Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 24
56. tbi. — Þriðjudagur 8. marz 1960 Heimild til vinnustöðvunar samjpykkt í Vesfmannaeyjum Aheins örlítill hluti sjómanna tók þátt i atkvæhagreiðslunni ATKVÆÐAGREIÐSLA um heimild til.vinnustöðvunar á fiski- fikipaflotanum í Vestmannaeyjum fór þar fram um síðustu helgi. Voru það félagar í sjómannafélaginu Jötni og Vélstjórafélagi Vest- mannaeyja, sem atkvæði greiddu um þetta. XJrsiit atkvæðagreiðslunnar urðu þau, að verkfallsheimild var eamþykkt frá 14. marz ef samningar um fiskverð hafa þá ekki tekizt. Voru 76 með að veita heimildina en 54 á móti. Þess skal getið að í fyrrgreindum félögum eru um 400 manns og sjómenn í Vestmannaeyjum eru nú á annað þúsund. Aðeins örlítill hluti sjómanna hefur því tekið þátt í pessari atkvæða- Creiðsiu. — Kom mjög á óvart Björn Guðmundsson fréttarit- ari Mbl. í Vestmannaeyjum, ekýrði blaðinu frá því í gær, að verkfallsheimildin hefði komið bæði almenningi í Eyjum og út- gerðarmönnum bar mjög á óvart. Ekki hefði verið gert ráð fyrir því að Vestmannaeyjar yrðu teknar sérstaklega út úr að því er snerti samninga um skipta- verð á fiski. Sjómannafélögin þar hefðu haft lausa samninga eins og önnur sjómannafélög á Telpa fyrir bíl a Suðurgötunni Á FIMMTUDAGINN var, varð imglingsstelpa, Brynja Antonsd. Þrastagötu 6, fyrir fólksbíl á Ihorni Suðurgötu og Kirkjugarðs- et.ígs. Þrír menn komu brátt á siysstaðinn og veittu aðstoð. Voru gerðar ráðstafanir til áð ná í sjúkrabíl. Er hann kom á stað- inn var búið að flytja telpuna í burtu. Kom í ljós að telpan ta]di sig ómeidda vera og hafði sá er bílnum ók er hún varð fyrir, ekið henni heim. Það kom fram síðar þennan sama dag er telpan var flutt ( slysavarðstofna að hún hafði brákazt á fæti. Er hun nú rúmliggjandi heima. Ekki er vit- að hvaða bíll það var er telpan varð fyrir. Eru það eindregin ti]- mæli rannsóknarlögreglunnar, til ökumannsins að hann gefi sig fram hið fyrsta. landinu. En útgerðarmenn töldu víst að gerðir yrðu heildarsamn- ir.gar um land allt milli sam- taka útvegsmanna anars og sjómanna hins vegar. vegar Um 100 vélbátar Fréttaritarinn kvað um 100 vélbáta nú gerða út frá Vest- mannaeyjum. Myndi þeim enn fjölga er liði á vertíðina. 15 brezkir togarar í landhelgi SAMKVÆMT upplýsingum Land helgisgæzlunnar voru um 15 brezkir togarar að veiðum innan tólf mílna markanna út af Snæ- fellsnesi í dag. Þá voru þrjátíu til fjörutíu erlendir togarar að veiðum fyrir utan tólf mílna mörkin djúpt út atf Snæfellsnesi. Málfundur Heimdallar NÆSTI fundur málfundanám- skeiðs Heimdallar verður í kvöld í ValhöII og hefst kl. 20,30. Þátttakendur munu ræða sjálf valin efni og mun hver halda Z—3ja mínútna ræðu. Gifting að gumanum — til oð auðvelda brúð úr landi brúð- fjarri inni brotttör átti fréttamaður á Akureyri, Magnús I GÆK blaðsins Björnsson, tal við Jakob Árnason, fyrrum ritstjóra og spurði hann um giftingu hans og hinnar pólsku konu, en eins og kunnugt er af frétt- um fór vígslan fram í Pól- Iandi að brúðgumanum fjar- verandi. Jakob Arnason kvað fréttir blaða um brúðkaup þetta vera ýmist ýktar eða alrangar en í Landburður af fiski í Ólafsvík FRÉTTARITARI Mbl. í Ólafsvík símaði í gærdag, að J>ar hefði verið landburður af fiski á sunnudaginn. Þá komu 11 bátar, sem þann dag voru á sjó, með tæplega 300 tonn af fiski. Var meðalaflinn 26 tonn á bát, en með mestan afla var Jón Jónsson, sem landaði 38 tonnum. Þá voru Bjarni Ólafsson og Þórður Ólafsson, sem eru 35 tonna bátar hvor, drekkhlaðnir er þeir komu inn. Komu úr þeim fyrra 35 tonn en 33 upp úr þeim síðara. Þá var Jökull með 31 tonn og Víkingur með sama afla. Allt var þetta netafiskur, afbragðsgóður til frystingar, enda var unnið fram til kl. 3 aðfaranótt mánudagsins og strax tekið til starfa aftur snemma á mánudagsmorgun. fáum dráttum væri gangur máls- ins sem hér segir: Fyrstu kynni Jakobs og hinn- ar pólsku