Morgunblaðið - 03.07.1960, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.07.1960, Qupperneq 17
Sunnudagur 3. júlí 1960 MORCUNBT 4ÐIO 17 Er æskilegt oð leggja niður störf ísl. húsmæðra? UNDARLEGUR fannst mér tónninn í útvarpsþætti Kven- léttindafélags íslands, 18. júní s.l. Sá háðungartónn fór ekki fram hjá okkur hlustendum, án þess að eftir honum vaeri tekið. Það virðist markmið þessa þátt- ar, að lítilsvirða og sverta heim- ilisstörfin í augum okkar kvenn- anna. Það kemur sannarlega úr Rörðustu átt, að samtök kvenna skuli verða til þess að tala með lítilsvirðingu um húsmóðurstörf in frammi fyrir alþjóð. Ég er að vísu ekki persónu- lega kunnug þeim konum, er voru málflytjendur í þessum þætti. En ég hlýt að álykta að þær séu húsmæður, og að þær séu einnig vanar að vinna sin heimilisstörf sjálfar, og að þær hafi því haft sína persónulegu reynslu í huga, er þær voru að lýsa starfsdegi húsmóður. Því að auðvitað er hver sínum hnút um kunnugastur. Konurnar létu þau orð falla, Margiét Freyja Sigurlúsdóttir D. 6. febr. 1960. Kveðja frá tengdamóður. Horfin vina hér af jörðu hjartað góða hætt að slá. En ég veit að dapur dauði dregur aðeins tjaldið frá, Og í himins eilífð bjarta opnast lífsins sigurbraut. Frelsarans að faðmi blíðum fjarri allri sorg og þraut. Lít ég yfir liðin kynni leiðir þegar skiljast hér, eins og dóttir elskulegust allar stundir varstu mér. Rík af kærleik raunir mínar rétt þú skildir, vina kær, og með hjartans ástúð þinni «tíð vildir létta þær. Ávailt man ég orð þín mildu yl og Ijós er færðir mér, og mér fannst sem engill góður ætíð vera í fylgd með þér. Svo er lífs þíns liðin saga, ljúf og hrein sem fagurt vor. Minningarnar björtu breiða blessun yfir gengin spor. Mínar heitu hjartans þakkir, hér þá vegir skiptast nú, þér ég færi þúsundfaldar. Það er huggun mín og trú að um síðir eigum fundi, eftir gengin jarðar spor. Lífsins guð í ljósins heimi, leiði þig um eilíft vor. Cunnor Jónsson Lögmaður við undirrétti or hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 18259 EGGERT CLAESSEN og GtJSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmeno. Þórshamri við Templarasund. að æskilegt væri að glæða á- huga ungra kvenna fyrir kven- réttindamálum, og að gott ráð til þess myndi vera að halda fræðslufundi í þeim skólum lands ins, er ungar stúlkur sitja. Ef það er ætlun Kvenréttindafé- lagsins að viðhafa sama tóninn á þessum væntanlegu fræðslu- fundum og í umræddum út- varpsþætti, þá álít ég að sá fé- lagsskapur eigi ekkert erindi inn í landhelgi skólanna. Ég vænti þess, að. forráðamenn allra kvennaskóla skilji, að það er hlutverk slíkra skóla að efla hjá ungu stúlkunum þá tilfinn- ingu, að þeim beri að annast þau störf með trúmennsku og af dugnaði er þeirra bíða í lífinu. Stúlka, sem gengur í hjónaband, tekur þá jafnframt þá skildu á herðar sér, að annast væntan- leg börn og bú. Ein kvenréttindakonan lét þess getið, að hún hefði aldrei fundið til þess að húsmóður- störfin væru meira göfgandi en önnur störf, er konur ynnu. Ekki veit ég önnur störf meira göfgandi en að hlú að og veita skjól viðkvæmum vaxandi ný- græðingi; og eru börnin okkar ekki nýgræðingur þjóðfélags- ins? Enga löngun hefi ég til að kasta rýrð á þann þátt, sem Kvenréttindafélag íslands hefir átt í bættum kjörum og rétti íslenzkra kvenna. Mér er bæði ljúft og skilt, að þakka það, sem vel hefir verið unnið í þágu okkar kvennanna, af þessum samtökum. En ég ætla a"ð það hafi ekki verið hin upphaflega stefnuskrá þessara kvennasam- taka, að róa að því öllum ár- um að gera heimilisstörfin svo lítilfjörleg í augum okkar kvenna, að við misstum alla löngun til að sinna þeim sam- viskusamlega. Mér finnst barna- uppeldi og heimilisstörf vera þess eðlis, að um þau sé talað með fullri virðingu. Húsfreyju- starfið mun alltaf verða það starf, sem hæfir og hentar kon- um bezt. Um það hefir móðir náttúra séð. Og engin kona þarf að bera kinnroða fyrir hús- freyjutitilinn. Því húsfreyjustað an er og verður alltaf sú mesta ábyrgðar- og virðingarstaða, sem kona getur gengt í lýðræðii* þjóðfélagi. í því sambandi dett- ur mér í hug sú staðreynd, að er virðulegt nafn þótti þurfa að gefa þjónustustúlkum, á ís- lenzku flugvélunum, á sínum tíma, þá reyndist nærtækast ráð að lögfesta á þeim nafn, sem væri hliðstætt húsfreyjunafn- inu. Væri ekki sanngjarnt og rétt- mætt að Kvenréttindafélagið gæfi skýringu á hverjir eigi að vinna störf húsmæðranna, ef þær fara að vinna úti um hvipp- inn og hvappinn? Ég held að því hafi láðst að geta þess. Ekki er gott að