Morgunblaðið - 08.03.1960, Side 23
Þriðjudagur 8. marz 1959
MORGUNBLAÐIÐ
23
Afríkumenn
A.GADIR, 7. marz (NTB, Reut-
er). — Þúsundir manna úr al-
þjóða björgunarliði grófu í
dag í rústum Agadir í þeirri
veiku von að einhverjir væru
enn lifandi grafnir, þótt eng-
um hafi verið bjargað síöan á
föstudag.
Áætlað er að um 12000 hafi
farizt og hafa mörg lík verið
grafin úr rústunum, en í mörg
um tilfellum eru þaiu óþekkj-
anleg.
Mohammed V, konungur
Marokkó, kom í könnunarferð
á slysasvæðið á sunnudag-
inn. Ræddi hann við ýmsa
þeírra er björguðust og fylgd-
ist með því hvernig birgðir
streymdu inn frá erlendum
hjálparstofnunum.
Þrír snarpir jarðskjálfta-
kippir gengu yfir svæðið á
sunnudag, en ekki var vitað að
þeir hefðu valdið neinu tjóni.
Sérstök nefnd hefur verið
skipuð til að ákveða borgar-
stæði fyrir „Nýjiu Agadir“ og
mun sú nefnd hefja störf sín
með rannsóknum á jarðlögum
undir rústunum.
Höfnin í Agadir er ekki eins
mikið skemmd og álitið var, og
er búizt við að unnt verði að
ljúka viðgerðum á henni á
hálfum mánuði. Höfnin ligg-
ur utan aðal jarðskjálftasvæð-
isins og verður allt kapp lagt á
að flýta viðgerðum vegna þess
að þarna var miðstöð ávaxta-
útflutnings, sem er einmitt
mjög mikill um þetta Ieyti árs.
— „Pianissimo"
Framh. af bls. 6.
stundir samfleytt. — Þá hittir
fréttamaðurinn hljómsveitarstjór
ann, Róbert A. Ottósson, andar-
tak og spyr hann m. a., hvort
öhann hafi ekki hálfgerðar föður-
tilfinningar gagnvart hljómsveit-
inni, sem hann hefur stjórnað
svo oft og þá m. a á fyrstu tón-
leikum hennar og svo aftur nú
á fyrstu afmælistónleikunum. —
— Sennilega svolítið álfalega
spurt, því að Róbert kímir og
segir, að varla sé nú hægt að
segja það. Reyndar má kannski
kalla það einhvers konar fjöl-
skyldtilfinningu, segir hann svo.
Ekki bara að slá taktinn
Síðan ræðum við ofurlítið um
æfingarnar. — Það má ekki æfa
of mikið, segir hann, en sumt
verður maður samt að fara yfir
aftur og aftur. Það verður að
reyna að finna þarna eitthvert
hóf. — Stundum verður maður
kannski vondur — finnst e£ tii
vill vanta dálítinn aga. Hér er z
ýmsu leyti annað viðhorf en víða
erlendis — hér þekkja menn
yfirleitt lítið hinn „ytri“ aga, ef
svo mætti segja. Það verður því
að reyna að byggja á þeim „innri“
aga, sem fólkið hefur sjálft í sér.
Þar er auðvitað nokkur munur á
einstaklingum, en yfirleitt geng-
ur þetta nú vel. — Starf hljóm-
sveitarstjórans er ekki bara að
slá taktinn, eins og sumir virðast
halda. — Hann þarf að móta og
fága, laða fram andstæður og
blæbrigði — það sem gefur tón-
listinni líf.
Síðan berst talið að næstu
tónleikum, þar sem m. a. verður
flutt sinfónía nr. 4 í Es-dúr —
nefnd hin rómantíska — eftir
Anton Bruckner, sem var stór-
merkilegur maður, innilega trú-
aður — eins og hreint barn, svo
notuð séu orð hljómsveitarstjór
ans. Hann notaði engin „brögð'
í list sinni, segir Róbert Ottósson,
— það er eins og að vera í
kirkju að hlusta á verk hans....
Og nú er hléið búið. — Um
leið og fréttamaðurinn gengur út
úr „Gúttó“ thljóma kraftmiklir
inngangstónar Egmont-forleiks-
ins....
Framh. af bls. 13
í hendina á blökkukonu. — Látið
þá segja yður frá því.
Og Afríkumennirnir tveir,
svartur og hvítur, segja frá því,
þegar Faubus bauð tveimur hvít-
um drengjum úr flokki MRA-
manna að búa hjá sér — líklega í
von um að þeir gætu bætt éitt-
hvað son hans, sem veldur allri
fjölskyldunni áhyggjum með því
m.a., að taka ríkisstjórabílinn,
sem merktur er Arkansas 1, og
aka í honum eins og vitlaus mað-
ur um bæinn, gegnum rauð-ljós
o -s. frv. því lögregluþj ónar hika
við að stöðva bil sjálfs ríkisstjór-
ans, — en sat svo sjálfur einn
morguninn þremur stundarfjórð-
ungum eftir að hann átti að vera
kominn á skrifstofuna og hlust-
aði á þessa 20 og 21 árs gömlu
pilta skýra hugmyndir sínar um
hvernig menn gætu með eigin
breytni breytt öðrum. Myndirnar
af Faubusi og svertingjastúlkunni
birtust í blöðum um allan heim.
