Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 3. júlí 1960 MORCVNBLAÐIÐ 13 Frá sjóréttarráðstefnunni í Genf. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 2. júlí —————— Mesta fiárolæfra- málið Svo er að sjá, að, þrátt fyrir margendurteknar fullyrðingar um hið gagnstæða, verði ekki lengur dulið, að forráðamenn SÍS hafi sjálfir átt hlut að hin- um alvarlegu fjárglæfrum, sem um langt árabil áttu sér stað hjá Esso og Olíufélaginu. Hvað sem líður beinum fjárdrætti ein- stakra manna til eigin nota frá félögunum, þá var það ætíð með fullum ólíkindum, að svo víðtæk ólögleg viðskipti færu fram án vitundar annarra en eins fram- kvæmdastjóra, sem raun ber vitni, að gerð voru á vegum fé- laganna á Keflavíkurflugvelli. Um þetta skal ekkert fullyrt, fyrr en frekari gögn liggja fyrir, en víst er, að meðal almennings hafa fáir lagt trúnað á, að eng- inn annar væri hér sekur en hinn ungi maður, sem fyrri félagar hafa viljað láta einan sitja uppi með alla skömm og refsingu. — Eftir síðustu fregnum að dæma hefur hyggjuvit almennings hér reynzt rétt. Mer.n veita því og athygli, að Tíminn hefur enn enga athugasemd gert við frásögn Morgunblaðsins nú í vikunni af því, sem síðast hefur komið fram í málinu. Mundi ekki hafa staðið á því, að hann mótmælti, ef það væri hægt, að sjálfir aðalmenn SIS væru nú mjög orðnir flæktir í málið. Rannsókn þessa máls hefur mjög tafizt vegna þess, að eng- inn aðila þykist vita eða muna neitt fyrr en fundist hafa ótvíræð gögn, svo að ekki tjáir lengur að þræta fyrir sannaðar staðreynd- ir. — Öll kurl ekki komm til «raíar Um hina síðustu þróun þessa margþætta fjárglæfra- og af- brotamáls skal ekki fjölyrt hér að sinni. í>ar munu skýrslur rannsóknardómaranna og sjálf gögn málsins tala sínu máli. En væntanlega sjá forráðamenn SÍS nú, að þeim gagnar ekki lengur að halda áfram sama feluleikn- um og þeir hafa iðkað allt frá því, að rannsókn málsins fyrst hófst. Er og sennilegt, að enn séu mörg kurl ókomin til grafar. — Meðal annars herma sagnir, að stjórnendur Tímans hafi ekki alls fyrir löngu fengið óþægilega áminningu um, að aðstandendum þess blaðs ætti ekki að vera svo ókunnugt sem þeir láta um hvað orðið hafi af sumum þeim pen- ingum, sem upplýst er, að hafi horfið úr sjóðum olíufélaga SÍS. Tíminn hefur raunar lagt kapp á það að telja mönnum trú um, að þessi félög væru nánast SÍS óviðkomandi, meginhluti stjórna þeirra hafi verið skipaður „samkeppnismönnum". Þessi af- sökun sýnir raunar, að Tíminn telur, að stjórnir félaganna hafi ekki staðið sig eins og skyldi, þvi að hingað til hefur hann aldrei látið undir höfuð leggjast að þakka sínum mönnum það, sem hann hefur talið lofsvert, jafnvel þótt þeir ættu minni hlut að en í þessum tveimur félögum. Afsökun S. í. S.- kerrajmít Afsökun Tímans fær ekki held ur staðizt að öðru leyti. SÍS og einstakar félagsdeildir þess eiga meirihluta hlutafjár í báðum fé- lögunum og hafa þess vegna þar öll þau ráð, sem forráðamenn- irnir vilja. Þetta kom glögglega fram á aðalfundi félaganna nú fyrir nokkrum vikum. í>á létu SÍS-herrarnir endurkjósa báðar stjórnirnar óbreyttar. Með þeirri ákvörðun tóku þeir, sem úrslit- um réðu á fundunum, ábyrgð á því, sem þarna hafði gerzt. Hvort sem einstakir stjórnar- menn hafa sjálfir verið