Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 20
20 MORCVNfíLAÐIÐ Þriðjudagur 8. marz 1959 «r íitruðu örlítið og ég vissi ósköp vel hvað það var sem þær þráðu mest ai öllu. Ég laut því snöggt niður að henni og kyssti hana á munninn. Þ-etta var trúlofun okkar. Ég hafði kysst hana af skyndingri hvöt. Það hafði skeð án vitundar minnar og vilja. En ég iðraðist ekki eftir þessari ástarjátningu minni því að í þetta skipti þrýsti hún ekki ofsalega, litlu, þéttu brjóstunum að mér, hélt mér ekki föstum í faðmi sér í óráðs- kenndri sæluvímu. Varir hennar veittu mínum viðtöku, auðmjúk- lega, eins og dýrmætri gjöf. Allir þögðu. Svo barst allt í einu lágt og feimnislegt hljóð úr einu horni stofunnar. Fyrst var það þvi líkast, sem einhver væri að ræskja sig, en þegar við litum upp, sáum við að það var Josef, sem grét hljóðlega úti í horni. Hann hafði látið frá sér kampa- vínsflöskuna og snúið sér undan, svo að við skyldum ekki sjá þessa óviðurkvæmilegu geðshræringu hans, en okkur fannst öllum sem þessi klaufalegu tár hans væru að renna , heit og svíðandi, niður okkar eigin vanga. Skyndilega fann ég hönd Ediths snerta mína. „Réttu mér höndina eitt andar- tak“. Ég vissi ekki hvað hún ætlaði að gera. Eitthvað kalt og slétt kom við baugfingurinn. — Það var hringur. — „Bara til að minna þig á mig, meðan ég verð 1 burtu“, sagði hún eins og til af- sökunar. Ég leit ekki á hringinn — tók aðeins hönd hennar og kyssti hana. Þetta kvöld var ég guð. Ég hafði skapað heiminn og sjá, hann var fullur af góðvild og rétt læti. Ég hafði skapað mannlega veru, enni hennar var bjart, eins og morguninn og geislabaugur af hamingju endurspeglaðist í aug- um hennar. Ég hafði hlaðið borð ið með auði og allsnægtum. Ég hafðí látið ávextina þroskast, vín ið og matinn. Þessi vitni um of- gnótt mína voru borin mér eins og fórnargjafir. Þau komu á glans andi diskum og yfirfullum körf- um. Vínið glitraði, ávextirnir glóðu — sætir og ljúffengir buðu þeir sig munni mínum. Ég hafði flutt birtu inn í þetta herbergi og birtu inn í mannlegt hjarta. Kertaljósin blikuðu eins og skín- andi sólir í glösunum. Hvíti borðdúkurinn glansaði eins og snjór og ég fann það með stolti, að manneskjurnar elskuðu þetta Ijós, sem stafaði frá mér og ég tók ást þeirra og varð drukkinn af henni. Þau buðu mér vín og ég tæmdi glas mitt í botn. Þau buðu mér ávexti og hvers kon- ar hnossgæti og ég gladdist af gjöfum þeirra. Þau buðu mér lotn ingu sína og þakklæti og ég þáði lotningu þeirra og þakklæti eins og mat-fórnir og drykkjar-fórn- ir. —■ Þetta kvöld var ég guð. En ég leit ekki kuldalega frá tignu há- sæti niður á verk mín og dáðir. Mildur og vingjarnlegur sat ég þarna meðal sköpunarverka minna. Á vinstri hönd mér sat gamall maður. Hin mikla birta góðvildar, sem frá mér stafaði, hafði slétt úr hrukkunum á skorpnu enninu, hrakið burt skuggana, sem myrkvuðu augu hans. Ég hafði numið dauðann í burt frá honum og hann talaði með rödd þess manns, sem ris- inn er upp frá dauðum, þakklát- ur fyrir kraftaverkið, sem ég hafði gert á honum. Hægra meg in við mig sat ung stúlka og hún hafði verið örkumla