Morgunblaðið - 25.05.1960, Page 3

Morgunblaðið - 25.05.1960, Page 3
Miðvikudagur 25. maí 1960 MORGUNBLAÐIÐ 3 !! Prófin taka UNDANFARIÐ hafa skóla- nemendur setið „sveittir“ yfir prófverkefnum, en nú er far- ið að síga á seinni hlutann að þessu sinni, frelsið á næstu grösum og sumarið fyrir u.tan gluggann. Prófin eru eins- konar uppskera, sem sáð er til yfir veturinn, óg hluta þeirrar uppskeru er síðan sáð næsta vetur og áfram, unz sáðmaðurinn er sjálfur orðinn fullvaxta. Uppskeran er mis- jöfn eins og sáðmáðurinn, en bótin er að ekki ér von- laust fyrir þann, sem hlotið hefur rýra uppskeru eitt sinn, að sá betur í næsta skipti. • ★ Biaðamaður Mbl. brá sér upp í Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar einn prófdag og náði tali af fjórum nemendum og spjallaði við þá um prófin.Þeir voru að smátínast út. — Fyrst kom Guðný Kristins- dóttir, fálleg stúlka með rauna leg augu — hvemig sem á því stendur — síðan Sigmundur Sveinsson og tvíburabræð- urnir Óskar og Gunnar Sverr- issynir. Gangurinn var raun- ar fullur af nemendum og skvaldrið svo mikið, að naum ats heyriðst mannsins mál — skvaldrið minnti frek- ar á býflugnasuð en manna- mál. Þó mátti stöku sinnum greina upphrópanir eins og þessa: — Guð, ég sagði, að það hefði verið Napóleon — og — ég er ljóngáfaður o. s. frv. — Þrjár stúlkur bönkuðu á dyrn arákennarastofunni og spurðu einn Jtennarann hvort þær hefðu fallið r'reikningi. — Nei enginn ykkar, stúlkur mínar, sagði hann og brosti. - Ég féll ekki, ég féll ekki, trallaði ein stúlknanna og sneri sér í hringi. — Ég hélt að ég hefði fallið, sagði önnur. — Guð, sagði sú þriðja, ég get svarið að ég á það ekki skilið — og þó. Þetta voru allt nemendur annars bekkjar og síðasti próf dagui'inn þeirra. - Landsprófi lýkur aftur á móti ekki fyrr en um mánaðamot. ★ Þegar blaðamaðurinn hafði forðað sér úr mestu þvögunni, ásamt nemendum fjórum, sem höfðu látið tilleiðast að spjalla við hann, tók hann upp blað og blýant og hóf sitt „próf“. — Eru margir, sem falia í prófunum? — Það eru alltaf nokkrir í öðrum bekk, sem falla, segir Guðný — og milli 30 og 40 prósent í Landsprófi. — Ætlið þið í Landspróf? — Já, öll fjögur. — Eruð þið ekki hrædd við það? — Jú, dálítið, segir Guðný, þó það sé of snemmt ennþá. — Hvað finnst ykkur um prófin? — Mér finnst of mikil áherzla lögð á þau, segir Guð- ný. — Þau eru of mörg, segir Sigmundur, og of mikill upp lestur. — Hvað ei'U þau mörg? — Það er jólapróf, miðs- vetrarpróf og vorpróf, auk skyndiprófa, segir Óskar. — Hvernig viljið þið þá haga þessu? — Það á bara að gefa fyrir frammistöðu í tímum yfir vet urinn, segir Guðný, eftir því, hvernig maður stendur sig — og lika fyrir hegðun. — Hagið þið ykxur vel? — Ég veit það ekki, það er ekki tekið með. —Hvernig haga nemendur sér yfirleitt í ykkar bekk? — Það er misjafnt hjá kenn urum, segir Óskar. — Það fer eftir því, hvað þeir hafa góð tök á okkur, seg- ir Gunnar. — Hvers vegna eruð þið svona mikið á móti prófum? — Þau eru of erfið, segir Sigmundur. Ljósmyndari Morgunblaðsins sagði brandara og bros breidd- ist yfir andlit nemendanna, þó þeir væru nýkomnir úr prófi. Talið frá vinstri: Óskar eða Gunnar (tviburar), Sigmundur, Guðný og Gunnar eða Óskar. við tökum prof í núna, segir Sigmundur. — Munið þið kannski ekki eftir neinu, sem pið lærðuð í barnaskóla? — Það er sáralítið, segir Guðný, en samt skilur það á taugarnar“ — Fyrir taugarnar? — Já, þau taka of mikið á taugarnar. — Þið eruð nú fljót að jafna ykkur, svona ung. — Það getur verið, segir Guðný, en það skilur eitthvað eftir, sem er erfitt að losa sig við. — Sofið þið illa? — Já, segir Guðný — en strákarnir gefa ekkert út á það. — Verkar sumavið kannski truflandi