Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 10
10 MORCVISTITAÐIÐ Þriðiudagur 8. marz 1959 Kafbátarnir hættuiegastir Andlegt stjórnorskrárbiot? Frá Alþingi SNARPAR umræður urðu í efri deild Alþingis í gær um stjórnarfrumvarp um einka- sölu á tóbaki. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, felur frumvarp þetta í sér afnám 350% álagningar- hámarks á tóbaksvörur, eftir að greidd hafa verið af þeim aðf lutningsgj öld. Fjárhagsnefnd deildarinnar klofnaði um málið. Meiri hluti nefndarinnar, Ólafur Björnsson, Magnús Jónsson og Jón Þor- steinsson lögðu til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt, en minni hlutinn, Björn Jónsson og Karl Kristjánsson lögðu til að það yrði fellt. Töldu andstæðingar frum- varpsins, einkum Olafur Jóhann- esson, 3. þm. Norðvesturlands, að með frv. væri brotið gegn anda þess stjórnarskrárákvæðis. að engan skatt megi á leggja, breyta né af taka nema skv. lögum frá Alþingi. Forsvarsmenn frumvarpsins bentu aftur á móti á, að til þessa hefði ríkisverzlun ekki heyrt undir þetta ákvæði stjórnarskrár innar og nefndu sem dæmi áfeng- isverzlun ríkisins, viðtækja- verzlun ríkisins, o. fl. Væri því ekki hægt að tala um stjórnar- skrárbrot í frumvarpi þessu, ekki einu sinni andlegt. Leitað fullkomnari tœkni til varnar þeim í síma 1-77-00, og vér munum veita yður allar nauðsynlegar upplýsingar. Það er of seint að taka slysatryggingu, þegar slysið hefur skeð! ALMENNAR TRYGGINGAR H.F. AUsicutttsxKÆTl 10 — SliUl 1-77-00 Teikningin sýnir, hvernig kafbátaspillarnir leita kafbátana uppi með margföldum leitartækjum. FLOTAFRÆÐINGAR eru að sannfærast æ betur um það, að kafbátarnir eru að verða þau herskipin sem mesta þýðingu myndu hafa í styrj- öldum framtíðarinnar. Hin voldugu risavöxnu orustu- skip urðu í rauninni úrelt í síðustu heimsstyrjöld. Þau geta ekki haldizt á höfunum síðan flugvélarnar urðu jafn fullkomnar og raun ber vitni. 500 kafbátar Svo virðist sem Rússar leggi nú meiri áherzlu en nokkru sinni fyrr á kafbátasmíði og eiga þeir nú miklu stærri kafbátaflota, en Þjóðverjar nokkru sinni áttu á stríðsárunum. Er nú áætlað að Rússar eigi um 500 kafbáta, þeirra á meðal er mikill fjöldi langdrægra kafbáta og leikur varla nokkur vafi á því, að hin- ir dularfullu kafbátar í Nuevo- flóa í Argentínu hafa verið rúss- neskir að uppruna. Sýnir það bezt kafbátaáhuga Rússa, að fyrir þremur árum áttu þeir um 30 stór og öflug beiti- skip í smíðum, en hafa nú hætt smíði þeirra og brætt þau upp. Þeir hafa komizt að raun um að í nútímahernaði eru beitiskip gagnslítil, en leggja nú alla á- herzluna á kafbáta. Er kafbáta- floti þeirra nú orðin mesta ógn- in við hinar vestrænu þjóðir. Leitað varnaraðferða Argentíumönnum gekk illa að berjast við dularfullu kafbátana á Nuevo-flóa, enda eru skip þeirra og tæki sem til þeirra hluta eru ætluð orðin æði göm- ul og úrelt. En Vesturveldin leggja nú megináherzluna á að finna ráð og verjur gegn kaf- bátahættunni. Er helzt talið til ráða að smíða mikinn fjölda af mjög hraðskreiðum smáskipum, sem hafa fullkomnustu leitar- tæki, þar á meðal þyrilvsgngjur innanborðs. Þyrilvængjur notaðar Fyrir nokkru sýndi bandariski flotinn blaðamönnum í Vestur- álfu athyglisverð leitartæki, sem Slys gseti hent yður hvajr sem er, — á heimilinu, á yinnustað, í umferðinni eða riö íþróttir. Kynnið yður hina haghvæmu SLYSATRYGGINGU vora — Hringið hafa verið tekin í notkun af