Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 20
23 MQRCVN BLAÐIB PATRICIA WENTWORTH omlnr syndir unar, fannst henni koma hans ekki snerta sig svo mjög persónu- lega. hún hafði laert að láta það liðna vera iiðið, og nú var hún gift James Hardwick. Hún hafði ekkert að óttast. Hitt var auðséð, að Ester var ekki sjálfri sér lik. Hún hafði verið að gráta. Það gerði hún oft ast ef hún komst úr jafnvægi, en nú í kvöld var það eitthvað meira en lítið, sem amaði að henni. Og jafn greinilegt var, að Alan átti sök á því. Er hún leit um öxl til áranna þriggja, sem liðin voru, fannst henni auðsætt að hann hefði verið að reyna að hafa út úr henni peninga. Hann hafði lengi þann steininn klapp- að, og merkilegast hvað Ester ent ist til að láta undan honum, en nú loks hafði hún víst stappað niður fæti, vingjarnlega en ein- beittlega og án þess að sýna af sér aiít of mikia geðshræringu. Það hlaut að liggja eitthvað enn- þá alvarlegra að baki þessu öllu Og svo Adela. Hvað í ósköpun um gat gengið að Adelu? Hún var ofuriitla stund þarna úti í garði með Alan, en þegar hún 'kom aft ur var hún einna líkust vél- menni .. settist niður við borðið þar sem hún hafði setið áður og fór að leggja spil, eins og ósjálf- rátt, náföl í framan og augun í henni eins og dauð, og loks sóp- aði hún saman spilunum og sagð- ist vera með höfuðverk og ætla að fara að hátta. Við brottför hennar var eins og spennan þarna inni minnkaði ofurlitið. Poppo kom inn, kyssti á fingur til allra viðstaddra, sagð ist vera kúguppgefin og ætla að fara í rúmið áður en hún sofnaði þarna framan í öilum hinum. Og svo eftir stutta stund, bað Alan sig afsakaðan. — f>að er alveg indælt þarna úti á klettunum. Þú hefðir átt að koma út iíka, Carmona. Jæja, Darsie segir mér, að hún loki hús inu fyrir allar aidir og ég gleymdi að biðja hana um lykil, svo méx er víst bezt að fara að hypja mig. Hún gerði mér það mikinn greiða með því að hýsa mig, að ég get ekki staðið mig 0 við að gera henni óþægindi. Hún virðist hafa fullt hús af gömium keiíingum, sem fara í bólið klukk an tíu. f>ær eru ekkert hrifnar af að hafa karlmenn þarna, svo að ég þykist vita, að hún hafi tekið nærri sér að hleypa mér þarna inn fyrir dyr. En ég ætla að koma aftur á morgun, ef ég má. .. Og svo hafði hann sett upp þetta kæruleysislega bros sitt um leið og hann leit á Car- monu. Hún hélt áfram að afklæða sig, setti kjólinn á herðatré og hengdi hann inn í geysistóran fataskáp, sem þakti næstum allan vegginn í herberginu. Allt í einu fór hún að hugsa um, hvað þetta herbergi væri nú skuggalegt, með upplit- aðri gólfábreiðu, gulbrúnum pappír á veggjunum og glugga- tjöldin, sem sölt hafgolan var búin að gera grá í staðinn fyrir ' gul. Þetta var herbergi Octavius- ar heitins Hardwick og nú datt henni í hug, að líklega hefði hann dáið hérna. Hún var að hugsa um þetta og steypa yfir sig náttkjólnum, þeg- ar barið var að dyrum og inn kom Piþpa í ijósgulum náttföt- um. Hún lét hurðina aftur á eft- ir sér og hvíslaði með ákafa: — Ef einhver myrðir Alan, get ur hann sjálfum sér um kennt. Mér þótti réttara að segja þér það. Síðan settist hún á stokkinn á stóra rúminu og brast í grát. — Hvað ertu að segja, Pippa? — Er hægt að setja fólk í fang elsi fyrir fjárkúgun? — Já,vitanlega. — Já, en hvaða gagn hefur maður bara af því? Það veit ósköp vel að maður mundi fyrr deyja en standa fyrir rétti og verja sig. Carmona var komin að rúm- inu og stóð við hlið hennar. — Hvað ertu að tala um, Pippa? — Viltu segja mér frá því? Bláu augun voru reiðileg og full af tárum. — Ég verð að segja einhverjum frá því, annars spring ég. Það er þessi sjálfs- íkviknun, sem fólk trúði á forð- um daga. Maður blossar bara ------------------ 9 upp í eldi og reyk! Og svo verð- ur ekki eftir af manni annað en viðbjóðsleg brunalykt og svo sögurnar um, að djöfullinn hafi komið og hirt mann. , . — Pippa! Aftur hnykkti Pippa höfði. — Og þú skalt ekki halda, að ég sé að gera að gamni mínu, því það er ég ekki. Það er þetta svín, hann Alan, og.... — Er hann að pína út úr þér pen inga? tók Carmona fram