manneskja, hrekkjuð og þrælkuð og snöruð í sinni eigin eymd. En nú varpaði ljós afturbatans geislum sínum á hana. Með anda vara minna hafði ég lyft henni úr víti síns eigin ótta, upp í himnaríki ástarinnar og hringurinn hennar glitraði á fingri mínum eins og morgun- stjarnan. Andspænis mér sat önn ur ung stúlka, sem éinnig brosti þakklátu brosi, vegna ' þess að það var ég sem gert hafði andlit hennar svo fagurt. Það var ég sem hafði gefið þeim allt sem þau höfðu og reist þau við með ur.dramætti nærveru minnar. öll báru þau Ijós mitt í augum sín- um og þegar þau litu hvert á ann- að, var ég Ijóminn í augum þreirra. Þegar þau töluðu saman, var ég — og ég einn — efnið í samræðum þeirra og jafnvel þeg ar við þögðum, dvaldi ég í hugs- unum þeirra, því að ég — og ég einn — var byrjunin, miðpunkt- luinn og uppruni hamingju þeirra. Þegar þau lofuðu hvert annað, voru þau að lofa mig og þegar þau elskuðu hvort annað, hugsuðu þau um mig, eins og höf und og skapara allrar ástar. En ég sat meðal þeirra, skoðaði verk mín og sá að það var gott að hafa verið góður við þessar heillum flúnu manneskjur. Og með vín- inu drakk ég ást þeirra og naut með matnum hamingju þeirra. Þetta kvöld var ég Guð. Ég hafði stillt vötn óróleikans og rek ið myrkrið úr hjörtum þeirra. En frá sjálfum mér hafði ég líka rek ið óttann og það var meiri frið- ur í sál minni, en nokkru sinni fyrr. Það var fyrst þegar kvöldið var á enda og ég stóð upp frá borðinu, sem ég fann til óljósrar hryggðar, hinnar eilífu hryggðar Guðs á sjöunda degi, þegar verki hans er lokið og þessi tryggð mín endurspeglaðist í andlitum þeirra, þaðan sem öll birta var skyndilega horfin. Því að nú var kominn tími til að hverfa. Við vorum öll undarlega hrærð, þar eð við vissum, að nokkuð alveg óviðjafnanlegt var að hverfa úr sögunni, ein af þessum sjaldgæfu, ótrufluðu stundum, sem eins og skýin, koma aldrei aftur. í fyrsta skipti olli það mér óróa að skilja við Edith, og eins og sannur elsk hugi, dró ég það eins mikið á langinn og ég frekast gat, að kveðja þessa stúlku sem elskaði mig. Mikið væri þ.að ánægjulegt, hugsaði ég með mér, að sitja enn um stund við rúmstokkinn henn- ar, strjúka hina grönnu, hvítu hönd hennar og sjá hið við- kvæma hamingjubros hennar bregða birtu yfir andlitið. En það var orðið áliðið kvölds og þess vegna vafði ég handleggjunum snöggt utan um hana og kyssti hana á munninn. Ég fann að hún hélt niðri í sér andanum, eins og til þess að njóta enn betur hlýj- unnar frá andardrætti mínum. Svo gekk ég til dyra, í fylgd með Kekesfalva. Eitt tillit að skilnaði, enn eitt kveðju orð og svo hélt ég heimleiðis, frjáls og öruggur, eins og maður er alltaf að vel heppn- uðu verki loknu, eftir fram- kvæmd lofsverðra dáða. Ég hraðaði mér fram í anddyr- ið, þar sem Josef beið mín með sverð mitt og húfu. Éf ég hefði bara gengið hraðar. Ef ég hefði bara verið kaldlyndari En gamli maðurinn gat ekki slitið sig frá mér. Hann greip enn einu sinni í hönd mína, strauk enn einu sinni handlegginn á mér og hélt stöðugt áfram að endurtaka það aftur og aftur, hversu þakklátur hann væri mér og hvað ég hefði gert