Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 14
14 MORCVNIiLAÐIÐ Þriðjudagur 8. marz 1959 Þjóðleikhúsið : „Hjónaspir Gamanleikur efiir Thornton Wilder. Leikstjóri: Benedikt Arnason Gamanleikur eftir Xhomton Wilder Leikstjóri: Benedikt Árnason. HAUSTIÐ 1954 var ég á Edin- borgarhátíðinni og sá þá nýtt leikrit eftir bandaríska rithöf- undinn Thornton Wilder. Leikur þessi hafði hvergi verið sýndur áður og var forvitni manna mik- il að sjá þama nýtt leikrit eftir þennan víðfraega höfund. Leikrit ið hét á ensku „The Matchmak- er“, en hefur í íslenzku þýðing- unni hlotið heitið „Hjónaspil“. Stjómandi leiksins úti í Edin- borg var Tyrone Guthrie, en leik- tjöld og búningar voru gerð eftir teikningum Tanaya Moiseiwitsch. í leikskránni var sagt að þetta væri farsi, en hér hjá okkur er leikurinn talinn gamanleikur og skulum við halda okkur við það til þess að raska ekki ró þeirra bókmenntaspekinga, sem ekki I mega heyra nefndan farsa í sam- bandi við jafnvirðulega stofnun og Þjóðleikhúsið er. Leiksýning þessi vakti geysimikla athygli og hrifni leikhúsgesta og dómar blaðanna voru allir mjög lofsam- legir, enda voru leikendur af- burðasnjallir og báru þó tveir þeirra af, þau Sam Leven sem lék kaupmanninn Horace Vand- ergelder og Ruth Gordon, sem lék frú Levi af frábærfi snilli. Þjóðleikhúsið frumsýndi þenn an leik sl. fimmtudagskvöld. Höf- undinn þarf ekki að kynna, því hér hafa verið sýndir eftir hann tveir leikir „Bærinn okkar“ sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi á sínum tíma og ..Á ystu nöf“, sem Þjóðleikhúsið sýndi í fyrra. Leikurinn „Hjónaspil“ gerist í Jonkers, N. Y. og í New York- borg skömmu eftir 1870. Fjallar hann öðru fremur um kaupmann inn Hóras Vandergelder í Jonk- ers, sem er ekkjumaður á ’oiðils- buxunum og frú Levi vinkona hinnar látnu konu hans, sem hef- ur einsett sér að krækja í karl- inn, ekki af ást, heldur vegna peninganna hans, sem 'henni finnst að geri því aðeins gagn að þeir komist „í veltuna“ og það ætlar hún að sjá um dyggilega þegar hún er orðin frú Vander- gelder. — En þarna er líka fleira fólk, sem hyggur á hjónaband, en af rómantískari hvötum en frú Levi. Og allt fer þetta að lok- um eins og bezt verður á kosið, og þá fer maður nærri því að sætta sig við nafnið „Hjónaspil“. þó að það hafi staðið nokkuð fyr- ir brjóstinu á manni í fyrstu. Leikur þessi verður ekki tal- inn efnismikill, en hann er skemmtilegur og víða bráðfynd- inn. Persónurnar eru margar og hver annarri ólíkar, en allar mannlegar þrátt fyrir ýkjurnar og gáskann. í leikskránni er það haft eftir höfundinum að hann hafi samið þennan leik til þess að skopast að úreltum leiksviðs- háttum. Er það ekki ósennilegt, enda er leikurinn gjörólíkur öllu því, sem ég hef séð eða lesið eft- ir höfundinn og allur byggður eftir gömlum forskriftum. Ekki skal ég amast við þessum til- gangi höfundar. En það gamla hefur líka sinn „sjarma“, og stundum getur verið gott að hvíla sig frá öllum þeim marg- víslegu „tilrauna-bókmenntum“ á leiksviðinu og utan þess, sem svo mjög gætir á vorum heitandi tímum og dettur mér þó eigi í hug að neita því að þessar nók- menntir eiga veigamiklu hlut- verki að gegna. Benedikt Árnason hefur sett leikinn á svið og annast leik- stjórnina. Benedikt hefur setr hér nokkra leiki á svið áður og tekist vel og að þessu sinni hefur hann unnið það gott verk að ég tel að af honum megi vænta mik- ils sem leikstjóra. Hann hefur mjög glöggt auga fyrir staðsetn- ingum og er einkar sýnt um að skapa líf og eðlilegar hreyfing- ar á leiksviðinu. Því verður ekki neitað ,að leikurinn dalaði nokk- uð eftir hléið, en um það er fyrst og fremst höfundinn að saka, en hvorki leikstjórann né leikendur. Annað aðalhlutverkið, Vand- ergelder kaupmann, leikur Har- aldur Bjömsson. Karlinn er mesti svíðingur og miðar allt við gróða og peninga. Jafnvel i kvennabraskinu er það hagsýnin ein sem ræður afstöðu hans, því hann hefur komist að þeirri nið- urstöðu að það sé odýrara og því hagfelldara að eiga konu en hafa ráðskonu. Af þessum ástæðum er ég ekki allskostar ánægður með gerfi Haralds, finnst hann „dandy“ legur um of með sinn gráa pípuhatt og lafafrakka. En leikur Haralds er prýðilegur, Bessi Bjarnason, Guðbjörg, Rúrik, Ilelgi Skúlason, Valur Gústafs, Róbert, Brynja Benediktsd. — Herdísar í þessu hlutverki er einnig bráðsnjall, leikstíllinn mjög svipaður og hjá Ruth Gord an og