Morgunblaðið - 05.05.1960, Side 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 5. maí 1960
Frá Bad Nauheim.
Erik Jiiuranlo ræðismaður:
Bad Nauheim
ALLIR hljóta að vera á einu máli
um að góð heilsa sé bezti fjár-
sjóður mannsins. Flestir vita og
að maður þarf að hugsa um
heilsu sína þegar í æsku, ef mað-
ur vill vera hraustur alla ævi .
Elzta og þýðingarmesta efnið
við heilsurækt er vatnið. í Kale-
vala er sagt: „vesi vanhin voite-
hista“, ellegar á íslenzku að
vatnið sé elzta lyfið. Á meðan
maður er hraustur, hugsar mað-
ur ekki um alla möguleika, sem
til eru að rækta heilsuna eða að
fá heilsu sína aftur. En maður
fær fyrr eða síðar að sjá, að
ekki einu sinni heilsan er eilíf.
Ef ekki fyrr, svo þá þegar líður
að sextugu, verður manni ljóst
að allt sé á hverfanda hveli.
Maður fær minniháttar hjarta-
bilun, gigt, svefnleysi og s. frv.
Ef maður fer nógu snemma að
hugsa um þess háttar veikindi,
getur hann að miklu leyti fengið
lireysti sína aftur.
Heilsubaðstaður eins og Bad
Nauheim hefur gefið mörgum
þúsundum nýjan lífskraft. Þetta
hefur greinarhöfundur og feng-
ið vitneskju um, þar sem hann
dvaldist mánaðartíma ásamt
konu sinni í Bad Nauheim í októ
ber 1959.
Að drekka vatn og fara í bað
hljómar einkennilega þeim, sem
ekki þekkja undramátt vatnsins.
Uppspretturnar í Bad Nauheim
eru þekktar fyrir læknandi eðli
sitt frá dögum hinna fornu Róm-
verja. Síðustu öld hefur Bad
Nauheim komizt í fremstu röð
heilsubaðstaða, sem fólk leitar til
vegna hjarta- og^ blóðrásartrufl-
ana og gigtár. Úr öllum áttum
koma menn til Bad Nauheim,
jafnvel íslendingar hafa þekkt
staðinn þegar á öldinni sem leið.
Rithöfundurinn Nonni kom til
Bad Nauheim í fjöldamörg ár og
var vel þekktur þar. En í dag
þekkja íslendingar líklega ekki
eins vel Bad Nauheim Því hef ég
skrifað þessa grein um reynslu
mína í Bad Nauheim.
Maður þarf að hafa mánaðar-
tíma til þess að hafa gagn af
baðinu þar. Þegar maður kemur
til Bad Nauheim, þarf hann fyrst
að fara til læknisins, sem athug-
ar gaumgæfilega heilsuástand
mannsins og fyrirskipar bað
samkvæmt því. Dagurinn
byrjar með því að maður fer í
Alþjóðlegur
heilsubaðstaður
í Þýzkalandi
vatnsdrykkjuhöllina og þar
drekkur maður stórt glas af
vatni úr uppsprettu, sem kennd
er við Ludwig. Síðan sezt hann
og les morgunblöðin. Ef maður
á að fara í bað þann dag, fer
hann í baðhöllina og tekur bað
sitt á ákveðinni stundu. Eftir það
fer hann aftur í herbergi sitt og
hvílir sig hálfan annan klukku-
tima. Þá er tími til að fara út í
lystigarðinn, sem er forkunnar-
fagur. Þar labbar maður rólega
í klukkustund, þangað til hann
fe í mat. Eftir hádegisverðinn
tekur maður sér stundarhvíld,
fer út og fær sér göngutúr, situr
í lystigarðinum, hlustar á tónlist
o. s. frv. Nú kemur síðdegisverð-
urinn. Að því búnu getur maður
setið í setustofu gistihússins og
spjallað við vini og kunningja,
tekur sér svo göngutúr að kvöldi
til og fer í háttinn í síðasta lagi
um klukkan tíu. Ef maður fer
engar smáferðir í gistihús eða í
nágrenni og lifir aðeins rólegu
og skipulögðu lífi, getur hann
• Almenningur
sammála
Afskipti ríkisstjórnarinnar
af ballinu margumtalaða, sem
Þjóðleikhúsið ætlaði að halda
17. júní í salarkynnum sín-
um, virðast hafa mælzt vel
fyrir. Ýmsir hafa komið að
máli við Velvakanda og hrós-
að ráðamönnum fyrir að hafa
tekið í taumana.
