Morgunblaðið - 01.03.1960, Page 20

Morgunblaðið - 01.03.1960, Page 20
20 MORCTllSBLAÐlÐ Þriðjudagur 1. marz 1960 omM og hálfur — hálfur — hálfur. Hún hló með vaxandi ofsa og starði jafnframt æðislega á okk- u.. En hún skalf 611, þegar hún hló. Þetta var ekki eðlileg kát- ína, heldur móðursjúkur trylling ur, sem nálgaðist sturlun. Ég sá, að hana langaði mest til að stökkva á fætur og vissulega hefði verið eðlilegast að hún gerði það, svo mjög æst í skapi sem hún var, en hinir máttvana fætur bundu hana við stólinn. „Bíðið andartak meðan ég sæki Jósef“, hvíslaði Ilona, sem var orðin náföl í framan. Hún hafði í mörg ár verið vön að skilja hverja hreyfingu Ediths. Kekes- falva gekk lika áhyggjufullur á svipinn til dóttur sinnar. En ótti hans reyndist ástæðulaus, því að þegar Jósef kom inn, leyfði Edith honum og Kekesfalva að leiða sig út, án þess að sýna nokkurn mótþróa og án þess að segja eitt kveðju- eða afsökunar orð við mig. Ég varð einn eftir með Ilonu. Ég var líkastur manni, sem hef- ur fallið úr flugvél og staulast á fætur, ringlaður og hræddur, án þess að vita hvað skeð hefur. „Þér verðið að reyna að skiija“, hvíslaði Ilona að mér. — „Hún er hætt að sofa á næturn- ar. Hugsunin um væntanlegt ferðalag gerir hana svo æsta og .. þér vitið ekki....“ „Oh, jú, ég veit, Ilona“, sagði ég. „Ég veit allt. Og það er ein- mitt þess vegna sem ég kem aft- ur á morgun“. „Vertu stöðugur! Láttu ekki bugast“, sagði ég við sjálfan mig á leiðinni heim og reyr.di þaimig að eyða þeim óhug, sem atburð- urinn í húsi Kekesfalva hafði vakið hjá mér. „Vertu óhaggan- legur, hvað sem það kostar. Þú hézt Condor því. Heiður þinn er í veði. Láttu ekki hugfallast. Þótt taugar hennar séu veiklað- ar og skapið erfitt. Minnstu þess ávallt að þessi fjandskapur er aðeins örvænting manneskju, sem elskar þig og sem þú ert skuldugur vegna kulda og harðn- eskju hjartans. Stattu stöðugur til síðasta augnabliks — aðeins þrír dagar eftir, þrír og hálfur dagur og þú hefur staðist raun- ina. Þá geturðu tekið þér algerða hvíld. Þá verðurðu laus við byrði þína í margar vikur — mánuði. Þolinmóður! Vertu þol- inmóður — aðeins þessa þrjá daga, þrjá og hálfan dag“. Condor hafði haft rétt fyrir sér. Það er aðeins hið ómælan- lega, hið ótakmarkaða, sem hræð ir okkur. Það sem sett er innan ákveðinna, fastra takmarka, er áskorun á mátt okkar, verður mælikvarði á afl okkar og orku. Þrír dagar — ég fann að mér myndi takast það og sú vissa veitti mér traust. Næsta dag framkvæmdi ég skyldustörf mín alveg óaðfinnanlega, sem segir hreint ekki svo lítið, því að við þurftum að hafa heræf- ingu klukkustund fyrr en venju lega, og æfa vopnaburð, þangað til svitinn rann í stríðum straum um niður hálsana á okkur. Mér til óblandinnar undrunar tókst mér jafnvel að knýja: „Vel gert“ út úr lundstirða, gamla ofurst- anum okkar. í þetta skipti skall reiði hans með öllum sínum ofsa á hinum ógæfusama Steinhúbel greifa. Þegar við komum heim, mætti þjónninn minn okkur: „Það er beðið um yður í símann, hr. liðs- foringi", sagði hann. Ég hrökk við, gripinn illu hug- boði. Þessar síðustu vikur höfðu símkvaðningar, skeyti og bréf aðeins þýtt endalausa erfiðleika og veiklandi áhyggjur. Hvað vildi