Morgunblaðið - 08.04.1960, Page 20

Morgunblaðið - 08.04.1960, Page 20
20 WORCVNBLAÐtÐ Fðstudagur 8. apríl 1960 ferði Juliens á þennan hátt, þeg- ar hann var ekki syndlaus sjálf- ur? Barónsfrúin, sem var enn að berjast við ekkann, brosti dauf- lega,. er henni varð hugsað til ástarævintýra manns síns. — í þeirri stétt kvenna, sem hún heyrði til var litið á ástarævin- týri sem sjálfsagðan og óaðskilj- anlegan hluta tilveru manna. Jeanne lá grafkyrr í rúminu, með galopin augu, og þungar hugsanir ásóttu hana. Eitt af því, sem Rosalie hafði hagt, hafði sært hana framar öðru: „Ég þagði af því að ég var hrifin af hon- um“. Hún hafði einnig hrifizt af hon- um, og það var eina ástæðan til þess, að hún gaf sig honum á vaid og afsalaði sér öllu öðru, framtíðaráætlunum og draumum. Hún hafði hafnað í þessu hjóna- bandi, sokkið í þetta hyldýpi ör- væntingar og eymdar, af þeirri einni ástæðu, að henni hafði, eins og Rosalie, litizt vel á hann. Dyrunum var hrundið upp, og Julien birtist í gættinni, reiður á svip. Hann hafði séð Rosalie standa skælandi í stiganum, og hann grunaði því, að hún hefði sagt frá öllu. Hann nam snöggt staðar, þegar hann kom auga á prestinn. „Hvað er hér á seyði?“ sagði hann, óstyrkri en þó rólegri röddu. Baróninum var runnin mesta reiðin, og hann þorði ekki að segja neitt af ótta við athuga- semdir prestsins, og jafnframt óttaðist hann, að tengdasonur hans kynni að taka undir í sama streng. Móðirin grét ofsalegar en nokkru sinni fyrr, en Jeanne reis upp til hálfs í rúminu, dró þungt andann og starði hvasst á xnanninn, sem hafði bakað henni slíkar sálarkvalir. „Við vitum allt — allt um óþokkaskap þinn, frá því að þú komst fyrst í þetta hús“, sagði hún slitrótt. „Við vitum, að barn — barn stúlkunnar er bam þitt, alveg eins og — eins og mitt — þau verða systkini". Sorgin bug- aði hana aigerlega við þessa til- hugsun. Hún grúfði sig niður í rúmfötin og grét beizklega. Julien stóð ráðþrota og vissi hvorki, hvað hann átti að gera né segja. Presturinn kom honum til hjálpar. „Svona, svona, þér megið ekki láta bugast á þennan hátt, unga kona. Verið skynsamar". Hann stóð upp, gekk að rúminu og lagði hlýjan lófann hughreyst- andi á enni ungu konunnar. — „Þér hafið orðið fyrir mik- illi sorg, en guð hefur af misk- unnsemi sinni veitt yður bless- un, sem vegur upp á móti, þar sem þér eigið í vændum að verða móðir. Þetta barn mun verða yður huggun. í nafni hans sár- bæni ég yður að fyrirgefa hr. Julien yfirsjón sína. Fyrirgefn- ingin tengir ykkur enn sterkari böndum, gefur fyrirheit um ævar andi trúmennsku héðan í frá. — Getið þér í hjarta yðar sagt skil ið við þann mann, sem er faðir barnsins, er þér berið undir belti?