Morgunblaðið - 08.03.1960, Side 6
6
MORGUNBLAÐIh
Þriðjudagur 8. marz 1959
Fjarskiptastöóvar
i íslenzkum skipum
Frá Alþingi
ÞIN GSÁLYKTUNARTIL-
LAGA um endurskoðun laga
og reglugerða um fjarskipta-
stöðvar í íslenzkum skipum
var tekin til umræðu á fundi
sameinaðs Alþingis sl. mið-
vikudag. Fyrsti flutnings-
maður tillögunnar, Pétur
Sigurðsson, 12. þm. Reykvík-
inga, fylgdi tillögunni úr
hlaði með ræðu.
í upphafi máls síns vék þing-
maðurinn að reglugerðum þeim
er giltu um þessi efni, er m.a.
væru þannig, að verzlunarskipum
með 13 manna áhöfn væri skvlt
að hafa neyðarsenditæki, en tog-
ari með 30 til 40 manna áböfn
væri ekki skyldur að hafa slík
tæki um borð. Á togurum væni
engin hreyfanleg neyðarsendi-
tæki sem taka mætti um borð í
björgunarbát, en slíkt gæti verið
frumskilyrði þess, að í tíma tæk-
ist að koma nauðstöddum mönn-
um til hjálpar.
Síðar í ræðu sinni sagði Pétur
Sigurðsson: — Ef stuttbylgju-
stöðvar væru í öllum okkar verzl
unarskipum og stærri fiskiskip-
um og hér heima væri ailan sól-
arhringinn opin neyðartíðni fyrir
þær, og frá stöðinni hér heima
væri alltaf hægt að komast í sam-
band við einhvern stað, þar sem
læknavarzla væri allan sólar-
hringinn, þá má undir flesturn
kringumstæðum strax ná í ráð-
gefandi læknishjálp, þar sem
hvorki skortur á tungumálakunn
áttu né of mikil fjarlægð væri
þröskuldur í vegi fyrir slíku.
í lok máls síns lagði þingmað-
urinn til að Alþingi tæki þegar
ákvörðun um tillöguna.
ÍSAFJÖRÐUR, 3. marz. — Fær-
eyzki togarinn Johannes Fonsdal
kom hér inn á laugardaginn með
bilaða spilvél. Hefur verið unnið
að viðgerð á vélinni síðan og gat
togarinn haldið aftur á veiðar
í morgun. Þegar hann kom hér
inn var hann búinn að fa 36 tonn
af fiski og landaði hann þeim
afla hér í gær til þess að geta
byrjað nýja veiðiferð. Er hann á
veiðum fyrir Bretlandsmarkað
eins og allir færeyzku togararnir
að einum undanskildum, sem er
á saltfiskveiðum við Noreg. Gera
þeir ráð fyrir að vera á ísfisk-
veiðum þennan mánuð, en þegar
kemur fram í apríl fara allir fær
eyzku togararnir á saltfikveið-
ar til Grænlands.
1 gærkveldi kom togarinn
Karlsefni frá Færeyjum með
bilað spil og er verið að gera við
það í dag. — J.
HAFNARFJÖRÐIJR
ABCdEFGH
ABCDEFGH
KEFLAVÍK
25. Bg6—c2
★
KEFLAVÍK
ABCDEFGH
A B C D E F
AKRANES
22. Hglxg5
„Pianissimo
EINS og fyrr hefur veriff frá
skýrt hér í blaðinu, á Sinfóníu-
hljómsveit fslands 10 ára starfs-
afmæli um þessar mundir. —
Verffur hér drepiff á örfá atriði
úr sögu hljómsveitarinnar, sem
Jón Þórarinsson tónskáld, frkvstj.
hennar, rakti á fundi meff frétta-
mönnum um daginn. — Hinir
fyrstu af sex „afmælistónleik-
um“ sveitarinnar verffa í kvöld í
Þjóðleikhúsinu, en fyrstu tón-
leikar he.inar vc.ru haldnir 9.
marz áriff 1950 — og er sá dagur
síffan talinn afmælisdagur sveit-
arinnar.
í útvarpinu og 267 sinnum við
sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þetta
jafngildir því, að hljómsveitin
hafi leikið opinberlega 142 sinn-
um á ári að meðaltali á þessu 4
ára tímabili, eða annan hvorn
virkan dag, að fráteknum sumar-
leyfum htljómsveitarmannanna.
hljómsveitina. Hann stjórnar tón-
leikunum í kvöld — en hann var
einnig stjórnandinn á tónleikun-
um hinn 9. marz fyrir tíu árum.