í. Hún fann, að hún varð eigin- lega ekkert hissa, því að hún trúði Alan til hvers, sem vera skyldi. En hún fann til blygðun- ar. Pippa sagði: — Ef Bill vissi af þessu mundi hann drepa hann! En ef Bill vissi það, dræpist ég líka, svo að hvaða gagn væri í því? Hei, ég get beinlínis ekk- ert gert og það veit Alan. Carmona settist á rúmstokkinn við hlið hennar. — Langar þig til að segja mér frá öllu saman? — Já, ég hef alltaf sagt þér allt. Ég verð eitthvað svo miklu öruggari við það. Hún leit á Car- monu með vesældarsvip. — Þú skilur, þess vegna giftist ég ein- mitt Bill, að mér fannst það eitt- hvað svo öruggt. Svoleiðis fólk er sjaldan neitt spennandi og þess vegna getur maður fundið upp á því að gamna sér við aðra, en innst inni veit maður, að mað ur getur ekki án hins verið. — Ég skil. En það versta er, að þú gætir einhvern tíma gengið of langt og þá ekki getað snúið við. Er það það, sem Alan er að ógna þér með? Pippa kinkaði kolli. — Ég fór einu sinni um helgi með honum Cyril Maynard. Bill hafði sagt, að fólk væri farið að skrafa. Ég varð vond og hugsaði mér, að ég skyldi þá gefa því eitthvað að skrafa um. Mér var alveg sama, hvað ég gerði. Maður verður svo- leiðis þegar maður verður vond- ur — þá vill maður gera hinum hvaða bölvun, sem vera skal. Bill þurfti sjálfur að fara að heiman um þessa helgi .... ein- hverjar vitleysislegar heræfing- ar eða þessháttar .... svo að ég fór með Cyril. Ég hafði aldrei gert neitt slíkt áður .... það sver ég .... en nú var mér sama um allt. Við fórum til Trenton og borðuðum á leiðjnni og döns- uðum á eftir, svo að við komum þangað ekki fyrr en seint um kvöldið. Ekki veit ég hvað Alan var að erinda þarna en hann var þar. Við sáum hann ekki, en hann sá okkur koma og svo að- gætti hann í gestabókina og sá, að við vorum skrifuð þar sem herra og frú Cyril Smith. Og seinna sá hann Cyril fara inn í herbergið mitt. — Guð minn góður, Pippa! Pippa hristi höfuðið í ákafa. — Nei, það var alls ekki eins og þú heldur. Um leið og hann kom inn féllst mér hugur. Ég hafði verið á báðum áttum allt kvöldið, en þegar Cyril leit á mig eins og hann gerði, var mér allri lokið. Mér fannst ég mundi geta drepið hann ef hann snerti við mér, og sagði honum að fara út. Fyrst lézt hann halda, að ég væri að gera að gamni mínu, en svo varð hann vondur fyrir alvöru og loks komst allt í hræðilegasta háa-rifrildi! Og s vo tók ég í bjöllustrenginn — það var einn af þessum gamaldags, sem hanga uppi yfir rúminu — og sagðist hringja og öskra húsið um koll, ef hann færi ekki út samstundis. Svo hann fór og ég flýtti mér að læsa dyrunum. Svo fór ég eld- snemma á fætur um morguninn og tók leigubíl á járnbrautar- stöðina. Carmonu létti stórum. — Hversvegna segirðu ekki bara Bill frá þessu og færð það þannig út úr heiminum? Hann mundi undir eins trúa þér? — Víst mundi hann trúa mér. Það er ekki það, heldur hitt, Carmona min, að ég mundi aldrei geta sagt honum frá því. Það mundi særa hann svo óskap- lega, svo að hann gæti aldrei lit- ið mig sömu augum og áður. Hann dansar ekki sjálfur en veit, að ég hef gaman af því, og hann vill gjarna, að ég skemmti mér og fari út og geri yfirleitt það, sem ég vil. Og þetta lofar hann mér allt saman, vegna þess að hann treystir mér. En ef hann þættist ekki geta treyst mér, þá.... Carmona þagði stundarkorn en sagði síðan: — Þú ættir nú samt að segja honum það. — Þá vildi ég heldur deyja, og það er enginn kjaftáttur, heldur er það mín hjartans al- vara. Ég er ekki góð manneskja og hef aldrei verið og verð víst aldrei. En veslings Bill heldur, Skáldið og mamma litla 1) Nei, mamma og pabbi eru því 2) .... en ef það er reikingur .... 