Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVTSBL4Ð1Ð Þriðjudagur 8. marz 1959 TTtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýí Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsin.gar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 2.00 eintakið. SINFÓNÍU- HLJÓMSVEITIN CJinfóníuhljómsveit íslands minnist þess um þessar mundir að 10 ár eru liðin síð- an hún hélt fyrstu tónleika sína. Af því tilefni mun hljóm sveitin halda 6 hljómleika á næstu vikum. Verður hinn fyrsti þeirra í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Mikill menningar- viðburður Á þessum áratug, sem Sin- fóníuhljómsveitin hefur starf að, hefur hún flutt 150 tón- leika í Reykjavík. Ennfremur hefur hún staðið fyrir flutn- ingi á þremur óperum. Utan Reykjavíkur hefur hún hald- ið 48 tónleika á 35 stöðum. í útvarpinu hefur hún komið fram 175 sinnum og 267 sinn- um í Þjóðleikhúsinu. Samtals hefur hljómsveitin komið fram 657 sinnum. Stofnun íslenzkrar sinfóníu hljómsveitar var mikill menn ingarviðburður. Með henni sköpuðust margvíslegir nýir möguleikar á sviði íslenzkra tónlistarmála. Hún hefur á marga lund gert það auðugra og fjölbreyttara. Hljómsveit- in hefur ekki aðeins verið burðarás í tónlistarlífi höfuð- borgarinnar. Hún hefur náð til þjóðarinnar allrar og orðið alþjóðareign. Er óhætt að fullyrða, að hún hafi haft mikil áhrif í þá átt að þroska tónlistarsmekk almennings. Skin og skúrir En það hafa skipzt á skin og skúrir á þessum fyrsta ára- tug í lífi hljómsveitarinnar. Margvíslegir erfiðleikar hafa steðjað að. Fjárhagurinn hef- ur verið þröngur, enda þótt Ríkisútvarpið, Reykjavíkur- bær og ríkissjóður hafi sýnt góðan skilning á gildi hennar. Vonandi er rekstur hljóm- sveitarinnar nú kominn á sæmilegan traustan grund'- völl. Við getum ekki verið án íslenzkrar sinfóníuhljómsveit ar. Hún á margvíslegu og merku menningarhlutverki að gegna. Morgunblaðið óskar hljómsveitinni og forystu- mönnum hennar til ham- ingju með starfið á liðnum áratug, um íeið og það læt- ur þá von í ljós að hún megi halda áfram að eflast til aukins þroska og frjóvg- unar íslenzku tónlistarlífi. ROTHÖGGIÐ // // t TÍMANUM sl. laugardag * gat að líta forystugrein, er bar yfirskriftina: „Rothögg- ið“. Þar sagði m. a.: „Efnahagsráðstafanir rík- isstjórnarinnar eru ekki gerð- ar vegna þess, að þær séu nauðsynlegar til að skapa jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar.“ „Tilgangur þeirra ráðstaf- ana, sem stjórnin gerir, er fyrst og fremst að skapa hér nýja þjóðfélagshætti — að takmarka og skerða framtak hinna mörgu einstaklinga til hags fyrir fáa útvalda.“ Síðan fer Tíminn að ræða um hækkun útlánsvaxtanna og segir: „Það er ekki heldur farið dult með það, að hún eigi að vera rothöggið á framtak meginþorra einstaklinga.“ „íhaldssömustu fjármála- menn í öðrum löndum hafa ekki heldur látið -sér detta í hug slíka okurvexti og ríkis- stjórnin og meirihluti Seðla- bankastjórnarinnar hafa á- kveðið hér. í nágrannalönd- um okkar, þar sem skynsemi UTAN IIR HEIMI , ->v -.%■«v ijmtpo.