Á efnisskránni eru, auk Schu-
bert-sinfóníunnar, Egmont-for-
íeikurinn eftir Beethoven — en
bæði þessi verk voru leikin á
fyrrnefndum tónleikum, 1950 —
og Lyrisk svíta eftir dr. Pál fs-
ólfsson, sem ekki hefur áður ver-
ið flutt sem hljómsveitarverk.
„Vera samtaka“----------
Fréttamaðurinn tekur sér
stöðu úti við dyr og fylgist með
ekki piand!“
— Vera samtaka — byrja aftur á
takti 60. Athuga síðustu fjórða-
partsnótuna. Ekki að flýta —
frekar teygja aðeins úr! — Þann-
ig gengur æfingin. Allar fyrir-
skipanir eru stuttorðar, og hljóð-
færaleikararnir eru hinir þolin-
móðustu, þótt endurtaka þurfi,
og fljótir að byrja á ný. Allt
gengur rösklega — þarna virðist
ríkja góður áhugi. Þó kemur það
kannski fyrir, að hljómsveitar-
stjórinn þurfi að hasta á „nem-
endur“ sína eins og kennari á
h Tímamót
Hljómsveitarstarf hafði verið
hér talsvert alllengi áður en Sin-
fóníuhljómsveitin var formlega
stofnuð, en árið 1950 urðu þó
mikil tímamót í htljómsveitar-
málu-num. Þá var Þjóðleikhúsið
að taka til starfa, og tókst nú
samstarf með því og Ríkisút-
varpinu um að koma á fót
„fastri“ hljómsveit. Voru ráðnir
erlendir menn til að fylla þau
skörð, sem opin stóðu, svo að
hljómsveitin mætti teljast nokk-
urn veginn fullskipuð. Nokkur
styrkur til starfsins fékkst úr
bæjarsjóði Reykjavíkur og síðar
ríkissóði. Var hlómsveitin nú
rekin á þessum grundvelli til
1953.
Endurskipulögff
Árið 1953 varð sú breyting á,
að Ríkisútvarpið tók að sér
rekstur hljómsveitarinnar og ann
aðist hann fram á haust 1955. —
Var þá nokkur óvissa um fram-
tíð sveitarinnar, og lá starfið
niðri nokkra mánuði. Síðan var
hún endurskipulögð, og hinn 1.
marz 1956 hófst starfið aftur —
á nýjum grundvelli, og hefur
sveitin síðan verið rekin sem
sjálfstætt fyrirtæki. — Málefn-
um sveitarinnar stjórnar 7
manna thljómsveitarráð, og er
Ragnar Jónsson, forstjóri, for-
maður þess.
1f Mikiff starf
Á umræddu tíu ára tímabili
hafa 25 hljómsveitarstjórar starf-
að með sveitinni, þar af 20 er-
lendir. 50 einsöngvarar og ein-
leikarar hafa komið fram með
henni og 5 kórar. Alls hafa verið
haldnir um 150 opinberir tón-
leikar í Reykjavík á þessum ár-
um. — Síðan hljómsveitin var
endurskipulögð 1956 hefur hún
haldið samtals 77 tónleika í
Reykjavík og 48 utan Reykja-
víkur á 35 stöðum. Auk þess hef-
ur hún komið fram 175 sin;.um
1f Á æfingu
í tilefni afmælis Sinfóníu-
hljómsveitarinnar skyggndist
fréttamaður Mbl. snöggvast inn
á æfingu hjá sveitinni í Góð-
templarahúsinu. Þegar fréttamað
urinn gekk heim að húsinu, bár-
ust á móti honum hinir fögru tón-
ar h-moll sinfóníu Schuberts,
Ófullgerðu thljómkviðunnar svo-
nefndu. — Það er Róebrt Abra-
ham Ottósson, sem er að æfa
æfingunni um stund. Hljóm-
sveitarstjórinn leiðir hljóðfæra-
leikarana, ekki með taktslættin-
um einum og ákveðnum bending-
um, heldur kallar hann einnig
upp athugasemdir og fyrirskip-
anir: — Pianissimo — þetta á að
vera pianissimo, ekki piano! —
Uss, ekki pressa! Og svo er stöðv-
að og viss atriði leikin upp aftur
til þess að ná betri samstillingu,
eða hinum réttu blæbrigðum:
Róbert A. Ottósson, hljóm-
sveitarstjóri
skólabekk. Einu sinni heyrðist
hann kalla: — Hafið hljóð, herrar
mínir! Einhverjir höfðu víst ver-
ið að masa....
