Morgunblaðið - 08.03.1960, Qupperneq 2
2
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. marz 1959
Skarst illa við að
/orðo sér frá eldi
Eldur i steinbænum Reynimel
v/ð Bræöraborgarstig
1 FYRRINÓTT kom upp eldur í
einu hinna elztu húsa í Vestur-
hænum, gamla steinbænum
Reynimel við Bræðraborgarstíg.
Bjuggu þar feðgar og urðu þeir
að brjóta glugga á bænum tif
þess að komast út. Feðgar þessir
eru þeir Guðmundur Jónsson
sem starfar hjá Ríkisskip og son-
ur hans Óli Már Guðmundsson.
Var það Óli Már er braut rúðuna
í bænum, en við það stórskadd-
aðist hann á hægri handlegg, því
vöðvinn hafði skorizt mjög. Guð
mundur hafði einnig hlotið
meiðsl en ekki mikil.
Þeir feðgar hafa skýrt svo frá
að klukkan rúmlega hálf fjögur
aðfaranótt sunnudagsins hafi
þeir vaknað við að mikill reyk-
ur var í herbergi þeirra. Snarað-
ist Óli Már framfyrir. Þar var þá
svo mikið reykkóf að ófært var
að útidyrum. Tók hann þá það
ráð að brjóta rúðuna í herberg-
inu svo þeir kæmust út úr brenn-
andi bænum. Eldur var ekki mjög
mikill í hinum gamla steinbæ er
Dagskrá Alb'mgis
1 DAG eru boðaðir fundir í báð-
um deildum Alþingis á venjuleg-
um tíma. Eitt mál er á dagskrá
efri deildar: Hjúkrunarkvenna-
skóli íslands, frv. 1. umr. Ef leyft
verður.
Á dagskrá neðri deildar er eitt
mál: Ráðstöfun erfðafjárskatts
og erfðafjár til vinnuheimila,
frv. 1. umr.
slökkviliðið kom og var hann
brátt slökktur. Skemmdir urðu
það miklar á bænum, að vafamál
þykir að viðgerð verði ta]in
borga sig. Gamli bærinn er eign
Hjartar Hjartarsonar kaup-
marrns. Talið er að kviknað hafi
út frá rafmagni.
Opinn fundur
góðtemplara
OPINN fund (útbreiðslufund)
halda góðtemplarastúkurnar Ein-
ingin, Minerva og Sóley í G.T.-
húsinu í Reykjavík annað kvöld
(miðvikud. 9. marz) og hefst
hann kJ. 8,30.
Ræðumenn: Páll Jónsson verzl
unarmaður, Hendrik Ottósson,
fréttamaður og Ölafur Þ. Krist-
jánsson skólastjóri.
Þá fer þar fram leikþáttur, upp
lestur, og svo syngur Guðmund-
ur Guðjónsson, óperusöngvari
við undirleik Skúla Halldórsson
ar tónskálds.
Á eftir skemmtiatriðum fara
fram frjálsar umræður um áfeng
is- og bindindismál. Verður utan-
reglumönnum gefinn kostur á að
írnma þar frarn með sín sjónar-
mið.
Öllum er heimill ókeypis að-
gangur meðan húsrúm leyfir, —
og er þeim, sem hafa hug á að
kynnast betur baráttu Góðtempl-
arareglunnar gegn áfengisbölinu,
ráðlagt að koma á þennan fund.
Þorvaldur Guðmundsson formaður stjórnar Veizlunarsparisjóðsins, flytur skýrslu á aðalfundin-
um — sem setinn var af um 300 ábyrgðarmönnum sjóðsins.
Verzlunarbanki stofnaður?
Frá aðalfundi Verzlunarsparisjóbsins
stærsta sparisjóói landsins
AÐALFUNDUR Verzlunar-
sparisjóðsins var haldinn í
Þjóðleikhúskjallaranum sl.
laugardag, 5. marz. Fundar-
stjóri var kjörinn Hjörtur
Jónsson, kaupmaður.
Þorvaldur Guðmundsson, for-
stjóri, formaður stjórnar spari-
sjóðsins, flutti skýrslu stjórnar-
innar um starfsemi síðastl árs.
Bar skýrslan með sér að starf-
semi sparisjóðsins hafði vaxið
mjög á árinu. Innstæður i árslok
Sr. Þórir
Stephensen
kjörinn Sauð-
árkróksprestur
UM helgina fór fram talning at-
kvæða úr prestakosningum um á
Sauðárkóki í lok fyrra mánaðar.
