Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.1960, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 25. mai 1960 • ' ' . . , • . / 'V« y .' , f ýa /É • Í* . Æ '■'■'. ■' ■ 'A . ■' • /■&. Æsm í N-Grænlandi BANDARÍKJAMENN eru nú að ljúka smíði á risavaxinni radarstöð við Thule-bækistöð- ina á Norður-Grænlandi. Hafa fjórir risavaxnir radar- skermar risið þarna upp, hver þeirra er 133 metrar á breidd og 55 metrar á hæð, það er á stærð við knattspyrnuvöll. Hafa Bandaríkjamenn þeg- ar tekið þessi tæki í notkun stuttan tíma til reynslu, en eftir um það bil mánuð verða þau sett endanlega í gang. Þau munu senda elektróníska geisla 5000 km þvert yfir Norðurpólinn og langt suður yfir Síberíu, síðan kastast geislarnir til baka og munu þá geta sagt sína sögu af því sem er að gerast í hemaðar- málum innan Sovétríkjanna. Fyrir nokkrum árum hefði engum dottið i hug, að hægt væri að senda radargeisla svo langt, en rafeindatækninni hef ur fleygt feikilega fram eink- um á tveimur síðustu árum. Tilgangur Bandarík jamanna með smíði slíkra risastórra radarstöðva er að koma í veg fyrir árás Rússa að óvörum. Þeir ætla að reisa aðrar racþ ar-stöðvar af líkri stærð við Fylingsdale í England4 og við Clear í Alaska. Með þeim geta þeir jafnskjótt séð ef Rússar skjóta eldtlaug í loft upp. Þannig geta þeir þegar í stað komizt að raun um það, ef Rússar væru að hefja nýja heimsstyrjöld með eldflauga- árás. Þar sem eldflaug væri um hálfa klst. á leiðinni frá skotstað í Rússlandi til Banda ríkjanna, gæfist nokkur frest ur til að gera gagnráðstafanir en svo er tæknin orðin feiki- leg á sviði hemaðarfræðinnar, að hver mínúta er dýrmæt og getur ráðið úrslitum. Myndirnar hér á síðunni voru nýlega teknar í radar- stöð Bandaríkjanna í Thule. Sýnir stærri myndin tvo af fjórum radarskermum stöðv- arinnar, en minni myndin gef- ur nokkra hugmynd um stærð arhlutföllin. Maðurinn á mynd inni, stendur við stoðir undir einum radar-skerminum. Jón Kjartansson forstjóri á þingi I JON Kjartanss., forstj., tók sæti I á þingi í fyrradag fyrir Fram- sóknarflokkinn, sem varamaður Björns Pálssonar. Jón hefur áð- I ur um hríð setið á þingi því, er nú starfar, og þurfti kjörbréf hans því ekki athugunar við að ■ þessu sinni. Þýzkt fyrirtæki hyg«ur á vikur- nám hér í HAFNARFIRÐI er staddur um þessar mundir þýzkur maður, fulltrúi þýzks fyrirtækis, sem hyggur á vikurnám á Vatnsleysu strönd, en vikurinn er ætlaður til nolkunar í byggingariðnaði Hefur fyrirtækið sótt um að- stöðu í Hafnarfjarðarhöfn til að fiytja út vikurinn, og er fulltrúi þess hér til að semja um afnot af hafnarmannvirkjum í þessu skyni. Samningar hafa þó ekki verið gerðir enn. + Utan og/eða innan heimilisins Hlustandi skrifar: Síðastliðið sunnudagskvöld rar fjallað um það í þættin- um „Spurt og spjallað“ hvort eðlilegt væri að giftar kon- ur tækju þátt í stjórnmálum og fleira í sambandi við verk svið konunnar utun og innan heimilanna. Þetta er mjög umfangs- mikið mál og ekki hægt að ætlast til þess að allt, sem máli skiptir komi fram 1 klukkutima umræðum. Yfir- leitt fannst mér konurnar, er þátt tóku í umræðunum vera víðsýnni en karlmennirnir. Ef ég man rétt var það önnur konan sem benti á, að eðli- legt væri að heimili þyrfti á meiri tekjum að halda en maður vinnur fyrir á venju- legum vinnutíma, að konan færi um stund frá heimilinu til þess að afla tekna, en eig- inmaðurinn gætii bús og barna á meðan. Þetta er bæði skynsamlegt og sanngjarnt. í fyrsta lagi er