Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. júlí 1960
MOnCVTSLLAÐlÐ
5
SVO sem kunnugt er af frétt-
um, er nýlokið í Þýzkalandi
heimsmeistaramóti í svifflugi
og tók þátt í því fyrir Islands
bönd Þórhallur Filippusson,
sem lengi hefur verið einn
fremsti svifflugmaður, ís-
lenzkur. - \
Þórhallur er nú kominn
heim af móti þessu og varð
hann við beiðni fréttamanns
blaðsins um að spjalla um eitt
og annað varðandi svifflug.
★
— Mer er kunnugt um, að
þú hefur lengi fengizt við
þessa íþrótt, Þórhallur, hve-
nær byrjaðir þú að fást við
þetta?
— Ég fór að fá áhuga á flug-
módelsmíði, þegar ég var um
átta ára gamall og fór upp
úr því að fylgjast með svifflug
iðkun á Sandskeiðinu. Varð
það til þess að ég fékk að
byrja að fljúga undir ald-
urstakmarki — þá 13 áTa gam-
all.
— Hvert var aldurstak-
markið?
stýrt svifflugu, þótt það sé
gott, heldur byggist svifflug
fyrst og fremst á þekkingu í
veðurfræði, jarðfræði og sigl-
ingafræði (kortalestri).
— Er ekki mikill áhugi ung-
linga fyrir svifflugi hér á
landi?
— Jú, gífurlegur áhugi, en
því miður höfum við ekki get-
að sinnt þeim sem skyldi. Við
urðum fyrir því óhappi fyrir
tveim árum, að missa einu
Ekki
seinna vænna
— Þá var það 16 ára.
— En nú?
— 15 ára.
— Af hverju lækkaði það?
— Við álitum ekki heppilegt
að halda svo fast við 16 ár-
in, — það er reynsla okkar,
að þeir yngri eru fljótari að
læra, þegar dellan grípur þá.
Annars háir það okkur mjög
hér á landi hversu fljótt menn
hætta að iðka þessa íþrótt.
Það er alveg gagnstætt því
sem gerist erlendis, svo sem
sjá má af því, að þeir, sem
náðu beztum árangri á mótinu
i Þýzkalandi, voru menn á
aldrinum 40—50 ára.
— Hverja telur þú ástæðu
til þess, að menn missa áhug-
ann hér heima?
— Það koma ýmsar ástæður
til, en eina þeirra tel ég vera
að þeir hafa ekki tekið þessa
iþrótt réttum tökum í byrj-
un. Menn hafa miðað við að
geta flogið, en ekki íhugað þá
möguleika, sem svifflug veit-
ir. Það er ekki nóg að geta
kennsluvélina og höfum ekki
haft nægilegt fjármagn til að
kaupa aðra í hennar stað. En
það stendur nú til bóta og
erum við vongóðir um að geta
haft námskeið næsta sumar.
Annars eru svifflugurnar okk-
ar orðnar úreltar og þörf mik-
illa bóta í þeim efnum, t. d.
sjást slíkar flugur óvíða er-
lendis.
— Hve oft eru heimsmót í
svifflugi haldin?
— Á tveggja ára fresti.
— Telurðu ekki nauðsynlegt
að Islendingar sæki slik mót?
— Jú, afar mikilsvert, og
mátti ekki seinna vera
að við gerðum það. Við höfum
gert okkur Ijóst, að við höfum
dregizt aftur úr á síðustu ár-
um. Miðað við aðrar þjóðir,
stóðu íslendingar nokkuð
framarlega í svifflugi á ár-
unum eftir styrjöldina siðari,
en upp úr 1950 er eins og hafi
heldur slaknað á, og við ekki
fylgzt nógu vel með nýjung-
um, sem fram hafa komið.
— Menn tala um að hér á
landi séu sérlega góð skilyrði
til svifflugs. Tekur þú undir
það?
— Nei, því vil ég eindregið
mótmæla, þ. e. a. s. skilyrði
eru afbragðs góð þá sjaldan
þau gefast, en veður breyting-
ar há sviffluginu mikið, t. d.
er langflug næstum útilokað
á íslandi vegna snöggra veð-
urbreytinga.
★
— Geturðu ekki sagt mér
frá einhverju minnisstæðu at-
riði úr Þýzkalandsförinni?
— Ætli það verði þá ekki
helzt frá minni mestu slysni,
er við flugum 300 km flug i
þrihyrning. Skyggni var þá
slæmt, eins og reyndar alltaf
þennan tíma, ekki nema 3—10
km.