hún í þetta skipti? Líklega sá hún eftir því að hafa gefið mér frí eitt kvöld. Jæja, ef því var þannig farið, þeim mun betra. Það táknaði að allt væri fallið í ljúfa löð. Ég skellti a. m. k. bólstruðu hurðinni á síma- mnnn" COSPER 2.012 CopyrígM P. t. B. Bon 6 CopewTiaqefy.,iiUO.VÞ.V — Eigið þér þennan yndislega, litla hund, ungfrú! klefanum eins fast og ég gat á eftir mér, eins og ég ætlaði al- gerlega að slíta öllu sambandi milli mín og umheimsins. Þetta var Ilona. „Ég ætlaði bara að segja yð- ur“, sagði hún og mér heyrðist rödd hennar óvenjulega þving- uð — „að það myndi vera bezt að þér kæmuð ekki í dag. Edith líður ekki sem bezt“. „Ekkert alvarlegt, vona ég?“ skaut ég inn í. „Oh, nei .. en ég held að það væri bezt að við leyfðum henni að hvíla sig reglulega vel í dag og svo....“ Hún hikaði undar- lega lengi — „og svo .. einn dag ur skiptir ekki svo miklu máli. Við verðum að .... við verðum víst að fresta brottförinni". ,Fresta henni?“ Rödd mín hlýt ur að hafa lýst bæði undrun og ótta, því að hún flýtti sér að bæta við: „Já .... en bara í nokkra daga, vonum við. Annars getum við talað betur um það á morg- un eða daginn þar á eftir....... Ég hringi kannske til yðar aft- ur.....Ég vildi bara láta yður vita. .. Þér ættuð ekki að koma í dag, ef yður er sama og .. og verið þér sælir og líði yður vel.... “ „Já, en ....“ stamaði ég inn í heymartólið. En ég fékk ekkert svar. Ég stóð kyrr og hlustaði eitt andartak eða tvö. Nei, það var steinhljóð. Hún hafði hringt af. Undarlegt — hvers vegna hafði hún flýtt sér svona að slíta samtalinu — ein.s og hún væri hrædd um að verða spurð nán- ar? Hér hlaut eitthvað að búa undir. Og hvers vegna að fresta ferðinni? Dagurinn hafði þegar verið ákveðinn. Vika, hafði Con dor sagt. Vika — ég hafði alveg sætt mig við þá hugmynd og nú varð ég að. .. Ómögulegt. .. Það var ómögulegt. Ég gat ekki þol- að þetta sífellda ráðaleysi. Þeg- ar öllu var á botninn hvolft, þá hafði ég taugar, líka. .. Einhvern tíma varð ég að hafa frið.... Var raunverulega svona heitt inni í símaklefanum? Ég opnaði dyrnar í dauðans ofboði, eins og ég væri að kafna og staulaðist svo heim í borðsal mötuneytis- ins. Bersýnilega höfðu félagar mínir ekki veitt fjarveru minni athygli. Þeir voru enn að stríða vesalings Steinhukel og þjónn- inn beið þolinmóður með kjöt- réttinn fyrir aftan auða stólinn minn. Ég tók hugsunarlaust tvær eða þrjár sneiðar á disk- inn minn, en gerði enga tilraun til að taka upp hníf og gaffal, því að það voru svo áköf högg við gagnaugun á mér, eins og lítill hamar vaéri hvílc’arlaust að meitla orðin á höfuðkúpu mína: „Fresta, fresta ferðinni". Einhver hlaut ástæðan að vera. Eitthvað hlaut að hafa komið fyrir. Hafði hún í raun og veru veikzt? Hafði ég móðgað hana? Hvers vegna hafði hún allt í einu hætt við að fara? Condor hafði fullyrt, að þetta yrði aðeins ein vika og nú var ég þegar búinn að berjast í fjóra daga. .. En ég gat ekki þolað þetta lengur .. ég gat það bókstaflega ekki, hvað sem í boði var. „Um hvað ertu að hugsa, Toni? Þér virðist ekki geðjast sérlega vel að matnum. Þetta hefst af því að berast mikið á. Það er eins og ég hef alltaf sagt, við getum ekki gert honum lengur til hæfis“. Alltaf var hann kominn, þessi bölvaði Ferensz með sína góðlát legu ertni, skepnulegt skens og dylgjur um að ég væri einskonar sníkjudýr á heimili Kekesfalva „Fjandinn hafi það“, hreytti ég út úr mér. — „Geturðu aldrei hlíft manni við þessarri heimsku legu fyndni þinni?