Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 1
24 siður
47. árgangur
148. tbl. — Sunnudagur 3. júlí 1960
Prentsmiðja Morgunblaðsins
samkomu-
lagifagnað
LONDON 2. júlí. (Reuter) — í>ví
virðist hvarvetna fagnað, að fullt
samkomulag hefur tekizt í Kýp-
ur-deilunni. Eyjaskeggjar sjálf-
ir eru mjög glaðir yfir því, að
óvissu ástandi er loksins lokið og
blöð og stjórnmálamenn í Grikk-
landi og Tyrklandi virðast flest
á einu máli um að vel hafi tek-
izt að jafna ágreininginn. Er
einkum bent á að þarna hafi báð
ir aðiljar orðið að slá af kröfum
sínum til að samkomulag mætti
takast. Er Makarios biskup hrós
að fyrir, hve snjall samningamað
ur hann er.
Kýþurbúar eru ánægðir yfir
því, að óvissa ríkir ekki lengur
um framtíð eyjarinnar. Það hef-
ur dregizt í fimm mán., að Kýp-
ur fengi það sjálfstæði, sem
henni vaT lofað. Þótt ágreinings-
atriði væru í rauninni ekki stór-
vægileg, þar sem aðallega var
deilt um stærð herstöðva Breta
Framh. á bls. 2.
/ • r* n • •• ■ ■• > • > '>■.■•
Skipstiorinn a llrangajokli i sjoreftti:
Sennilegasta skýringin aö
leki hafi komið aö skipinu
Undaniarna daga hefir staðiS
yfir skátamót í Botnsdal í
Hvalfirði. Sækja það 340 skát-
ar af Suð-Vesturlandi. 1 gær
var forseti Islands gestur skát-
anna en mótinu lýkur í dag.
Mynd þessi var tekin í fyrra-
dag og sýnir tjaldborg skát
anna. (Sjá bls. 3).
(Ljósm. Mbl. Markús).
SKIPSTJÓRINN á Dranga-
jökli, Haukur Guðmundsson,
skýrði frá því í sjórétti í gær-
morgun, að hann teldi líkleg-
ast að ástæðan til þess að
Drangajökull fórst svo snögg
lega hafi verið sú, að með ein-
hverjum hætti hafi komið
leki að skipinu aftan til. Hann
sagði dómendum í sjó- og
verzlunardómi, að skipið
hefði, er það lét úr höfn í
Antwerpen, verið vel hlaðið
og stöðugleiki þess góður. Á
þessu hafi engin breyting orð-
ið, svo að hann eða aðrir skips
menn teldu sig hafa orðið
vara við. Það kom mjög
skyndilega óeðblegur halli á
skipið á stjórnborð og það
seig viðstöðulaust unz það
hvarf í hafdjúpið svo sem 10
—15 mín. síðar.
Þröng í réttarsalnum
Sjó- og verzlunardómur Reykja
víkur tók mál Drangajökuls fyr-
ir kl. laust fyrir 11 í gærmorg-
un. Dómendur voru þeir Emil
Ágústsson, fulltrúi borgardómara,
og skipstjórarnir Jón Sigurðsson,
fyrrum skipstjóri á Guilfossi og
Jónas Jónasson. Sjóréttur fór
fram í bæjarþingstofunni „í Stein
inum“, og voru þar viðstaddir,
er skipstjórinn kom fyrir dóm,
alls nær 30 manns. Flestir höfðu
þar einhverra hagsmuna að gæta
vegna skips eða farms þess, sem
með því fórst. Var hvergi nærri
stólapláss handa þeim, sem mætt-
ir voru. í hinum loftlausa rétt-
arsal sló fljótt út svita á nær-
stöddum. Svo þröngt var, að
blaðamönnum var skipað að
rýma sæti fyrir málsvörum trygg
ingafélaga og annarra er beinna
hagsmuna höfðu að gæta.
Slys á norskum síldarbát
KLOKKAN 9 í morgun kom
varðskipið Ægir hingað inn
með stórslasaðan sjómann af
norska síldveiðiskipinu Mar-
holm H—3—HJ.
Hinn norski sjómaður var
meðvitundarlaus. Heitir hann
Agust Svellingen og er 46
ára að aldri. Slysið hafði orð-
ið um 90 mílur út af Glettinga
nesi. Var báturinn þar í síld.
Hafði snurpulínan slitnað.
llafiii sigurnaglyin komið í
höfuð mannsins og hlautst af
lífshættulegur ávcrki.
