Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. marz 1959 Listin er mitt bæna- hús FYRIR um það bil tveim árum barst íslendingum góð gjöf frá dönskum listamanni. Prófess- or Elof Risebye færði Listasafni ríkisins að gjöf 46 myndir eftir hinn ástsæla listamann, Mugg Guðmund Thorsteinsson). — tlr- val þessara mynda hangir nú uppi í sérstökum sal í listasafn- inu. Við megum gjarna minnast þess manns, sem hefir fært okkur svo ómetanlega gjöf, — og með tilliti til þess birtum við hér í lauslegri þýðingu meginefni viðtals, sem Ernst Mentze átti við prófessor Risebye og birtist í Berlingske Tidende, í tilefni þess, að hann var nýlega útnefndur for seti Konunglega listaháskólans danska. — ★ — — Mennirnir geta gert sínar áætlanir — en það er annar, sem færir til peðin á skákborðinu. — Þetta eru orð Hermans Bangs, frí léga tilfærð — en ég vil gjarna gera þau að mínum eigin orðum, segir málarinn, prófessor Elof Risebye, hinn nýskipaði forseti Listaháskólans. Og listamaðurinn bætir við: — Þess vegna hefi ég aldrei reynt að flytja nein af peð unum. áfe Blossandi sál Við erum stödd á mótum tveggja heima — annar er þarna fyrir utan, hinn hérna — fyrir innan þykka múra. Gegnum smárúðótta gluggana sýnist manni borgarlífið undarlega fjar lægt og óraunverulegt. Fólkið virðist allt vera að flýta sér — smábílar, strætisvagnar og reið- hjól, allt á hraðri ferð. — Ljósa- auglýsingarnar blika eins og marglit blóm í þoku febrúar- kvöldsins. Að baki okkar eru hinir stóru, hálfmyrku salir Gyldenlöves- hallarinnar, þar sem rauðir og svartir skuggar rísa og hníga á víxl. Hér hafa Pilo, Abildgaard, Eckersberg, Marstrand og Roed eytt nokkrum árum ævi sinnar. Nú hýsa þessir fögru salir málara sorgarinnar, sársaukans og dul- hyggjunnar. Hér ber allt merki fegurðarinnar — nær pví sjúk- lega fágaðrar fegurðar — og niinninga. Listamaðurinn stendur frammi listamanninn er Kristsmynd fyrir mér — titrandi, með ofsa- fulla, blossandi sál í pervisaleg- um, jarðneskum umbúðum. Taug ar hans vírðast útslitnar — varn- arlausar gagnvart öllum þeim margvíslegu „sveiflum“ og áhrif um, sem stöðugt stafar frá hin- um mörgu, þjáðu mannverum þessa heims. — Andlitið er gramn leitt og skarpleitt og svipurinn hugsandi. Augun virðast fremur Utdráltur úr viðtali við dahska mál- arann práf. Elof Risebye horfa inn en fram fyrir sig. Hár- ið er grátt og strokið slétt aftur. Veit ekki aldur sinn — Við skulum fá okkur sæti, segir prófessor Risebye.-----Á borðinu liggur sígarettupakki — hér eru flöskur og glös. — Vegg- irnir eru prýddir mörgum mynd- u m listamannsins — vatnslita- vinar hans, Pauls Kjærskous. myndir, málaðar í San Cataldo á Suður-ltalíu. Á áberandi stað við vegginn stendur stór Kristsmynd eftir myndhöggv- arann Paul Kjærskou — fá gætlega fíngerð höggmynd, sem Jýsir einlægri tilfinningu. Hendur listamannsins eru á sí- felldri hreyfingu, þegar hann byrjar að tala um líf sitt. Hann segir: — Þetta er ævintýrið um fá- tæka drenginn, sem varð forseti Konunglega listaháskólans og eignaðist heimili í fagurri höll. — H. C. Andersen hefði ekki getað liugsað upp fegurra ævintýri. Hver