Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 23
Sunnudagur 3. júlí 1960 MORCUNfíLAÐlÐ 23 Olíuhreinsunarstöð. Xexaco félagsins við Santiago á Kúbu. Castro tekur olíustöðvar Texaco, Esso og Shell Þær neituðu að taka við rússneskri olíu Havana, 1. júlí. KtJBANSKA stjórnin hefur ákveðið að taka í sínar hend- ur rekstur þriggja stórra olíu- hreinsunarstöðva í landinu. Þær eru eign bandarísku olíu- félaganna Texaco og Esso og brezk-hollenzka félagsins Shcll. Ástæðan til þessa er, að forráðamenn stöðvanna hafa ekki viljað hlíta reglum Kúbu-stjórnar um innflutn- ing á olíu frá Rússlandi og hafa neitað að hreinsa rúss- neskan olíufarm. Fyrst tók stjórnin í sínar — Sjú viðurkennir FramJi. af bls. 3 ið. Hann kveðst enn ekki hafa fengið nákvæmar upplýsingar um atburðina, en rannsókn fari nú fram á þeim, segir hann, að Kínverjar myndu harma það mjög ef þær fréttir reyndust sann ar að nepalskur liðsforingi hafi verið skotinn til bana og ef nep- alskir hermenn hafi verið hand- teknir muni þeim að sjálfsögðu verða skilað. Segir Sjú, að Kín- verjar og Nepalar muni jafna deilur sín á milli og sé þýðingar- laust fyrir heimsvaldasinna og út lenda afturhaldsseggi að ætla að notfæra sér þetta atvik til að út- breiða róg og spilla sambúð milli þessara tveggja nágrannaþjóða. Fjandskapur Framkvæmdastjóri nepalska stjórnarflokksins, Bhadra Sharma sagði í dag, að aðgerðir Kínverja væru fjandsamlegar í garð Nep- als og hefðu falið í sér hernaðar- árás gegn smáríki. Með þeim brutu Kínverjar landamærasam- komulag og vináttusammng sem og aimenn alþjóðalög. Indversk blöð ræða hina kín- versku árás af mikilli alvöru og eru sammála um að hin kín- verska árás feli í sér hættu ekki aðeins fyrir Nepal, heldur og fyrir Indland. Sum þeirra eins og blað ið „Indian Express" hvetur nú til þess að ráðstafanir verði gerð- ar til að styrkja raunhæft sam- eiginlegar varnir Indlands og Nepal, en Indverjar hafa með samningum heitið Nepölum vernd og bera ábyrgð á því, að norðurlandaiP'^ri beirra. séu ekki skert hendur í fyrradag rekstur Texaco-olíustöðvarinnar við Santiago de Kuba á austur- hluta eyjarinnar og í dag fór herlið inn í stöðvar Esso og Shell í nágrenni höfuðborgar- innar, Havana. Fara heim. Banariskir og evrópskir stjórn endur og verkfræðingar olíustöðv anna fara langflestir heim til sín næstu daga. Það er álitið að eng- ir Kúbu-búar hafi þekkingu til að stjórna olíuhreinsunartækjun- — /jb róttir Framhald af bls 22. ig var synt í 2 tíma og síðan tek- in stefna á Dalvík. Var þá straum ur óhagstæður, en þó kyrr sjór. Klukkan 2,10 um nóttina kom Eyjólfur að landi í fjörunni fyr- ir framan oliutankkana í Dalvík og hafði því verið réttar 5 klst. á leiðinni. Leiðin er um 7 km. og sjávarhiti var 9 gráður. Margir bátar frá Dalvík og Hrísey, mannaðir fólki, fylgdust með sundinu. Fjölmenni var samankomið er Eyjólfur tók land í Dalvík og höfðu börn feng ið að vakna til að fagna Eyjólfi. Er Eyjólfur tók land, var hann hylltur af fjöldanum með fer- földu húrrahrópi. Eyjólfur sagðist hafa haft haft mikla ánægju af að þreyta þetta sund og sér í lagi að synda til Dalví'kur, vegna þáttar þeirra Dalvíkinga \ sögiv au»'M.ðk'm?r á íslandi. um og er sagt, að þeir muni fá rússneska sérfræðinga fyrir sig til að annast það verk. Aðeins rússnesk olía. Deilan milli kúbönsku stjóm- arinnar og olíufélagahna hefur staðið lengi og er upphaf henn- að Kúba og Rússland gerðu við- skipta^amning í febrúar sl., þar sem ákveðið var að Rússar keyptu 5 milljón tonn af sykri gegn því að Kúbu-menn keyptu m. a. olíu af Rússum. Sðan í maí hafa engin gjaldeyrisleyfi verið gefin á olíu frá öðrum löndum en Rússlandi. Olíufélögin hafa þá tekið til þess ráðs, að flytja olíu gjald- eyrislaust inn og hefur við þetta safnazt 17 milljón dollara skuld. Hafa olíufélögin margsinnis skor að á Kúbu-stjórn að veita gjald- eyrisleyfi til að greiða þessa skuld, en stjórnin hafnað því og sagt að olíufélögin verði að hlýða innflutningsákvæðum og taka við rússneskri olíu, sem er sú eina sem gjaldeyris og influtn- ingsleyfi er gefið fyrir. Þessu hafa olíufélögin aftur algerlega neitað og þar sem þau geta ekki haldið áfram að flytja aðra olíu inn án þess að borga nokkuð fyr- ir hana, var nú orðið fyrirsjá- anlegt, að olíuhreinsun myndi stöðvast og olíu- og benzínskort- ur verða í landinu. Tjón fyrir Venezúela. 