Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 3. júlí 1960 Tltg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÉG VAR HYLLTUR Í7G fór til Austur-Berlínar n*-i í boði félags þess í Austurþýzka alþýðulýðveld- inu, er annast menningar- skipti við aðrar þjóðir. Mér var þar geysivel tekið.... Verk mitt var flutt af 70 manna sinfóníuhljómsveit .. var mjög vel tekið og mér var færður blómsveigur og hyllt- ur, en á eftir var haldin mikil veizla“. Þessi orð er að finna í við- tali við Jón Leifs tónskáld í Þjóðviljanum í gær. Og ferða- langurinn bætir við: „Ég hafði þar tvö herbergi og bað til umráða og allur að- búnaður var fyrsta flokks“. Öll þessi ummæli Jóns Leifs minna á ferðalag annars manns, Montgomerys hers- höfðingja, sem fyrir skömmu fór til Kína í boði leiðtoga landsins. Hann skýrði frá því við heimkomuna, að hann hefði lifað þar í þvílíkum vel- lystingum, að slíks hefði hann engin dæmi þekkt. Þar hefði bókstaflega allt snúizt um sig og hann hefði fengið að tala lengur við Chou en Lai og Mao tse tung en nokkur mað- ur annar áður. Niðurstaðan af öllu saman varð sú, að Kína hlyti að vera bezta land ver- aldar, úr því að fólkið þar og leiðtogar þess kynni svo vel að meta hæfileika sína. Og viðbrögð Jóns Leifs eru ekki ósvipuð afstöðu Mont- gomerys. Tónskáldið segir: — „Austur-Þjóðverjar eru að reyna að gera vísindin og list- ina frjálsa“. „Það er ekki hægt að vera á móti þessum mönnum. Ég varð fyrir þeim áhrifum, að friðarvilji þeirra væri einlægur og sá bróður- hugur, sem verið er að skapa“. „Læknar og vísinda- menn eru nú t.d. að flytjast austur fyrir, eins og lista- mennirnir, var mér tjáð“. Hrifningin yfir viðtökun- um og listasmekk kommún- istaleiðtoganna leynir sér ekki, en hins vegar hefur þeim blaðamanni Þjóðviljans sem annaðist viðtalið við Jón Leifs láðst að fjarlægja þrjú síðustu orð hinna tilvitnuðu ummæla hans, þ. e. a. s. orð- in, var mér tjáð. Þau orð segja í rauninni meira en allt annað í nefndri grein. Jóni var færður blómsveigur, hann var hylltur, honum var hald- in mikil veizla, hann hjó í lúxusíbúð og síðan var hon- um tjáð. Og það sem honum var ’tjáð er nú orðið sann- leikur, þegar hann kemur til Islands. Og auk þess gefur svo Jón Leifs í skyn að hann hafi fengið ríkulega greiðslu í pen ingum, en „ég sagði að það væri ekki nóg að fá peninga, ég þyrfti einnig að fá vinnu- næði, en það er ekki hægt hér heima. Ég spurði, hvort þeir gætu ekki fengið mér góðan vinnustað við Eystrasaltið og það er nú einnig í athugun“. Ferðalangurinn hefur sýni- lega ekki gefið gestgjöfum sín um háar hugmyndir um lista- líf og aðstöðu listamanna á íslandi. Sumum finnst þó, að STEFi Jóns Leifs hafi verið sköpuð hér sæmileg aðstaða og a. m. k. ber ekki á öðru en að sjálfum hafi honum tekizt að búa vel að sínum hag, hvað sem um kollega hans má segja. Hrifning tónskáldsins af stjórnarháttum kommúnista- ríkjanna er svo mikil, að hon- um finnst hin brýnasta nauð- syn að kynna þá hér á Norð- urlöndum. Hann lýkur við- talinu: ,„Það þarf að hreinsa menningarleifð norðursins af hinum nazistiska útúrsnún- ingi. Ég lít á boðið til Al- þýðulýðveldisins þýzka og við tökurnar er ég fékk þar sem upphaf slíkrar hreinsunar“. Þá vitum við um ætlunar- verk þessa manns. En hið hneykslanlegasta í viðtalinu við Jón Leifs er þó enn ótalið. Hann segir: „Haldið var upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní með íslenzka fánanum í kvöld verðarboði á borðinu hjá mér“. Já, Jón Leifs var í Austur- Berlín 17. júní og minntist dagsins með einlægri aðdáun stjórnarfarsins þar. Nú vita menn að 17. júní er ekki ein- ungis þjóðhátíðardagur ís- lendinga, heldur er þess dags einnig víða minnzt, vegna þess að þann dag árið 