Morgunblaðið - 08.03.1960, Page 13
Þriðjudagur 8. marz 1959
MORCVHBLAÐIÐ
13
Afríkumennirnir, sem hér eru staddir: George Vloelete, prestur Presbytarakirkjunnar í Suður-
Afríku, Manasseh Moerane frá Suður-Afríku, sem leikur aðalhlutverkið í „Frelsi“, Bremer
Hofmeyr, Búi frá Suður-Afríku, Oppermann frá Suður-Bódesíu, Hopkraft bóndi frá Kenýu og
Derek Gill, aðairitstjóri frá Suður-Afríku.
En eftir að við höfum séð að harð
soðnir Búar, eins og Hofmeyer,
gátu tekið upp slíka framkomu,
þá getum við líka breytt fram-
komu okkar og búið með þeim í
Afríku. Ég vil að við höldum
þeim Búum, sem vilja það sama
fyrir börn sín og okkar. Þeir
þeirra sem engar hugsjónir hafa
hljóta að fara. Við viljum hvíta
menn með breytt viðhorf. Og það
er meiri bylting að breyta hvitum
manni en skera hann á háls. Við
þurfum á þeim að halda. Það er
ekki gott, eins og fór í Guineu.
Frakkarnir urðu móðgaðir, þegar
Guineubúar vildu frelsi, og fóra
burt. Það var ekkert eftir af þjálf
uðu hvítu fólki til að leysa af
hendi störfin, nema fólk frá járn-
tjaldslöndunum. Það kom með
sitt hugmyndakerfi, en við erum
sannfærðir um að okkar er betra
Við verðum
að breytast
fil að geta lifað saman í Afríku
Viðtal við sex
Afríkumenn
*
Islandi
a
ALLRA augu beinast um
þessar mundir að Afríku,
sem sjálfstæðisbylgjan flæð-
ir yfir. Á sunnudagskvöld
kom á Reykjavíkurflugvöll
sex manna hópur frá þessari
fjarlægu álfu. Þar búa 240
millj. manna, þar af tæpar
6 millj. hvítra innflytjenda,
sem hingað til hafa víðast
stjórnað. En á þessu ári fá
a. m. k. 7 víðlend ríki sjálf-
stæði og er talið að eftir það
muni 180 millj. íbúa vera
komnir undir stjórn svartra.
Árekstrar hinna ýmsu liópa
og vandamálin, sem leysa
þarf, eru því óteljandi.
Aðkomumennirnir eru af hin-
um ýmsu flokkum manna, sem
Afriku byggja og nú þurfa að
koma sér saman. I hópnum eru
þrír svertingjar, sem allir segjast
áður hafa verið ákafir fylgismenn
samtaka, sem heimta „Afríku fyr-
ir Afríkubúa", og segja að nvítir
menn geti bara farið til síns
heima. Þeir eru Manasseh Moer-
ane, fyrrv. form. kennarasamtaka
Suður-Afríku, Opperman frá
Suður-Ródesíu og George Moel-
ete, prestur frá prestbyterakirkj-
unni í Suður-Afríku. Hvítu menn
irnir eru einnig þrír og hafa til-
heyrt andstæðum samtökum. Þeir
eru Derek Cill, aðalritstjóri frá
S.-Afríku, Bremer Hofmeyr, sem
er af valdamikilli Búafjölskyldu
á sama stað, og Hopkraft bóndi
frá Kenýu.
Viðhorf allra verða að breytast
Og ástæðan fyrir því að vel
fellur á með mönnum af svo and-
stæðum uppruna og flokkum, og
þeir eru komnir í ferðalag til ís-
lands saman, er sú, að þeir hafa
kynnzt siðfræðingarhreyfingunni
MRA (Moral rearmament) og
trúa því að þar sé að finna hug-
myndakerfi, sem feli í sér lausn,
■— hina einu lausn fyrir Afríku-
búa, svo þeir geti komið sér
saman í álfunni. Þeir eigi að
hætta að berjast hver gegn öðr-
um, en reyna í þess stað að breyta
sjálfum sér, skilja andstæðinginn,
og hafa með framkomu sinni
áhrif til að breyta honum.
Blaðamaður frá Mbl. ræddi um
stund við Afríkumennina í gær
og spurði þá ofurlítið um þeirra
persónulegu viðhorf, hvers fyrir
sig.
Hofmeyer, Búinn frá S-Afríku,
sagði frá því er Mau-Mau menn
drápu tengdaföður hans í Kenya,
grófu hann lifandi. I fyrstu skap-
aði það hatur á ódæðismönnun-
um innan fjölskyldunnar, en síð-
ar sáu þau hjónin að sökin lá í
ástandinu í Afríku, sem ekki síð-
ur var hvítum mönnum að kenna,
og það sögðu þau Svertingjunum,
m.a. hafði frú Hofmeyer lýst því
yfir á fundi byltingarsinnaðra
Afríkukvenna og náð sáttum við
hinn þeldökka formann þeirra.
Meiri bylting að breyta hvítum
manni . . .
