Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 15
Sunnudagur 3. júlí 1960
M O R C J!l\ n T AÐ1Ð
15
.vr-s- '■/x'- ■■' • • ■ • /wywwywwvw ■?->■ vw
Þeir qlírtidu vift
SJÓSTANGAVEIÐI er svo til
nýtt fyrirbæri hérlendis. ís-
lendingar eru þó þegar farn-
ir aó sækja mót erlendis og
greindi Mbl. frá heimkomu
tveggja á dögunum. Þeir gistu
Bandaríkin og Kúbu og létu
vel af förinni.
— Það er einn af frægustu
ljósmyndurum heims, Hy
Peskin, sem er frumkvöð-
ull heimsmeistarakeppninnar,
sögðu þeir Gunnar Svein-
björnsson og Valdimar Valdi-
marsson, þegar Mbl. innti þá
nánari frétta af mótinu. —
Og upphaf keppninnar var
það, að Perskin heyrði eitt
sinn á tal tveggja veiðimanna,
sem voru að metast á um
það hvor þeirra væri meiri.
Joe Louis sagðist vera sá
snjallasti, en Ted Williams,
frægur veiðimaður, taldi eitt-
hvað hæfa hnefaleikaranum
betur en veiðiskapur — og
lyktaði deilunum með háa-
rifrildi.
>*>» Á hraðbátum
— Peskin fannst hann verða
að hjálpa mönnunum til að
fá skorið úr um vafaatriðin og
hsnn fór á stúfana og undir-
bjó fyrsta heimsmeistaramót-
ið. Hvorki Williams né Louis
urðu heims-
meistarar, en
það varð Pesk-
in.
.— Veiðarnar
þarna syðra
eru verulega
frábrugnar þvi,
sem hér þekk-
ist — svo ekki
sé meira sagt.
Við veiddum
aðalega fimm
tegundir, stóra
fiska og hrað-
synda. Við
vorum á lysti-
snekkjum, þrír
á báti, og kepp-
endur voru
nær 50. Þetta
eru bátar, sem
sigla með 30—
42 mílna hraða,
en við veiðar
er hraðinn ekki
meiri en 12—
15 mílur. Við
sitjum þá í sér
stökum veiði-
s t ó 1 u m og
stöngina, sem
er mjög sterk-
leg, getum við
líka sett fasta,
enda ekki ann-
að hægt, þeg-
ar átökin verða
sem mest.
Beitan
„syndir“
Sverðfiskur-
inn er einn
þeirra fiska,
sem mikið er
veiddur þarna.
Við gefum fær-
in út um 25 m.
og svo er siglt
nægilega hratt til að öngull-
inn liggi á yfirborðinu. í beitu
er notuð lítil sverðfiskateg-
und, um 30 gr. að þyngd —
og það er sérstök list að beita,
því tvær raufar eru sKornar í
fiskinn rétt framan við sporð-
inn — þannig, að sporðurinn
„blaktir", þegar komið er á
hæfilega mikla ferð. Er þá
sem beitan „syndi“ og von
bráðar sjáum við ugga upp úr
valnsskorpunni í 100—150 m.
fjailægð. Hann nálgast með
ótrúlegum hraða.
>4» Létu sér nægja 100 pund
— En v>3 verðum að gefa
sverðfisknum góðan tíma til
að gleypa beituna, þvi hann
er tannlaus og öngullinn
skreppur út úr honum, ef
byrjað er að kippa í áður en
hann er kominn niður í maga
fisksins. En þá hefjast líka
átök — og þá verður það að
ráðast hvor sterkari er, veiði-
maðurinn eða fiskurinn.
— Af sverðfiskum eru aðal-
lega tvær tegundir, sem veidd
ar eru við Flodida og Kúbu.
Seglfiskurinn svonefndi og
Merilin. Seglfiskurinn dregur
nafn sitt af geysimiklum bak-
ugga. Hann er eins og kapp-
siglari. Stærsti Merlin, sem
veiðst hefur þarna, var 688
pund, en við létum okkur
nægja tæplega 100 punda fiska
— og fannst okkur nógu
erfitt að eiga við þá, sögðu
þeir félagar.
Veiðiveðrið' var gott, hitinn 35—40 stig allan tímann.
sverðfiska og barracuda
Barrásuda
— Dalphin heitir önnur fisk
tegund. Sá fiskur er sagður
hinn hraðsyndasti í heimi.
Hann kemst á 100 mílna hraða
Gunnar með veiði dagsins.
enda er lygilegt að sjá hann
skjótast í vatnsskorpunni.
Þetta er eins og tundurskeyti.
Tarpin heitir annar, svipaður
síld í útliti, en þó margfall
stærri.
Gunnar veiddi einn 110
punda Tarpin, en þeir stærstu
verða 3—400 pund.
— Barracuda er skemmti-
legur að eíga við. Þetta er
reglulegur ránfiskur, mjög
hættulegur, og Hemingway
lýsir honum vel í „Gamli mað
urinn og hafið“. Barracua er
yfirleitt í torfum og er miklu
skæðari en hákarl. Hann klipp
ir bókstaflega allt í sundur.
Undarlegt hvað svona lítill
fiskur getur gert mikið illt ;
af sér. Meðalstærðin er 15—
20 pund. Við fengum nokkra
slíka, segja veiðimennirnir.