stúlku voru bréfleg og höfðu þau skrifast á um nokk- urt skeið. Eiginkona hans heitir Tamara Pilipenko og er hún rúmlega fertug að aldri, dóttir rússnesks liðsforingja og pólskr- ar konu hans. Tamara er fædd í Kiew í Ukrainu. Sögusagnir um að hún hafi áður verið gift manni, sem nú er ráðherra, eru alrangar, enda hefir hún ekki verið gift áður. Hittust á esperantistamóti í fyrra ferðaðist Jakob utan á alheimsmót esperantista, sem haldið var í Varsjá í Póllandi og þar hitti hann í fyrsta sinn nú- verandi eiginkonu sína. Tókst brátt með þeim náin vinátta og komu þau sér saman um að ganga í hjónaband. Ekki gat þó orðið af vígslu þá þegar, þar sem Jakob hafði engin gögn meðferðis til þeirra hluta. Fór hann því heim aftur eftir að hafa dvalizt um nokkurt skeið í Póllandi, fékk þau gögn er til giftingar þurfa, og sendi fulltrúa, er hann hafði fengið í Póllandi, og viðstaddur var vígsluna fyr- ir hans hönd. Auðveldara að fá vegabréf Það sem m. a. réði því að þessi háttur var hafður á um vígsluna var að auðveldara var fyrir Ta- möru að fá brottfararleyfi úr landi ef hún var gift. Hins vegar kveður Jakob að ekki hefði kom- ið til að henni hefði algerlega verið synjað um brottfararleyfi, þótt ógift hefði verið. Vígslan fór síðan fram um há- degi sl. fimmtudag og sat Jakob þá heima hjá sér, en efndi ekki til neins veizlufagnaðar. Kemur hingaö á næstunni Jakob Árnason hefir nú sent brúði sinni farseðil, til þess að hún geti komið hingað til lands og á hann von á henni á næst- unni. Þótt hér hafi verið hafður nokkuð sérstakur háttur á um hjónavígslu á hann sína skýr- ingu, sem fyrr segir. EINS og skýrt var frá hér í blaðinu sl. föstudag, voru nokkrir ferðalangar að hrekj- ast á Fjarðarheiði, frá Seyðis- firði til Egilsstaða, í 14 klukku stundir. Myndir þær, sem hér birtast, tók annar bifreiðastjór anna á snjóbílnum, Árni Sig- urbergsson og komu þær með flugvél að austan í gær, en flugferðir hafa fallið niður þangað austur í nokkra daga. Minni myndin sýnir snjóbíl Þorbjörns Arnórssonar, en hann er búinn ýtutönn og get- ur því rutt snjó frá sér. Mað- urinn stendur á tönninni. Hin myndin sýnir þegar ferðalangarnir eru komnir á leiðarenda og stendur snjó- bíllinn við flugvélina á Egils- jj staðavelli. Keflavík FUNDUR verður haldinn í full- trúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Keflavík miðvikudaginn 9. marz kl. 9 í Sjálfstæðishúsinu. Rætt verður um fjárhagsáætlun Kefla víkurbæjar fyrir 1960 svo og önn ur mál. Höfuðkúpubrotnaði i slysi á sunnudag KEFLAVÍK, 7. marz. — Aðfaranótt sunnudagsins varð slys á þjóðveginum milli Keflavíkur og Njarðvíkur. Ungur maður frá Reykjavík stórslasaðist er hann varð fyrir bíl. Er þetta annað slysið, sem verður á þessum 500—600 metra langa vegaspotta nú á þessum vetri. * AF DANSLEIK Slysið varð um kl. 3 um nótt- ina. Ungi maðurinn, sem heitir Guðfinnur Sigurðsson, Hlíðar- gerði 6, var á leið til Keflavík- ur, en hann hafði verið á dans- leik í Njarðvík. Starfar Guð- finnur á Keflavíkurflugvelli, en býr hér í bænum. * ÓK AFTAN Á PILTINN Fleira fólk var á leið til Kefla- víkur, gangandi eftir þjóðvegin- um, en Guðfinnur hafði verið einn á gangi. Bíllinn, sem hann varð fyrir, var einnig á leið hingað til bæjarins. Hafði bíll- inn komið aftan á Guðfinn. Var hann þegar fluttur í sjúkrahúsið hér meðvitundarlaus. — í dag er hann að mestu Kominn til fullr- ar meðvitundar. Við rannsókn lækna kom í ljós að höfuðkúpa Guðfinns hafði brotnað og hann hlotið fleiri meiðsl og áverka. Bílnum, sem er eign varnarliðs- manns, hafði ísl. kona hans ekið og mun ekki hafa verið ekið hratt þá er slysið varð. * MIKIL UMFERÐ Þjóðvegurinn er vel upplýstur. Eigi að síður eru slys og óhöpp á honum afar tíð, en umferð um hann er gífurleg. Hafa við taln- ingu 1700-—1800 ökutæki verið ekið um veginn á einum sólar- hring — HSJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.