Morgunblaðið - 01.03.1960, Síða 4

Morgunblaðið - 01.03.1960, Síða 4
4 MORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. marz 1960 í dag- er þriðjudagur 1. marz. 61. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 07.43. Síðdegisflæði kl. 20.02. Slysavarðstofan er opin allar sólarhringinn. — L.æk.iavórður L.R. (fyrii vitjanir). er á sama stað frá kl. 18—8. — Sími 1503.. Næturvörður vikuna 27. febrú- ar til 4. marz verður í Lyfjabúð- inni Iðunni. Næturlæknir í Hafnarfirði 27. febr. til 4. marz verður Kristján Jóhannesson, simi 50056. □ EDDA 5960317 = 7 ur í aag að vestan frá Akureyri. Þyri.l er á Austfjörðum. Herjólf- ur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21 í kvöld til Reykjavíkur. Baldur fer frá Reykjavík í kvöld til Sands, Gilsfjarðar- og Hvamms- fjarðarhafna. Eimskipafélag R-víkur h.f.: — Katla fór frá Akranesi 26. f.m. áleiðis til Roquetes. Askja átti að fara í gær frá Wismar til Nörre- sundby. Hafskip,- Laxá fór 25. þ.m. frá Seyðisfirði til Gravarna og Gauta borgar. RMR — Föstud. 4-3-20 VS-Fr-Hvb. I.O.O.F. Rb. 4 = 10960318% — 9. II. • Vegna breytts útkomu- • • tíma blaðsins þurfa frétt- • • ir í dagbók að berast fyr- • • ir kl. 3,30 e.h. alla daga • • nema laugardag, fyrir kl. • • 11 f.h. • ★---------♦----------* Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Edda Jónsdóttir, verzlunarmær Sörlaskjóli 6. og Örn Jóhannsson gjaldkeri hjá Morgunblaðinu, Melhaga 10. Skipin Eimskipafélag Islands h.f.: — Dettifoss fór frá Keflavík 27. febr. til Aberden. Fjallfoss fór frá Ventpils 26. febr. til Hamborgar. Goðafoss er í Reykjavík. Gullfoss fór frá Akureyri 27. febr. til Ham borgar. Lagarfoss fór frá Reykja- vík 20. febr. til New York. Reykja foss fór frá Fáskrúðsfirði 27. febr. til Dublin. Selfoss er í Reykja- vík. Tröllafoss er í Reykjavík. Tungufoss fer væntanlega frá Gautaborg í dag til Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á Austfjörðurn á norðurJeið. Esja er í Reykjavík. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjald- breið er væntanleg til Reykjavík Skipadeild S.Í.S: — Hvassafe'l er í Gdynia. Arnarfell er í Reykja vík. Jökulfell fór 26. þ.m. frá Sas van Gent áleiðis til Breiðafjarðar og Húnaflóahafna. Dísarfell er væntanlegt til Rostock 2. marz. Litlafell losar á Norðurlandshöfn um. Helgafell er í Reykjavík. Hamrafell fór frá Gíbraltar 24. þ.m. áleiðis til Reykjavíkur. H.f. Jöklar: — Drangajökull var við Northunst 27. f.m. á leið til Ventpils. Langjökull er í Vent- pils. Vatnajökull fór frá Aabo 26. f.m. á leið hingað til lands. E3 Flugvélar Flugfélag íslandsh.f.: — Milli- landaflug: — Millandaflugvélin Hrímfaxi er væntanleg til Reykja víkur kl. 16:10 í dag frá Kaup- mannahöfn og Glasgow. Flugvél- in fer til Glasgow og Kaupmanna hafnar kl. 08:30 í fyrramálið. — Innanlandsflug: — I dag: er áætl að að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Egilsstaða, Sauðár- króks, og Vestmannaeyja. A morg un er áætlað að fljúga til Akur- eyrar, Húsavíkur