gáskinn og glettnin í svip- brigðum og fasi þannig að áhorf- andinn skilur fyllilega að Vand- ergelder varð að láta í minni- pokann fyrir þessari konu að lokum. Kornilius Haggel, Barnabi Tögger og Malaki Stakk, starfs- menn við verzlun Vandergelders, leika þeir Rúrik Haraldsson, Bessi Bjarnason og Róbert Arn- finnsson. Hinir tveir fyrrnefndu laumast til New York í fjarveru húsbóndans (hann er þá líka staddur í sömu borg) og lenda þar i miklu ævintýri í hattabúð Irin Molloj, sem er glæsileg og Haraldur Björnsson sem Vandergelder kaupmaður. fullur af glettni og góðri kimni bak við hið hrjúfa yfirbragð svíðingsins. Frú Levi leikur Herdis Þor- valdsdóttir. Er það eitt veiga- mesta og vandasamasta hlutverk leiksins. Frú Levi er veraldar- vön kona, sem veit hvað hún vill. Hún kann bersýnilega til fulln- ustu tökin á karlmönnunum og þá á Hórasi Vandergeider sér- staklega. Hann fær því ekki um- flúið örlög sín, þar sem þessi slóttuga og skemmtilega kona er annars vegar og þessvegna sjáum við hann í leikslok krjúpa við fætur hennar, en hún horfir á hann með sigurbroe á vör. — Ruth Gordon fór með hlutverk þetta á sýningunni í Edinborg með þeim ágætum að hún var ráðin til að leika hlutverkið viða annarsstaðar, meðal annars á Broadway í New York. Leikur heillandi kona. Það láir því eng- inn Haggel (Rúrik) að hann stenzt ekki töfra hattadömunnar. Hinsvegar er ekki eins auðskilið að hún skuli heillast af Haggel, því að enda þótt hann eigi ekki að vera neinn heimsmaður, þa er hann annkannalegri, t. d. í klæðaburði, en ástæða er til. Má að sjálfsögðu skrifa þetta á reikning beggja, leikstjórans og leikarans. Hins vegar er leikur Rúriks fjörlegur og skemmtileg- ur. Barnabí Tögger (Bessi) er saklaus og reynslulaus ungling- ur, sem hefur ekki við að falla í stafi yfir öllu því, sem við ber i þessari ævintýralegu för þe'.rra félaganna til New York. Bessi túlkar þetta hlutverk mjóg skemmtilega, með þeim sakleys- issvip sem hver fermingardreng ur væri fullsæmdur af. Róbert. sem leikur Malaki Stakk, hefur skapað þar mjög sérstæða mann- gerð og sjálfri sér samkvæma, sem kemur hvað bezt fram í þeirri lífsspeki, sem hann hefur tileinkað sér á brösóttri lífsleið: Ekki nema einn löst í einu. Hann hafði hallað sér að viskíinu og því vildi hann ekki stela. Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik ur hattadömuna Irin Molloj. Er það allmikið hlutverk og því vel borgið í höndum þessarar ágætu leikkonu. Guðbjörg á til að bera mikla reisn og þokka og þannig á einmitt Irin Molloj að vera. — Ermingarde, systurdóttur Vand- ergelders og Ambrós Kemper, listamann leika þau Bryndís Pét- ursdóttir og Jóhann Pálsson. Hlutverkin eru ekki mikil, en ekki ólaglega með þau farið. Þó lýtir raddhreimur Bryndísar íöiu vert leik hennar. Minní Fei, búð- arstúlku hjá Irin Molloj leikur Brynja Benediktsdóttir. Hún er nýliði á leiksviði að heita má, en hún lék sitt litla hlutverk með miklum þokka. Ungfrú Flóru vann Höjsen, vinkonu hinnar látnu eiginkonu Vandergelders leikur Arndís Björnsdóttir. Ung- frú Flóra hefur orðið fyrir von- brigðum í ástum og því er þess- ari öldruðu og ljúfu konu svo ákaflega umhugað að ungir elsk- endur séu ekki skildir að. Fer því vel á því að leiknum lýkur á heimili hennar með fjöldatrúlof- un. Arndís túlkar vel barnslega hjartahlýju þessarar ágætu konu. Jón Aðils leikur Jóa Skalon, rak- ara Vandergelders, lítið hlutverk sem hann fer skemmtilega með. Önnur hlutverk eru minni. Leiktjöldin eru unnin af I.ár- usi Ingólfssyni eftir frumdrög- um Tanaya Moiseiwitsch. Hann hefur einnig ráðið búningunum. Hefur hann leyst hvorttveggja vel af hendi. Karl Guðmundsson hefur þýtt leikinn. Ég hef ekki borið þýðing una saman við frumtextann, en mér virtist hún yfirleitt vel gerð. Leiknum var ágætlega tekið, enda mikið hlegið í leikhúsinu þetta kvöld. Sigurður Grímsson. ALLT Á SAMA STAÐ Stýrisendar Fyrirliggjandi í eftirtaldar gerðir bíla: Fólksbíla : MOSKWITCH FORD POBETA LINCOLN FORD CONSUL MERCURY — — ZEPHYR CHEVROLET CHRYSLER MORRIS VAW DODGE — — 8HP PLYMOUTH — — 10HP OLDSMOBILE — — OXFORD PONTIAC — — COWLEY KAISER — — MINOR FRASER M G BUICK CHEVROLET TRUCK DE SODO GMC TRUCK AUSTIN FORD TRUCK HILLMANN MIX DODGE TRUCK VOLKSWAGEN STUDEBAKER TRUCK WOLSELEY INTERN ATION AL TRUCK Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118. Sími 22240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.