Ræddu menn um, að vont væri skip hans. Flosi sagðt vera ærið gott gömlum «g feigum og sté á skip og lét í haf, og hefir til pess skip* aldrei spurzt síðan. Og ljúkum vér þar Brennu- Njáls sögu. Tómas og eimvagninn Eimvagninn hafði ekið gegn um iokaðar dyrnar á skúrnum, en slíkum smámunum, hafði Tómas fullkomlega gleymt, jafn niðursokkinn og hann var í starf sitt. — Skeð er skeð, hugs- aði hann með sér, um leið og hann bætti á eldinn, jók hraðann og lét eim- vagninn þjóta eftir braut arsporinu, knúinn fullri orku. Neistaflugið stóð upp um reykháfinn og það hvæsti í gufuventl- unum. Honum skildist fyrst, að hraðinn væri nokk- uð mikill, þegar vagninn tók eina beygjuna á tveimur hjólum. Þá flýtti hann sér að minnka súg- inn á eldinum. Það var strax skárta! En hvernig '0 átti hann nú að nema staðar? Jú, ef hann lok- aði fyrir gufuna, hlaut vagninn auðvitað að stanza. Tómas skrúfaði fyrir gufukranann og beið með eftirvæntingu þess, sem næst mundi gerast. Eimvagninn þeyttist á- fram með sama hraða, en hávaðinn var greini- lega mun minni! Hvernig stóð nú á þessu? Hér var um að ræða einhverja skekkju, sem hann þurfti að átta sig á. Hann hugsaði sig um og allt í einu rann upp Ijós fyrir honum. — Hann var á leið niður brekku og þess vegna hélt vagninn áfram og jók stöð ugt hraðann. Hann varð að finna hemlana þeg»r í stað, áður en eimvagn- inn ylti af sporinu, eð* geistist inn á næstu járn- brautarstöð. Tómas fann fljótlega hemlana og hlýðinn og þægur nam vagninn stað- I ‘ XfimMLil({[(({[ ^ T5^— U

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.