Þau urðu úrslitin að séra Þórir
Stephensen var kosinn lögmætri
kosningu -hlaut hann 346 at
kvæði, en séra Jónas Gíslason í
Vík í Mýrdal hlaut 296. Auðir
seðlar og ógildir voru 8. A kjör-
skrá voru 807 en 650 höfðu kos-
ið. Hinn nýkjörni Sauðárkróks-
prestur hefur þjónað Staðarhóls-
prestakalli í Dalaprófastdæmi.
SIi. SUNNUDAG var einstaklega
fallegt veður í Reykjavík, logn
og litir allir sérlega tærir. Þessa
mynd tók Ijósmyndari blaðsins
yfir flugvöllinn, frá afgreiðslu
Loftleiða. Skýjaþykknið var að
koma að austan, og færðist yfir
bæinn, en fyrir neðan var heið
ur himinn, kynlega blár, grár og
svolítið farinn að roðna, þvi ekki
var langt til sólarlags. Bjarma sló
á snjóbreiðuna á flugvellinum.
Leiðrétting
1 SAMTALI við Kristján Markús
son, í Morgunblaðinu s.l. fimmtu
aag, brenglaðist eftirfarandi
kafii í meðförum og e r hann rétt
ur á þessa leið:
„Ég er nú ekki sérlega ætt-
fróður (segir Kristján), þó get
ég getið þess, að langamma mín
í föðurætt var móð.ursystir Bólu-
Hjálmars. Það var hálfgerður
flækingur á þeim systrum báð-
um. Móðir mln var Anna Jóns-
dóttir frá Geitastekk í Hörðudal.
Þá ætt get ég því miður ekki
rakið nema hún var úr Dölum og
af Skógarströnd. Sigurður, sem
kyggði Tjaldbrekku, og mikið
hefur verið skrifað um, var
ömmubróðir minn“.
Leiðréttist þetta hérmeð.
A m 15 hnúlor
V SV 50 hnútar
X Snjókoma ’ 06 i \7 Skúrír Œ Þrumur Kutíaskil Hitaski/
H Hcti
L 4‘ Lotgi
Sama lægðin ...
YFIR hafinu suður af íslandi
má á kortinu sjá djúpa lægð
og víðáttumikla, sem ræður nú
veðri um allt norður Atlants-
haf. Er þetta sama lægðin, og
sú sem olli hríðarveðrinu
mikla í Bandaríkjunum fyrir
fáum dögum. Yfir Norðurlönd
um er allmikil hæð.
Veðurhorfur: — SV-land,
Faxafl., SV-mið og Faxaflóa-
mið: Suðaustan hvassviðri,
rigning. Breiðafjörður og Vest
firðir, Breiðafj.-mið og Vestfj.
mið: Suðaustan stinningskaldi,
dálítil rigning. Norðurland til
Austfjarða, N-mið til Austfj,-
miða: Sunnanátt, sumstaðar
allhvass, þíðviðri, víðast úr-
komulaust. SA-land, SA-mið:
Suðaustanátt víða allhvasst,
rigning með köflum.
námu samtals 153.5 millj. króna,
þar af 113,5 millj. kr. almennar
sparisjóðsinnstæður. Höfðu inn-
stæður aukizt um 37,8 millj. kr.
á árinu, þar af 25,4 millj. króna
í sparisjóðsreikningum. Verzlun-
arsparisjóðurinn er nú orðinn
stærsti sparisjóður landsins og
gerði formaðurinn grem fyrir
framtíðarhorfum.
Hann kvað stjóm sparisjóðsins,
í samræmi við samþykkt aðal-
íundar Verzlunarsparisjóðsins 7.
marz 1959, hafa hafizt handa um
undirbúning að stofnun verzlun-
arbanka. Hefði málið verið rætt
við viðskiptamálaráðherra og
mætt þar velvilja og stuðningi
og væru tillögur stjórnar spari-
sjóðsins nú í athugun hjá við-
skiptamálaráðuneytinu.
Höskuldur Ólafsson ,spari-
sjósðstjóri, las upp og skýrði
endurskoðaða reikninga spari-
sjóðsins og voru þeir samþykktir
samhljóða.