Ægir tók hinn slasaða mann
og fór með honum bróðir hans.
Strax eftir komu Ægis var
maðu'inn fluttur í sjúkrahús-
ið hér. — Fréttaritari.
Skýrsla skipstjórans
Haukur Guðmundsson, skip-
stjóri, kom inn í dómsalinn kl.
11 og skýrsla hans um aðdrag-
anda að sjóslysinu var lesin í
heyrandi hljóði, en síðan beindu
dómendur ýmsum spurningum til
hans, sem hann svaraði greini-
lega og viðstöðulaust.
í skýrslunni segir skipstjórinn
frá því, hvernig hleðslu skipsins
hafi verið hagað, en aðalfarmur
þess í Xest voru rúmlega 330 tonn
af kartöflum og 45 tonn af ann-
arri vöru. Skipstjórinn kvað
hleðslunni hafa verið þannig
hagað, að mjóar geilar hafi ver-
ið í kartöflustæðunni í lestinni,
svo ekki hitnaði í kartöflunum.
Haukur skipstjóri sagði dómend-
um að þessar geilar hafi verið
svo mjóar og þannig frá þeim
gengið, að með öllu sé útilokað
að nokkur hreyfing hafi komizt
á farminn. Öðrum vörum, sem
voru í lestinni, hafi verið staflað
þar með sérstakri vandvirkni. Á
Framh. á bls 2.
Jap
Könnunarflugvél
týnd yfir íshafinu
WIESBADEN, 2. júlí. (Reut-
er). — Bandarísk herflugvél
hefur týnzt yfir Norður-ís-
hafinu. Hún var á könnunar-
flugi með sex menn innan-
borð, og er víðtæk leit hafin
að henni, aðallega yfir haf-
inu vestur og norður af Nor-
egi. Flugvél þessi er af gerð-
inni RB-47 og er það sérstak
afbrigði af Stratojet sprengju
flugvélunum, ætluð til könn-
unarferða. Hún er sex hreyfla
skrúfuþota.
Flugvélin hefur bækistöð á
Bretlandi og flaug þaðan í
gær. Hún var með tæki til seg
ulmælinga, veðurathugana og
loftmyndatöku, en átti aðeins
að fljúga yfir hafinu og ekki
var gert ráð fyrir að hún
kæmi nálægt ströndum Rúss-
lands, svo að talsmenn flug-
hersins bandaríska telja enga
hættu á að hún hafi villzt yfir
rússneskt landssvæði.
★
OSLO, 2. júlí: — Talsmaður
norska flughersins á Bodö-flug-
velli í Norður-Noregi skýrir frá
því, að síðast heyrðist til banda-
rísku könnunarflugvélarinnar
síðdegis í gær. Var hún þá yfir
Barentshafi um 800 km norður
af Kola-skaganura. sran er í Rúss-
landi.
anir svara
TÓKÍÓ, 1. júlí. (Reuter) — Jap-
anir svöruðu í dag þremur orð-
sendingum Rússa í sambandi vi5
öryggissáttmála þann sem þeir
hafa nýlega gert við Bandaríkin.
1 svarinu segir, að öryggis-
sáttmálinn sé eingöngu varnar-
sáttmáli og fullyrðingar Rússa
um að hann sé árásarsáttmáli
ekki réttar.
Þá telja Japanir, að lýsingar
Rússa á því, að Japan hafi með
samningnum gerzt aðili að sam-
særi gegn Rússlandi, séu rang-
færzlur einar og rógur.
Kvarta Japanir ennfremur yfir
ítrekuðum tilraunum Rússa til að
reyna að hafa áhrif á innanrikis-
mál og almenningsálit á Japans-
eyjum og kveðast þeir harma
alla framkomu Rússa í sambandi
við gerð öryggissáttmálans.
Bevan í hættu
LONDON, 2. júlí: (Reuter): —
Aneurin Bevan varaformaður
brezka Verkamannaflokksins
veiktist skyndilega í gærkvöldi
og leið honum mjög illa í nótt.
Gaf skrifstofa Verkamannaflokks
ins út tilkynningu um þetta í dag.
Kona Bevans, Jennie Lee, sem
einnig er þingmaður, átti að
flytja ræðu á opinberum fundi,
en vegna hinna snögglegu veik-
inda var fundinum aflýst.
Bevan gekk undir aivarlegan
hoí&kurð í desember sl. og hefur
ekkert getað tekið þátt í stjórn-
málabaráttunni síðan. Hefur
hann verið máttfar'>vp "Xðan og
lengi að ná sér.