3) .... þá get ég tekið hann og lagt miður ekki heima .... hann inn í bunkann. a r í ú ó HEV, VOO OLD BUM// JH...OH...WE'D BETTER CLEAR ■—>. OUT/ COME ON NOW, WE GCrTTA GET BACK BEFORE OUR TRAIN . PULLS OUT/ , AIN'T NO U5E TO BE iAD, OLP DOG...PONT VOU KNCW l'LL TREAT ^gS VOU RIGHT? — Það þýðir ekkert að vera sorgmæddur gamli hundur. Veizt þú ekki að ég ætla að vera þér góður? Svona nú, við verðum að ina áður en hún fer af stað. i — Ó, ó, við verðum víst að koma ok>ur aftur iim borð í lest- —Heyrðu þarna flækingur!! I koma **kkur burt! Sunnudagur 3. júli 1960 að ég sé það. Það er heimskulegt, finnst þér ekki, en ég gæti bók- staflega ekki lifað, ef hann hætti að halda það. Þú veizt hvernig loftblaðra verður, ef stungið er á hana gat. Eins yrði ég. Nei, ég verð víst að gera það, sem Alan heimtar og vera svo frjáls mann- eskja. — Hvað heimtar hann mikið? ailltvarpiö Sunnudagur 3. júli 8.30 Fjörleg músik fyrsta hálftíma vikunnar. 9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morgunútvarp: a) „Slá þú hjartans hörpu- strengi44 úr kantötu nr. 147 eftir Bach. (Kór og hljóm- sveit flytja; dr. Keginald Jaques stjórnar). b) Ensk svíta nr. 4 í F-dúr eftir Bach. (Ralph Kirkpatrick leik- ur á sembal). c) Stef með tilbrigðum eftir Lud- vig Irgens Jenssen. (Fílharm- oníusvéitin í Osló leikur; Odd Griiner-Hegge stjórnar). d) Konsert í e-moll nr. 1 fyrir píanó og hljómsveit eftir Cho- pin. (Maurizio Pollini verð- launahafi í Chopinsamkeppn- inni í Varsjá 1960 og Fílharm- oníusveitin í Osló leika; Odd Grúner-Hegge stjórnár). 11.00 Messa í hátíðasal Sjómannskólans (Prestur: Séra Jón Þorvarðsson. Organleikari: Gunnar Sigurgeirs- son). 12.15 Hádegisútvarp. 14,00 Miðdegistónleikar: Islenzk tónlfst a) Forleikur eftir Karl. O. Run- ólfsson að leikritinu „Fjalla Eyvindur". (Sinfóníuhljómsveit Islands leikur, Olav Kielland stjórnar). b) „Orlagagátan**, óratóría eftir Björgvin Guðmundsson. (Kant- ötukór Akureyrar syngur und- ir stjórn höfundar. Einsöngv- arar: Björg Baldvinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Ingibjörg Ol- afsdóttir, Ingibjörg Steingríms- dóttir, Hreinn Pálsson, Her- mann Stefánsson og Olafur Magnússon frá Mosfelli). 15.30 Sunnudagslögin. 16.30 Veðurfregnir. Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrit- uð í bórshöfn). 17.00 Framhald sunnudagslaganna. 18.30 Barnatími (Rannveig Löve): a) Framhaldssaga yngri barnanna „Sagan af Pella rófulausa44 eftir Gösta Knutsson; VIII. lestur — sögulok. (Einar M. Jónsson rit- höfundur þýðir og les). b) „Jói skipstjóri og Eskimóa- drengurinn", saga (Hildur Þór- isdóttir les). c) Ferðalög dýra: frásagnir. d) „Sveinn gerist leynilögreglu- maður“, þættir úr dagbók eft- ir Sigurd Togeby; I. (Pálína Jónsdóttir þýðir jog les). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Rudy Wiedoeft leikur á saxafón. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20j20 Dýraríkið: Einar Ol. Sveinsson prófessor spjallar um köttinn. 20.45 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik- ur. Stjórnandi Dr. Václav Smetá- cek. Einleikari á óbó: Karel Lang. a) Konsert fyrir óbó og hljóm- sveit eftir Jirí Pauer. b) í»rír tékkneskir dansar op. 29 eftir Slavá Vorlová. 21.15 „Heima og heiman4* (Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson sjá um þáttinn). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög: Heiðar Astvaldsson dans kennari kynnir lögin fyrstu þrjá stundarfjórðungana. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 4. júlí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.40 Tónleikar — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 Tónleikar: „Sumardans'*. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Lög úr kvikmyndum. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Einsöngur: Sigurður Skagfield óperusöngvari syngur. 21.00 Um daginn og veginn (Guðmund ur G. Hagalín rithöfundur). 21.20 Tónleikar: Ljóðræn svíta eftir Fongaard (Höfundur leikur á gítar). 21.35 Dagbók f Islandsferð 1810, kafli úr bók Henrys Hollands, þýddur af Steindóri Steindórssyni yfir- kennara. (Oskar Halldórsson cand. mag. les). 22.00 Fréttir, síldveiðiskýrsla og veður- fregnir. 22.15 Búnaðarþáttur: Að vestan (Lárus Jónsson kennari). 22.30 Kammertónleikar: Dönsk tónlist. a) Kvintett fyrir blásturshljóð- færi eftir Kuhlau (Gilbert J espersen og Erji ng Ðloch leika). b) Notturna op. 19 eftir Vagn Holmboe (ÐJásarakvintettinn frá 1932 leikur). 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.