rífa niður nauðsynlega byggingu, til að reysa aðra nýja og betri, ef ekkert efni er til í þá nýju. Eða álíta þessar konur í al- vöru, að æskilegt sé að leggja niður störf íslenzkra hús- mæðra? Og hvaða fyrirkomu- lag eða stofnanir skyldu þá eiga að koma í stað heimilanna? Ég vona af heilum hug að sá grun- ur minn sé ástæðulaus, að þær hafi í huga stofnanir í ætt við hinar kínverzku kommúnur. Allir hugsandi menn og kon- ur: Stöndum vörð um hornstein hins íslenzka lýðveldis — heim- ili okkar. Magna Gunnarsdóttir. f GRÍMMS-ævintýrum lás- um við sem böm söguna um Öskubusku, sem ein systrá sinna komst í gullskóinn litla. Elzta systirin skar af sér stórutána til að komast í skóinn; — þegar hún er orð- drottning þarf hún ekki að ganga, áleit móðir hennar —. Sú napstelzta skar sneið af hælnum. Svikin komust upp og öskubuska varð drottn- ing, af því hún var svo fót- nett, Líkamsafskræmingar eru vel þekkt fyrirbrigði í öll- um þjóðfélögum. Lítill fótur er drottningarfótur og allar stúlkur vilja hafa drottning- arfót. Þess vegna troða þær sér í of litla skó, sem eyði- leggja fæturna og oft heils- una. Okkur blöskrar, þegar við Venjulegir karlmannaskór og gipsafsteypa af mannsfæti eins og skóframleiðendur augsýni- lega hugsa sér hann. hugsum um kínverska „lilju fætur“ og allar þær þjáning- ar, sem kínverskar hefðar- meyjar máttu þola í sam- bandi við þá. Og við undr- umst, að konur á „renais- sance“-tímabilinu skyldu leggja það á sig að ganga á „stultu“-skóm, með þeim af- leiðingum að þær urðu ævin- lega að styðjast við einhvern., Karlmaður nútímans býður kvenfólkinu arminn sér til stuðnings og er sá siður talinn fótahreyfingu og við göngu or- saka þeir stöðugan hristing við heilann. Hné og bak bogna og hreyfingarnar verða skrykkj- óttar. Ekki eitt einasta líffæri líkamans starfar eðlilega. Og læknar velta því nú fyrir sér, hvort eitthvert samband sé á millu háu hælanna og þess, að tveir þriðju hlutar sjúkling- anna á taugahælum eru kven- menn. Ennfremur má benda á það, að bæði kvenskór og karl- mannaskór mjókka í tána, þrátt fyrir það að eðlilegur mannsfótur er nærri helmingi taka af sér litlu tána, svo hún sé þeim ekki til óþæginda. Það er gott svo langt sem það nær. En þyí ekki að kaupa skó ör- lítið breiðari yfir tærnar? ★ Augu margra kvénna hafa opnazt fyrri því hve nauðsyn- legt það sé að ganga í skóm, sem laga sig eftir fætinum. En oftast nær uppgötva þær það ekki fyrr en of seint, þ. e. a. s. þegar þær eru orðnar fótaveik ar. Tízka er tízka, og á meðan támjóir og hælaháir skór eru í tízku, er lítil von að fótaveiki í kvenfólki minnki. Eðlilegur barnsfótur og sænskir skór, sem smiðaffir hafa veriff eftir fætinum. Á yfirleðrinu eru smágöt fyrir útgufun. þegar uppábúin kona gat ekki gengið óstudd. En hvað gerum við nú? ★ Mannsfóturinn er mjög frá- brugðinn fótum annarra hrygg dýra að uppbyggingu. 26 bein í fætinum eru sameinuð í mjúk an og sterkan boga. Háir skó- hælar verka á móti eðlilegri Kvenfótur, sem aflagazt hefur af skóm, sem eru of támjóir. breiðari yfir tærnar en hælinn. Sézt það bezt á ungbörnum; þau fæðast enn, sem betur fer, með eðlilega fætur. Það er haft eftir enskum fótasérfræðingi, að ekki sé ó- algengt að tízkudömur láti En óneitanlega er gaman að velta þeirri spurningu fyrif sér, hvort kynsystur okkar á komandi öldum vorkenni kvenfólki á atómöld, þegar það varð að troða sér í of litla, of mjóa og of háa skó. sem vmuum Lýðveldisfagn- aður í Hamborg FÉLAG íslendinga í Hamborg efndi að kvöldi hins 17. júní til lýðveldisfagnaðar í sölum norska klúbbsins, sem lengst af hefur verið fundarstaður félags- ins síðan það var endurvakið fyrir tveimur árum. Dagskráratriði voru borðhald, ræður, kvikmyndasýning, söngur og dans. Form. félagsins, Björn Sv. Björnsson, setti fagnaðinn og bauð félaga úr íslandsvina- félagi borgarinnar sérstaklega velkomna. Hann gat þess, að fé- laginu hefði borizt höfðingleg peningagjöf frá aðalræðismanni íslands í Hamborg, Siemseh. Aðalræðuna flutti dr. med. Frosti S .. ánj_^,n frá Kiel. Minntist hann lýðveldisstofnun- arinnar og hvatti til skjótra úr- bóta á því, sem miður hefur far- ið í íslenzku þjóðlífi frá þeim tíma. Hr. Stehling frá fslands- vinafélaginu flutti kveðjur og árnaðaróskir frá félagi sínu. Að loknu borðhaldi var sýnd litkvikmynd frá íslandi og frú Nanna EgiLs Björnsson söng nokkur íslenzk þjóðlög. Síðan var stiginn dans fram eftir nóttu. Þátttakendur voru um 70 tals- ins og voru margir hveriir komn ir víða að. — Þ. E.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.