þátttak- endur í fjárglæfrunum eða ekki, þá er enginn efi á því að a. m. k. formaður stjórnanna, og eftir at- vikum, allir stjórnendur, eru skyldir til þess eftir íslenzkum lögum og dómvenju, sbr. t. d. dóminn í hinu svokallaða Mel- stedsmáli, að fylgjast betur með rekstrinum en þeir segjast hafa gert. Um það brot af þeirra hálfu verður trauðla deilt. Engu að síð- ur láta SÍS-herrarnir endurkjósa þá alla, eins og ekkert hafi í skor- izt. Með því leggja forráðamenn- irnir blessun sína yfir óreiðuna. Nýtt frumhlaup Breta Ef einhver væri í vafa um, hverjum Bretar þjóna bezt með hegðun eins og þeirri, sem þeir gerðu sig seka um norður við Grímsey nú í vikunni, þarf ekki annað eh að lesa Þjóðviljann þessa daga. Hann fer ekki dult með, að mikinn hval hafi með þessu rekið á fjörur kommún- ista. Timinn á einnig erfitt með að dylja löngun sína til að koma illu af stað. Allir góðviljaðir menn hljóta hinsvegar að harma þennan atburð. Þó að íslending- ar, séu staðráðnir í að standa á rétti sínum í landhelgismálinu gegn hverjum sem vera skal, þá gerir allur almenningur sér fulia grein fyrir því, að það er ekki einungis óheppilegt, heldur get- ur orðið Islandi til Vamnlegt tjóns, ef ekki tekst að setja niður deiluna við Breta. Menn fögnuðu því þess vegna almennt, að svo virtist sem betra andrúmsloft hefði skapazt og vildu trúa því, að smám saman tækist að ryðja úr vegi hindrununum fyrir við- urkenningu á rétti okkar. Hér er bæði um að ræða ágreining um hvað séu gildandi alþjóða- lög og alvarlegan hagsmuna- árekstur. Þegar minnsta ríki ver- aldar á í slíkri deilu við eitt af mestu stórveldum, verður sann- arlega að halda á málum bæði með festu og varúð. Fordæming valdbeitingar Allir Islendingar og raunar óteljandi menn aðrir víðsvegar um heim, sameinast um að for- dæma valdbeitingu Breta. Jafn- framt er þó rétt að gera sér þess grein, að þessi atburður, svo al- varlegur sem hann út af fyrir sig er, verður að skoðast í öðru ljósi en framferði Breta á ís- landsmiðum frá því í september 1958 þar til í marz 1960. Þá stóð brezki flotinn beinlínis fyrir ólöglegum veiðum togar- anna innan íslenzkrar fiskveiði- lögsögu. Svo langt var gengið, að togaraskipstjórar voru þving- aðir til þess gegn vilja sínum að fiska hér með ólöglegum hætti tiltekinn tíma. Nú reyna brezku herskipin að halda togurum sín- um utan fiskveiðitakmarkan- anna, enda hafa þeir ekki þorað að fiska innan þeirra að herskip unum nærstöddum. Þykfast nú skárri Hins vegar viðurkenna Bretar enn ekki hin nýju fiskveiðitak- mörk okkar. Þeir telja þess vegna töku togara á þeim miðum ólöglega og standa á móti fram- kvæmd hennar eins og þetta dæmi sýnir. Með þessum orðum er ekki verið að afsaka frum- hlaup Breta, síður en svo. En nauðsynlegt er, að allir átti sig á um hvað er að ræða. Bretar líta sjálfir svo á að þeir hafi enn ekki tekið aftur upp hina sömu starfshætti og áður urðu þeim svo lítt til sæmdar. Það er og harla athyglisvert, hversu skipstjórinn og brezka flotamálaráðuneytið leggja ríka áherzlu á það, þvert ofan í stað- reyndir, að telja mönnum trú um, að togaranum hafi verið sleppt með samþykki beggja aðila. Af þessu sést, að þeir vilja eftir föng um dylja þá staðreynd, að um beina valdbeitingu af þeirra hálfu var að tefla. En»)r