Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 6
6
MORCVISBLAÐIÐ
Sunnudagur 3. júlí 1960
Lárus Salómonssoh með byssu sína.
— Nei, nei. Það er margt sem
veldur vanhöldunum. Villikettir
eru hér oft á ferðinni, allskonar
slys og óhöpp eiga sér stað, hrak-
viðrin að undanförnu hafa ekki
kostað svo fáa lífið. En þetta
þekkja þeir allt betur en ég, dr.
Finnur og Sigurður Runólfsson,
gæzlumaður fuglanna hér á
Tjörninni.
— Er ekki erfitt að herja á
veiðibjölluna á Tjöminni?
— Jú, vissulega. Það er svo
erfitt að ég býst ekki við að ég
eigi við það öllu lengur.
— Við hvað áttu?
— Kjarval hefur sagt að ég
hafi.of næmar taugar til þess að
vera að skjóta fugla.
— Hefur þá ekki einhverjum
öðrum góðum skotmanni verið
falið þetta vandasama verk?
— Það eru til margir betri skot
menn en ég. En það hefur enginn
fengizt verri til þess ennþá!
sagði Lárus. Annars hef ég reynt
að ná þeim veiðibjöllum, sem eru
í vígahug, og það er það eina
sem telja má jákvætt við þetta.
En annað meira þarf að gera en
láta einn mann skjóta nokkrar
veiðibjöllur yfir varptímann hér
á Tjöminni. Og vona ég að það
verði framkvæmt af þeim sem
völdin hafa. Hér á ég við skipu-
lagða eyðingu svartbaksins hér í
næsta nágrenni bæjarins, því
mér virðist allar þessar veiði-
bjöllur vera „innanbæjarfuglar",
sagði Lárus.
Hinn 18. júní kom ambassador Finna í Washington, Sebbala,
með flugvél Loftleiða vestan frá Ameríku til Helsingfors. A
flugvellinum þar tóku á móti honum Juuranto, aðalræðismaður
Islands, kona hans og frú Sebbala, sem hafði komið viku áður
til Helsingfors með Loftleiðavél. — Myndin hér að ofan var
tekin við það tækifæri. Til vinstri Sebbala og frú og til hægri
Juuranto og frú.
Það er erfitt að herja
rnar
ANDARUNGUNUM hefur farið
dagfjölgandi á Tjörninni undan-
íarið og skipta nú mörgum tug-
um. 1 gær átti blaðamaður og
ljósmyndari Mbl. leið suður með
Tjörn, eins og það er kallað, og
þar hittu þeir Lárus Salomons-
son, lögregluþjón, sem stóð þar
með byssu og horfði út yfir
Tjörnina. Með honum var Sig-
urður Jónsson lögregluþjónn.
— Eftir hverju ertu að skyggn-
ast?
— Veiðibjöllunum, sem eru
þarna út við Tjarnarhólmann.
— Þú skauzt eina áðan, við
heyrðum hvellinn?
— Já, ég skaut eina veiðibjöllu,
sem var bersýnilega að voka yfir
því að hremma unga. Þær halda
sig alveg á vissum stöðum á
Tjörninni, þegar þær eru í veiði-
hug.
— Drepa veiðibjöllurnar alla
ungana, sem hér týna lífinu?
Sr. Pétur Magnús-
son lætur af prests
störfum
SVO sem getið var um á presta-
stefnunni í skýrslu biskups, lét
séra Pétur Magnússon af prest-
þjónustu í Vallanesprestakalli í
fyrra mánuði. Áður en hann fór
að austan, héldu söfnuðirnir hon-
um veglegt kveðjusamsæti og af-
hentu honum að gjöf fallegt mál-
verk af Vallanesi með áletraðri
kveðju frá söfnuðunum.
Séra Pétur mun nú setjast að
í Reykjavík, og munu aðdáendur
hans, sem hafa á undanförnum
árum hlustað á hann í útvarpinu
eða annarsstaðar, vonast til
þess, að þeir eigi enn um skeið
eftir að heyra til hans endrum
og eins, þó að hann hafi nú látið
af embættisstörfum.
hugsa sig um andartak eða
bera málið undir neinn, þegar
hann fann alla þessa peninga
í ómerktu veski, sagði hún að
líefði aukið trú sína á heiðar-
leik og drengskap.
*
Þessa mynd tók húsmóðir
ein á Ránargötunni út um
gluggan hjá sér í vikunni. Og
þannig er útsýnið úr glugg-
anum hennar á hverjum degi.