• Ekkert gaman
Leiðinlegt þetta, að við skul
um ekki mega lifa og leika
okkur án tillits til þess hvað
það kostar. Einmitt nú þegar
okkar merkasta menningar-
stofnun er búin að starfa í
heil 10 ár, virðist vissulega
ástæða til að gleðjast og horfa
ekki í aurinn, því ekki er víst
að við verðum svo spcæk á 50
ára eða 100 ára afmælinu að
óhætt sé að bíða þangað til.
Þá mundum við kannski missa
af öllu gamninu.
Síðan ríkisstjórnin tók upp
á þeim fjára að vilja ekki
leyfa okkur að lifa um efni
fram, er ekkert gaman. Þegar
Þjóðleikhúsið heldur með
pomp og prakt upp á afmæli
sitt í tvo mánuði og sparar
ekkert til, fær það ekki einu
sinni frið til »ð byggja yfir
sætin sterkan pall, svo að
menn geti setið þar að
veitingum, óhræddir um að
detta niður í sætin, þar sem
þeir eru vanir að meðtaka
andlegri hressingu.
Það er þó bót í máli, að þeir
sem e. t. v. hafa hugsað sér
að dansa á sviði Þjóðleik-
húsSíns og sitja á þessum nýja
palli, eiga kost á að dansa
þetta kvöld á Lækjartorgi og
tveim stöðum öðrum í mið-
bænum. Og það kostar ekki
eyri, hvorki fyrir opinberar
stofnanir né einstaklinga, sem
1 sátt og samlyndi hafa dansað
þarna alla þjóðhátíðardaga
síðan lýðveldið var stofnað og
enginn hópur klofið sig frá.
• Einn einasti
hátíðisdagur
Úr því við erum farin að
verið viss um, að hann kemur
aftur eftir mánuð i sína daglegu
vinnu hress og hvíldur.
Bad Nauheim er fimmtán kíló-
metra frá Frankfurt am Main,
ellegar tvo klukkutíma og fjöru-
tíu mínútur í flugvél frá Kaup-
mannahöfn. Það er ekki dýrt að
fá sér bað í Bad Nauheim, því
þar er aragrúi af ýmsum gisti-
húsum og matsölustöðum á mis-
m-unandi verði og læknagjöldin
eru mjög hófleg.
Fyrir þá, sem þjást af alvar-
legum hjartasjúkdóm eru í Nau-
heim hinir ágætu læknar. Willi-
am G. Kerckhoff-herzforschungs
Institut der Max-Planck-Gesell-
schaft, hjartarannsóknarstofnun
er jþekkt alls staðar í veröldinni.
Eg hafði ánægjuna að fá sem
lækni prófessor Arthur Weber,
mann á níræðisaldri, sem hefur
helgað líf sitt sjúklingum sinum.