samningar Það er hins vegar misskilning- ur, sem fram hefur komið í sum um íslenzkum blöðum, að Bretar hafi með þessu síðasta óverjandi frumhlaupi sínu rofið gefin heit um að aðhafast ekkert slíkt nú. — íslenzka ríkisstjórnin hefur hvorki beint né óbeint gert neina samninga við Breta um þetta mál. Er því ekki til að dreifa rofum á slíkum samning- um, því að þeir eru ekki fyrir hendi. Yfirlýsingar brezku stjórn arinnar um endurkomu brezku herskipanna á Islandsmið í maí- mánuði voru einnig svo loðnar, að ekki er hægt að segja, að nú hafi verið á móti þeim brotið. Þveirt á móti sást þegar í stað við athugun þeirra, að við ein- hverju slíku varð að vera búinn. Skynbærir menn vissu þess vegna þá þegar, að margar hætt ur steðjuðu enn að. Sigur var engan veginn unninn. Þess vegna reið á að halda þannig á málúm, að enginn gæti fengið höggstað á okkur vegna hæpinna aðgerða. Ásakanir um linleika í land- helgisgæzlunni á þessu tímabili eru gersamlega út í hött. Níð- skrif Þjóðviljans af því tilefni afsönnuðust bezt meþ því, að samdægurs og hann herti mest á þeim rógi, varð hann að birta fregnina um átökin við Grimsey. Okkúr styrkasta stoð Sterkasta stoð fslendinga í þessu máli er samúð umheimsins með málstað okkar. Þess vegna verður að halda svo á, að hún glatist ekki heldur eflist enn frá því sem verið hefur. En í þeim efnum er við enga viðvaninga að etja. Bretar eru í senn slyngir og þaulvanir áróðursmenn og hafa yfir ósambærilega miklu öflugri áróðurstækjum að ráða en við. Því athyglisverðari var hin mikla samúð, sem, íslendingar nutu á Genfarráðstefnunni. Út af fyrir sig var ekki að undra, þó að þeir, sem vilja 12 mílna allsherjarlandhelgi, eins og Sovétríkin og fylgiríki þeirra, hyrfu ekki frá þeirri skoðun sinni/einungis vegna þess að hún gat komið íslandi að gagni. Eft- irtektarverðara er, að þessi ríki léðu ekki máls á fylgi við nein sérréttindi strandríkis utan við 12 mílur, hvað þá að þau vildu að öðru leyti viðurkenningu á sérstöðu íslands, sem eitt allra ríkja er algerlega háð fiskveið- um. Þvert á móti var Lúðvík Jósefsson látinn flytja hin ill- ræmdu boð um væntanlega vald- beitingu járntjaldsríkjanna inn- an 12 mílna, ef viðurkenning ann- arra fengist á óskertri 12 mílna fiskveiðilögsögu íslands. Aldrei hafa kommúnistar á íslandi gert sig berari að þjónkun við erlenda hagsmuni en að því sinni. Hið ánægjulega á Genfarráð- stefnunni var stuðningur og sam- úð, sem íslendingar hlutu hjá meginþorra hinna nýstofnuðu ríkja og raunar mörgum fleirum, einnig ýmsum þeim, er ekki vildu viðurkenna almennt 12 mílna fisk veiðilögsögu. Vegna afstöðu stór- veldanna og þá einkum Breta, fékk þessi samúð ekki notið sín nema að nokkru leyti í atkvæða- greiðslum. Hún kom því betur fram í umræðum og greinargerð- um fyrir atkvæðum, einnig um hina síðustu breytingartillögu ís- lands, þegar margir, er af annar- legum ástæðum neyddust til að greiða atkvæði á móti henni, lýstu þó yfir fullri samúð með málstað islenzku þjóðarinnar. Sjálfsblinda Harcs I Þegar þetta er haft í huga, er það merkileg sjálfsblinda hjá brezka ráðherranum John Hare, er hann segir í viðtali við Matt- hías Johannessen, ritstjóra: „Þið áttuð undir högg að sækja í Genf. Þar fenguð þið alvar- legt áfall, þegar tillaga ykkar var