— Við þessir þrír svertingjar
hér, vildum blóðuga byltingu, af
því við trúðum því að engin önn-
ur leið væri til að hljóta freísi,
greip Manasseh Moerane fram í.
og æskilegra.
Derek Cill, aðalritstjóri Queen-
ston Daily, sem barist hafði í yfir
5000 leiðurum í blaði sínu gegn
Búastjórninni og fyrir svertingj-
ana, kvaðst hafa verið að búa
sig undir að flytja frá Afríku með
fjölskyldu sína, er hann komst
að raun um að gagnkvæmt um-
burðarlyndi færði lausnina en
ekki hatur. Ég hafði orð fyrir að
vera hatrammasti blaðamaðurinn
í Suður-Afríku þangað til fyrir
sex vikum, bætti hann við og hló.
En nú veit ég að ég var bara að
gera illt verra.
— Og hvað segja andstöðublöð
in núna?
—- Stjórnarblaðið sagði: Ef
þetta getur breytt Derek Gill, þá
hlýtur þetta að veri lausnin. Það
er ekkert gert til að bregða fæti
fyrir okkur af stjórnarvöldun-
um. Allir vita að lengra verður
ekki haldið á sömu braut og fólk
leitar að lausninni á vandanum.
Það verður að bjarga hrynjandi
kerfi.
Þegar Faubus breytti framkomtl
sinni
Allir hafa heyrt um hryðju-
verk'Mau mau manna í Kenýu,
en hinn hvíti Kenýubóndi Hop-
kraft fullvissar okkur um að það
sé vel búandi með harðsvíruðum
Mau-mau manni, eftir að báðir
hafi ákveðið að kenna ekki hin-
um urri, heldur byrja á að bæta
framkomu sjálfs sín. Hann segist
sjálfur búa á búgarði með einum
af fyrrverandi foringjum Mau-
mau hreyfingarinnar, sem kynnt-
ist þessari hugsjón í fangelsi.
Og þegar þeim félögum sýnist
blaðamaðurinn enn vera vantrú-
aður á að hugsjónirnar einar sam-
an dugi t.d. við ráðamenn í Suð-
ur-Afríku, slá þeir út trompinu:
— Þeir Hofmeyer og Moelete
voru í Little Rock, þegar hinn
alræmdi Faubus fylkisstjóri sá
svertingjakvikmyndina „Frelsi“,
kynntist hugsjónum okkar og
breytti hegðun sinni. Hann lét
meira að segja mynda sig takandi
Framh. á bls. 23,
0 » +000-0+0 0.0 0 0 ■
Bjarni
Helgason:
VÖXTUR og viðgangur
plantnanna ákvarðast af
mörgu: jarðvegi, loftslagi og
ýmsum eiginleikum ' plantn-
anna sjálfra. Sumt af þessu
getur maðurinn ráðið við eða
haft áhrif á og stjórnað að ein
hverju leyti eftir vild. Annað
ræður hann ekki við. Hann
ræður til dæmis ekki við loft,
l.i ós eða hita, en hins vegar
getur hann haft áhrif á nær-
. en lítill er það menningarvottur.
Um jaröveg og rœktun
ingarefnin í jarðveginum.
Hann getur breytt vaxtarskil-
yrðum plantnanna í jarðveg-
inum, annað hvort með hag-
felldum vinnubrögðum eða
með því að bæta efnum í jaið
veginn.
Ef jarðvegur á að gefa mik-
ið af sér, verður hann að inni-
halda nægilega mikið af þeim
efnum, sem plönturnar þurfa.
Að minnsta kosti 16 mismun-
andi efni eru talin nauðsynleg
íyrir plönturnar og hugsui-
iegt er, eftir því sem aðferðun
ar verða betri og tæknin
meiri, að í ljós komi fleiri
efni, sem nauðsynleg yrðu
talin til fullnægjandi þroska
plantnanna. En ólíklegt sýn-
ist þó, að slíkar nýjar upp-
götvanir hafa mikla beina þýð
ingu fyrir hinn venjulega
ræktunarmann.
En það er ekki nóg, að jarð-
vegurinn innihaldi einhver
efni. Það verður að byggja úr
eínunum. Það er heldur ekki
sama, hve mikið er af hverju
efni fyrir sig. Það er heldur
ekki sama, hvaða hlutföll eru
á mijli efnanna eða hvaða efni
eru til staðar. Þess vegna er
það, að við kaupum áburð og
berum hann á túnin eða í garð
ana. Aburður er ýmist notað-
ur til að bæta úr beinum nær-
ingaefnaskorti plamoanna eða
til að breyta innihaidi jarð-
vegsiT,s af einhverju ákveðnu
efni í hlutfalli við þau önnur
efni, sem fyrir kunna að vera.
Hér á landi er lang algengast
að bera kalíum-, fosfór- og
köfnunarefnisáburð í jarðveg-
inn. En víða erlendis er jarð-
vegur þannig gerður, að alveg
jafn náuðsynlegt getur verið
að bæta kalsíum í jarðveginn
til að fullnægjandi uppskera
fáist. Það er aðaj lega gert með
því að bera kalk í jarðveginn,
annað hvort venjulegt áburð-
arkalk eða þá skeljasand eins
og þann, sem Sementsverk-
smiðjan á Akranesi notar til
sinnar framleiðslu.