á ykkur? — Já, það er erfitt að sitja of mikið inni við lestur, þegar veðrið er gott, segir Guðný — og strákarnir kinka kolli. — Finnst ykkur þá gaman að læra? — Já þess vegna ætlum við halda áfram, segir Óskar. — Það er líka betra upp á framtíðina, seg:r Gunnar. — Hvað haldið pið ,að verði mikið eftir af þvi, sem þið lærðuð í vetur? — Það verður áreiðanlega ekki mikið eftir af þvi, sem eftir einhver áhrif, en ég hríd að próíin stuðli að því að maður gleymi því, sem mað- ur hefir Jært. — Hvernig þá? — Maður vill gleyma próf- unum, og þá gleymir maður hinu ósjálfrátt líka. — í hvaða námsgrein finnst ykkur erfiðast að taka próf? — Mannkynssögu, segir Guð- ný — og strákarnir taka undir það. — Er það af því, að það var síðasta prófið? — Nei, segir Guðný, en það er mest að lesa í hermi undir prór, sérstaklega ef maður hefur ekki fylgst vel með yfir veturinn. — Það er ykkur sjálfum að kenna. — Já, en það er ekki bara það, maður þarf að læra of mikið utan að, öll þessi ártöl og nöfn, sem reyna ekkert á skilninginn. — Hvað finnst ykkur mest gaman að læra? — Mér finnst mest gaman að læra mannkynssögu, segir Guðný, þó hún sé erliðust — eða landafræði. — Mér finnst mest gaman að reikningi, segir Óskar — og Gunnar tekur undir við tvíburabróður shixi, en Sig- mundur getur ekki gert það upp við sig. — Hvernig finnst ykkur tungumálin? — Það er líka gaman að læra þau, segir Guðný, við höfum svo góða kennara í þeim. — Munið þið ekki eftir ein- hverju skemmtilegu í sam- bandi við prófin? — Er.gu sérstöku, segir Ósk- ar. — Maður gerir auðvitað vit leysur, segir Guðný, en passar sig bai'a að gera ekki sömu vit Jeysuna aftur, næst þegar verður próf. — Hvernig finnst ykkur einkunnagjafirnar? — Þær eru yfirleitt réttlát- ar og sanngjarnar, segir Guð- ný. ' — Nema þá helzt í aukafög unum, bætir Óskar við, smíði, teiknun og leikfimi — Já, þeir eru dálítið hlut- drægir í þeim stundum, segir Sigmundur. ★ ■— Unglingarnir hafa sín- ar skoðanir og hugmyndir um hlutina, ekki síður en þeir full orðnu, en kannski eiga skoð- anir peirra eitir að breytast, t. d. i sambandi við prófin — ef þau verða kennarar. i.e.s. Guðinundur Þor- varðarson skip- stióri lálinn i NYLEGA er látinn í Kaupmanna höfn Guðmundur Þorvarðarson, skipstjóri. Hann var fæddur í Hákoti á Álftanesi árið 1883. Voru foreldr- ar hans Hólmfríður Erlendsdótt- ir Erlendssonar á Breiðabólsstöð- um og Þorvarður Guðmundsson á Báruhaugseyri á Álftanesi. Guðmundur var að mestu al- inn upp hjá móðurafa sínum á Breiðabólsstöðum, en fór ungur utan og tók stýrimanns- og skip- stjórapróf í Danmörku. Árið 1909 gekk hann í þjónustu Samein- aða gufuskipafélagsins, og í þess þjónustu var hann alla tíð, meðan kraftar entust. Var hann meðal annars um nokkurt skeið yfir- stýrimaður á m.s. „Dronning Alex andrine" í íslandssiglingum þess, en síðar skipstjóri á stórum skip- um félagsins. Hafði hann siglt í tveim heimsstyrjöldum á hættu- svæðum og þótti farsæll sjómað- ur. — Kvæntur var hann danskri konu, Marie Jensen frá Randers. Áttu þau 5 börn. 4 þeirra eru á lífi og búsett í Danmörku. Vindlingum stolið í FYRRINÓTT var brotizt inn í Sveinabúð í Smáíbúðarhverf- inu og stolið 36 lengjum af síga- rettum. Munu þjófarnir hafa kom izt inn um glugga. Konur í Kópavogi taka til sinna ráða UNDANFARNA daga hafa konur í Kópavogi safnað undirskriftum þar í bæmum til að styðja kröfur um að Kópavogslækurinn verði byrgður. Nánar tiltekið eru það konur búsettar á sunnanverðum Digraneshálsi, sem gengizt hafa fyrir þessari undirskriftarsöfnun. Allt frárennsli frá húsunum í þessu hverfi fer í Kópavogslæk- inn og þykja ekki einungis að því óþrif heldur og sýkingarhætta, því að erfitt er að halda börnum