og Vestmanna- eyja. Loftleiðir h.f.: — Edda er væntanleg kl. 7,15 frá New York Fer til Glasgow og London kl. 8:45. Pan American flugvél kom til Keflavíkur í morgun frá New York og hélt áleiðis til Norður- landa. Flugvélin er væntanleg aftur annað kvöld og fer þá til New York. Félagsstörf Kvennadeild Slysavarnafélags- ins í Reykjavík minnir félagskon ur sínar á fundinn í kvöld í Sjálf- stæðishúsinu kl. 8,30. Ágæt skemmtiatriði. Félagar í Sjálfsbjörg: Munið föndrið miðvikudaginn 2. marz, kl. 8,30, að Sjafnargötu 14. Ungtemplarafélagið Háloga- land: Fundur í kvöld kl. 8,30 í Góðtemplarahúsinu. K.F.U.M og K., Hafnarfirði. Æskulýðsvika stendur nú yfir í húsi félaganna. I kvöld talar Bjarni Eyjólfsson ritstj. Æskulýðsráð Reykjavíkur. Tóm stunda- og félagsiðja þriðjudag- inn 1. marz 1960. — Lidargata 50 Kl. 5,45 e.h. Frímerkjaklúbbur, kl. 7,00 e.h. Bast og tágavinna, kl'. 7,30 Ljósmyndaiðja, kl. 8,30 „Opið hús“ (ýms leiktæki o.fl.) — Laugarnesskóli Kl. 730 e.h. Smíðar. — Melaskóli Kl. 7,30. Smíðar. — Vikingsheimilið Kl. 7,30 og 9,00 e.h. Frímerkjaklúbbl ur. — Framheimilið Kl. 7,30 e.h. Bast- og tágavinna, kl. 7,30 e.h. Frímerkjaklúbbur. — Laugardal- ur Kl. 5,15, 7,00 og 8,30 e.h. Sjó- vinna. — Golfskálinn Starfsemin í Golfskálanum fellur niður þessa viku. Keflavík og nágrenni: — Mun- ið árshátíð Rangæingafélagsins að Vík, laugardaginn 5. marz kl. 8. Kvenfélag Háteigsskóknar; Skemmtifundur félagsins er í Sjómannaskólanum kl. 8,30. Rann veig Tómasdóttir flytur ferða- þætli og sýnir litskuggamyndir. Spiluð verður félagsvist. Kaffi- drykkja. Félagskonur mega taka með sér gesti. Mosfellsprestakali: — Föstu- messan, sem vera átti í kvöld í Lágafellskirkju, fellur niður. ■— Sr. Bjarn i Sigurðsson. giYmislegt Kjósverjar: Munið pesyufata- fundinn 2. marz. Margt til skemm fundinn 2, marz. Margt til skemmtunar. Nefndin. 1 kvöld kl. 9 flytur Guðrún Pálsdóttir erindi að Þingholts- stræti 27. Erindið fjallar um hin víðtækustu vandamál samtíðar- irinar. Allir velkomnir. Hafnarfjörður: Kvenfélag Fri- kirkjusafn. heldur skemmti- Þeir hringdu frá skrifstofunni, og spurðu hvort þú hefðir orðið þess var að það væru 500 krónum of mikið í launa- umslaginu? fund í kvöld, þriðjudag. Konur takið með ykkur gesti. Stjórnin. Orð lífsins: En ef vér erum með Kristi dánir, trúum vér því, að vér og munum með honum lifa, með því að vér vitum, að Kristur, uppvakinn frá dauðum, deyr ekki framar, dauðinn drottn ar ekki lengur yfir honum. Því að það, að hann dó, dó hann synd inni einu sinni, en það, að hann lifir, lifir hann Guði. Þannig skul uð þér líka álíta yður sjálfa vera dauða syndinni, en lifandi Guði fyrir samfélagið við Krist Jesúm. Róm. 6. P^gAheit&samskot Rafnkelssöfnunin. Afh. Mbl.: Dóra 100; G. O. 100. Til Marteinstungukirkju árið 1959: Afh. af sr. Hannesi Guð- mundssyni kr. 1000. Sent í bréfi, áheit frá NN 500; Guðný Krist- jánsdóttir 100; E.G. 100. Elimar Helgason 150; G.J. 100; NN 10; Ónefndur 500. — Kærar þakkir. — H. G. Jónas færi