h Fjölskyldutilfinning
Svo er gert stutt hlé. Það er
þreytandi að æfa í þrjár klukku-
Framh. á bls. 23.
skrifar úr. j
daqlega lifmu J
• Arnatrhóll —
Ingólfur
Reykvíkingur skrifar:
Að vonum velta menn fyrir
sér áskorunarskjalinu til bæj-
aryfirvaldanna um friðun
bæjarstæðis Ingólfs Arnarson
ar við Aðalstræti.
Margar spurningar sækja að
manni úr öllum áttum málið
varðandi. Verður þá einna
fyrst fyrir: Hvernig er með
Arnarhól? Bæjaryfirvöldin
hafa fyrir löngu helgað hann
minningunni um Ingólf Arn-
arson, og segja má að stytta
hans á hólnum sé þessu til
staðfestingar. Að vísu mun
ekki vera hægt að tala um að
Arnarhóll hafi verið friðlýst-
ur minningarreitur, en hann
er a. m. k. orðinn það nú. Ein
spurning er: Ef friðlýsa á
svæði við Aðalstræti, bundið
minningu Ingólfs Arnarsonar,
hvað verður þá um Arnarhól
og styttu Ingólfs?, verður hún
þá flutt niður í kvosina. Ann-
að mál sem miklu skiptir:
Verður því þá endanlega sleg-
ið föstu, að fyrsta bæjarstæði
Ingólfs hafi verið á hinum
friðlýsta stað, því enn sem
komið er, þá er þessi stað-
setning aðeins skoðun manna,
eins og fram kemur í skjalinu
sjálfu. Er þá enn búið að
binda fornleifafræðinga um
aldur og ævi, varðandi fyrstu
bæjarstæði landnámsmanns-
ins hér í bænum? Víst er um
það að engin sýnileg mann-
virki eru við Aðalstræti sem
skylda ber að varðveita þessu
máli viðkomandi. Ef óyggj-
andi sannanir fomleifafræð-
- inga skyldu leið í ljós annað
varðandi hið fyrsta bæjar-
stæði Ingólfs hér i höfuðborg-
inni, myndi þá ekki þurfa að
friðlýsa það svæði með öllum
þeim kostnaði sem slíkt hefði
í för með sér og óhjákvæmi-
lega röskun á skipulagi?
Sú almenna skoðun að Arn-
arhóll sé sá blettur sem
Reykjavík vill binda minning-
unni um landnámsmanninn er
í fyllsta máta eðlileg. Á með-
an er hægt að vinna að áfram-
haldandi rannsóknum á því
hvar fyrsti bær Ingólfs hafi
í rauninni staðið, og skipulagi
bæjarins ekki bundinn fjötur
um fót.
Spurningin er hvort þessi
friðun á fomminjum sé byggð
á nægilega miklu raunsæi,
eins oe nú standa sakir.
• Enn um ger
Velvakanda hafa borizt
mörg bréf um germálið. Flest
eru þau á einn veg. Húsmæð-
ur krefjast þess að fá að
kaupa ger í sín brauð hindrun
arlaust. Hér er þó ein rödd,
sem er á annarri skoðun. Hús-
móðir í Vesturbænum skrifar
m. a.:
„Ég hefi oft keypt perluger
til baksturs og hef aldrei verið
í neinum vandræðum að ná í
það. Oftast fæst þetta ger í
verzlun Náttúrulækningafé-
lagsins, en auðvitað kaupi ég
það hjá Áfengisverzlun ríkis-
ins, því þar fæst það í heild-
sölu og munar miklu á verði.
Allur galdurirm (ef galdur
skyldi kalla) er að fara inn á
skrifstofu áfengisverzlunarinn
ar við Hverfisgötu, borga þar
gerið og fara svo með kvittun-
ina niður á Skúlagötu, í sama
hús og Vínbúðin er. Alls ekki
í vínbúðina sjálfa, eins og
„Húsmóðm“ hélt fram í frá-
sögn af píslargöngu sinni. Að
því sem ég bezt veit, hefi ég
haldið mínu mannorði fyrir
það“.