1953 gerðu íbúar Austur-Berlínar einmitt úrslitatilraun til þess að krefjast frelsis síns. Það var þá og þar, sem rússneskir bryndrekar mörðu saklausa borgara við gangstéttarbrúnir og vélbyssur deyddu ungbörn. E. t. v. hefur Jón Leifs setið, þar sem áður voru blóði drifn ir vettvangar eftir einhverjar hryllilegustu aðfarir kúgar- anna. íslenzka þjóðin er ekki auð- ug og vissulega skortir nokk- uð á að við getum búið lista- mönnum okkar þá afstöðu, sem við æsktum. En við höf- um vissulega lagt svo mikið til lista, að íslenzka þjóðin ætlast til annars af listamönn um sínum en framkomu Jóns Leifs og a. m. k. frábiður hún sér, að íslenzki fáninn sé „heiðraður“ á þann hátt sem tónskáldinu þótti sæma. UTAN UR HEIMI V Jóhannes skírari — leikinn af Robert Ryan — skírir fólk úti í ánni Jórdan. —i Ný, bandarlsk kvikmynd um tíf og starf Jesú Krists VERIÐ er nú að taka nýja, bandaríska kvikmynd á Spáni. Hér er um að ræða geysimikla og dýra mynd, sem fjallar um líf og starf Jesú Krists, og mun hún að líkindum hljóta nafnið „Kon- ungur konunganna“ — eins og hin fræga kvikmynd, sem Cecil B. de Mille gerði á sín- um tíma og enn er sýnd víða um heim. —• Ekkert verður til sparað að gera myndina sem bezt úr garði, og er áætlað, að framleiðsla hennar muni kosta sem svarar a. m. k. 275 milljónum ísl. króna. Ef hún hefði hins vegar verið gerð að öllu leyti í Hollywood, hefði Lucius — leikinn af Ron Randell kostnaðurinn orðið mörgum sinnum meiri. + LÍKT UMHVERFI Hinir bandarísku framleið- endur, leikarar og annað starfsfólk, hafa lagt undir sig tvö stærstu kvikmyndaver Spánar í Madrid. Þar hafa verið endurbyggðir heilir borgarhlutar úr gömlu Jerú- salem og Betlehem, þar á meðal musterið mikla, þar sem hinn tólf ára gamli Jesú hlýddi á lærimeistarana og spurði þá. — Auk þess er margt líkt með náttúru Pal- estínu og hins sólríka um- hverfis Madrid-borgar — og fljótið Rio Alberche, sem rennur um 50 kílómetra frá Madrid, er víða ótrúlega svipað ánni Jórdan. * LEITAÐ ÁN ÁRANGURS Mesti vandinn í sambandi við kvikmyndatöku þessa hef ur reynzt að finna leikara, sem gæti talizt vel hæfur til að fara með hlutverk Krists. — Segja má, að leitað hafi verið að slíkum manni um gjörvalla jarðarkringluna, en sú leit bar ekki meiri árang- ur en svo, að loks var ákveð- ið að fela hlutverkið hinum 34 ára gamla bandaríska leik- ara Jeffrey Hunter. Blódrannsókn — refsivert athæfi ÞRIR Englendingar hafa heim sótt Norðurlönd til þess að kynna sér, hvaða aðferðum lögreglan beitir, er hún vill rannasaka vínandamagn í blóði ökumanna, sem grunað- ir eru um að aka farartækjum sínum undir áhrifum áfengis. — Þessir menn eru A. Hiscock frá brezka samgöngumálaráðu neytinu, R. J. Guppey frá inn anríkisráðuneytinu og J. A. Waldron frá Scotland Yard. ★ Brezka blaðið „Daily Ex- press“ sagði frá þessari heim- sókn þremenninganna — en var hvergi hrifið. Lét biaðið svo um mælt, að þeir góðu menn hefðu betur sparað sér fyrirhöfnina og fé hins opin- bera, því að þessi för væri algerlega út í hött. Öll Norð- urlöndin byggi úrskurð og sektir í málum ökumanna, sem taldir eru aka undir áhrifum áfengis, á blóðrannssókn — en slík rannsókn muni aidrei við urkennd leyfileg í Bretlandi. ★ Samkvæmt brezkum lög- um, segir blaðið, telst það refsivert athæfi að taka mönn um blóð, nema um það sé að ræða að bjarga einhverjum úr bráðum lifsháska — og þann- ig mun það verða, svo lengi sem brezkir þegnar teljast frjálsir menn. Blaðið færir síðan ýmis rök gegn blóðtöku, en leggur mesta áherzlu á það að blóðrannsókn gegn vilja manns sé óþolandi skerðing á persónufrelsinu, sem hvorki brezka þingið né hin brezka þjóð muní nokkru sinni þola.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.