eðlilegt að hjón hjálpist að við það eftir beztu getu að afla tekna. í öðru lagi er heim ili hverri meðalgreindri konu og þar yfir of þröngur vinnu staður, þegar til lengdar læt- ur. Hún blátt áfram forpokast á því að hafa ekki samband við neina vinnufélaga utan heimilisins. Þess vegna er eðlilegt, að giftar konur vinni utan heimilis stutta stund á degi hverjum, jafnvel þótt þær þurfi þess ekki með peninganna vegna. Konunni verða 3—4 vinnustundir í sam félagj við aðra á vissan hátt hvíld frá heimilisstörfunum. Manninum, sem hefur unnið 7—10 tíma utan heimilis er hvíld í því að delja heima hjá börnum sínum. • Uppeldi barnanna Þá er það mjög rétt athug- að, að ekki er endilega víst, að kona sé betur fær um að ala upp böm en karlmaður, en eðilegast mun vera að for- eldrarnir hjálpist að í þvi, sem öðru. Hér í Reykjavík hefur barnauppeldi hvílt mjög á mæðrunum einum á undan- förnum árum í samanburðivið það, sem gerist í nágranna- löndum okkar, en vinnutími mannanna hins vegar oft ver- ið svo langur, að þeir hafa lítinn tíma til að sinna börn- unum. Árangur þessa uppeld- is virðist ekki vera góður. — Börn og unglingar hér í Reykjvík eru mun ókurteisari en í nokkurri annarri höfuð- borg Evrópu. Þess eru t. d. dæmi, að fólk, sem býr nærri sumum skólum bæjarins kvartar undan því, að börnin brjóti rúður í húsum, skemmi garðagróður o. s. frv. Fram- koma unglinga í strætisvögn- um bæjarins á sennilega hvergi sinn líka. Þá mun Reykjavík vera eina höfuðborg heimsins þar sem það er látið viðgangast, að börn hendi snjókúlum í veg- farendur og geri aðsúg að heimilum manna með snjó- kasti. Ekki getur þetta stafað af verra innræti hjá íslenzk- um bömum en gerist og geng- ur, heldur hinu, að þeim eru ekki kenndir einföldustu mannasiðir. En þótt bent sé á, að konur séu ekki endilega alltaf fær- astar um að ala upp börn, má ekki taka það svo, að ég vildi gera lítið úr hlutverki kon- unnar sem eiginkonu og móð- ur. Það fer ekki milli mála, að í þeim hlutverkum á kon- an bezt heima, en hún getur FERDIIVAIMD ☆ með góðum árangri gert fleira og það starf, sem hún vinnur áður en hún giftist, og jafn framt heimilsstörfum, gerir hana yfirleitt að hæfari eigin konu og móður, en ef hún að eins hugsar um heimilið. • Erfitt að rata meðalveginn Eigi alls fyrir löngu var gerð athyglisverð rannsókn í Danmörku. Ógiftar konur, er komizt höfðu í mjög vel laun- aðar stöður í þjóðfélaginu voru spurðar um það, hvort þær væru ánægðar með hlut- skipti sitt. Svar velflestra kvenanna var það, að ef þær kynntust þeim manni, sem tæki hug þeirra allan, vildu þær fegnar hans vegna sleppa þeim störfum, sem þær höfðu og helga sig heimilisstörfum. í þessum svörum birtist að vísu fyrst og fremst hin eðlis- læga löngun konunnar til þess að eignast maka, en eigi að síður sýna þau hversu flókin þessi mál eru og erfitt að rata meðalveginn. Það hefur verið venja karl- manna síðustu áratugina að vegsama konuna sem eigin- konu og móður og umvefja hana sem slíka einhverri ljóð- rænni helgigloríu. Ýmislegt bendir til þess að brátt muni taka við heilbrigðara mat í þessum efnum. Við vitum nú, að kona er ekki skilyrðislaust betri uppalandi en karlmaður og margir karlmenn eru af- burða matreiðslumenn. Það fer vitanlega fyrst og fremst eftir almennri greind og mann gildi hvers og eins hversu vel fært fólk er til hinna ýmsu starfa, ekki endilega eftir því, hvort einstaklingurinn er karl eða kona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.