Morgunblaðið - 25.05.1960, Síða 22
22
MORGVNBLAÐIÐ
MiffviVndagur 25. maí 1960
At 1 \ •
> • F jþrctt afrétttr tHcnjyh ** 4 \ 4 í ia faiHá ' i : i < -
KR Reykjavíkurmeistari — en
yfirburðirnir minni en áður
Unnu Fram i úrslitaleik 2:0
12 landa keppn'.n hefst í
N.Y. í dag
EIN mesta knattspyrnukeppni,
sem komið hefir verið á fót, er
frá eru taldar heimsmeistara-
keppnin og knattspyrnukeppni
Oiympíuleikanna, hefst í New
York í dag. Tólf knattspyrnulið
taka þátt i hinni alþjóðlegu
keppni, og eru 11 þeirra erlend
lið frá Evrópu og Suður-Ameríku.
Og knattspyrnulið New York,-
borgar getur vart kallazt banda-
rískt, þar sem það er skipað sex
enskum knattspyrnumönnum,
Arentínumanni, Brazilíumanni,
Ungverja, ísraelsmanni og Þjóð-
verja.
Keppnin fer fram í tveim riðl-
um og lýkur keppni fyrsta riðils
ins 18. júní, en keppni síðari rið-
ilsins hefst 2. júlí og síðan keppa
efstu lið hvers riðils til úrslita
um veglegan og mikinn bkar sem
borgarstjórinn í New York hefir
gefið. Sá leikur fer fram 6. ágúst
n.k.
í dag keppa Bayern-Munchen
frá Vestur-Þýzkalandi við Kil-
marnock frá Skotlandi, en síðan
mun keppnin halda áfram á
fimmtud. og sunnudag. Þá munu
meðal annars keppa Glenavon frá
írlandi gegn New York og Burn-
ley frá Englandi mun leika gegn
þýzka liðinu.
Sveinamótið
SVEINAMEISTARAMOT Reykja
víkur í frjálsum íþróttum fer
fram á Melavellinum í Reykjavík
í dag (miðvikudag) og hefst kl.
7 e.h., með keppni í stangastökki
og kringlukasti. Kl. 8 hefst svo
aðalhluti mótsins og verður þá
keppt í 60 m hlaupi, 80 m grinda
hlaupi, 300 m hlaupi, 600 m
hlaupi, 4x100 m boðhlaupi, kúlu-
varpi, sleggjukasti, hástökki og
langstökki.
Keppendur eru allir á aldrin-
um 16 ára og yngri.
Mótið er stigamót, og hljóta 6
fyrstu menn stig í hverri grein,
en það félag sem flest stig hlýtur
fær til varðveizlu fagran verð-
launagrip.
KR fór með sigur af hólmi yfir Fram í fyrrakvöld — 2:0 — og þar
með var 20. sigur KR í Reykjavíkurmótinu, sem haldið hefur verið
*2 sinnum á 45 árum, orðinn staðreynd. Það var mikil spenna og
keppni í þessu móti. Þróttur tók í upphafi forystuna og allt fram í
síðasta hálfleik síðasta leiks var óvissa um úrslitin. En svo skipuðust
mál í þessum síðasta hálfleik mótsins, að KR vann Fram og tryggði
sér með pví yfirburðasigur í mótinu. Þó er það staðreynd, að KR-
ii.gar bera ekki af öðrum liðum í ár eins og í fyrra, þó óslitin sé
sigurganga þeirra enn.
(®) Fum í upphafi
Fum og taugaóstyrkleiki ein-
kenndi upphaf leiksins í fyrra-
kvöld — og þessi einkenni entust
hluta KR-liðsins (vörninni) ali-
an leikinn. Það var hraði í leikn-
um í upphafi og tilraunir á báða
bóga en lítið um tilþrif við mörk
in og marktækifæri sárafá.
Gunnar Guðmannsson fór
margtoft „í gegn“ á svona
laglegan máta. — Hann var
einn bezti maður framlínu
KR. — ir: Sv. Þormóðsson.
Fyrsta tækifærið var á 8. mín.
ér Garðar tók aukaspyrnu fyrir
KR. Vel var hún framkvæmd og
skallað að marki og leit vel út,
en Geir markvörður sló í horn
á siðustu stundu. Fyrst 10 mín.
síðar kemur næsta skot — frá
Gunnari Guðmannssyni at 18 m.
/æri en einnig það var varið.
Fyrsta upphlaup Fram er nálg-
aðist mark KR var á 19. mín. er
Baldur Seheving sendi inn til
Björgvins innherja er sendi við-
stöðulaust að marki, en Heimir
markvörður kom út á réttu augna
bliki og bægði hættunni frá.