pabbi og mamma voru? — Pabbi var glerskeri og kaup- maður, mjög vel stæður — það man ég. En svo missti hann allar eigur sínar í Hellig-Hansen-hrun inu svonefnda — það man víst enginn eftir því lengur. Tuttug- asta öldin hefir áreiðanlega ver- ið í frumbernsku, þegar það gerð ist. Ég man ekki ártalið — slíkt hefir aldrei haft neina þýðingu fyrir mig. Hefi ekki einu sinni hugmynd um, hve gamall ég er — ekkert skírnarvottorð til. — — Nú — jæja — en þetta hrun olli því, að fjölskyldan fluttist úr landi, og settist að í Chicago. Og þar varð ég að leggja minn skerf af mörkum til þess að sjá fjöl- skyldunni farborða. Ég byrjaði sem léttadrengur í verksmiðju. Heilt ái. sópaði ég gólf frá morgni til kvólds. — Um tíma seldi ég sítrónur í vagni úti á götu — og ioks vai ég aftur í verksmiðju — í fastri vinnu. Þar stillti ég píanó- strengi í sex ár. Hundruð þúsund ir kílómetra í C-, D-, E-, F- og G- dúr — en hörpustrengir huga míns voru stilltir í moll. áfe Framandi maður í Eltt af málverk- um próf. Ri.se- byes — Getse- mane, málað 1958. heimalandi Svo varð ég veikur, hjartveik- ur, afskaplega veikur — og pabbi og mamma sendu mig heim til Danmerkur — til að deyja. En það varð reyndar ekki. Og hér skyldu hinir dýpstu og leyndustu draumar einmana drengs rætast. Ég vildi ekki verða leikari. — Risebye stóð fyr ir framan spegilinn sem Hamlet, með hauskúpu milli skjálfandi handa: The undiscover’d country, from whose bourn No traveller returns, puzzles the will, And makes us rather bear those ills we have Than fly to others that we know not of .............. — Spurningunni um mömmu og pabba er í rauninni ekki hægt að svara. Hvorugt þeirra virtist kæra sig um að tala um það, hvaðan þau væru. Mamma líktist Sígauna. Nokkuð er það, að ég er sem framandi maður hér í Danmörku. Það er fyrst sunnan Alpafjalla, að mér finnst ég vera kominn heim. Já, mér finnst ég jafnvel geta tekið undir með norska skáldinu Sigbjörn Obst- felder: Jeg er kommet paa en fejlklode; her er saa underligt —. Gestur á jörðinni. Það er það, sem ég er — það er rökrétt af- leiðing af trú minni á eilífðina. — En þér urðuð málari — ekki leikari. — Ég var of lítill og veik- byggður — kannski hefi ég ekki heldur haft leikhæfileika. — Ég hafði teiknað og málað allt frá barnæsku — og það varð ævi- starf mitt. Síðustu árin í Chicago sótti ég kvöldtíma í Art Institute — og eftir að ég kom heim til Danmerkur hélt ég áfram námi, fyrst hjá Gustav Vermehren, síð- an í háskólanum. Ætli það hafi ekki verið 1914. Tveim árum síð- ar birtust verk mín í fyrsta sinn opinberlega á sýningu. Þá komu enn nokkur námsár, áður en ég lauk prófi með góðum árangri — svo góðum, að ég fékk þegar í stað kennslu við fjóra af deild- um Listaháskólans. Það eru nú 36 ár síðan. Sálarvana verk Risebye kveikir sér í sígarettu. — Við skulum fá okkur aftur í glösin. — Hvað gerðist annars helzt á þessum árum? — Ég sýndi verk mín á Char- æskuna. Það eru þó ekki listræn- ar tilraunir hinna ungu, sem í fyrstu vekja áhuga minn. Það er maðurinn sjálfur — að reyna að komast að kjarna eistaklingsins og laða fram hin persónulegu verðmæti — sjálfið. Oft rekst maður hér á mikil verðmæti, sem betur fer — en stundum finnur maður aðeins hið mikla tóm und ir þunnri skel. — Nú orðið gefst oft ekki nægur tími til slíkra „djúprannsókna". í núveradi starfi verð ég að sinna ýmsum framkvæmdaatriðum , og því hefi ég orðið að fá aðstoðarkennara við skólann. Það er hinn ungi málari Vilh. Redal. Hann á heima hér og er þess vegna alltaf við höndina — og móðir hans sér um heimilið fyrir mig. Þannig leysist það vandamál á handhægan hátt. Vilji drottins <?{y' — Þér eruð dulhyggjumaður — og jafnframf mjög trúhneigð- ur. — Já, það er ég — og þannig hefir það alltaf verið frá því að ég var barn. Þá þegar fann ég, að það var kallað eftir mér — að ég var útvalinn. — Dulhyggju- maðurinn á um skamman veg að fara til "fundar við guð sinn. En það var fyrst eftir einn sérstak- an atburð, sem gerðist eftir að ég komst á fullorðinsaldur, að trú- arhneigðin tók að setja ákveðinn svip á verk mín. Listin er mitt bænahús. — Já, í bæninni finn ég hið guðdóm- lega — ég sé og heyri, það er sem rödd tali til mín. Og jafn- skjótt vaknar sköpunarþráin. Eg er í tengslum við æðri öfl. Það, sem gerist, er vilji drottins. Þannig hefi ég skynjað það um langt skeið. — En við skulum víkja aftur að fyrrnefndum at- burði. — Listamaðurinn kveikir sér enn í nýrri sígarettu, áður en hann heldur áfram: — A und- an gengu nokkur ár, er ég bjó með ungum vini mínum, hinum bráðgáfaða myndhöggvara Paul Kjærskou. Það voru hamingju- rík ár — við efldum og örvuðum hvor annan til listrænnar sköp- Hin tvöfalda brjóstmynd Pauls Kjærskous: hreysti Risebye í sorginni. Risebye hug- lottenborg — en jafnskjótt og ég fékk myndirnar aftur í hendur, reif ég þær í tætlur. Þær voru gersamlega sálarvana. Ég hefi að eins varðveitt eina einustu mynd frá þessum árum. Risebye þagnar, kremur síga- rettuna í öskubakkanum með fát kenndum hreyfingum, setur nýja í langt mimnstykkið og kveikir í. — Og skólastarfið, — Það er það mikilvægasta. Freskó-deild Listaháskólans er raunverulega ævistarf mitt. Hér barðist ég harðri baráttu í mörg ár, við léleg skilyrði, þar | til 1949, að nemendur mínir — i ja, ég get eiginlega sagt „tróðu“ ! mér inn í prófessorsembættið og j Hartvig Frisoh, kennslumálaráð- i herra, rétti mér lárviðargreinina. I Ég ann skólanum mínum, kennslustarfinu og nemendunum — þykir vænt um að eiga þess kost að hafa náið samband við unar. Lát Pauls 1933 kom yfir mig eins og reiðarslag — í marga mánuði var í sálrænni kreppu. Nokkur verk, sem ég gerði um þessar munir og nefni einu nafni „myndir, málaðar við andlát vin- ar“, eru hreinustu sálsýki-mynd- ir — hugklofnings-verk, ef svo mætti segja. — Ég reikna tímatal mitt frá þessu ári. Það er annars einkennilegt, að andlát vinar skyldi verða til þess að opna hug minn og innsta eðli og vekja hið mikla lífsafl með mér — En nú skuiuð þér koma og sjá áfe Upphafið að Risebye Við rísum á fætur og tökum að ganga um hinar stóru stofur. Þar eru mörg verk eftir vininn, Kjærskou. Við stönzum við „tvö- falda“ brjóstmynd. — Þessa gerði Paul árið áður Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.