1 skeyti, sem Mbl. hefur borizt frá_ Shell-félaginu í London eru þær upplýsingar gefnar á neit- un Shell-félagsins á Kúbu, að vinna rússneska oliu, að það vilji ekki eyðileggja aðflutningskerfi það, sem komið var á með sam- komulagi milli S'hell á Kúbu og Shell í Venezúela, og sem gilt hefur í mörg ár. Bæði Shell á Kúbu og Shell í Venazúela eru greinar á sama meiði og eru þau háð hvert öðru og hafa víðtækt samstarf um ÞÓRARINN JÓNSSON LÖGGILTUR DÓMTÚLKUR OG SKJALAÞÝÐANDI í ENSKU KIRKJTJHVOLI — RÍMI 12966. Almennar samkomur Boffun Fagnaðarerindisins Sunnudagur, Hörgshlíð 12, Reykjavík kl. 2 og Austurgötu 16, HaJEnarfirði kl. 8 síðdegis. vinnslu, flutninga, hreinsun og sölu framleiðslunnar. Frá þessari starfsemi gengur mikið fjármagn inn í efnahag fjöldá landa og er mikil hætta á því, ef olíukerfi þetta truflast, að sum ríki eins og t. d. Venezúela verði fyrir al- varlegum skakkaföllum. - Þess er getið í fréttum, að fyrsta olíuhreinsunarstöðin, sem Kúbu-stjórn tók í sínar hendur, Texaco við Santiago sé 9 milljón dollara virði. Texaco-félaigið keypti land undir stöðina fyrir rúmum áratug af tengdaföður Raoúl Castro, bróður Fidels for- sætisráðherra. Þakka hjartanlega öllum fjær og nær, sem sýndu mér vinsemd og hlýhug á 70 ára afmæli niínu. Guð blessi ykkur öll. Árni S. Böðvarsson Hjartans þakkir til allra þeirra, sem á einn og annan hátt glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 18. júní sL Jóhann Jónsson, Álfheimum 58 Maðurinn minn og faðir okkar, BENEDIKT B. GUÐMUNDSSON lézt að heimiii sínu Bergstaðastræti 11, 2. þ.m. Svandís Vilhjálmsdóttir og dætur Maðurinn minn magnCs ÁRNASON Bólstaðarhlíð 26, andaðist 1. þessa mánaðar. — Fyrir hönd vandamanna. Sigurborg Steingrímsdóttir. L.OVISA J. JÓNSDÓTTIR Brekkustíg 6, sem andaðist 22. júní á Elliheimilinu Grund, verður jarð- sungin frá Aðventkirkjunni mánudag. 4. júlí kl. 3 síðd. Systkini hinnar látnu Hjartkær eiginmaður minn ALFRE9 ÞÓRÐARSON kaupmaður, Grjótagötu 14 B er lézt af slysförum 26. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 4. júlí kl. 1,30. Theódóra Eyjólfsdóttir, börn, tengdaböm og barnabörn Útför mannsins míns B.JARNA GUÐMUNDAR GUÐNASONAR trésmíðameistara sem lézt í Landspítalanum 26. þ.m. fer fram frá Aðvent- kirkjunni þriðjudaginn 5. þ.m. kl. 3 e.h. — Blóm afbeð- in, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á félag vangefina. Fyrir hönd vandamanna. Ingibjörg Gamalielsdóttir Eiginmaður minn og faðir okkar MÁRUS JCLIUSSON húsgagnasmiður, og móðir hans, SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR verða jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 4. júlí kl. 10,30 f. h. — Jarðarförinn verður útvarpað. Elsa Jóhannesdóttir, börn og tengdabörn. Útför móður okkar ALDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR Lindargötu 41, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 4. júlí kl. 2.00 e.h. Guðrún Þorgeirsdóttir, Páll Þorgeirsson, Jón Jónsson. Innilegar þakki rfyrir samúð og virðingu við andlát og jarðarför HALLDÓRS SKAPTASONAR Hedvig Skaptason Elísabet og Jón Á. Bjarnason, Ulla og Gunnar Skaptason Þökkum samúð, kveðjur og minningargjafir við fréifall og jarðarför HELGA ÖGMUNDSSONAR Hvammstanga. Eigiukona, börn, tengdabörn og barnabörn. rmm 0 0 :0 m 00000000^ m Sumarblóm Begoniur Dahliur Animonur Liljur Garðrósir Gróðrarstöðin við Miklatorg. Símar 22-8-22 og 1-97-75. _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.