Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. marz 1959 J|f O n r rr V r> r * « f f) 1 SUMAR reyndi báturinn Guðmundur Þórðarson svokallaða kraftblökk við að draga nótina á síldveið- unum og í haust höfðu nokkrir bátar aðrir kraft- blakkir við veiðarnar i Faxaflóa, eins og kunnugt er af fyrri fréttum. Kraft- blökk þessi er framleidd í Seattle í Bandaríkjunum og hafa bátarnir hér fengið blakkir sínar þaðan. Norski báturinn „Smyl“ notaði kraftblökk á vetrarsíldveiðunum. Nótin liggur í sjónum i hring út frá bátnum. Nótabátar voru ekki notaðir, aðeins lítil hjálparskekta. sparar erfiöi og tíma Nú er verið að byrja að framleiða kraftblakkir eftir amerísku fyrirmyndinni í Rapp-verksmiðjunum í Nor- egi, og munu íslenzkir fiski- bátar, sem smíðaðir eru á Norðurlöndum og fleiri, fá kraftblakkarútbúnað þaðan. í því sambandi hefur verið hér staddur maður frá Rappverk- simðjunum, Odd Bygge, og átti Mbl. tal við hann um kraftblakkirnar. Bylting í síldveiðiaðferðum Sagði hann, að mikil eftir- spurn væri nú eftir kraft- blökkinni í Noregi og hefðu fjölmargir norskir bátar pantað sér hana til sumar- síldveiðanna. Hefðu nokkrir reynt hana við vetrarsíldveið- arnar og væri hún þar álitin bylting í síldveiði-aðferðum. Aðalkostirnir væru þeir, hve hún sparaði mikið erfiði og hve miklu fljótar gengi að draga inn nótina. Þar af leið- andi væri hægt að kasta oftar og veiða meira. Með handafli tekur klukkutima að draga inn nótina, en með kraft- blökk 12—13 mínútur. Odd Bygge segir ennfremur að í Noregi sé reiknað með að blökkin spari tvo menn á venjulegum fiskibátum, seih þurfi þá ekki nema 8 í stað 10 manna án hennar, og það þykir mikill kostur þar, ekki síður en hér, þar sem einnig eru stundum erfiðleikar á að fá mannskap á bátana. Notuð á ýmis net Kraftblökk þessi er nefnd eftir uppfinningamanninum, Júgóslava sem búsettur er í Bandaríkjunum, og kallast hún Puretiz-blökk. Blökkin er vökvadrifin og notað há- þrýstarakerfi, en það hefur í för með sér að dæla, mótor og leiðslur eru fyrirferðar- minni. Venjulega er blökkinni komið fyrir á aft-urþiljum og nótin dregin þar inn, en eng- inn nétabátur notaður, aðeins litil hjálparskekkta. Norð- menn nota kraftblökkina einn- ig á snurpunót, hafa tvo’báta og kraftblokk í bátum. Banda- ríkjamenn nota stærri nætur, enda veiða þeir fisk sem er heldur stærri en síldin, og hafa þeir húsið framar á bát- unum en hér tíðkast, til að fá meira rúm á afturdekkinu. Þá sagði Odd Bygge, að kraftblökkina megi nota til að draga önnur net en síldarnæt- ur. Hafi Norðmenn notað hana við síld-, þorsk-, upsa- og styrjuveiðar. Þetta hefur þó ekki verið reynt hér enn sem komið er nema við síldveiðar. Odd Bygge kom hingað í þeim tilgangi að kynna sér hvort ekki væri viðhöfð al- veg sama aðferð við síldveið- arnar hér og í Noregi, áður en farið verður að framleiða kraftblökkina eftir pöntunum frá Islandi, en verksmiðjurn- ar í Noregi munu sjálfsagt koma mest til með að fram- leiða fyrir Islendinga og Norðmenn, þar eð það eru þær tvær þjóðir í Evrópu, sem mest veiða í nót. Einnig munu Svíar hafa sýnt mikinn áhuga fyrir þessari veiðiaðferð vegna veiða í Eystrasalti. — Sagði