Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIB 'Sunnudagur 3. júlí 196(1 Um þessar mundir er unnið að allmiklum breytingum á stór- hýsi Lárusar G. Lúðvíkssonar í Bankastræti, m.a. hefir þak- inu verið iyft og einni hæð bætt ofan á húsið. Auk skó- verzlunarinnar verður Verzl- unarsparisjóðurinn þarna til húsa. — Ljósmyndari blaðsins var sendwr til þess að taka mynd af framkvæmdunum — og hér er hún. Knísjeii skoðar skjöl gegnum gullspangargleraugu VÍNAKBORG, 2. júlí (Reuter): Krúsjeff skoðaði, í morgun, sýn- ingu sem opnuð hefur verið í Vínarborg á skjölum varðandi samskipti Austurríkis og Rúss- lands. Ná skjöl þessi allt aftur til 15. aldar og fram á þennan dag. Var sýningin haldin til heið urs hinum rússneska forsætisráð- herra. Þegar hann fór að skoða sýningargripina, setti hann upp gullspangargleraugu og lýsti því yfir að skjöl þessi sýnd- þann anda gagnkvæmrar vináttu og virðingar sem að jafnaði hefði ríkt milli þessara tveggja ríkja. Kvaðst hann vona að só andi vin- áttu mætti áfram ráða í sam- skiptum landanna. Svo virðist sem Krúsjeff fái nú heldur vinsamlegr: móttökur, en fyrst í stað. Veldur því m. a. hve gamansamur hann er og upp finningasamur. Hann hefur átt Andin ofbe formlegar viðræður við austur- ríska ráðamenn og segja þeir, sem viðstaddir voru, að samkomu lagið hafi verið ágætt. Aðallega mun hafa verið rætt um efnahags mál, en Austurríkismenn vonast til að Rússar gefi þeim eftir hluta af þeim miklu stríðsskaða- bótum, sem þeir eiga enn í erfið leikum með að greiða. Munu þeir leggja áherzlu á það við Krúsjeff, að Vesturveldin hafi aldrei krafizt neinna stríðsskaða- bóta af Austurriki, enda sé land- ið lítið og fámennt og ósann- gjarnt að það sé látið greiða stór ar fjárhæðir til miklu stærri og ríkari landa. Um helgina fer Krúsjeff í ferðalag út um sveitir Austur- ríkis. í ferðina fær hann sérstak lega útbúinn langferðabíl. í bíln um er útvarp, sjónvarp og simi auk margs konar þæginda ann- arra. — JÓN LEIFS, tónskáld, er ný- kominn úr heimsókn tii Aust- ur-Þýzkalands. Af lýsingu hans að dæma í Þjóðviljanum í gær var tekið á móti honum eins og hverjum öðrum þjóð- höfðingja. Nú hefur hann borg ;ð fyrir sig, hann sá dúfurn- rr. Og í gær flugu þær á rúss- nesku síðunni í kommúnista- blaðinu. Þegar Jón Leifs var sextug- ar fyrir um það bil ári, stjórn aði hann sínum eigin verkum i Þjóðleikhúsinu. Eftir hljóm- eikana kom fréttamaður Mbl. tð máli við hann og spurði, ivernig tekizt hefði: — Jú, þetta var nokkuð gott, sagði listamaðurinn, en þ« ekki nógu gott. Hér er aldrei neitt nógu gott, ekki Þjóð- leikhúsið heldur. Mér fannst öll tónlistin fara út á Lindar götu. Nú er ötl pólitík Jóns Leifc einnig farin út á Lindargötu. I afmælissamtali við Morg- unblaðið sagði hann í fyrra: — „Annars vil ég ekki tala um pólitík, Ég veit samt að list getur aldrei orðið alþýð- leg, eins og nazistar og komm- únistar vilja. Allar tilraunir í þá átt hljóta að mistakast. Andinn er sterkari en ofbeldi. Listin er aristokratisk. Hún getur ekki dafnað nema það sé auðvald á bak við hana. Það sýna fornar bókmenntir okkar“. í forystugrein Morgmnblaðs ins í dag er fjaltað um það, hvort hafi náð yfirtökunum í huga Jóns Leifs um þessar mundir, andinn eða ofbeldið. Krafa Þjóðviljans Hœrri laun fyrir þá hœstlaunuðu — ekki minnzt á hina ÞJÓ0VILJINN, „blað