Þá fór fram kjör tveggja
Harður arekstur
á Laugarvatns-
veginum
í GÆRDAG varð harður árekst-
ur á Laugarvatnsveginum, er
Opel-bifreiðin R-1030 og Mosko-
wits-bifreiðin X-292 skullu sam-
an. Báðir bílarnir skemmdust
mikið, fór t. d. alveg önnur hlið-
in úr Opel-bílnum. — Farþegar
voru í báðum bílunum, en engin
slys urðu á mönnum, þótt ótrú-
legt mætti virðast eftir þeirri út-
reið, sem bílarnir hlutu.
s
s
s
s
t
s
s
s
s
s
s
s
s
s
\
s
s
s
Bókmenntakvöld
í Ameríska bóka-
safninu
NÆSTA bókmenntakvöld í ame-
ríska bókasafninu að Laugavegi
13 verður haldið þar í kvöld
þriðjudag og hefst kl. 8,30 e.h.,
en nokkur slík bókmenntakvöld
bafa verið haldin þar af og til
í vetur og reynzt vinsæl.
Að þessu sinni verður lesið upp
úr írskum sögum, og hefur enski
sendikennarinn við Háskóla Is-
lands annazt val á efninu. Mun
hann og fleiri lesa upp úr þess-
um írsku sögum.
Ollum er heimill aðgangur að
þessum bókmenntakvöldum.
manna í stjórn. Óskað var eftir
hlutfallskosningu og var hún
viðhöfð. I stjóm voru endur-
kjörnir af einum lista Egill Gutt-
ormsson, stórkaupmaður og Þor-
valdur Guðmundsson, forstjóri.
Hlaut sá listi 144 atkvæði. Listi
með nafni Kristjáns Jónssonar
kaupmanns, hlaut 38 atkvæði.
Svohljóðandi tillaga var ein-
róma samþykkt:
„Aðalfundur Verzlunarspari-
sjóðsins haldinn 5. marz 1960
ályktar með tilvísun til tillögu
samþykktrar á aðalfundi spari-
sjóðsins 7. marz 1959, að stjórn
sparisjóðsins í samráði við stjórn
ir heildarsamtakanna vinni
markvisst áfram að stofnun
verzlunarbanka.
Jafnframt lýsir fundurinn
ánægju yfir þeim áfanga, sem
þegar hefir náðst í málinu“,
Stjórn Verzlunarsparisjóðsins
skipa nú Egill Guttormsson,
stórkaupmaður, Þorvaldur Guð-
mundsson, forstjóri, og Fétur
Sæmundsen, viðskiptafræðingur.
Fundurinn var fjölsóttur.
- DC-8
Framh. af bls. 1
rópu, sem fékk Hydrant, og eru
um 10 ár síðan.
82 þús lítrar — 2.300 á mín
Bæði DC-8 og Boeing-707 geta
tekið við um 4,500 lítrum á mín-
útu. A Keflavíkurflugvelli er
ekki aðstaða til að dæla nema
2.300 lítrum á mínútu, en hægt
mun að auka afköst dælanna um
helming með smávægilegri við-
bót við kerfið.
Það er eitt veigamesta atriðið í
afgreiðslu flugvéla, að eldsneytis
áfyllingin gangi greiðlega. En
geymar ÐC-8 taka hvorki meira
né minna en 82 þús. lítra svo þar
duga engar handdælur. — Sjálf-
sagt veltur mikið á þessum af-
greiðsluútbúnaði, þegar SAS ger-
ir áætlun um viðkomustaði DC-8
á Atlantshafsleiðinni. Og Kefla-
víkurvöllur kemur þá vafalaust
til greina.
Sem kunnugt er ætlar SAS að
taka DC-8 í notkun á „pólleið-
inni“ milli Kaupmannahafnar og
Los Aangeles með viðkomu í
Syðra Straumfirði á Grænlandi.
Þar er nú verið að setja upp
Hydrant-dælukerfi, sem fullbúið
verður í vor.
— 12 milur
Framh. af bls. 1
erlendra fiskiskipa en sams kon-
ar landhelgi við Nýfundnaland.
Greininni lýkur á því að það
versta sem skeð geti á ráðstefn-
unni sé það, að henni ljúki án
samkomulags. Sérhvert sam-
komulag sem náist sé gott, jafn-
vel þótt það væri um 12 mílur,
því þá væri ekki lengur hætta
á aukinni útfærslu, allt upp í
það að landgrunnið verði allt
friðað.