Q KR veitti betur
Á næstu 10 mín. á KR alla
afgerandi sókn. Þórólfur átti skot
í fang Geirs markvarðar og þrjár
hornspyrnur fá KR-ingar á Fram,
tvær eftir miklar og þungar sókn
arlotur að marki þeirra, þar sem
hætta var yfirvofandi, en hætt-
unni bægt frá með því að
„hreinsa" yfir endamörk. En ekk
ert varð úr.
Síðan á Guðjón skot á KR-
markið og Gunnar Guðmanns-
son á Frammarkið — en bæði
fljúga framhjá. Aftur fá KR-ing-
ar 3 hornspyrnur á Fram án ár-
angurs og þá kom stærsta tæki-
færi hálfleiksins er Þórótfur fær
sendingu frá Ellert þar sem hann
stendur óvaldaður á markteig. í
stað þess að spyrna viðstöðulaust
leggur hann knöttinn fyrir sig
ir.eð þeirri uppskeru éinni að
Gfcii flýgur á fætur hans — held-
ur honum — meðan hreinsað er.
Baráttan í fyrri hálfleik var
öllu meiri út á vellinum. í
• henni veitti KR mun betur.
Þeir voru nákvæmari, þeir
voru meir samtaka og þeir
voru útsjónarsamari en Fram-
arar. Þó náði KR aldrei afger-
andi undirtökum og sennilega
réði taugaóstyrkur mestu þar
um, en slíkt er afleitur galli.
Q KR tekur frumkvæðið
Fátt gerðist markvert á fyrstu
mín. síðari hálfleiks. En er 7
mín. voru af leik náðu KR-
ingar góðu upphlaupi. Sveinn
sendir í eyðu ætlað Þórólfi,
sem brunar að marki og fær
skorað af stuttu færi — og
átti Geir markvörður þar al-
rangt úthlaup!
Við þetta mark kom annar
svipur á KR-liðið. Fumið minnk-
aði og spennan — nema hjá vörn-
inni, sem var eins og þrumu
slegin í hvert sinn er frámherjar
Fram nálguðust og átti KR-vörn-
in öllu meiri þátt í að skapa
hættu við KR-markið en menn-
irnir er að því sóttu.
Á 16. mín. fá KR-ingar horn
spyrnu á Fram. Gunnar Guð-
mannsson spyrnir vel en hætt
an virðist lítil, því 4 eða 5
Framarar voru í markinu. En
Sveinn Jónsson fær skallað af
markteig og boltinn hafnar
eftir að hafa farið um hendur
Geirs markvarðar í neti Fram
— 2—0 og þannig urðu úrslit
leiksins.
Eftir þetta dofnaði leikurinn
mjög og KR hafði allt vald á vell
inum. Úthald leikmanna var á
þrotum einkum hjá Fram. Ymis
tækifæri komu þó sem ekki nýtt-
ust. Falleg var hornspyrna Gunn-
ars Guðmannssonar er rann með
þverslá Fram-marksins.
Arftaki
Pnskasar
kominn fram
Ungverjaland
vann England 2:0
ENGLAND tapaði fyrir úng-
verjalandi 2:0 í landsleiknum
sem fram fór í Rúdapest á
sunnudaginn. Áhorfendur
voru 90.000 og hrósuðu ensku
knattspyrnumönnunum fyrir
góðan leik. Enska vörnin átti
erfiðan dag og framlína liðs-
ins var óheppin að skora ekki,
er Baker skaut hátt yfir þver-
slána af markteig. Þessi leik-
«r sannaði Englendingunum,
að þótt enskir knattspyrnu-
menn hafi flýti og kraft, þá
skortir þá mjög leikni til
þess að geta vonazt eftir sigri
í nútíma knattspyrnu.
Hinn 19 ára Albert, sem lék
miðframherja í Unverska
landsliðinu átti sér í lagi góð-
an leik og skoraði bæði mörk
Úngverjanna, auk þess sem
hann átti þrumuskot í stöng.
Eftir leikinn eru menn al-
mennt á þeirri skoðun að
ekki líði langur tími til þess
að nafn hins unga knatt-
spyrnumanns verði eins víð-
frægt og Ianda hans Puskas,
Hidegkuti og Koscis.
Það er nóg af liðsmönnum Fram þarna — en Heimir er hlut-
skarpastur og bægir allri hættu frá.
600 hafa náölág-
marki. Veljaþarf 80
Q Fram-liðið
Lið Fram var allheilsteypt í
byrjun en þó vantaði á festuna.