Er nokkur furða þó slys verði
á svona götum. Börnin koma
hlaupandi fram undan bílun-
um, sem standa kyrrir og fram
fyrir þá, sem koma eftir göt-
unni, og ef tveir mætast á ak-
brautinni, komast þeir tæp-
lega hvor fram hjá öðrum.
Við endann á götunni er bíla-
stæði, sem oft er fullt, en þó
ekki alltaf þegar röðin af bíl-
um stendur svona beggja
megin upp eftir Ránargöt-
unni. Og þetta er ekki eina
íbúðargatan í bænum, þar sem
bílum er lagt svona.
drengnum, Omar Halldórsson
heitir hann, Sörlaskjóli 12.
Hún skundaði þangað. Dreng-
urinn kom inn í stofuna með
veskið. Konan opnaði það og
spurði hvað hún ætti að greiða
í fundarlaun. Ekkert, alls
ekkert.
Kona þessi kom svo til Vel-
vakanda. Kvaðst hún vera svo
glöð yfir þessu. Ekki vegna
peninganna, því sem betur fer
væri hún ekki svo illa sett,
að missir þeirra hefði verið
óbætanlegur. Hún hefði sjálft
sagt eignast sína ryksugu. En
að drengurinn skyldi ekki
í fyrrakvöld kom nýr skemmti-
kraftur í Þjóðleikhúskjallar-
ann. Er það Numinda frá Kúbu,
dökk á brún og brá. Numida
syngur og leikur á píanó og er
ákaflega Hfleg. Hún hefur und-
anfarið verið í París og m.a.
sungið á hinum þekkta veitinga
stað La Calavados.
• Hann hikaði ekki
Lítið atvik gerðist hérna
rétt fyrir framan skrifstofur
Morgunblaðsins nú í vikunni,
og er Velvakanda ánægja að
segja frá því.
Kona nokkur hafði tekið sér
leigubíl, til að fara niður í bæ
að kaupa sér ryksugu. Þess
vegna tók hún með sér rúm-
lega 6000 krónur í peningum.
Þegar hún kom í búðina var
veskið ekki í handtóskunm
hennar, en hún hafði borgað
bílstjóranum úr því, um leið
og hún steig út úr bílnum
hérna úti í Aðalstrætinu. —
Konan fór strax út og leitaði
að veskinu, sem var alveg ó-
merkt, og hringdi síðan á bíla-
stöðina, en án árangurs. Þá
fór hún út á lögreglustöð, og
viti menn, þar hafði komið 12
ára drengur með veskið og
peningana. Var sýnilegt að
hann hafði komið þangað
beina leið, eftir að hann tók
veskið upp af götunni.
• Heiðarleiki^og
drengskapur
Konan fékk nú nafnið á
FERDIIMAIMD
\W
\\C
7W6
Þrjár málabækur
frönsk, spœnsk og ítölsk
KOMNAR eru út hjá Isafold
þrjár málabækur, sem ætlaðar
eru ferðamönnum. Ná þær til
frönsku, itölsku og spænsku.
Magnús G. Jónsson, mennta-
skólakennari, hefur samið bæk-
urnar og erú þær sniðnar eftir
samsvarandi bókum enska bóka-
forlagsins Collins. Ritar Magnús
inngang að hverri bók. Um
spænsku bókina segir hann t. d.:
„Það gerist nú æ algengara, að
Islendingar leggi leið sína til
spænskumælandi landa, einkum
Spánar, en jafnvel til Mið-
Ameríku eða Suður-Ameríku, þar
sem spænska er alls staðar þjóð-
tunga nema í Brasilíu. Margir
þeirra, sem til Spánar fara, hafa
þar skamma viðdvöl, dveljast
þar ef til vill nokkrar vikur í
sumarleyfi og hafa lítið eða ekk-
ert lært í spænsku. Slíku fólki er
þetta kver einkum ætlað. Það
ætti að geta orðið því til nokk-
urs gagns“.
Er ekkert vafamál að mála-
bækur þessar eiga eftir að koma
mörgum að góðu gagni þar sem
„mállaus“ maður getur með að-
stoð þeirra komizt í gegnum toll-
inn, ferðast í járnbrautarlestinni,
gert sig skiljanlegan .í gistihús-
inu o. s. frv. í löndum þar sem
viðkomandi tungumál eru töluð.