Odd, að aðferðir virtust alveg eins og áhugi ísl. og norskra sjómanna sá sami, allir vildu fá meiri síld á skemmri tíma. Þetta væri kannski ennþá meira áberandi í Noregi, því vetrarsíldin veiðist svo skamman tíma, aðeins um 6 vikna skeið. Svo einn góðan veðurdag, eftir að rannsóknir hafa sýnt að síldin er orðin horaðri ,heitir hún vorsíld, og fyrir hana fæst miklu minna verð. Vorsíldarveiðunum lýk- ur venjulega í endaðan marz og þá halda bátarnir á þorsk- veiðar. Að lokum spurðum við Odd Bygge um verðið á þessari merkilegu kraftblökk. Sagði hann að venjulegasta kraft- blökkin kostaði 24.200 norsk- ar krónur niðursett í Noregi. En stærðir gætu verið mis- munandi og útbúnaður mis- jafn og breytti það að sjálf- sögðu verðinu. Hann gat þess að Jónsson og Júlíusson hefðu einkaumboð fyrir kraftblakk- irnar hér á landi. Það tók 1—13 mín. að draga nótina inn á afturdekkið með kraftblökkinni. Fljótir að gleyma Mennirnir eru stundum ótrö- lega fljótir að gleyma. Sá eigin- leiki þeirra hefur oft komið ein- stökum stjórnmálaflokkum og leiðtogum þeirra að gagni. Á það ekki sízt við um kommún- ista. Mikill fjöldi kommúnista hefur nú gleymt þeim veðra- brigðum, sem urðu í Rússlandi með ræðu þeirri, er Nikita Krúsjefl flutti í Kreml hinn 25. febrúar 1956. En í ræðu þeirri afhjúpaði hann Jósef Stalin, sem verið hafði átrúnaðargoð komnt- únista um ailan heim í 2—3 ára- lugi. Krúsjeff lýsti Stalin sem ótíndum glæpamanni og sálsjúk- um brjálæðing. Hann komst þar m. a. að orði á þessa leið: „Stalin hefur á síðustu 19 árum ævi sinnar gert flokknum, Sovét- sambandinu og Sovétþjóðum ó- mælanlegan skaða.“ .Stalin myrti hundruð gamalla bolsevikka þar á meðal 70 af 133 miðstjórnarmönnum flokksins ár ið 1937“. „Stalin pyntaði menn til að játa á sig lognar sakir. Jafnvel ung- börn voru pyntuð“. Brennandi Gyðinga* hatur „Stalin treysti engum, jafn- vel ekki meðlimum Politbyró. Af mikilmennskubrjálæði lét hann reisa sjálfum sér minnismerki um allt Rússland. Þar á meðal Stalin-Iíkneski við innsiglingu Volga-Don skipaskurðinn, sem kostaði 35 tonn af dýrmætum kopar“. „Stalin var lialdinn brennandi Gyðingahatri“. „Siðustu daga Stalins komst sálsýki hans á fullkomið geð- veikisstig. Enginn valdamaður, sem kallaður var á fund hans, vissi, hvort hann mundi snúa af þeim fundi í fullu fjöri“. Þetta voru eftirmæli Nikita Krúsjeffs um hið mikla átrúnað- argoð kommúnista um allan heim. Og það er athyglisvert, að mennirnir, sem höfðu dýrkað þcnnan hjáguð, einnig íslenzkir kommúnistar, kúventu nú ger- samlega. Þeir átu upp svívirðing- arnar, sem Krúsjeff sagði um Stalin í fyrrgreindri ræðu. Þeir tóku upp hina nýju línu frá Moskvu og dönsuðu á henni eins og fimustu trúðar. Ekkert sýnir betur en einmitt þetta, hversu kommúnistar um allan heim láta gersamlega stjórn ast af fyrirskipunum Kreml- manna. Frá Búríaðarþing!; Ný gerð votheystusna — Rannsókn mjaltavéla Á FUNDI búnaðarþings í gær var lögð fram styrkbeiðni Einars og Bjarna Eiríkssona til tilrauna með nýja gerð votheysturna. Er erindi þetta sent til umsagnar af fjárveitinganefnd Alþingis. Hér er um að ræða byggingu votheys- tnrus úr gerviefninu „deborin", sem talið