Hraðinn var nægur (kannski of
mikill) en leikskipulagið og kunn
áttu og leiktaktik ábótavant svo
um munaði. Áberandi beztur var
Rúnar Guðmannsson miðvörður-
Hann bar af á vellinum í varnar-
leik í þessum úrslitaleik og sann
að með leik sínum að hann þarf
meiri og stærri tækifæn til að
sýna hvort í honum býr í stór-
leikjum það sem hann sýnir leik
eftir leik í smærri leikjum.
í framlínu var Björgvin drýgst [
ur en illa notaður langtímum
saman. Baldur erfiðaði mikið en
ekki að sama skapi árangursríkt.
Guðmundur Óskarsson var lang-
tímum út úr leiknum og illa með.
Guðjón átti góða spretti og er
hættulegur við mark en kann illa
stöðu útherja ennþá. Ragnar
framvörður átti góðan leik.
(g KR-liðið
I liði KR var vörnin slöpp
allan tíman, einkum vegna tauga
óstyrkleika. Þetta var með henn-
ar lakari leikjum lengi og illa
færi af landsliðsnefndin notaði
þennan leik sem afgerandi prufu
á Hörð og Hreiðar. Garðar ef
þungur en á góðar staðsetningar
og vinnur á því. Óskar skilar
stöðu framvarðar sæmilega af
byrjanda. Heimir átti góðan leik
í márki og styrkir liðið vel.
Nú brást hægri vængur
sóknarinnar en sá vinstri
blakti, einkum Gunnar Guð-
mannsson. Hafi hann ekki fyrr
í vor sýnt að hann á sæti í
landsliðinu þá gerði hann það
nú — og það svo að ekki eru
á nein tvímæli um það.
Dómari í leiknum var Grétar
Norðfjörð. Dæmdi hann vægast
sagt illa. Með röngum dómum
eyðilagði hann þrjú upphlaup KR
í fyrri hálfleik og í þeim síðari
álka mörg fyrir Fram. — A.St
Moskvu, 21. maí. (AP)
AÐALÞJALFARI rússneska
Ólympíuliðsins, Gavril Kor-
obkov, hefur látið þá skoðun
í ljós að Rússar muni verða
stighæsta þjóðin á komandi
Ólympíuleikjum, sem fram
eiga að fara í Róm í sumar.
* SÍÐUSTU LEIKAR
Þessa skoðun lét Korobkov
í ljós í viðtali við fréttamann
frá Tass-fréttastofunni, er hann
lét orð falla um það að sameigin-
lega myndu rússneskar konur og
karlar vinna í 12 greinum
Ólympíuleikjanna. (Á Ólympiu-
leikjunum 1956 unnu Banda-
ríkjamenn 15 gullverðlaun í
frjálsíþróttum (karlagreinum)
af 24 mögulegum, en Rússar
unnu, 3 gullverðlaun. — Af 8
kvennagreinum unnu Rússar 3,
USA f, Ástralía 3, Pólland 1 og
Tékkóslóvakía 1).
Þjálfarinn sagði að Rússland
myndi mæta mikilli keppni frá
Bandáríkjunum, Þýzkalandi og
Ástralíu, og að sjálfsögðu væri
erfitt að segja fyrir um sigra í
einstökum greinum, því keppni
margra einstaklinga er vitað um
að verður mjög hörð.
Rússland hefur mikið úrval
keppnisbærra manna og kvenna
til að velja úr Ólympíufara
Rússlands, sagði Korobkov.
★ 600 HAFA NÁÐ
LÁGMÖRKUM
„Við munum þurfa að
Framh. á öjS. 23.
Hilinar hljóp
á 10-4 sek.
Sá sem er lengst til hægri skoraði ekki þó svo mætti ætla. Það
er Geir markvörður, sem átti misheppnað úthlaup. Þórólfur
Bech skoraði. Hann er á bak við Rúnar miðvörð.
FRJÁLSÍÞRÖTTAMENNIRNIR
æfa vel þessa dagana og ávallt
eru að berast fréttir af betri ár-
angri hjá þeim, en um svipaðan
tíma í fyrra. í gær hljóp t.d.
Hiimar Þorbjörnsson 100 m. á
10.4 sek. Hlaupið var undan all-
sterkum vindi og aðstæður ekki
löglegar, en kallt var í veðri og
árangurinn því eftirtektarverður.
Þorsteinn Löve kastaði kringlu
um 51 metra, enda góðar aðstæð-
ur fyrir kringlukast í gær.
Forráðamenn frjálsíþróttanna
vænta stórra viðburða í sumar og
jafnvel á E. Ö. P. mótinu, sem
hefst n.k. mánudag