Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 8. marz 1959 MORGVN RlAÐIO 11 Framsókn reyndi aö spilla samkomulagi Jónas Péfursson alf. A FIMMTU síðu Tímans 4. marz, niðri í horninu, er spurningalisti til mín í kleinu- hjólsmunstraðri umgerð. Til- efnið er stutt grein eftir mig I Morgunblaðinu 1. marz sl., þar sem í fáum orðum er brugðið ljósi á það, hverjum er að þakka og hverjum EKKI sú farsæla lausn er náðist í deilunni um búvöru- verðið — eða réttar sagt — deilunni um leiðina til að ákveða verðið á búvörunum. Ég dró það fram að þar væri mest að þakka landbúnaðarráð- herra Ingólfi Jónssyni — enda væri slíkt engin tilviljun, þvi að það væri sami Ingólfur, sem hefði, meir en nokkur annar maður, staðið fyrir bví að hlulur sauðfjárbænda er ekki lakari en nú er — með þeirri hækkun á dilkakjötsverðinu 1942 sem hann framkvæmdi þá, er hann varð . svarar Tímanum Jónas Pétursson samkomulagi til þess að 6 manna nefndin yrði skipuð. Ég þykist vita, að ekki hafi allir þingmenn Framsóknar átt þar hlut að. En þeirra, sem betur vildu, gætti þá ekki á Alþingi og vill þá fara sem svo oft gerist að saklausir gjalda sekra. Hverjir voru hagsmunir bænda í þessu máli? Þeir, að sættir tækjust um skipun 6 manna nefndar á grundvelli framleiðsluráðslaganna. Þeir, að framleiðsluráðslögin fengj- ust gerð virk. Að þessu var unnið til 15. des. í vetur, er samkomulag loks náðist — þrátt fyrir hamfarir forustu- manna Framsóknar að spilla fyrir samkomulagi. Hvað, sem því hefur valdið, — hvort sem það hefir verið fullkomið á- byrgðarleysi eða tómlæti um hagsmuni bænda, „ráðherra- sótt“, eins og Björn á Löngu- mýri kallaði kvilla, sem virt- ist þjá suma þingmenn, eða, og þá jafnframt, heiftarleg barátta gegn ríkisstjórninni, —, þá ber allt að einum brunni: Þarna var hagsmun- um bænda teflt í hættu með ráðnum hug. Það gerðu for- ustumenn Framsóknarflokks- ins. Jónas Pétursson. formaður kjötverðlagsnefndar að tilstuðlan Ólafs Thors. Þessi sann indi koma illa við Framsó'knar- menn. Þess vegna kemur nú „bóndi“ og spyr fjögurra spurn- inga, sem ég nenni ekki að hafa upp eftir honum hér og eru raun ar harla utangátta við kjarna þessa máls — nema sú síðasta. En ég tel sjálfsagt að kvitta fyrir þær — í stuttu máli. 1. spurning er raunar gjör- samlega utan við það, sem hér skiptir máli. En ef nauðsyn kref- ur við lausn mikilvægra mála, tel ég eðlilegt, að „andi“ stjórn- arskrárinnar sé túlkaður sem rýinstur, Eða vill „bóndi“ halda því fram að stjórnarskráin hafi hér verið brotin? 2. það er fjarri mér að kveða upp slíkan dóm yfir Alþingi al- mennt. Það breytir hins vegar ekki skoðun minni um það, að samkomulagið í des. hefði aldrei náðst, ef Alþingí hefði þá setið. 3. það eru vafalaust dæmi þess að ríkisstjórn og þingmeirihluti ákveði hvenær þingi skuli frest- að og ráði því. Slíkt tel ég eðli- legra heldur en að það sé minni- hlutinn, eins og hann þó gerði tilraun til í vetur. vantar á m.b. Sæborgu, er veiðir í þctrska- net. — Uppl. um borð í bátrfum er liggur við bryggju í Hafnarfirði. RisíbúÖ við Sigtún Til sölu góð risíbúð við Sigtún. íbúöin er ca. 110 ferm., 3 herbergi, eldhús, bað, ytri og innri for- stofa og stór geymsla auk sameignar í kjallara. Ibúðin er laus nú þegar. Góð hitaveita. Fagurt út- sýni. Ibúðin er nýstandsett. FASTEIGNA & VEKDBRÉFASALA (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. En svo kemur fjórða spurning- Það væri sannarlega freistandi að minna þennan bónda á ýms ummæli úr blaði þeirra Fram- sóknarmanna, Tímanum, frá því í vetur. Fæstir munu hafa verið í vafa um þann „anda“ er þar sveif yfir vötnunum. Það var enginn friðarandi. Öll framkoma flokksforustunnar á Alþingi, sýndi örvæntingarfulla baráttu gegn því að sættir tækjust milli deiluaðila um form þeirra samn- inga, sem ákvæðu verðið á bú- vörunni til bænda og útsöluverð hennar. Ég hefi ekkí haldið því fram, að leiðtogar Framsóknar né þing menn hafi reynt að spilla fyrir samkomulagi í sex manna nefnd- inni, eftir að hún tók til starfa. Nei. En þeir reyndu að spilla Ibúðir til sölu Til sölu eru góðar 3ja og 4ra herbergja íbúðir á hæðum í fjölbýlishúsi við Stóragerði í Háaleitis- hverfi. Ilverri íbúð fylgir auk þess sér herbergi í kjallara hússiris auk venjulegrar sameignar í kjall- ara. íbúðirnar eru seldar fokheldar, með fullgerðri miðstöð, húsið múrhúðað og málað að utan, öll sam- eign inni í húsinu múrhúðuð, allar útidyrahurðir fylgja. Bílskúrsréttur fylgir Mjög fagurt útsýni. Hagstætt verð. Lán kr. 50 þús. á 2. veðrétti fylgir. FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN, (Lárus Jóhannesson, hrl.) Suðurgötu 4. Símar: 13294 og 14314. Verksmiðjuhús Nýtt steinsteypt verksmiðjuhús á góðum stað í austurhluta bæjarinl, er til sölu. Húsið er tvær hæðir, grunnflötur rúml. 200 ferm. hvor hæð. Stækkunarmöguleikar miklir. — Uppl. gefur: MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Vagns E. Jónssonar. Austurstræti 9. Sími 14400 Sfórt hús er til sölu við Fjölnisveg, Húsið er steinsteypt, 2 hæðir, kjallari og stórt óinnréttað ris. Grunnflötur um 110 ferm. — Uppl. gefur: malflutningsskrifstofa Vagns E. Jónssonar. Austurstræti 9. Sími 14400. TiI ky n n in g til vélhátaeigenda frá bátaábya gðarfélögunum Athygli vélbátaeigenda er vakin á því að ársiðgjöld 1960 urðu gjaldkræf 1. janúar síðastliðinn. Samkvæmt 30. grein bátaábyrgðarlaganna verður því krafist lögtaks ef iðgjöldin hafa ekki verið greidd áður en þrír mánuðir eru liðnir frá gjalddaga, enda séu gjalddagar tvisvar á ári, hinn fyrri 1. janúar 1960 og hinn síðari 1. júlí 1960. Er því skorað á vél- bátaeigendur að gera skil strax. BÁTAÁBYRGÐARFÉLÖGIN Ulpur Happdrœtti H áskóla íslands A fimmtudaginn verður dregið í 3. flokki 953 vinningar crð upphæð 1,235,000 krónur A morgun er síðasti söludagur Happdrætti Háskóla íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.