Við fyrsta punktinn í þri-
hyrningnum lentum við i
þrumuveðri og heltust þá
flestir úr lestinni. Mér tókst að
komast áfram með þvi að
fljúga utan í þrumuskýið og
varð að fljúga blindflug. Þar
af leiðandi gat ég ekki gert
náikvæma staðarákvörðun, en
hitti þá Bandaríkjamanninn
Bikle, sem var í sömu vand-
ræðum. Við leituðum að næsta
punkti og taldi ég mig hafa
fundið stefnuna, en flaug 2
km fyrir norðan punktinn og
sá hann ekki. Bandaríkjamað-
urinn kom rétt á eftir og sá
punktinn. Þetta var óskap-
lega ergilegt, því að ég tap-
aði þarna 12—15 sætum. Ann-
ars er ég ánægður með ferð-
ina og vonast til að þátttak-
endur í næsta móti verði fleiri
en einn, því að við erum fylli-
lega hlutgeng á við aðrar þjóð
ir í þessari íþrótt, þótt ekki
hafi tekizt betur í þetta sinn.
Norðmenn viðhafa mikil há-
tíðahöld á þjóðhátíðardaginn 17.
maí og allt er fánum skreytt úti
sem innl Húsibónda nokkrum
var falið að koma upp fánum
og böndum á vegginn í stofunni
sinni. Hann fékk til þess hamar
og nagla og eftirfarandi orð: Og
svo veiztu að þú atar ekki vegg-
fóðrið út í blóðblettum.
Hvað kom fyrir bíiinn hans
Friðriks?
— Honum varð eitthvað upp-
sigað við ljósastaur.
En hvað er dimmt 1 dag.
Nei, það er ekkert dimmt, þú
hefur aðeins gleymt að greiða
þér.
★
Tveir marzbúar lentu i geim-
skipi sínu í Afríku og þegar í
stað söfnuðust forvitnir apakettir
í kringum þessa óvæntu gesti.
Þá sagði annar geimfarinn. —
Þeir eru nú hreint ekki eins
kjánalegir og maður gæti haldið
eftir útvarpsdagskránum þeirra.
★
Eg verð að játa fyrir yður að
ég hef logið að yður ungfrú, ég
er ekki listmálari.
— Og ég, sagði hún, þar sem
hún stóð á evuklæðunum einum,
ég er alis ekki módel.
Sjá, hversu fagurt og yndislegt það er
þegar bræður búa saman,
eins og hin ágæta olía á höfðinu,
er rennur niður i skeggið, skegg
Arons er fellur niður á kyrtilfald
hans,
eins og hermondögg
er fellur niður á Zionfjöll:
því að þar hefir Drottinn boðið út
blessun lífi að eilífu.
(Ur Orðskviðum Salómons).
ÁHEIT og GJAFIR
Sólheimadrengurinn: — G.G. 100,00.
I.S. 50,00.
Lamaði íþróttamaðurinn: G.K. 50,00.
- M E S 5 U R -
Kírkja óháöa safnaðarins: — Messa kl.
2 e.h. Séra Þorleifur Kristmundsson á
Kolfreyjustað prédikar. I messunni
verða gefin saman í hjónaband ung-
frú Ingibjörg Arnadóttir og Jón Olafs-
son, heimili þeirra verður að Austur-
brún 2. — Séra Emil Björnsson.
Lárétt: — 1 kaupstaður — 6
fjötra — 7 pinnanna — 10 lemja
— 11 for — 12 fangamark — 14
frumefni — 15 sundið — 18 plá-
netu.
I.óðrétt: — 1 gluggatjöld — 2
á skóm (þf) — 3 fæða — 4 æfða
— 5 launamála — 8 báran — 9 1
kona — 13 hyggindi — 16 tónn |
— 17 samhljóðar. |
Útvarpsfónar
Til sölu TELÉFUNKEN HIFI, MURPHY,
og BLAUPUNKT. — Sími 32107.
Frystiskápur
ADMIRAL FRYSTISKÁPUR 10,6 kbf. svo
til nýr til sölu. — Sími 32107.
Síldarstúlkur
vantar nú þegar til Raufarhafnar.
Upylýsingar í síma 34580.
Gunnar Halldórsson h.f.
Útgerðarmenn
Eitt af bezt útbúnu skipasmíðastöðvum
á vesturströnd Noregs býður yður þjón-
ustu sína. — Stöðin getur tekið í drátt-
arbraut skip allt að 1800 tonn eða 220 feta
kjöllengd. — Alls konar skipa- og véla-
viðgerðir. — Við höfum í þjónustu L
flokks. fagmenn. — Lág gjöld fyrir slipp-
töku og vinnu.
Flokkunarviðgerðir á togurum og aðrar
stærri viðgerðir munu borga sig hjá okkur.
Nánari upplýsingar gefur yður
Jón Kr. Gunnarsson,
Hafnarfirði — Sími 50351
BOLSÖNES VERFT — MOLDE — NORGE
Husqvarna
Er til gagns og ánægju á heimilinu. Saumar venju-
legan saum, Zig-Zag, stoppar í fatnað, saumar
hnappagöt, festir á tölur, saumar fjölda myndstra
til skreytinga.
Gunnar Ásgeirsson
Suðuriandsbraut 16 — Sími 35200