alltaf einhverja björg í bú. Hallgrímskirkja í Saurbæ afflh. Mbl. O.H. 50 kr. . Sólheimadrengurinn afh. MbL N.N.20. kr. Rafnkelssöfnunin afh. MbL Ónefnd kona 100 kr. Áheit á Strandakirkju kr. 500. VILLISVAIMIRNIR — Ævirstýri eftir II. C. Andersen Nú opnaði kóngurinn lítið herbergi fast við hliðina á svefnherbergi hennar. Það var prýtt forkunnarfögrum, grænum tjöldum og líktist mjög hellinum, þar sem hún hafði áður verið. Á gólfinu lá hörknippið, sem hún hafði spunnið úr brenninetlunum, og uppi undir lofti hékk brynjan, sem hún hafði lökið við. Þetta hafði einn veiði- mannanna tekið með sér frá hellinum eins og hverja aðra sjaldgæfa minjagripi. — Hérna geturðu látið þig dreyma, að . sú sért aftur komin til þíns fyrra heim- kynnis, sagði kóngurinn. — Og hérna er handavinnan, Stem þú varst með Þér þykir áreiðanlega gaman af því hér í allsnægtunum að láta hug- ann reika til liðins tíma. FERDIIXIAIXID Söfn BÆJARBÓRASAFN REYRJAVÍKUR Sími 1-23-08. Aðalsafnið. Þingholtsstræti 29A: — Útlánadeild: Alla virka daga kl. 14—22. nema laugard. kl. 14—19. Sunnud. kL 17—19 — Lestrarsalur fyrir fullorðna: Alla virka daga kl. 10—12 og 13—22, nema Jaugard. kl. 10—12 og 13—19, og sunnudaga kl. 17—19. Útibúið Hólmgarði 34: — Útlánadeild fyrir fullorðna: Mánudaga kl. 17—21, aðra virka daga nema laugard. kl 1'.— 19. L-esstofa og útlánsdeild fyrir börn: Alla virka daga nema laugardaga kL kl 17—19. Útibúið Hofsvallagötu 16: — Útláns- deild fyrir börn og fullorðna: Alla virka daga, nema laugardaga, kL 17.30—19.30. Útibúið Efstasundi 26: — Útlánsdeild fyrir börn og fullorðna: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17—19. Bókasafn Hafnarfjarðar Omð alla virka ciaga ki 2—7. Mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga emnig kl 8—10 síðd. Laugardaga kl. 2—5. — Lesstofan er opin 4 sams tíma. — Símí safnsins er 30790 Bæjarbókasafn Keflavíkur Utlán eru á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögLim kl. 4—7 og 8—10 ennfremur á fimmtudögum kl. 4—7. Lestrarsalurinn opinn mánud., mið- vikud., fimmtud., og föstud. kl. 4—7 Minjasafn Reykjavíkur: — SafndeUd in SkúJatúni 2 er opin alla daga nema mánudaga kl. 2—4. Arbæjarsafn er lokað. Gæzlumaður sími 24073. Bókasafn Lestrarfélags kvenna, — Grundarstíg 10, er opið til útlána mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 4—6 og 8—9. Tæknibókasafn IMSÍ (Nýja Iðnskólahúslnu) Útlánstimi: K1 4.30—7 e.h. þriðjud.. fimmtud.. föstudaga og laugardaga — Kl. 4,30—9 e.h. mánudaga og mið- vikudaga. — Lesstofa safnsins er opin á vanalegum skrifstofutima og út- lánstíma. Listasafn ríkisins er opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1--3, sunnudaga kl. 1—4 síðdeg. Þjóðminjasafnið: — Opið sunnudaga kl. 1—4. þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1—3. Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnu- dögum kl. 13:30—15, og þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14—15.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.