Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 10
10
MORCVNRT 4 ÐIB
Sunnudagur 3. júlí 1960
Oft velt-
ir lítil
þúfa
þungu
hlassi
Mótleikur gegn
kynþóttukúgun
ADDIS ABABA, EÞIOPIU, 25.
júní (Reuter) — í dag lauk í
Addis Ababa ráðstefnu þrettán
Afríkuríkja, þar sem harðlega
var mótmælt kynþáttastefnu
Suður-Afríku. Samþykktu full-
trúarnir á ráðstefnunni sam-
hljóða að Afrikuríkin ættu að
setja verzlunarbann á vörur frá
Suður-Afríku og loka höfnum
sínum fyrir skipum, sem sigla
undir fána Suður-Afríku. Þá sam
þykkti ráðstefnan að neita flug-
vélum Suður-^fríku um lending-
arleyfi á flugvöllum viðkomandi
ríkja, og skoraði á þau Afríku-
ríki, sem eru meðlimir brezka
samveldisins að vinna að því að
Suður-Afríku verði vikið úr
samveldinu.
Arabaríkin voru beðin að hefja
samninga við olíufélögin til að
koma í veg fyrir að olía þaðan
verði seld til Suður-Afríku, og
hét fulltrúi arabísku sambands-
ríkjanna því að athugaðir verði
möguleikar á því að sambands-
ríkin slíti stjórnmálasambandi
við Suður-Afríku, en öll hin rík-
in sem áttu fulltrúa á ráðstefn-
unni hafa þegar gert það.
Ráðstefnan lýsti yfir stuðningi
sínum við baráttu útlagastjórn-
arinnar í Alsír, krafðist þess að
Bretar hafa þegar undirbúning
að því að leysa upp mið-afrísku
ríkjasamsteypuna Norður og
Suður Rhodesíu og Njassaland,
sem ættu að verða sjálfstæð ríki,
en ekki lúta yfirstjórn hvítra. Þá
var samþykkt að stofna sjóð til
styrktar frelsisbaráttu Afríkubúa
og skorað á öll nýlenduríki að á-
kveða nú þegar frelsisdaga allra
nýlendna.
Átta nemendur í ein
söngsh I utverkum
ÞRJÚ ár eru liðin frá stofnun
Söng- og óperuskólans en aðal-
kennari skólans hefur frá því
fyrsta verið Vincenzo Demetz.
Stjórn skólans skýrði blaða-
mönnum í gær fiá starfseminni
á þessum árum.
Að jafnaði hafa verið 26 nem-
endur í skólanum samtímis og
þrennir nemendatónleikar haldn-
ir. Þar hafa verið flutt 56 við-
fangsefni, einsöngur, tvísöngur,
kórverk o. fl.
Góð undirbúningsmenntun
Það er tilgangur skólans að
þeir nemendur, sem síðar kunna
að fara utan til framhaldsnáms
séu sem allra bezt undir> slíkt
nám búnir.
Þrír nemendur skólans, þau
Snæbjörg Snæbjörnsdóttir, Sig-
urveig Hjaltested og Ólafur Jóns
son fengu á árinu styrk frá
Menntamálaráði til söngnáms við
Akademie Mozarteum í Salzburg.
Létu kennarar þeirra þar svo
um mælt að undirbúningsmennt-
un þeirra væri sérlega traust. Þá
hefur Jón Sigurbjörnsson fengið
ítalskan ríkisstyrk, en Jón lærði
söng hjá Demetz í fjögur ár áður
hann fór utan. Hefur Jón
en
sungið
ítalíu,
tvisvar
hlutverk
opinberlega á
úr óperunum
Vincenzo Demetz
kennir á sumarnámskeiði
í Salzburg.
Rakarinn í Sevilla og Lucia di
Lammermoore.
Á tilverurétt
Þegar Söng- og óperuskólinn
var stofnaður voru margir van-
trúaðir á gildi þess að slík stofn-
un starfaði hér á landi, en stjórn
skólans sagði, að þátttaka nem-
enda skólans í óperusýningum
Þjóðleikhússins undanfarið hefði
fært þeim heim sanninn um að
skólinn ætti rétt á sér, og að
hann bæri að efla sem mest.
Átta nemendur skólans hafa
sungið einsöngshlutverk í óper-
um og óperettum Þjóðleikhússins
og 19 félagar úr kór Þjóðleik-
hússins hafa lært hjá Vincenzo
Demetz.
Söng- og óperuskólinn hefur
tvisvar fengið styrk úr ríkissjóði,
árin 1959 og ’60, 15 þús. kr. hvort
árið. En til að efla starfsemi sína
hefur skólinn nú stofnað styrkt-
arfélag.
Vincenzo Demetz er á förum
til Salzburg, en þar hefur hon-
um verið boðið að kenna á sum-
arnámskeiði hjá Akademie
Mozarteum, sem haldið er 25.
júlí til 25. ágúst, samtímis tón-
listarhátíðinni í Salzburg.
Með íullfermi
af \ estur-
Grænlandsmiðum
AKRANESI, 1. júlí. — Bæjartog-
ararnir eru væntanlegir hingað
með fullfermi upp úr næstu
helgi. Mun Bjarni Ólafsson koma
á mánudag, en Akurey á þriðju-
dag.
Togararnir hafa fengið afla
sinn á Vestur-Grænlandsmiðum.
— Oddur.
Svæðakeppni U.M.F.Í. í sumar
NÚ HAFA þau héraðssambönd,
sem ætla að taka þátt í svæða-
keppninni fyrir landsmótið 1961,
tilkynnt þátttöku sína.
Knattspyrna
2. svæði: Héraðssamband
Strandamanna, Ungmennasam-
band Vestur-Húnvetninga og
Ungmennasamband Austur-Hún-
vetninga.
2. svæði: Ungmennasamband
Skagafjarðar, Ungmennasam-
band Eyjafjarðar og Héraðssam-
band Suður-Þingeyinga.
5. svæði: Héraðssambandið
Skarphéðinn, Ungmennafélag
Keflavíkur og Ungmennasam-
band Kjalarnesþings.
6. svæði: Ungmennasamband
Borgarfjarðar,
Stjórnir héraðssambanda hvers
svæðis ákveða stað og dag fyrir
kappleiki innbyrðis. Keppni
þeirri, sem fram á að fara á þessu
ár, skal lokið fyrir 15. sept. 1960.
Þeirri keppni, sem fram á að
fara 'næsta vor, skal lokið fyrir
20. júní 1961. A 2., 3. og 5. svæði
skal einn leikur fara fram í sum-
ar og annar á næsta vori. Vorið
1961 keppir 2. og 6. svæði. Þrjú
lið mæta til úrslita á landsmót-
inu að Laugum 1961
Handknattleikur kvenna
3. svæði: Ungmennasamband
Skagafjarðar, og Héraðssamband
Suður-Þingeyinga.
5. svæði: Ungmennafélag
Keflavíkur og Ungmennasam-
band Kjalarnesþings.
6. svæði: Ungmennasamband
Borgarfjarðar og Héraðssamband
Snæfellsness- og Hnappadals-
sýslu.
Sama fyrirkomulag gildir um
framkvæmd handknattleiks-
keppninnar og knattspyrnunnar,
en handknattleikskeppnin fer öll
fram 1961, fyrir 20. júní. Þrjú
lið mæta á landsmótinu og keppa
til úrslita þar.
dregið