“ Hún svaraði ekki, lömuð af þreytu og niðurlægingu. Hana skorti þrek til þess að geta verið reið lengur. Henni stóð á sama um allt. Barónsfrúin, sem virtist aldrei geta erft neitt við neinn, þar sem sljóan hug hennar skorti einbeit- ingarhæfni til þess, tautaði fyr- ir munni sér. „Já, gerðu það, Jeanne". . Presturinn tók um hendi unga mannsins, leiddi hann að rúminu og lagði hönd hans í lófa eigin- konunnar. Hann klappaði síðan laust á hendur þeirra beggja, og sagði, ánægður á svip: „Jæja, þá er því lokið. Þið megið trúa því, að það er eina rétta lausnin". Hendurnar, sem höfðu sameinast í svip, skildust samstundis að aft ur. Julien, sem þorði ekki að skipta sér neitt af Jeanne, kyssti tengdamóður sína á ennið, sner- ist síðan á hæli og tók undir handlegg tengdaföður síns, sem undi því vel, ánægður yfir að málið skyldi vera farsællega til lykta leitt. Þeir leiddust síðan út, til þess að reykja saman vind- il í ró og næði. Sjúklingurinn féll í svefnmók, úrvinda af þreytu, en þau prest- urinn og móðir hennar töluðust við um hríð, lágum rómi. Presturinn skýrði henni í fám orðum frá hugmynd sinni, og barónsfrúin kinkaði kolli til sam þykkis. Hann lauk máli sínu með þessum orðum: „Jæja, við höfum það þá þann ig: Þér gefið stúlkunni Barville bændabýlið, og ég tek að mér að finna handa henni eiginmann, einhvern góðan, trúverðugan mann. Já, þegar í boði eru eign- ir, sem eru tuttugu þúsund franka virði, verður áreiðanlega enginn skortur á biðlum. — Við munum eflaust geta valið úr þeim“. Barónsfrúin var farin að brosa, þótt síðustu tárin væru vart þorn uð á vöngum hennar. „Það er þá ákveðið", endurtók hún. „Barville er að minnsta kosti tuttugu þúsund franka virði. Við munum setja eignina á nafn barnsins, þótt foreldrarn- ir hafi að sjálfsögðu afnot 'f henni, meðan þau þurfa á að halda“. Presturinn stóð upp og kvaddi móðurina með handabandi. „Ger ið yður ekki það ómak að standa upp og fylgja mér til dyra, kæra barónsfrú, ég veit, hvað það er erfitt fyrir yður“. .Um leið og hann fór út, mætti hann Lison frænku, sem var að vitja um sjúklinginn. Hún tók ekki eftir neinu, þau sögðu henni ekkert; eins og venjulega, vissi hún ekkert. 7. kafli. Móðir. Rosalie var farin úr húsinu. Jeanne fann ekki til neinnar gleði við tilhugsunina um að verða móðir, þar sem sorgin hafði lamað tilfinningalíf henn- a_. Hún beið komu barnsins án eftirvæntingar, haldin óljósum kvíða um yfirvofandi ógæfu. Stórvaxin kona hafði komið í stað Rosalie, til þess að leiða barónsfrúna á hinum tilbreyting arlausu gönguferðum eftir trjá- stígnum. Baróninn leiddi Je- anne, sem nú var oft lasin, og Lison frænka gekk við hina hlið hennar. Þannig gengu þau öll tímun- um saman, þögul að mestu, með- an Julien þeysti um landareign- ina á hestbaki. Hann hafði fyr- ir skemmstu tekið upp þann sið. Ekkert rauf tiibreytingarleysi langra daganna. Baróninn, kona 1+1 =2 2 + 2 = 4 — Það er kannski ekki pabbi, sem skrifaði undir einkunnabókina mína. En það er samt penninn hans, sem var notaður! hans og greifinn fóru í eina heimsókn til Fourville-hjónanna, sem Julien virtist talsvert kunn- ugur, þótt enginn vissi síðan hve nær. öðru sinni heimsóttu þau Briseville-hjónin, sem hreyfðu sig aldrei út af óðalssetri sínu. Um fjögur leytið dag einn komu tvær manneskjur, karl og kona, riðandi inn í garðinn. Julien kom þjótandi til herberg- is Jeanne í mesta uppnámi. — „Flýttu þér, komdu niður, Four- villes-hjónin eru komin. Þau vita hvernig ástatt er fyrir þér og vilja gjarnan heilsa upp á þig sem nágrannar. Segðu þeim, að ég hafi farið út en muni bráðum koma aftur. Ég ætla að hafa fata skipti". Jeanne