er þola sýruverkanir votheysins mun betur en önnur efni, svo sem steinsteypa. Gert er ráð fyrir að turninn verði 5 m í þvermál en hæð 8 m, eða ca. 125 teningsmetrar. Kostnaðarverð er áætlað um 80.000 kr., en styrk- beiðnin er 60.000 kr. Til síðari umræðu var erindi varðandi sölu og meðferð lyfja gegn illgresi og var það afgreitt án umræðna frá búnaðarþingi. Eftirlit með mjaltavélum Þá var til umræðu erindi Bún- aðarsambands Suður-Þingeyinga varðandi eftirlit með mjaltavél- um. Lá fyrir ályktun frá búfjár- ræktarnefnd og hafði Kristján Karlsson framsögu í málinu. í ályktuninni er stjórn B. í. falið að leggja málið fyrir verkfæra- nefnd, sem aðstöðu muni hafa til útvegunar þeirra tækja, er til þurfi til að hefja byrjunarrann- sóknir í þessum efnum. Fram komu óskir um að nefndin gerði ályktunina ýtarlegri og fylgdi málinu lengra og leitað væri eftir sérfróðum manni til að hafa um- sjón með rannsóknum þessum. Til máls tóku auk framsögu- manns, þeir Ketill Guðjónsson og Þorsteinn Sigurðsson. Gallar komið fram f greinargerð með fyrrgreindri ályktun segir að viða erlendis hafi við rannsókn komið í ljós gallar á mjaltavélum og valdi þeir slæmu heilsufari kúnna og þá fyrst og fremst júgurbólgu. Er því bent á að rétt þyki að ekki dragist lengi að mál þetta verði tekið til athugunar hér á landi Næsti fundur búnaðarþings hefst kl. 9,30 í dag. Konur í Kína og á Horna- firði snúa bökum saman FYRIR fimmtíu árum var 8. marz gerður að sérstökum bar- áttudegi kvenna yrir réttindum sínum um heim allan . Alþjóða- samb. lýðræðissinnaðra kvenna, stonað 1945, gerði þennan bar- áttudag að sínum, en samtökin hafa á stefnuskrá sinni hagsmuni kvenna og frið í heimi. íslands- deild samtakanna heitir Menn- ingar- og friðarsamtök kvenna. Það félag er starfandi hér í Reykjavík, en undirdeildir þess eru verkakvennafélag á Akur- eyri og kvenfélag á Hornafirði m.a. Samtökin buðu hingað til lands sænskum kvenlækni, Andreen, dr. med., er hóf baráttu fyrir hagsmunamálum kven- þjóðarinnar er hún nam í Upp- sölum á fyrsta tug alclarinnar. Dr. Andreen skýrði réttamönn- um svo frá í gær, að Alþjóða- samb. lýðræðissinnaðra kvenna ætti einkum ítök innan sósía- lísku landanna og er þriðjunguf meðlima, 75 millj. í Kína. Viðb'rögðin 1958 og nú Alþýðublaðið ræðir sl. sunnu- dag í forystugrein sinni um skemmdarstarf kommúnista gagnvart viðreisnarráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. Kemst blaðið þá m. a. að orði á þessa leið: „Fróðlegt er að bera viðbrögð kommúnista nú og vorið 1958 saman. Lögin um útflutningssjóð voru sett vorið 1958 og var þá m. a. Iögfest 55% yfirfærslugjald ið. Kjaraskerðingin af völdum þeirra ráðstafana var þá m. a. meiri en verður at gengisbreyt- ingunni nú. En hver voru við- brögð kommúnista? Jú, þeir mæltu með ráðstöfunum þessum, samþykktu þær á Alþingi og í rík isstjórn“. „— Sem sagt, ef kommúnistar fá að vera i ríkisstjórn, eru þeir til með að leggja blessun sína yf- ir hverskonar kjaraskerðingu, en annars munu þeir vinna öll skemmdarverk, er þeir geta gegn ríkisvaldinu, og ekki skirr- ast að efna til pólitiskra verk- falla“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.