“ Eitthvað af hinni innibyrgðu reiði minni hlýtur að hafa lýst sér í röddinni, því að þeir sem næstir mér sátu, litu undrandi upp. Ferencz lagði frá sér hníf og gaffal. „Heyrðu nú, Toni“, sagði hann ógnandi. „Ég kann ekki við tón- inn í þér. Ef þú kannt betur við þig annars staðar, þá er það þitt einkamál, ekki mitt. En ég þyk- ist hafa fullt leyfi til þess að hafa orð á því hérna við borðið okkar, að þú snertir alls ekki há degisverðinn þinn“. Borðnautar okkar horfðu á okkur tvo með vaxandi áhuga. Glamrið í diskum og hnífapör- um hljóðnaði skyndilega. Jafn- vel majórinn. hleypti brúnum og leit hvasst til okkar. Ég gerði mér Ijóst, að það var kominn tími til þess fyrir mig, að bæta með einhverjum hætti fyrir geð vonzku mína. „Og þú, Ferencz", sagði ég og kreisti upp úr mér hlátur — „vilt kannske vera svo góður að leyfa mér að hafa óstjórnlegan höfuð- verk og vera lasinn, svona ein- staka sinnum.“ „Fyrirgefðu, Toni“, sagði Ferencz og var strax fús til sátta. „Hvernig gat ég vitað það? Já, þegar ég gái betur að, þá sé ég að þú ert ósköp grár og gugginn“. Árekstrinum var giftusamlega afstýrt, en óveðrið í sál minni geisaði með óskertum ofsa. Hvað hafði þetta Kekesfalva-hyski nú á prjónunum? Nei, hingað og ekki lengra. Ég ætlaði ekki að láta þau siga mér eins og hundi. Þrjá daga, hafði ég sagt. Þrjá og hálfan dag og ekki andartak lengur. Mér stóð svo hjartanlega á sama um það, hvort þau frest- uðu ferðinni eða ekki. Ég ætlaði ekki að láta þessa fjandans með- aumkun kvelja mig lengur. Það var að gera mig brjálaðan. Ég varð að gæta mín mjög vel, til að koma ekki upp um innra stríð mitt. Mig langaði mest að þrífa glösin og kurla þau í sund- ur milli fingranna eða kasta þeim af alefli í vegginn andspænis mér. Ég fann að ég varð að gera eitthvað ofsalegt, til þess að létta á tilfinningum mínum. Ég gat ekki haldið áfram að bíða með allar taugar spenntar til hins ýtrasta, bíða eftir því að vita, hvort þau ætluðu að skrifa mér eða hringja til mín, fresta ferð- inni eða ekki fresta. Þetta gat einfaldlega ekki gengið svona lengur. Ég fann að ég varð að gera eitthvað. Meðan þessu fór fram, héldu félagar mínir áfram að þjarka með jafn miklum ákafa og áður. „Ég get sagt þér það“, sagði Jozsi hæðnislega. — „Ég er dálít ið kunnugur hestum og ég er sannfærður um það, að þér tekst aldrei að temja þennan þrjót — hvorki þér né neinum öðrum“. „Jæja? Bágt á ég með að trúa því“, sagði ég skyndilega og blandaði mér í samræðurnar. — „Ætli maður hefði ekki einhver ráð með að halda viö klárinn. Heyrðu mig, Steinhiikel, hefðir þú nokkuð á móti því þótt ég hefði hestinn þinn í eina klukku stund, eða tvær og léti hann kenna á sporunum og svipunni, þangað til hann léti undan?