Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.1960, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 8. marz 1959 MORGUNB, LAÐIÐ 17 Sveinn Jónsson frá Þykkvabæjarklaustri vinsæll Sveinn varð í Mosfelis- sveitinnL jafn-ihiédrægur maðui', sem hann fluttist í kominn á efra aidur. £n sannleikurinn mun sá, að þar hafi hann notið sín bezt um dagana. Kom nú í ljós, að raunar var maðurinn léttlyndur og mannblendin. Minning SPEKI er skynbragð á undir- stöðulögmál lífsins. Speki er það að kunna, eins og postulinn segir, að „gera mun á því sem munur er á“ þannig, að dæma um lífið og atriði þess ekki eftir sýninni, heldur eftir innra eðli mála- vaxta. Speki er sjálfsögð afleið- ing kristinnar trúar, þegar hún hefur náð tökum á manninum og ekki skynsemi hans einni saman. Sem dæmi kristinnar speki samfara skilningi mætti benda á eftirfarandi ummæli Páls post- ula: „Ef einhver byggir ofan á grundvöllinn gull, silfur, dýra steina, tré, hey, hálm, þá mun verk hvers um sig verða augljóst, því að dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast með eldi; og hvílíkt verk hvers eins er, það mun eldurinn prófa. „Dagurinn, sem hér er nefndur, er dómsdagur (eftir líf hvers eins?). 1 þessari umsögn postulans — sem skrifuð er í fyrra Korinþu- brefinu, 3. kap., H.—13. versi — berdir hann á, að svo er ekki ávallt að það, sem hæst hreykir sér fyrir heimsins augum, sé raun verulega verðmætt; gildi slíks fyrir lífið megi oft jafna til við- ar og hálms, sem brennur til ösku sé eldur að borinn. Lifgildi — m.ö.o. eilífðargildi — mann- anna verka standi beinlínis oft í öfugu hlutfalli við fyrirferð þeirra að heimsins sjón. Þetta er mjög róttæk umsögn- — hreint og beint ucnbyltandi, sé hún tekin í fullri alvöru. Eitt vantar þó í hana, eins og hún kemur fyrir: I henni er ekki bein línis tekið fram hvers konar verk það séu, sem þar eru táknuð með orðunum „gull, silfur, dýrir steinar". Á sínum stað í Nýja- testamentinu hefur hún hins vegar alla þá bók að bakhjalli, orðum þessum til skýringar. Sér staklega má benda á ein ummæli Jesú Krists, í 16. kap. Lúkas^r- guðspjalls, 9. versi, sem fela í sér kjarna alls þess máls. Þau um- mæli hljóða svo: „Gerið yður vini með mammon ranglætisins, til þess að þeir, þegar hann þrýt- ur, taki við yður í hinar eilífu tjaldbúðir". Að vísu er Jesús hér fyrst og fremst að tala um nokkuð annað — skynsamlega meðferð fjár- muna (sem hann telur vel fram- kvæmanlega, enda þótt fjármála- kerfið sé spillt — sbr. orðalagið „mammon ranglætisins"). Hann segir nefnilega að það sé skyn- samleg meðferð fjármuna að nota þá til þess að afla sér með þeim vina, því að þeir endist manni út yfir gröf og dauða — „taki á móti“ manni „í hinar eilífu tjaldbúðir“. Sú umsögn hlýtur aftur á móti að vera reist á hinni almennu for- sendu, að hafa aflað sér vina í jarðvistinni, þá eigi maður það víst, að þeir „taki við“ mannin- um, er hnn líður fram, „í hinar eilífu tjaldbúðir“. „Þar, sem sannur vinur er, er Og „sá fjársjóður sem mölur og ryð fá ekki grandað". Maður, sem þannig er gerður, að hann ávinn- ur hjarta annarra til frambúðar yijar náunganum um hjartaræt- urnar svo, að það gleymist aldrei, hann hefur, við dauða sinn, látið eftir sig verk, sem stenzt próf „eldsins“. Það eru kærleikurinn, ‘hógværðin, hjartans lítillæti, sjálfsögunin, sem slík verk láta eftir sig. Og þau eru að jafnaði, á sínu sviði, ekki öllu fyrirferðar meiri en „gull, silfur og dýrir steinar" eru á mannvirkjasvið- inu. Nýlega — á Þorláksmessu ______ dó kunningi minn nokkur, er vek ur mér þessar hugleiðinger, Sveinn Jónsson í „Pétursborg“ að Grafarholti í Mosfellssveit, skaftfellskur maður, áttræður að aldri. Ég hygg, að ekki muni auðfundin dæmi, vor á meðal, um menn er, með persónu sinni, dagfari sínu og áhrifum sínum á aðra, minna fremur á líkingu Páls um fyrirferðarlitla bygg- ingameistara. Sveinn var fæddur að Hlíð í Skaftártungu. 