algerlega frá læknum. Ein konan, sem gekk á milli húsa og safnaði undirskriftum um helgina sagði: „Hingað til heíur bæjarstjórinn daufheyrzt við öllum beiðnum okkar um að þetta verði lagfært. Við erum að vona að undirskirftasöfnunin fái einhverju áorkað. Allir húsráð- endur og foreldrar skrifa undir þessa áskorun með ánægju og þakka okkur fyrir framtakssem- ina“. Kona þessi taldi, að hundruð Kópavogsbúa hefðu undirritað á- skorunina, sem send verður heil- brigðisnefnd bæjarins. STAKSIEINAR Utangá ta Lúðvík Jósefsson hefur að und- anförnu látið Þjóðviljann birta eftir sig tvær greinar um land- helgismálið. Greinar þessar uiunu skrifaðar í Tékkóslóvakíu og má segja, að höfundi sé nokkur vork- unn að verða utan gátta í sælu- riki sósialismans þar sem allir hafa eina sál og einn vilja! Hvarvetna sér Lúðvík hilla undir samningamakk við Breta og einkum er honum sakarupp- gjöfin þyrnir í augum. Um hana segir höfundur: „Enn heldur makkið áfram. Þeim sem brotið hafa íslenzk lög á annað ár og hótað að sökkva varðskipum .okkar, eru gefnar upp allar sakir, án þess að í stað- inn komi nokkur viðurkenning á fiskveiðilandhelgi okkar“. Hér heima eru allir sammála um að sakaruppgjöfin hafi verið mjög skynsamleg stjórnarathöfn, en Lúðvík Jósefsson mundi ekki borga vel gistivináttuna í Tékkó- . slóvakíu, ef hann leitaðist ekki við að fordæma skynsamlegar at- hafnir til að draga úr viðsjám ' þjóða í milli. „Kaldur gustur“ í nýútkomnu hefti af timarit* unu Nýju llelgafelli segir svo: „Sú stefnbreyting, er menn hafa svo lengi beðið eftir í stjórn efna- hagsmála þjóðarinnar, hefur ioks átt sér stað. Kaldur gustur veru- Ieikans liefur farið um þjóðina. Á slíkum timum er við öðru aS búast en fagnaðarlátum. Það er sem menn séu vaktir á köldum morgni og kvaddir til verka. Þeir þurfa tima til að þurrka stýr- urnar úr augunum og varpa frá svefnværðinni, áður en þeir taka til óspilltra mála. Þannig þarf þjóð, sem lifað hefur í draum- heimum lánaðrar velmegunar, nokkurt tóm til að átta sig á veruleikanum, til að skilja, að enginn verður til lengdar frjáls, sem ekki treystir á sjálfan sig og metur manndóm sinn meira en efnahagslega velsæld“. Miði í rétta átt „Helgafell fangar þessarl stefnubreytingu og vonar, að með henni hefjist nýtt og betra tima- bil í þjóðlífi íslendinga. Efna- hagskerfi, sem reist var á sjálfs- blekkingum, höftum og erlendum lántökum, hefur verið varpað fyr- ir borð, en í stað þess hafinn bygging nýs þjóðfélags á grund- velli athafnafrelsis, félagslegs ör- yggis og efnahagslegs sjálfstæðis. Fávíslegt væri að halda því fram, að þeirri smiði verði senn lokið og allt fullkomnað. Óteljandi verkefni biða úrlausnar, enda skiptir hér, eins og í öllum mann- legum hlutum, mestu máli, að ætíð miði í rétta átt og tekið sé á þeim vandamálum, sem að hönd- um ber, með einurð, manndómi og réttsýni". Flóttinn heldur áfram Enn heldur flóttinn áfram frá kommúnistaríkjunum. í aprílmán uði einum flýðu yfir 17 þúsund manns frá Austur-Þýzkalandi vestur yfir landamærin og frá áramótum og til Ioka aprilmánað- ar hafa yfir 50 þús. manns flúið til Vestur-Þýzkalands. Þessar tölur tala skýru máli, en . segja má að í ljósi þeirra verði skiljanlegri sú gífurlega áherzla, sem Rússar leggja á að svifta Berlín frelsi, svo að þegnar kommúnistaríkjanna eigi ekki auðvelt með að kynnast frelsinu. Fram á síðUstu áratugi hafa all- ir íslendingar fordæmt hvers . kyns nýlendustefnu, en nú hefur brugðið svo við að heill stjórn- i málaflokkur lofsyngur þá hörmu I legustu nýlendukúgun, sem sagan þekkir, þar sem er undirokun í- | búa leppríkja Rússa, sem flýja heimkynni sín hvenær sem færi 'gefst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.