“ Ég veit ekki hvers vegna mér datt þetta í hug, en löngunin til að beina reiði minni gegn ein- hverjum eða einhverju, að lenda í ryskingum, veruleg áflog, var svo gagntakandi, að ég greip hugsunarlaust og hiklaust fyrsta tækifærið sem bauðst. Þeir horfðu allir á mig í þögulli undr un. „Gangi þér vel“, sagði Stein- húkel greifi hlæjandi. „Ef þú hefur kjark til þess, þá gerirðu mér mikinn greiða með því. Ég er bókstaflega með krampa í fingrunum, vegna þess hvað ég þurfti að kippa fast í taumana. Ef þér er sama, þá er bezt að við förum strax. Komum þá. — Áfram gakk!“ Félagar okkar spruttu allir á fætur og við héldum af stað út í hesthúsið, til að sækja Cæsar — því að það var hið ósigrandi nafn, sem Steinhúkel hafði helzt til snemma gefið hinni óstýrilátu skepnu. Jafnskjótt og Cæsar sá hinn háværa hóp safnast um- hverfis sig, fylltist hann árvakri tortryggni, Hann frýsaði, krafs- aði í jörðina með framfótunum og hljóp hornana á milli í þröngu stíunni og kippti í múl inn, svo að það brakaði í borð- unum. Það var með erfiðismun- um að okkur tókst að koma hinni tortryggnu skepnu út á reiðvöll- inn. Yfirleitt var ég aðeins í meðal lagi góður- reiðmaður og skorti mikið til að vera jafnoki hins frækna og viðurkennúa knapa, Steinhúkels. I dag gat hann hins vegar ekki fundið annan betri en mig, né heldur Cæsar hlotið hættulegri andstæðing. Vöðvar mínir voru hertir af ofsa og vegna hinnar óviðráðanlegu löng unar minnar til að ná valdi á, sigrast á, einhverju eða einhverj- um, varð það mér næstum djöful leg ánægja, að sýna a. m. k. þess ari þrjózkufullu skepnu, að þol- inmæði mín hefði sin takmörk. Það var tilgangslaust fyrir hinn hrausta og hugprúða Qæsar, að æða um eins og púðurfluga, berja veggina með hófunum, prjóna og taka snögg hliðarstökk, til þess að reyna að kasta mér af baki. Ég togaði miskunnar- laust í beizlistaumana, eins og ég ætlaði að brjóta í honum all- ar tennurnar og boraði hælunum inn í síðu hans. Og við þessa með ferð hætti hann brátt öllum kenj um sínum og skrípalátum. Ég var æstur, örvaður af hinni þverúðar sHlltvarpiö Þetta var riffilskot. Sennilega|er bezt að ég láti vita um mig, | Hvað er þttta! Einhver hefurlÞetta er kýr! þvi annars . . . | skotið elg hérna á friðlandinu. I lögbrjótar. Þessir fjárans I»riðjudagur 1. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 Framburðarkennsla í þýzku. 19.00 Þingfréttir. —- Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Avarp frá Rauða kross Island (Bjarni Benediktsson ráðherra). 20.30 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.35 Utvarpssagan: „Alexis Sorbas*4 eftir Nikos Kazantzakis í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar; VII. lest- ur (Erlingur Gíslason leikari). 21.00 Islenzk tónlist: a) Sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal (Ingvar Jónas- son og höfundur flytjaj. b) Sónata nr. 1 fyrir píanó eftir Hallgrím Helgason (Gerhard Opper leikur). 21.20 Nokkrar hugleiðingar um íþrótt þýðanda: II: Um stórskáld og litla hesta (Martin Larsen Jektor) 21.40 Tvísöngur: Rosanna Carteri og Giuseppe di Stefano syngja ástar- dúett úr óperum eftir Mascagni, Bizet og Gounod. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (13). 22.20 Hæstaréttarmál — (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). 22.35 Lög unga fólksins (Kristrún Ey- j mundsdóttir). 23.30 DagskrárloV.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.