5. apríl 1880, sonur hjónanna Jóns bónda Eiríkssonar og Guðnýjar Steingrímsdóttur. Móðir Jóns, kona Eiríks, var Sig- ríður dóttir Sveins Pálssonar i Vík í Mýrdal, læknis og náttúru- íræðings og mikilmennis. Kona Sveins v»r dóttir Bjarna Pálsson- ar iandlæknis, en hans kona var dóttir Skúla landfógeta. Sveinn óist upp í Hlíð með for- eldrun sínum og eldri systkin- um, dvaldist þar unz hann kvænt ist 28. maí 1912, ungfrú Hildi Jónsdóttur sýslunefndarmanns Brynjólfssonar á Þykkvabæjar- klaustri. Hildur var Ijósmóðir. Fimm árum seinna tóku þau við búsforráðum á Klaustrinu með heldur litlum efnum, en tengda- foreldrarnir, Jón Brynjólfsson og Sigurveig Sigurðardóttir voru áfram í heimilinu. Kirkja Alft- veringa er á Klaustrinu, og gest- kvæmt þar á messudögum, enda londlæg gðatrisni. Þau Hildur eignuðust sjö bórn og eru þau öll enn á lífi, mjög fríður hópur. Er undirrituðum lítt skiljanlegt hvernig þeim hjón um tókst, hjálparlaust á kreppu- tímum, að koma svo góðri döng- um í þennan stóra barnahóp í heldur litlu búi, við svo mikla gestrisni og framan af með þrjú gamalmenni á framfæri — ömm- ur Hildar og móður Sveins, en Sveinn var sívinnandi og harður húsbóndi sjálfum sér. Eftir nærri því þrjátíu ára bú- skap á Klaustrinu fluttu þau hjón heimili sitt til Skeggjastaða í Mos fellssveit og bjuggu þar fimm ár. Arið 1951 brugðu þau svo búi og settust að, tvö ein, í smáhýsi, „Pétursborg" að Grafarholti. Voru þá eldri hjónin látin, en börnin öll með eigin-heimili og eigin börn. Vann Sveinn nú hitt og þetta, fyrir nágrannanna, enda lagvirkur maður, og hjálp- aði konu sinni við tóvinnuna, sem nú var orðin hennar aðal- starf auk heimilisverkanna; enn fremur höfðu þau hjónin garð. „Pétursborgar“-árin urðu þeim báðum tími yndis og áhyggju- leysis. Þau voru umvafin ást barna sinna og virðingarfullri hlýju frænda og annarra vanda- manna og allra sveitunganna og þó auðvitað sérstaklega nágrann anna og þeirra sveitunga sem þau höfðu haft mest skipti við. Jafnvel sumarbústaðarfólk í Grafarholti batt við þau nána vináttu, eins og í ljós kom í veik indum Sveins, er leiddu hann tíl bana, og við útför hans; svo og þegar á sjötugsafmæli hans á Skeggjastöðum. Fljótt á litið sýn ist það gegna furðu hve afar Barnabörnin urðu eftirlæti Sveins og allramesta ynai. Börn sjálfs hans höfðu auðvitað notið í ríkum mæli barnelsku hans, og þess naut hann svo aftur ríku- lega á efri árum sínum. En nú orðið lá svo létt í honum, að sjálfur naut hann barnelsku sinn ar óðrum þræði enn betur með barnabörnunum. Nú naut hann lífsins í þeim mæli, að langvinn- ar sjúkdómsþjáningar fengu þar litlu haggað. Lífsgleðin vall óháð upp í geði hans — ávöxtur langrar ævi óbrigðullar sam- vizkusemi og ósérplægni og ástúð ar, sem aldrei leit á eigin hag heldur einungis á þarfir og óskir ástvina og annarra náunga — þar með taldar skepnurnar. Samvizkusemi Sveins og hlý- hug hans gagnvart skepnum