Heitt hjarta forðar þeim
frá kuldanum
Og áður en við kveðjum vild-
um við fá að heyra hvað þessir
menn væru að gera hér og hvern-
ig svertingjum í þunnum skikkj-
um líður hér norður á hjara ver-
aldar.
Jú, þeir eru komnir til að vera
viðstaddir frumsýningu á kvik-
myndinni Frelsi, sem tekin er í
Nigeríu og fjallar einmitt um
vandamál Afríku, og e. t. v. tala
hér við ráðamenn, eins og þeir
hafa gert annars staðar á Norð-
urlöndum. — Við trúum því, að
það skipti máli í þessu sem við
erum að gera í Afríku, og það er
gífurlegt átak, að Norðurlanda-
þjóðirnar standi okkur við hlið,
segja þeir. fsland á sínu hlut-
verki að gegna í því að móta
heiminn, sem nú er í deiglunni.
Og svertingjarnir segja að hit-
inn inni í húsunum forði þeim
frá að verða mjög kalt. — Og svo
göngum við á skóhlífum á snjón
um, segja þeir. Það hjálpar. Og
einn þeirra svörtu bætir við, að
ef hjartað sé nógu heitt, verði
manni ekkert kalt.
Blaðamaðurinn lýsir því þá yf-
ir að persónulega hafi hann meiri
trú á íslenzkum ullarfatnaði, en
heitu hjarta, þegar þannig stend-
ur á, og kveður.
Seldi í Grimsby
TOGARINN Geir seldi afla sinn,
164 tonn, í Grimsby í gær fyrir
10.325 sterlingspund.
Hjartanlega þakka ég ykkur öllum hinum mörgu, sem
heiðruðu mig og glöddu á 70 ára afmæli mínu með heim-
sóknum, gjöfum og skeytasendingum. Ég bið ykkur gæfu
og gengis og blessunar Guðs.
Ingvaldur Benediktsson.
Innilegar þakkir sendi ég læknum og öllum, sem hjúkr-
uðu mér í veikíndum mínum á Landspítalanum. Og
öllum skyldum og vandalausum, sem glöddu mig með
hlýjum hug og jólagjöfum. Guð blessi ykkur öll.
Magnús Magnússon, Nesi, Grindavík
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar-
för,
GUÐBJÖRNS S. HAIXDÓRSSONAR
Bergþórugötu 41
Vandamenn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, við andlát og
jarðarför,
GUÐRÉDAR ÖLAFSDÓTTUR
prestsekkju frá Húsavík
Aðstandendur
Lokað
eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar
Sigríðar K. Guðmundsdóttur.
Magnús Th. S. BBondahl
FREYJA SIGURLÁSDÓTTIR
andaðist í sjúkrahúsi Keflavíkur sunnudaginn 6. marz.
Sigurbergur Guðmundsson og dætur
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir,
BRYNHILDUR MAACK PÉTURSDÓTTIR
andaðist laugardaginn 5. þ.m.
Vandamenn
Systir mín,
KRISTlN GUÐMUNDSDÓTTIR GOUCHER
andaðist í Winnipeg 13. febrúar sl. Jarðarförin hefur '
farið fram.
Rannveig Guðmundsdóttir, Laufásveg 38
Eiginkona mín
HILDUR JÓNSDÓTTIR
frá Norðfirði
andaðist á Landspítalanum 5. þ.m.
Eiríkur Elísson
Móðir okkar
HANNA ZOÉGA
andaðist laugardaginn 5.marz.
Nanna, Svafa og Sveinn Zoega
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR GRlMSSON
fisksali, Laugaveg 74,
andaðist að heimili sínu 7. marz
Guðmundína Oddsdóttir, börn tengdabörn og barnabörn
Hjartkær eiginmaður minn,
SIGURÐUR EINARSSON,
vélsmiður
andaðist á Landspítalanum að kvöldi 6. þ.m. Jarðarförin
ákveðin síðar.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabama:
Guðrún Jónsdóttir
Elsku litli drengurinn okkar og bróðir,
GUÐMUNDUR ÁGÚST GLIESE
andaðist sunnudaginn 6. marz að heimili sínu, Heiðmörk
5, Selfossi.
Tove, Guðmundur og systkini
Eiginmaður minn,
GUÐMUNDUR ÞÓRÐARSON
frá Hól
andaðist 6. þ.m.
Ingibjörg Filippusdóttir
Útför
JÓNASAR PÉTURS BÖASSONAR
Bakka, Reyðarfirði
fer fram þriðjudaginn 8. marz og hefzt með húskveðju
að heimili hins látna kl. 1 e.h.
Valgerður Bjarnadóttir, börn og tengdabörn
Jarðarför,
HALLDÓRS TRYGGVASONAR
frá Miðdal
fer fram þann 10. þ.m. kl. 1,30 frá Fossvogskirkju
Foreldrar, unnusta og systkini
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem auðsýndu
okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför mins
elskulega eiginmanns,
PÉTURS HALLBERGS PÉTURSSONAR
Fyrir mína hönd, dóttur okkar, foreldra hans og
annarra vandamanna:
Pálína Þorbjörg Ámadóttir