Hefði getað mölbrotið
hauskúpuna
— Það er tvennt ólíkt að
að draga þorsk við ísland og
veiða þessa stórfiska suður í
Mexico-flóa. Þegar einn var
kominn með fisk á öngulinn
urðu hinir að gera svo vel að
draga sín færi inn og bíða,
stundum allt að klukkustund,
því það tekur langan tíma að
þreyta þessar skepnur. Og
yfirferðin er svo mikil, að
öll færin fara strax í eina
flækju, ef þeir seinheppnu
flýta sér ekki og forða sínum.
— Þessi hraðsyndi Dalphin
er furðuskepna. Sporðslögin
er óskaplega snögg og hörð.
Þegar búið er að innbyrða
hann syngur í bátnum eins og
trumbu langa stund. Við vor-
um jafnvel undrandi yfir því
að hann skyldi ekki brjóta þil-
farsborðin. Og það var betra
fyrir okkur þessa óvönu að
hætta okkur ekki of nálægt
honum á þilfarinu. Hann hefði
getað mölbrotið á okkur haus-
kúpuna.
>«» Straummótin
— En það, sem tvímælalaust
vakti mesta athygli okkar í
íerðinni, var Golfstraumurinn.Valdimar með einn furðufiskinn
Það var furðulegt að sjá
straummótin þarna á sund-
inu milli Florida og Kúbu.
tíiórinn við landið e/ þarna
mjög grænleitur ,en Goif-
straumurinn er dökk-blár.
Straúmhraði hans er 4—8
mílur á klst., en þegar komið
er út úr straumnum, upp að
landinu, er allt kyrrt, enginn
straumur. Það undarlegasta
er, að sjálf straummótin eru
Óanægja með
Vesturferðir
ÞÚFUM, 29. júní: Eftir að bíl-
ferðir hófust með áætlunarbíl-
um frá Heykjavík til ísafjarðar-
djúps, nú í vor, hefur áætlun bíl
anna verið breytt. Fer bíllinn
nú beint til Melgraseyrar, en
sleppt er Arngerðareyri, sem við
komustað á miðvikudögum og
laugardögum, er bíllinn fer til
Reykjavíkur.
Þetta veldur fólkj í Reykjar-
fjarðarhreppi miklum óþægind-
um og er óvinsælt. Meðan djúp-
báturinn fór til Arngerðareyrar
gat fólk oft haft samband við
bátinn frá Vatnsfirði og Reykja-
nesi. Með þessu fyrirkomulagi,
sem nú á ferðum, verður að fara
á bíl í veg fyrir áætlunarbílinn,
gera honum fyrirsát í Laugadal,
sem er alla staði mjög óheppi-
legt. Er það von þeirra, sem hér
eiga hlut að máli, að þessu verði
kippt í lag. Ferðum bílsins og
djúpbátsins verði þannig hagað,
að Arngerðareyri verði fastur
viðkomustaður, er bíllinn ekur
suður til Reykjavíkur á miðviku
dögum og laugardögum. —PP.
ekki nema 5—35 metrar. Öðr-
um megin dökk blátt, hinum
megin grænt. Og sé maður i
þeim græna verður ekki vart
straums, en jafnskjótt og kom-
ið er yfir skilin er báturinn
kominn á fleygiferð. Skemmti
legt, en skrítið, segja þeir fé-
lagar og fara að tala um Kúbu.
En það verðum við að geyma
til betri tíma. — h.j.h.
Orðsending lil
allra landa
MOSKVU, 29 júní. — Tass-
fréttastofan tilkynnti í kvöld, að
rússneska stjórnin hefði sent
orðsendingu til allra landa heims
vegna loka afvopnunarráðstefn-
unnar. Gromyko, utanríkisráð-
herra hefur sent Hammarskjöld,
framkvæmdastjóra SÞ, bréf, þar
sem hann fer þess á leit að af-
vopnunartillögur Rússa verði
teknar upp á dagskrá Allsherjar-
þings SÞ, sem áríðandi viðfangs-
efni.
í orðsendingunni til allra
landa heims segir, að það hafi
verið orðið augljóst, að Vestur-
veldin vildu ekki bann og eyði-
leggingu Kjarnorkuvopna né al-
menna afvopnun né afnám er-
lendra herstöðva. — Þessvegna
voru umræður á afvopnunarráð-
stefnunni þýðingarlausar.
Skakferðir dagskrárliður
,[ SAMBANDI við allskonar ráð-
stefnur, sem fyrirhugaðar eru
hér í sumar, hefur í sumum til-
fellum verið reynt að hafa það
lið í dagskránni að fara á skak
út í Faxaflóa. Hafa ýmsir aðilar
leitað til Landhelgisgæzlunnar
í von um að fá þar farkost.
— Við getum ekki tekið slíkt
að okkur, sagði Pétur Sigurðsson
forstjóri. En því er ekki að neita
undir vissum kringumstæðum
getur hitzt svo á að hægt sé að
hlaupa undir bagga. Væri ekki
athugandi fyrir framiakssama
menn að kynna sér möguleika
skakferðum út á Faxaflóa?, sagði
Pétur.
Þetta mál bar á góma í gær,
en þá var björgunarskipið Sæ-
björg hér úti í Faxaflóa með all
marga fulltrúa á norræna sam-
vinnumannafundinum, sem hér
stendur yfir.
Þeir höfðu fiskað allvel í góða
veðrinu og glatt verið á hjalla.
Fæstir höfðu áður dregiá fi.sk úr
á því að gangast fyrir slíkum i sjó.