get ég borið vitni af eigin reynd, því að ég tók eftir að reiðhestur minn var, yf irleitt, greinilega viljugri þegar hann kom úr hest húsi hans en annarra gestrisnis- bænda er ég gisti, sóknarprestur í Þykkvabæjarklausturspresta- kalli. Kona Sveins, börn þeirra og barnabörn, blessa minningu hans af hjartanlegri gleði. Það gera og þeir, er fjær stóðu og til þekktu. Keykjavík, 24. febrúar 1960. Björn O. Björnsson. — Risebye Frafh. af bls. 8 en hann dó. Undarlegt — það er sem hann hafi séð fram í tímann. Þetta er Risebye, sem hughreyst- ir Risebye í sorginni — skyggni- verk. Og hér er önnur. Það voru andlitsdrættir mínir, upp aftur og aftur, sem fram komu í verk- um hans. — Hérna eru myndir frá 1932, sem þér hafið nefnt „Tveir engl- ar reika milli trjáa“ og „Nætur- gestur Gurre“. — Já, rétt — ég hafði nú gleymt þeim. — 1 þessum mynd- um túlka ég meðvitaða dul- hyggju og samkennd við al'heim- inn. — Næturgesturinn — hann er ég. Annars eru þessi verk í rauninni upphafið að hinum eig- inlega Risebye. Myndixnar eru málaðar Érið áður en Paul lézt — rnnur í San Cataldo á Italíu, en þar birtist mér sýn. Hvað eftir annað sá ég englaherskara svífa yfir fjöllunum og á milli trjánna. — Hin myndin er máluð heima hjá mér í Gurre. Einkennilegt er það — ég ætlaði mér eiginlega að mála danskan skóg. En ef ég fer út til þess að mála tré, þá kemur Kristshöfuð á léreftið. — Þér ætlið að halda yfirlits- sýningu á verkum yðar í vor. — Já, ég hlakka til þess. — Mynd lífs míns nefni ég þessa sjálfsafhjúpun. ^ Beethoven — jass Á göngu okkar um stofurnar höfum við staðnæmzt við flygil- inn. — Blandið nú litina réttilega á spjaldinu, segir prófessorinn um leið og hann sezt og lætur næma fingur líða yfir hljómborðið. Ég byrjaði á Beet'hoven — en leik nú aðeins jass. Hið eirðar- lausa hljóðfall hans er í meira samræmi við nútímann. Ég dansa líka oft — þykir mjög gaman að því. Málara sorgar og sársauka þykir gaman að dansa — skrifið það. Ef bregða á upp svipmynd af mér, má það ekki vanta. Loks vil ég svo, vinur minn, biðja yður að leggja áiherzlu á það, að ég er ekki neinn innilok- aður rykfallinn minnisvarði held ur vakandi maður, væddur kjarki — trúmaður, sem lífið hefir gef- ið allt........ Anton við vél sína Ný Ijósprentunarstofa með fullkominni vél U M sl. mánaðamót var opnuð ný ljósprentunarstofa að Braut- arholti 22. Eigandi er Anton Er- lendsson og starfar hann sjálfur að endurprentunum af teikning- um og skjölum. Anton hefur fengið nýja og mjög fullkomna ljósprentunar- vél. í þessari vél er hægt að taka afrit af teikningum þó ekki séu á gegnsæjum pappír og er það nýlunda hér á landi og að sjálf- sögðu mikil framför. Þegar um slíkt er að ræða tekur vélin fyrst ljósmynd af því sem endurprenta á og skilar filmu. Filmum þess- um má breyta, t. d. skafa út merkingar á kortum, taka út stryk eða bæta öðrum inn en slíkt er mjög gagnlegt, t. d. við hústeikningar. Anton getur á þennan hátt endurprentað alls konar skjöl, sem ekki var áður hægt að gera með slíku móti. Reynist þetta mjög vel t. d. við nótur alls kon- ar svo eitthvað sé nefnt. Ljósprentunarstofan er opin alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma og eru teikningar bæði sóttar og sendar heim ef óskað er eftir. Ragnheiður Steins- dóttir — minning í DAG verður Ragnheiður Steins dóttir jarðsett frá Fossvogs- kirkju. Hún fæddist 15. sept 1874 að Hvammi í Dýrafirði, dóttir