verka- lýðsins", birtir í gær ritstjórn- argrein um launamál. Er þar hvergi minnzt á taun þeirra, sem við verst kjör búa, en hins vegar lögð áherzla á, að þeir hæstlaunuðustu fái hærri laun. Er blaðið ræðir um sér- menntaða menn segir það: „Stærsti hópurinn, verkfræð ingarnir, hafa nú lausa kjara- samninga og bera fram kröf- ur um stórhækkað kaup og betri vinnuskilyrði með full- um rökum, en æ fleiri íslenzk- ir verkfræðingar hverfa til annarra landa þar sem sótzt er eftir starfskröftum þeirra. Undirtektir valdhafanna hafa hingað til verið algerlega nei- kvæðar, og sömu skammsýnu viðhorfin birtast í því að þessa dagana ráðast íhaldsblöðin með fúkyrðum á íslenzka flug- menn vegna þess að þeir vilja ekki una því að vera langtum verr settir með kaupgj ald og vinnuskilyrði en starfsbræður þeirra í nálægustu löndum“. Við þessi ummæli Þjóðvilj- ans er það athyglisvert, að blaðið gleymir alveg þeim lág- launyðu. Virðast kjör þeirra engu máli skipta. Hitt er svo alveg rétt að fjöldj sérmennt- aðra manna býr við alltof rýr kjör og miklu verri en í ná- grannalöndunum. Þjóðviljinn gleymir hins vegar algjörlega að skýra á- stæðurnar fyrir því, að launa- kjör almennt hafa sízt batnað hér frá því að haftastefnan kcvnsí í algleyming skömmu eftir styrjöldina. Ástæðan er ekki sú, að íslendingar hafi ekkj lagt sig fram við störf sín eins og aðrir. Það er hin ranga stjórnárstefna, „yinstri stefn- an“ sem hefur rýrt hag þjóð- arheildarinnar. Hitt er svo allt annað mál, að þegar viðreisnarstefnan fer að bera árangur og hagur þjóð arinhar að batna, sem skammt er að bíða, er vissulega tíma- bært að hugleiða hvernig hinn aukni afrakstur eigi að skipt- ast millf þjóðfélagsstéttanna. Og þá er full ástæða til að bæta verulega kjör sérmennt- aðra manna. En Þjóðviljinn mun einn látinn um að krefj- ast kjarabóta fyrir þá, sem við skástan hag búa, á kostn- að allra annarra, meðan allur almenningur verður að leggja hart að sér til að rétta við eftir óstjórnartímabilið. IR-móti frestað i-RJÁLSÍÞRÓTTAMÓTI ÍR, er ram átti að fara annað kvöld >g á þriðjudag hefur verið restað og hefst á þriðjudags- cvöld. ÍR-ingar höfðu mikið •eynt til að fá erlenda kepp- endur á mótið, en það virtist árangurslaust. Síðast var sím- iS til Noregs og á fimmtudag icom neikvætt svar. í gær var ívo hringt frá Ósló og for- ráðamenn norska frjálsíþrótta iambandsins sögðu þá, að þeir ?ætu sent hlauparann Ollef- ieter, sem veita mun Krist- leifi mikla keppni. Þar sem :kki var öruggt í gær, hvort lægt væri að fá flugfar fyrir Ollefseter í tíma, var gripið til t>ess ráðs að fresta mótinu, svo ið möguleiki væri til þess að ílauparinn gæti keppt þar. „Ástir í sóílkví44 á Vestf jörðum NÝTT leikhús, leikflokkur undir stjórn Flosa Ólafssonar, er nú á ferð um landið. Hefur flokkur- inn farið um Austur- og Norður- land. í gærkvöldi var sýning á | Hólmavík og var það 45 sýning j leikflokksins. Aðsókn hefur alls- I staðar verið mjög góð og undir- tektir áhorfenda ágætar. j I leikflokknum eru Emilía Jónasdóttir, Elín Ingvarsdóttir, Baldur Hólmgeirsson, Jón Kjart- j ansson og Jakob Möller. Ferð- j inni er nú heitið á Vestfirði. — Kýpur Framh af bls 1 og fjárhagsaðstoðar frá þeim, voru sumir orðnir hræddir um að allt myndi aftur fara í bál og ný ógnaröld hefjast á eynni. Nú er aðeins eftir að ákveða