kafbátaspillum hans. Það eru endurbætur á hinum svonefndu Sónar-bergdýptarmælum. Er að- ferðin til að leita að kafbátum í því fólgin, að Sónar-tæki er í botni herskipsms sjálfs, annað í streng, sem látinn er síga niður í djúpið og hið þriðja í þyril- vængju, sem hefur bækistöð í herskipinu. Með því að samstilla merkin frá öllum þessum berg- málsdýptarmælum er hægt að finna skjótlega, hvar kafbátur sá er, sem leitað er að. Þá eru herskipin útbúin sér- stakri gerð tundurskeyta, sem elta uppi skotmarkið, og geta þau kafað niður á mikið dýpi og hnitað hringa marga um- hverfis óvinakafbát áður en þau skjóta beint í mark. ♦ * AV BRIDGE AV LOKIÐ er sveitakeppni starfs- manna ríkisstofnana og bar sveit Útvarps- og viðtækjaverzlunar sigur úr býtum. I sveitinni eru Sigríður Bjarnadóttir, Kristrún Bjarnadóttir, Kristján Kristjáns- son og Sveinn Ingvarsson. Röð efstu sveitanna varð þessi: 1 sv. Útv. og viðtækjaverzl. 10 st. 2. — Stjórnarráðsins B 9 — 3. — Stjórnarráðsins A 9 — 4 — Fiskifél. Islands 8 — 5. — Brunabótafél. Islands 8 — Sveitakeppni meistarafiokks hjá Bridgefél. kvenna er nýlokið og sigraði þar sveit Eggrúnar Arnórsdóttur Auk Eggrúnar eru í sveitinni Nanna Steingríms- dóttir, Magnea Kjartansdóttir og Ósk Kristjánsdóttir. Röð sveitanna varð þessi: 1. sv. Eggrúnar Arnórsd. 8 st. 2. -.3. sv. Þorgerðar Þórar- insdóttur og Dagbjartar Bjarnadóttur ......... 6 — 4 st. Júliönu Isebarn .... 5 — 5. — Vigdísar Guðjónsd. 4 — 6. — Sigríðar Jónsdóttur 1 — Sveitakeppni I. fl. hjá Bridge- fél. kvenna er lokið og sigraði sveit Elínar Jónsdóttur, hlaut 13 st. I öðru sæti varð sveit Mar- grétar Ásgeirsdóttur með 12 st. Auk Elínar eru í sveitinni Rósa Þorsteinsdóttir, Laufey Arnalds, Asgerður Einarsdóttir, Ása Jó- hannsdóttir og Kristín Þórðar- dóttir. Einni umferð er lokið í sveita- keppni Reykjavíkurmeistara- mótsins og urðu úrslit þessi: Sveit Sigurhjartar Péturssonar vann sveit Zóphaníasar Bene- diktssonar 74 : 41. Sveit Rafns Sigurðssonar vann sv. Stefáns J. Guðjohnsen 58 : 46. Sveit Vilhjálms Aðalsteins- sonar vann sveit Einars Þor- finnssonar 69 : 58. Sveit Agnars Jörgenssonar jafnt við sveit Hjalta Elíasson- ar 50 : 48. II. umferð fer fram sunnudag- inn 6. marz og er spilað í hin- um aýja bridgeklúbb „Tigul- tvistinum" Laugaveg 105. ♦ ¥ ♦ * Spilið, sem hér fer á eftir, er gott dæmi um það, hve nauðsyn- legt er að gera ráð fyrir hinu versta og haga útspilinu sam- kvæmt því. Suður er sagnhafi og spilar 4 hjörtu. Austur lætur út tígul-drottningu. * D 10 5 4 V 7 5 * K 7 * A K 9 6 2 A K 6 V AKDG10 83 ♦ 9 8 4 * 5 Þegar spil þetta var spilað þá drap Suður tígul-drottninguna með konungi úr borði, Austur drap með ás og lét aftur út tígul. Vestur drap, lét síðan út tígul í þriðja sinn, sem var drepinn með hjarta 7 í borði, en Austur tromp aði yfir, tók síðan spaða-ás og þar með var spilið tapað. — Ef' Suður hefði strax í byrjun athug ?.ð sinn gang, þá átti hann að sjá, að eina hættan til að tapa spil- inu var að andstæðingarnir fengju að trompa einn slag. Ólíklegt er að Vestur eigi tígul- ásinn og þvi er tilgangslaust að drepa með kóngnum. Ef tígul- drottningin er einspil þá er einn- ig nauðsynlegt að gefa hana og ef Vestur á aðeins 2 tígla, þá er sama hvað gert er. Augljóst er því, að gefi Suður tígul-drottn- inguna, þá eru meiri möguleikar tii að vinna spilið heldur en ef hann drepur strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.