Steins Kristjánssonar, bónda þar, og konu hans, Jóhönnu Natanaels dóttur. Ragnheiður átti tvö alstystkin, Þorberg Steinsson frá Þingeyri og Sólveigu Steinsdóttur, sem lengi bjó á ísafirði, eru þau látin fyrir nokkrum árum. Hálfbróðir Ragnheiðar, Jóhann Steinsson, vélstjóri, býr í Reykjavík. Ragnheiður ólst upp í Hvammi ásamt systkinum sínum,. Þegar hún var fast komin að fermingu andaðist móðir hennar. Helga Jónsdóttir, sem síðar varð móð- ir Jóhanns, tók skömmu eftir andlát Jóhönnu við búsýslu í Hvammi og gekk börnunum í móðurstað. _ Árið 1895 giftist Ragmheiður Árna Einarssyni, stýrimanni. Komu þau sér upp dálitlu búi í Hvammi, en jafnframt stundaði hann sjó, eins og títt var um vestfirzka bændur. Þau eignuð- ust 3 börn, og misstu tvö skömmu eftir fæðingu. Sonurinn, Steinn Júlíus Árnason, komst einn á legg og var æ síðan auga- steinn móður sinnar. Árið 1906 varð Ragnheiður fyr- ir þungum raunum, en þá missti hún eiginmann sinn. Fórst hann með skipinu Önnu Soffíu, ein- hversstaðar út af Vestfjörðum. RagnheiðUr brá þá búi og lét flytja timburhiis sitt frá Hvammi fram á Þingeyri. Nefn- ist húsið alltaf síðan „Rönkuhús“. Þangað fluttist hún ásamt einka- syni sínum. Ragnheiður bjó mörg ár á Þingeyri og vann algenga verkakcmuvinnu. f þá daga var engin miskunn og oft hart í búi hjá einstæðingsekkju með son sinn. Vinnan erfið og vinnudagur langur. Oft var Ragniheiður heitin við vinnu um borð í skipum, sem komu með salt og kol, en sigldu burt með fisk. Má nærri geta, hvort stundum hafi ekki konum verið ofviða að standa í salt- og kolamokstri í kalsaveðrum um borð í flutn- ingaskipum, sem þá var algeng kvennavinna. Þetta varð og hltit- skipti Ragnheiðar um nokkurra ára skeið, meðan hún var að koma syni sínum á legg. Fíngerð- ur líkami hennar lét líka fljót- lega á sjá af þessu erfiði. Sótti liðagigtin hana snemma heim og lék mjög harkalega um 30 ára tímabil. Steinn Júlíus Árnason, sonur hennar, fór snemma suður til Reykjavíkur, þar sem hann komst í trésmíðalæri. Að námi loknu tók hann móður sína suð- ur til Reykjavíkur. Breyttisí hagur Rönku mikið við þetta, er hún nú gat helgað sig heimili og umönnun sonar síns. Er fátítt að sjá jafnmikinn kærleik og var milli þeirra mæðgina. Eftir að Júlíus kvæntist naut Ragnheiður umönnunar tengda- dóttur og tveggja barnabarna. Ragnheiður dvaldist hjá syni sínum allt þar til fyrir tæpum 2 árum, að hún fluttist sjúkling- ur í Elliheimilið Grund og lézt þar föstudaginn 26. febrúar. Að sjálfsögðu naut Ragnheið- ur ekki mikillar skólagöngu í æsku, enda skólaganga ekki jafnauðveld og nú. Ragnheiður aflaði sér þó ýmiskonar fróðleiks, var ljóðelsk og kunni mikinn fjölda kvæða og sálma. Uppá- haldsskáld hennar var Stein- grímur Thorsteinsson. Ragnheið- ur var trúuð kona og þráði að ná fundi guðs, svo mjög sem hún var orðin þjáð. Ég, sem þetta rita, naut ásamt bræðrum mínum mikils kærleika þessarar góðu konu. Á æskuár- um okkar vorum við næstum daglega gestir hennar, þar sem hún kenndi okkur sögur og vísur og miðlaði okkur góðgæti. Hafði þetta mikið uppeldisgildi fyrir okkur, sem ég vil nú þakka. Hér hefur verið reynt í örfá- um orðum að segja sögu góðrar alþýðukonu. Sögu, sem ekki var að öllu leyti blómum stráð, en þó þeim fegurstu, sem prýtt geta manneskju hér á jörð, trú, mannkærleikur og fórnfýsi. Blessuð sé minning hennar. Örn Steinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.