varð mjög undrandi, en fór samstundis niður. Fölleit en snotur ung kona með dapran svip, dreymandi augu og Ijóst hár, kynnti eiginmann sinn, stór an klunnalegan mann með rautt yfirvaraskegg. „Við höfum þegar haft þá ánægju að hitta monsieur de Lamare nokkrum sinnum", sagði hún. „Hann sagði okkur frá las- leika yðar, og okkur langaði til að heimsækja yður sem nágrann ar, án þess að gera boð á und- an okkur. Eins og þér sjáið kom- um við ríðandi. Okkur hlotnað- ist einnig sú ánægja um daginn að fá heimsókn foreldra yðar“. Framkoma hennar var frjáls- mannleg og eðlileg og bar með sér gott uppeldi. Jeanne gazt samstundis mjög vel að henni. „Þarna gæti ég eignast vinkonu", hugsaði hún. De Fourville greifi minnti á hinn bóginn mest á stóran björn, sem hefði villzt inn í setustofu. Um leið og hann var seztur, lagði hann hattinn á stól við hlið sér, en virtist síðan í vandræð- um með, hvað hann ætti að gera við hendurnar á sér. Allt í einu var Julien kominn inn í stofuna. Jeanne var furðu lostin og ætlaði varla að þekkja hann. Hann var nýrakaður, glæsi legur og vel búinn, eins og hann hafði verið á dögum fyrstu kynna þeirra. Hann heilsaði greifanum með handabandi og bar hönd greifafrúarinnar að vörum sér. Léttum roða brá fyrir á fölum vöngum hennar, og augnalokin titruðu lítið eitt. Hann yrti á þau, og framkoma hans var aðlaðandi sem fyrrum. Augnatillit hans var blíðlegt og hárið, sem undanfarið hafði ver- ið strítt og úfið, hafði endurheimt sinn fyrri gljáa, fyrir tilstilli hár- bursta og ilmvökva. Rétt um leið og Fourville-hjón in kvöddu, sneri greifynjan sér að Julien: „Mynduð þér vilja slást í för með mér á fimmtudag- inn, kæri greifi?" sagði hún. Um leið og hann hneigði sig og svaraði: „Já, vissulega, ma- dame“, tók hún um hendi Je- anne, brosti og sagði einlægnis- lega, með samúð í röddinni: „Já, þegar yður er batnað, getum við þeyst öll þrjú saman um sveit- ina. Það yerður dásamlegt. Hvað segið þér um það? Hún lyfti upp reiðpilsinu og stökk léttilega upp í söðulinn. Eiginmaður hennar hneigði sig klaufalega og steig síðan þung- lamalega á bak stórum hesti sín- um. Þegar þau voru komin út um hliðið, hrópaði Julien hrifinn: „Þetta eru yndislegar manneskj- ur! Við gætum eflaust haft gagn af vináttu þeirra“. Jeanne var einnig mjög ánægð, þótt hún vissi ekki hvers vegna: „Greifynjan er mjög aðlaðandi", a l ú á AND WE HAVEN'T AAUCH TIME LEFT TO CHANGE PAP'S MINP/ THAT'S TALU TIMBER RESERVATION, JAN...IF VOUR PAP sets his bill PASSEP all THOSE BIS TREES WILL SOON BE ^ - WIPEP OUT / Jgag INVITEP ON AN ELK HUNT, SENATOR WATSON, HIS DAUSTER JAN, ANP MARK ARE FLVINS TO MEET MRS. BLITZ I HOPE MRS. BLITZ HAS AN ACE UP HER SLEEVE...OTHERWISE THIS WILPERNESS IS SONE/ Þetta eru Háu Skógar Jóna. Kí írumvarpið hana föður þíns verður samþykkt, verða öll þessi tré fljótlega hoggin. Og við höfum takmarkaðan tíma til að fá pabba til að skipta um skoðun. Ég vona að Anna Blitz hafi einhver ráð, annars eru dagar þessa friðlands taldir. svaraði hún. „Ég er viss um, að mér mun falla mjög vel við hana, en eiginmaður hennar sýnist hálf gerður hrotti. Hvar kynntistu þeim?