-wmv, m Flugferjur á Eyrarsundi NÚ er mjög um það rætt í Dan- mörku að taka í notkun svonefnd skíðaskip sem ferjur á Eyrar- sundi. Mun eitt útgerðarfélag þegar hafa lagt fram áætlun um þetta efni — og er hún nú í at- hugun hjá viðkomandi ráðuneyti og skipaeftirliti ríkisins. — Þessi skip fara með allt að 100 km hraða á klst. — fljúga svo að segja yfir vatnið — og þarf það gagngerrar athugunar, hvort hætta kunni að stafa af slíku á svo fjölfarinni siglingaleið, sem Eyrarsund er. Sumir segja, að vart muni taka því að hefja nú notkun slíkra skipa, því að þess verði ekki langt að bíða, að sjálfsagt þyki að nota flugferjur á þessari leið. Hafa menn þar einkum í huga farartæki eins og þau, sem sjást á meðfylgjandi teikningu. — Of- ar á myndinni er hinn svonefndi „fljúgadi diskur“, sem Bretar hafa þegar framleitt og reynt á Ermarsundi. Blæs það niður úr sér þrýstilofti af afli miklu, sem heldur því tvö til þrjú fet yfir sjávarborðinu. Hitt tækið á myndinni hefir ekki verið smíð- að enn, en verður byggt á sama grundvelli. er ríkir í vaxtamálunum, eru vextirnir um það bil helm- ingi lægri en hér.“ Tíminn virðist alltaf vera að slá ný og ný met í ofstæk- isfullum málflutningi. Hver trúir því til dæmis, að ríkis- stjórn í lýðræðislandi vinni vitandi vits, markvisst að því að skerða sem mest lífs- kjör borgaranna — og það af ótugtarskap einum sam- an?! En þessu er lesendum Tímans ætlað að trúa. Ihaldsömustu fjármálamenn í öðrum löndum ákveða held- ur ekki svona háa vexti, segir Tíminn. Hann gefur í skyn, að þessir menn, svo slæmir sem þeir eru, séu þó miklu betri en núverandi ríkisstjórn á íslandi. Það er engu líkara, en að vaxtahæð fari eftir góðmennsku þeirra, sem ákveða hana. Því betri menn, því lægri vextir! Það hlýtur! því að koma illa við Tímann, J að einn af þeim, sem sam-J þykktu vaxtahækkunina, skuli vera einn helzti, ef ekki helzti, fjármálasérfræð- ingur Framsóknarflokksins. Hvoð þetta ? LITLU húnarnir hérna á myndinni urðu talsvert skelkaðir, þegar þeir mættu mönnum mcð hundasleða á „förnum vegi“ í auðninni á Franz Joseps-landi fyrir nokkru. Á sleðanum voru menn frá rússnesku veður- athugunarstöðinni þar — en húnarnir litlu höfðu víst villzt frá móður sinni í stormi og stórviðri. Veðurfræðingarnir náðu hinum óttaslegnu bjarnar- húnum og tóku þá með sér heim í stöðina. Ekki leið á löngu, þar til þeir voru orðnir eftirlæti allra þar — en svo fór hér sem oft ella, að eftir því sem meira var með þá látið urðu þeir æ baldnari, svo að veðurfræð- ingarnir sáu loks þann kost vænstan að losa sig við litlu krílin aftur. Og nú eru þeir „til heim- ilis“ í dýragarðinum í Moskvu. NorSmean smíðn sbnttogora OSLÓ: — Fyrir nokkru var skýrt frá því, að norskur skipstjóri hefði fengið að fara í veiðiferð með þýzkum skuttogara, til þess að kynnast notagildi þeirra. Er áhugi Norðmanna nú farinn að vakna fyrir skuttogurum og vilja þeir fylgjast með tímanum í veiði aðferðum Nú hafa Norðmenn ákveðið að láta byggja einn skuttogara. Er það útgerðarfélag í Lofóten sem gengst fyrir þessari tiiraun og fær félagið ríflegan styrk og lán úr opinberum sjóðum. Hefur Norður-Noregs-sjóðurinn ákveð- ið að veita eina milljón norskra króna til verksins. Togarinn verð ur smíðaður í Þýzkalandi og verður 150 feta langur. Helgir meim reiðu- búnir að grípa til vopna NÝJU DELHI, 1. marz. (Reuter). Hinir helgu menn Indlands eða Saduarnir, eins og þeir eru kall- aðir, eru reiðubúnir að verja föðurlandið eins og aðrir, ef á það yrði ráðizt. Hefur félagsskap ur þeirra gert samþykkt um þetta. Leiðtogi Sadúnna sagði m. a. þegar þessi ákvörðun var tekin: „ViC erum boðberar ástar og ein- drægni í heiminum. Við erum friðarsinnar, en við teljum það synd að sitja hjá óvirkir og að- gerðarlausir þegar sjálf þjóð okk ar er í hættu. Við hljótum að vera reiðubúnir að rísa upp til verndar ættjörð okkar, ef á hana er ráðizt. Sandúanir eru indverskir vitr- ingar, sem teljast heilagir menn. Þeir eru mjög mikils virtir hvar- vet.na í Indlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.