felld. f Genf sáu aflur á móti allir að við vildum samninga“. Það er mikil lítilþægni aí bin- um brezka ráðherra, ef hann í raun og veru er ánægður með hlut Breta í Genf. Við fyrstu at- kvæðagreiðsluna um tillögu ís- lendinga greiddu einungis 11 ríki atkvæði á móti henni. Þeir sena sáu, hvernig Bretum varð við, þegar jafnvel nánustu vinaríki þeirra úr sjálfu samveldinu vildu ekki veita þeim sinn siöferðilega . stuðning, öfunduðu ekki stórveld ið af þeirri útreið. Bretar hefðu þá átt að skilja, að þeir höfðu sjálfir sett sig í óbærilega að- stöðu, sem þeir yrðu að reyna að komast úr hið allra bráðasta. Að vísu juku þeir tal um skilning sinn á sérstöðu íslands eftir þetta. Vegna heildaraðstöðunnar urðu atkvæðagreiðslur síðar á fund- inum þeim og hagstæðari. Sú niðurstaða fékkst með því að telja mönnum trú um, að eina leiðin til að ná löglegum meiri- hluta væri að fella tillögur ís- lands. Raunin varð önnur, og hinn siðferðilegi dómur yfir vald beitingu stórveldisins gegn sínum litla nágranna var upp kveðinn og verður ekki aftur tekinn. Engin vafi er á því, að ýmsir reyndu að leiða Bretum þetta fyrir sjónir, þó að það tækist ekki. Jafnvel aðal stuðningsbláð brezku ríkisstjórnarinnar, Daily Telegraph, hefur hvað eftir ann- að sagt, að tilrauf.in til fiskveiða undir fallbyssukjöftum væri far- in út um þúfur og Bretar hvorki gætu né mættu taka upp þá að- ferð að nýju. Óljósar hótanir Hares um að það skuli samt gert og atburðurinn við Grímsey verka áreiðanlega í öfuga átt, ekki einungis á fslandi heldur víðs vegar annarsstaðar. Þarf að róa Fleetwood- menn? Eitt af því, sem Hare segir í við tali sínu, er, að róa þurfi Fleet- woodmenn, sem hafi orðið verst úti. Af þessu tilefni er rétt að rifja upp ummæli sem hinn 19. maí voru birt hér í blaðinu eftir fráfarandi formanni fiskikaup- manna í Fleetwood en hann hafði þá nýlega sagt, að „íslendingar hefðu unnið siðferðilegan sigur í landhelgisdeilunni“. Þetta er skoðun nákunnugs brezks aðila, skömmu eftir að Genfarráðstefnunni lauk. Kveð- ur þar óneitanlega við töluvert mnan tón en hjá Hare. sem hins vegar hefur fengið í lið með sér hér á landi bæði Þjóðviljann og Tímann. ..Harma fréuirnar4 Engan veginn skal lítið gert úr þeim örðugleikum, sem brezka stjórnin á við að etja í þessum efnum. En margir þeir, sem bezt þekkja til, eru sammála þessum Fleetwood-manni. Brezka stjórn- in hefði einnig gott af að hug- leiða orð brezks hermanns, Vines, sem nýlega ritaði tvær greinar í Morgunblaðið um dvöl sína hér á stríðsárunum. Hann sagði m.a.: „Eg dvaldist á íslandi næstum 2*4 ár og ég fór að unna landinu, þjóðinni og hinu margbreytilega og dásamlega landslagi. Ég er áreiðanlega ekki eini Englending- urinn af þeim, sem dvöldust á íslandj stríðsárin, sem harma fréttirnar í blöðunum um „fiski- stríðið". Við vitum að fiskur er grundvöllur alls efnahagslífs á fslandi og það er ömurlegt að sjá, hvernig okkar eigið land, sem getur eytt tugmilljónum punda í vígbúnað, leyfir sér að beita ís- land þvingunum í þessu máli. Það sýnir furðulegan skort á viður- kenningu fyrir þá miklu aðstoð og hjálp, sem íslendingar veittu okkur á stríðsárunum“. Hinn brezki hermaður gerir með þessum fáu orðum grein Framh. á bs. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.