“ Hann neri saman lófunum. „Ég hitti þau af tilviljun hjá Brisville-fólkinu. Greifinn virðist talsvert grófgerður. Hann kærir sig kollóttan um allt nema dýra- veiðar, en engu að síður er hann hreinræktaður aðalsmaður“. Það ríkti óvenjuleg ánægja við miðdegisverðarborðið þennan dag, eins og óvænt hamingja hefði haldið innreið sína í húsið. Ekkert bar til tíðinda þar til síðustu daga júlímánaðar, þegar Jeanne veiktist. Þar sem henni versnaði óðum, var sent eftir lækni, og hann kvað upp þann úrskurð, að fæðinguna væri að bera að fyrir tímann. Um stund dró nokkuð úr þján- ingum hennar, en hún leið hræði- legar sálarkvalir, hugur hennar var þrunginn kvíða, og henni fannst hún skynja dauðann á næstu grösum. Herbergið var fullt af fólkL Móðirin sat hnípin í hæginda- stól og náði vart andanum fyrir ekka. Baróninn æddi um skjálf- hentur og taugaóstyrkur og spurði lækninn spjörunum úr. Julien gekk um gólf, áhyggju- fullur á svip, en þó rólegur. Er leið að dögun, versnaði Je- anne aftur, og meðan ópin brut- ust fram af vörum hennar hugs aði hún án afláts um Rosalie, sem hefði ekkert þjáðzt og varla svo mikið sem stunið. Hún hafði fætt barn sitt án þjáninga og erfiðleika, og í rugluðum heila Jeanne komst ekkert að nema samanburður á ástandi þeirra. Hún bölvaði með sjálfri sér þeim guði, sem hún nafði álitið SHÍItvarpiö Föstudagur 8. apríl 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfiml. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Bræð- urnir“ eftir Karen Plovgárd VIII* (Sigurður Þorsteinsson banka- maður). 18.50 Framburðarkennsla í spænsku. 19.00 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Auðunar þátt ur vestfirzka (Oskar Hall- dórsson cand. mag.). b) Minnzt aldarafmælis kímnis- skáldsins K. N., Kristjáns Ní- elsar Jónssonar. — Séra Benja mín Kristjánsson flytur erindi og lesið verður úr ljóðmælum skáldsins. c) Islenzk tónlist: Lög eftir Frið rik Bjarnason. d) Kynlegur kvistur á meiði 19. aldar, — frásöguþáttur (Jó- hann Hjaltason kennari. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmur (45). 22.20 Hugleiðingar um vandamál flótta manna (Guðmundur Thoroddsen prófessor). 22.40 I léttum tón: Söngkonan Virgin- ia Lee syngur lög frá ýmsum löndum við undirleik hljómsveitar Arna Elfars. 23.10 Dagskrárlok. Laugardagur 9 .apríl. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tón- leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir) . 14.00 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir 16.30 Veðurfregnir. — Harmoniku- þáttur (Högni Jónsson). 17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins- son). 17.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 18.00 Tómstundaþáttur barna og ung- lir.ga (Jón Pálsson). 18.30 Utvarpssaga barnanna: „Olokna bréfið“ eftir Valerí Osipovi; I. (Pétur Sumarliðason, kennari þýðir og les). Í8.55 Frægir söngvarar: Lauritz Melch ior syngur lög eftir Wenner- berg, Verdi og Wagner. — 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leikrit: ,,Hinn ómótstæðilegi Leopold'* eftir Jean Sarment í þýðingu Helga J. Halldórssonar cand. mag. — Leikstjóri: Ðaldvin Halldórsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.