Að auki eru oft allmörg
efni, en sem aðeins lítið þarf
af hverju sinni. Hins vegar
eru sum þessara efna þannig,
að verði mikið af þeim, geta
þau haft alveg gagnstæð áhrif
og dregið úr uppskeru og
vexti plantnanna. Eitt dæmi
um slíkt efni, sem aðeins lítið
má vera af og þó er nauðsyn-
tegl, er bór. En því er þess
getið hér, að stundum hefur
bórskortur gert vart við sig
hér á landi, einkum við rófna-
rækt í þurrkasumrum, og jafn
vel í tómötum sums staðar.
Hvort fleiri efni en þau, sem
nefnd hafa verið, kann að
skcrta einhvers staðar hér á
landi, er ómögulegt að segja.
Það hefur ekki verið rann-
sakað, svo að viðhlýtandi sé,
e n í sambandi við rannsóknir
á þessu sviði jarðræktarinnar
kemur fjölmargt til greina,
sem gera þarf, og verður
kannski vikið nánar að því
síðar.
En svo að vikið sé að öðru
efni, minnast kannski ein-
hverjir þess, að fyrr í vetur
birtist hér í blaðinu viðtal við
einn af ráðunautum Búnaðar-
sambands Suðurlands, og þar
stóð þessi merkilega setning:
„Þá gerizt æ algengara að
beita mjólkurkúm á ræktað
land . . . .“. — Sannarlega
gefur þessi setning til kynna,
að allvíða séu jafnvel mjólk-
urkýr látnar ganga á óræktar-
jörð og þarf reyndar ekki
langt að fara til að sjá slíka
sjón. Og það er ekki lengra
síðan en á síðastliðnu sumri,
sem þetta var. Bendir þetta
ekki til þess, að einhvers kon-
ar hjarðbúskapur eigi sér stað
í ií ndi okkar, búskapur í anda
hinna fyrstu landnámsma-.a"
Bendir þetta ekki líka til, að
hjá sumum hafi næsta litlar
framfarir orðið, þrátt fyrir
1000 ára reynslu kynslóðanna.
En ef eitthvert vit á að vera
í búskapnum, verðum við að
horfast í augu við þá stað-
reynd, að búskaparlag fortíð-
arinnar dugar ekki í dag.
Vissulega hafa orðið framfar-
ir, en það er ekk i nóg að eiga
hálffennta og ryðgaða rakstr
arvél frosna í polli uti á túni
og telja sjálfum sérþannigtrú
um framfarirnar. Reyndar má
telja það framfarir frá því að
eiga alls enga rakstrarvél, en
lítil hagfræði er það eða menn
ingarvottur.
Athugaleysi og gamlar venj
ur mega ekki skapa reglur,
þótt nautgripir hafi áður verið
látnir ganga á óræktaðri jörð
eða þúsundir sauðfjár hafi
reikað, og reiki enn, um heið-
ar landsins. Sauðfénu fjölgar
ár frá ári, og sú virðist algeng
skoðun, að allt sé fengið með
höfðatölunni. A síðastliðnu
ári mun um ein og hálf millj-
ón fjár hafa verið í sumarhaga
og nær áttahundruð og sextíu
þúsund fjár sett á fóður til
næsta vors. Afleiðingarnarláta
heldur ekki á sér standa frek-
ar en endra nær. Bithaginn
er nagaður niður í rót, svo að
gróðurhulan sparkast upp
og nýgræðingurinn hverfur
smátt og smátt í soltna sauði,
enda mun dilkþungi á síðast-
liðnu sumri sums staðar hafa
verið í minna lagi, Reyndar
kenna sumir rigningum á Suð
urlandi um og er óskandi, að
þeir hafi réttara fyrir sér, en
hinir, sem sjá fyrir sér rýrn-
andi bithaga. Sú gernýting á
bithögum landsins, sem nú
virðist eiga sér stað, getur að
sjálfsögðu ekki verið til fram-
búðar. Spurningin getur því
verið sú, hvort ekki sé eitt-
hvað svipað og með ofveiði
togaranna að endurtaka sig
með sauðfé á afréttinum. En
þar verður erfiðara um vik,
þótt engir Englendingar séu
til að stríða við. Sjórinn fer
. ekki, en jarðvegurinn og frjó-
semi hans geta blátt áfram
fokið út í buskann.
Gæti þess vegna ekki ver-
ið viðeigandi fyrir Búnaðar-
þing það, sem nú situr, að
bæta við ailar sínar ályktan-
ii einni eða tveimur ályktun-
um um meðferð og nýtingu
bithaganna, um bætta með-
ferð búvéianna og jafnvel um
bætta meðferð sjálfs bústofns
ins, því að svo mikusverð mai
eru þetta, að ekki verður hjá
kornizt að skoða þau aiveg nið
ur í kjöiinn.