hvenær sjálfstæðisdagur Kýpur skuli vera. Hann mun verða ein- hvern tíma í ágústmánuði, lík- lega seinni hluta mánaðarins. < jyndið 200 metrana — Sjópróf Framh af bls 1 þilfar voru síðan teknir 12 traktorar, 1 bíll og kartöflur. Taldi skipstjórinn að alls hefðu verið 48 tonn á dekki. Hann kvaðst telja, að djúprista skips- ins hefði verið eðlileg. Tók að sökkva Það var um kl. 8,25 að kvöldi, er Drangajökull var staddur lVz sjómílur norður af Stroma að skipið byrjaði skyndilega að leggj ast á bakborða. Skipstjóri kvaðst þegar hafa gert tilraun til þess að rétta skipið af, með því að auka ferð þess, en það reyndist arangurslaust. Lítilli stundu síð ar hafði 1. vélstjóri komið upp í brú. Gerðu þeir í sameiningu nauðsynlegar ráðstafanir til að láta skipsmenn vita, að skipið yrði yfirgefið og var gefin fyrir skipun um að losa björgunarbát- ana. Varpaði sér í sjóinn Skipstjórinn kvaðst hafa verið inni í brúnni svo lengi að hann hafi með erfiðismunum bjargað konu sinni út úr brúnni vegna þess, hve skipið hafði þá verið farið að hallast mikið. Hann og loftskeytamaðurinn voru síðustu menn í björgunarbátinn. Kvaðst skipstjórinn hafa orðið að varpa sér til sunds til þess að geta dreg.ð bátinn að. Línan úr hon- um í sjálft skipið var komin á kaf í sjó. Taldi hann að bátaþilfarið hafi verið komið að hálfu í sjó, er hann kom úr brúnni og þang- að aftur. Skipstjóri kvað einn manna sinna hafa meiðzt á fæti, líklega brákast. Skipstjóri sagð- ist ekki geta lýst því nákvæm- lega, hvernig skipið hafi snúið í haffletinum, er það hvarf I djúpið. Hann hafi eins og á stóð ekki kært sig um að horfa á skip sitt. Skipstjórinn skýrði ennfrem- ur frá því að er óhappið vildi til, hafi hann ætlað að breyta legu skipsins á haffletinum. Sér hafi virzt það nokkuð sigið að aftan. Var rétt nýbyrjað að dæla í botngeymi í þessu skyni að dæla ar skipið skyndilega tók að hall- ast á stjórnborða. Hann kvað úti- lokað að skipið hefði tekið niðri, því svo langt frá ströndinni hafi siglingarleiðin legið. Fyrst eftir að komið var á haf út undan strönd Belgíu hafi skipið hreppt leiðindaveður 7—8 vindstig og sjór verið úfinn. í þessu rudda veðri hafi brotnað undirstöður undir einum traktoranna en það var lagfært og skipið fór eftir sem áður vel í sjó. Klukkan var langt gengin í eitt, þegar dómari frestaði sjó- prófum þar til á mánudag. 5 SUÐVESTUR af Reykjanesi er ( grunn lægð sem þokast hægt s norðaustureftir og veldur aust I lægri átt hér við Suðurströnd- i ina. Veðurhæð á Suðvestur- S miðunum er 6—7 vindstig. — ■ Veður er alls staðar þurrt, en S nokkurt rykmistur í lofti. — t Norðanlands er hægviðri, • sums staðar þoka eftir nótt- S ina, en heiðríkt þess á milli. S Um Vestur Evrópu er heldur ■ kalt, lítið hlýrra en hér. í s París var 10 stiga hiti í gær- ) morgun og 12 stiga hiti í Kaup ■ mannahöfn og London. Veðurhorfur um hádegið í gær t Suðvesturmið: Vaxandi aust ■ anátt, allhvass með nóttunni i og dálítil rigning. t SV-land, Faxaflói og Faxa- • flóamið: Austan kaldi, víðast j létskýjað í dag en skýjað í t nótt. ^ Breiðafjörður til Austfjarða s og Breiðafjarðarmið til Aust-1 fjarðamiða: Hægviðri, víða ■ léttskýjað í dag, en nætur- \ þoka. t Suð-Austurland og suðaust- • urmið: Austan gola og síðar j kaldi, skýjað. t t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.