fyrir hann. Nú gæti hann dáið í friði, barnið hans fengi lækningu meina sinna og nú væri allt í bezta lagi og það væri allt mitt verk, allt mitt verk. Vanlíð an mín fór stöðugt vaxandi við það að vera strokinn, og hafinn svona til skýjanna í viðurvist Josefs, sem beið þolinmóður með álútt höfuð. Ég hafði nokkrum sinnum hrist hönd gamla manns ins í kveðjuskyni, en hann hélt áfram að endurtaka þakkir sín- ar aftur og aftur. Og ég, þræll meðaumkunnar minnar, stóð þarna án þess að geta safnað næg um krafti til að slíta mig lausan og fara leiðar minnar, enda þótt einhver illsvitandi innri rödd reyndi að koma vitinu fyrir mig: Nóg, of mikið! Allt í einu heyrðum við ein- hverja háreysti í gegnum dyrnar sem við höfðum einmitt komið út um. Við heyrðum háværar og æstar raddir og mér varð Ijóst, að þær Edith og Ilona hlutu að vera að rífast. önnur þeirra virt- ist vilja gera eitthvað, sem hin reyhdi að telja hana frá. — „í öllum bænum, í öllum bænum“, ég gat greinilega heyrt aðvörunar rödd Ilonu: „Vertu kyrr þarna sem þú ert“ og hið stutta, reiði- lega svar Ediths: „Nei, láttu mig vera, láttu mig vera“. Ég hlust- aði með vaxandi óróleika, meðan gamli maðurinn hélt áfram að masa. Hvað var að gerast bak við þessar luktu dyr? Hvers vegna hafði friðurinn verið raskaður, minn friður, hinn guðdómlegi friður þessa dags? Hvað var það, sem Edith vildi gera? Hvað var það sem Ilona reyndi að aftra henni frá að gera? Þá heyrðist allt í einu þetta viðbjóðslega hljóð, þetta tap-lap, tap-lap, lap- lap í hækjunum. Guð hjálpi okk ur, hún var þó ekki að koma á eftir mér, án hjálpar Josefs? En hin þurru hrollvekjandi högg færðust nær og urðu jafnframt hraðari: tap-Iap, hægri, vinstri. Ósjálfrátt sá ég í anda hinn Skáldið o?f mamma litla 1) Það er langtum hagkvæmara að 2) Já, en ég er að spara . . . 3) . . . ég vil heldur kaupa þennan kaupa stóra pakkann á 7,50! litla á 3,85. r í (1 ó THEN VOU MIGHT AS WEU. FORGET IT ANO START 6ETTING VOUR SOUND RECORPINGS BEFORE . fT'S TOO LATE/ ^ t GUESS THE ONLV CHANCE VOU'P HAVE OF SAVING THIS ^ PLACE, MARK, WOULP ij BE TO OFFER OLP Jf SENATOR WATSON MORE MONEV THAN . /^S&THE BROPKJN wmií&m • crowp/ ; \ IT'S A BLASTEP ©HAME, " BILL...THIS IS VIRGIN TIMBER... ONE OF THE FEW STANPS LEFT IN THE COUNTRy, ANP THE BEST ELK RANGE IN í , -rt the STATES/ THAT'6 OUT OF THE OUESTION... EVEN MRS. BLITZ COULPN'T PO THAT / Ég býst við að eina von þín til bjargar þessu svæði, sé að bera meira fé á þingmanninn en Brod- kinþrjótarnir gerðu. Það kemur ekki til mála. Jafn. vel Anna Blitz gæti það ekki. Þá er eins gott fyrir þig að gleyma þessu og fara að taka upp á segulbandið áður en það er um seinan. Það er skömm að þessu Tómas. Þessi skógur er ósnertur, einn af þeim fáu, sem eftir eru í landinu og bezta elgdýrabeitin sem til er. skjögrandi líkama. Nú hlaut hún að vera komin mjög nálægt dyr- unum. Svo heyrðist högg, smell ur eins og stórum, hreyfingar- lausum hlut hefði verið kastað í hurðina, því næst slitrótt andköf. Hurðarsnerillinn var hristur ofsa lega og dyrnar hrukku opnar — Oh, hvílík sjón, hræðileg, hræðileg, hrollvekjandi. Edith hallaði