Hann er alþjóðlega þekktur
vegna rannsókna sinna á
hjatrveiki og truflunum í blóð-
rás. Sem skemmtileg sönnun á
Skólaslit í Barnaskóla Keflavíkur
KEFLAVÍK, 29. apríl. — Barna-
skóla Keflavíkur var slitið í dag
í Keflavíkurkirkju. Nemendur
skólans í vetur voru 640. Þar af
luku barnaprófi 78. Hæsta eink-
unn hlaut Sigrún Ragnarsdóttir,
9.41. — Við skólaslit afhenti Rot-
aryklúbbur þeim, sem hæsta eink
unn hlutu í hverjum aldursflokki
verðlaun. Bókabúð Keflavíkur
veitir einnig árlega bókaverð-
laun fyrir hæsta einkunn á
hverju ári og hlaut Sigrún Ragn
arsdóttir þau. Auk þess voru að
þessu sinni veitt verðlaun til
telpu, sem lauk barnaprófi, fyr-
ir að hafa mætt dag hvern í skól-
anum í sex ár að undanteknum
tveimur, er hún var veik. Var
það Guðrún Pétursdóttir.
Ástundun nemenda var mjög
góð sl. skólaár og heilsufar í skól-
anum ágætt. — Helgi S.
frægð prófessors Webers má
nefna, að kóngur Saudi-Arabíu
sótti pófessor Weber heim i sept-
ember sl. ár og dvaldist mánað-
artíma i Bad Nauheim, til þess
að fá heilsu sína aftur. Vesalings
kóngurinn hefur nefnilega um
tuttugu og tvær konur í kvenna-
búri sínu. Maður getur svosem
.skilið, að hann hafi fengið hjarta
bilun. Hann dvaldist í Bad Nau-
heim ásamt 50 manna fylgiliði.
Allir þessir menn tilheyrðu nán-
asta umhverfi hans í heimaland-
inu S'audi-Arabíu. Líklega hefur
hann tekið alla þessa menn með
sér, svo að þeir trufluðu ekki
konumar hans tuttugu og tvær,
sem uðru eftir í kvennabúrinu.
•
Nauheim er mjög fallega stað-
settur, eins og sjá má af þessum
myndum, og litli bærinn hefur
einkenni friðar og unaðar. Lofts-
lagið er mjög stöðugt og einmitt
þetta hefur gert Bad Nauheim
vinsælan.
Island hefur áreiðanlega eins
gott vatn og Bad Nauheim. Mér
finnst, að íslendingar ættu að
taka sig til og stofna heilsubað-
stað. Þangað gæti fólk úr öllum
áttum komið til þess að fá heilsu-
bót. Ég hef frétt, að til sé þegar
slíkur staður nálægt Reykjavik,
en hanp er sennilega aðeins
handa Islendingum.
Meiningin með þessari grein
er að benda íslendingum á, að
vatnið getur virkilega verið til
bbta fyrir heilsuna og einnig
fyrir fjármál landsins. Segjum
svo, að ísland yrði þekktur heilsu
baðstaður, sem menn úr ýmsum
löndum veraldar myndu streyma
til. Það yrði mikill viðbótar-
styrkur í gjaldeyrissjóð Lands-
bankans.
Ef einhver lesandanna skyldi
ætla til Bad Nauheim, mæli ég
með að hann skrifi til Hessisches
Staatsbad, Bad Nauheim, og biðji
um kynningarbækling. Þá fær
hann og að vita allt, sem er í
sambandi við Bad Nauheim, nöfn
læknanna, gistihúsa o. s. frv., vit-
neskju um verðlag og upplýsing-
ar um allt, sem maður óskar sé.
Juuranto aðalræðimaður og
frú í Bad Nauheim
nefna stofnun lýðveldis á Is-
landi um leið og Þjóðleikhús-
ið, minnist ég þess að einn
einasti hátíðisdagur var lát-
inn duga, á 10 ára afmæli lýð-
veldisins, en það hefur
kannski verið mesti nánasar-
skapur. Engum hugkvæmdist
þá að fá söngvara fyrir tugi
þús. kr. greiðslu á kvöldi eða
aðra fína útlendinga. Og eng.
inn var svo frumlegur að láta
sér detta í hug að byggja pall
yfir stólana í Alþingi eða yfir
Tjörnina, svo menn þyrftu
ekki að dansa á venjulegu
dansgólfi.
Ja, svona getur stundum
verið leiðinlegt að lifa-