sér upp að dyrahvarmin- um og náði varla andanum eftir áreynsluna. Hún hélt sér með krampakenndu taki í karminn, með vinstri hendinni, til þess að missa ekki jafnvægið, en hægri höndin seildist eftir hækjunum. Að baki hennar kom Ilona í ljós með örvæntingarfullan svip og reyndi augljóslega að styðja hana, eða halda henni fastri. En augun í Edith skutu gneistum af óþolinmæði og reiði. „Láttu mig vera, láttu mig vera, heyrirðu þeð“, hrópaði hún og hafnaði hinni óvelkomnu hjálp. „Það þarf enginn að hjálpa mér, ég kemst þetta vel ein“. Og svo, áður en þeir Kekes- falva og Josef höfðu fyllilega átt að sig á því sem fram fór, skeði hræðilegt atvik. Edith beit sam- an vörunum, eins og hún væri að búa sig undir einhverja skelfilega áreynslu, starði á mig galopnum, brennandi augum og lagði af stað í áttina til mín, án þess að beita hækjunum. Jafn- framt baðaði hún út báðum hönd um, þeirri lausu og hinni sem hélt um hækjurnar, og náði þann ig jafnvæginu. Svo með enn sam- anbitnari vörum, ýtti hún öðrum fætinum frá og dró hinn svo á eftir. Já, hún gekk! Hún gekk! Hún gekk án þess að líta af mér aHUtvarpiö Þriðjudagur 8. marz. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Amma segir börnunum sögu. 18.50 Framburðarkennsla í þýzku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.25 Daglegt mál (Arni Böðvarsson cand. mag.). 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsv. Islands í Þjóðleikhúsinu, á 10 ára afmæli hljómsv.; — fyrri hluti. — Stjórnandi: Dr. Róbert Abraham Ottósson. — I upphafi tónleikanna verður leikinn þjóð- söngurinn. Síðan flytja ávörp menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, og framkvæmdastjóri hljómsveitarinnar, Jón Þórarins- son tónskáld. a) „Egmont“-forleikur eftir Beet hoven. b) Lýrísk svíta eftir Pál Isólfs- son (frumflutningur). tryggingafræðingur). 21.15. „Þeim manni unni sönggyðjan**, dagskrá um Sveinbjörn Egilsson skáld, tekin saman af dr. Jóni Gíslasyni skólastjóra. Flytjend- ur auk hans: Broddi Jóhannes- son, Gils Guðmundsson og Andrés Björnsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (19). 22.20 Tryggingarmál (Guðjón Hansen, tryggingafræðingur). 22.40 Lög unga fólksins (Guðrún Sval arsdóttir og Kristrún Eymunds- dóttir). 23.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 9. marz 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna“: Tónleikar af plötum. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Mamma skilur allt“ eftir Stefán Jónsson; XIII. (Höfundur les). 18.55 Framburðarkennsla í ensku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Föstumessa í Hallgrímskirkju (Prestur: Séra Sigurjón Þ. Arna- son. Organleikari: Páll Halldórs- son). 21.30 „Ekið fyrir stapann“, leiksaga eftir Agnar Þórðarson; III. kafli Sögumaður: Helgi Skúlason; leik endur: Ævar R. Kvaran, Herdís Þorvaldsdóttir, Guðmundur Páls- son og Þóra Borg. Höfundurinn stjórnar flutningnum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (20). 22.20 Leikhúspistill (Sveinn Einarsson) 22.40 Djassþáttur á vegum Jazzklúbbs Reykjavíkur. 23.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.