Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.07.1960, Blaðsíða 11
SunnudafTtir 9 1960 MORGVISBLAÐIÐ 11 Edward Crankshaw; Atðkin milli Kína og Rússlands HIN mikla ráðstefna í Búkarest reyndist þá vera samkoma ev- rópksra kommúnistaflokka til þess að votta samúðarstefnu Krúsjeffs hollustu sína. Einn eftir annan hafa allir leiðtogar austur-evrópsku flokkanná, að Austur-Þýzkalandi meðtöldu, lýst yfir fylgi sinu. Samtímis heflr Krúsjeff ráðizt með stór- yrðum á alla þá félaga, sem and- snúnir eru þeirri kenningu hans, að viðhorf og staðreyndir hafi breytzt síðan á dögum Lenins og að styrjöld milli hinna tveggja flokka sé nú ekki lengur óhjá- kvæmileg. Hverjir eru þessir félagar? Bersýnilega er þar fyrst og fremst átt við Kínverja.Rússar í opiniberum stöðum halda því fram, að ekki sé um nokkurn minnsta ágreining að ræða milli Moskvu og Peking: Rússar og Kínverjar leiðist eins og bræður fram til sigurs í himnesku sam- ræmi, óaðskildir og óaðskiljan- legir í fullkominni eindrægni. í>ar sem engir tveir einstakling- ar í allri mannkynssögunni, hvað þá tvær þjóðir, hafa nokkurn tíma sameinazt svo algerlega, þá hljóta slíkar staðhæfingar að mæta einhverri tortryggni. Og það er vissulega ekkert svar að segja, eins og Rússar segja, ef að þeim er lagt, að margra alda reynsla sé einskis virði, þar eð mannkynssagan hófst a ný, í október 1917, eða nánar tiltekið, hinn 7. nóvember, eftir nýja tímatalinu. Og þar sem Rússar geta ekki veitt neinar upplýsingar með því að neita algerlega að viðurkenna nokkra aðgreiningu eða mismun, þá hijóta að skapast hugleiðingar og ályktanir tun málið, sem stund um kunna að byggjast á illum upplýsingum, en sem eru a. m. k. virkar. í>að er á engan hátt erfitt að geta sér til, í hverju vandræðin eru fólgin. En hér tel ég réttast að taka það fram, innan sviga, að með því að skrifa um ágreining milli Moskvu og Feking, þá hef ég alls enga löngun til að gefa í skyn, að nokkurt útlit sé fyrir meiri háttar deilu milli Moskvu og Peking, í náinni framtíð. Það er jafnfráleitt og það, að með því að skrifa um Anglo-Amerískan ágreining, væri maður að gefa í skyn yfirvofandi griðrof milli Washington og London. Slík deila væri heldur ekki æskileg.Hugsunin um það, að Sov étríkin og Kína rykju saman eins og hundur og köttur, er ekki þannig, að góðir friðar-vinir, svo að notað sé sovézkt orðalag, kærðu sig um að taka hana til íhúgunar. í síðustu viku notuðu Sovézk blöð, eins og þegar hefur verið frá sagt, 40 ára útgáfuafmæli einnar af miskunnarlausustu rit- gerðum Lenins, sem tilefni til djarflegrar árásar á alla þá fé- laga, sem höfðu löngun til að gefa loðin svör, eða voru ósveigj- anlegir og ótilhliðrunarsamir. Þessa viku hefir hr. Krúsjeff ver- ið að leiðétta Lenin og endur- bæta, en hugmyndir hans um leiðina til kommúnismans, sem Mao lægi i gegnum raðir blóðugra bardaga, hafa verið látnar sýn- ast framlágar með tilkomu vetn- issprengjunnar og hinna lang- drægu eldflauga. Ekki svo að skilja að Krúsjeff segi þetta í svo mörgum orðum: hugmyndinni um óhjákvmæileg- ar styrjaldir, segir hann, hefur orðið að hafna, vegna þess að styrkur kommúnista er nú svo mikill, að alheimssigur komm- únismans verður tryggður, svo framarlega, sem rétt er á öllum spilum haldið, án árekstra milli þjóðanna. Þess vegna verðum við kommúnistarnir að fara okkur hægt og varlega. Þetta er ekki nýtt. Fyrir fjór- um árum, í febrúar 1956, á 20. flokksþinginu, þegar hr. Krúsjeff boðaði fyrst þessa höfuðbreyt- ingu á kenningu Lenins, var það nýtt. En enginn gaf því veru- legan gaum. í fyrsta lagi vegna þess, að það var hjúpað klíku- máli Leninista. í öðru lagi vegna þess að nokkrum dögum síðar kom hin fræga leyniræða og for- dæmingin á Stalín. En raunveru lega var afneitun sovézka komm únistaflokksins á kenningunni um óhjákvæmilega styrjöld mik- ilvægari, sögulega talað, (svo aftur sé orðalag frá Moskvu feng ið að láni), en allt það, sem Krú- sjeff hafði að segja um Stalín og okkur var þá þegar að mestu kunnugt. Hversvegna álítur Krúsjeff það þá svo nauðsynlegt, að halda Frá Öskju. Tvær sumarleyfis- ferðir Farfugla Á NÆSTUNNI hefjast tvær sum arleyfisferðir, sem farnar verða á vegum Farfugla. Hin fyrri er Þórsmerkurferð, dagana 9.—17. júlí, og verður henni hagað með líku sniði og undanfarin ár, dval ið í tjöldum í Sleppugili og farn- ar gönguferðir um Mörkina. — Kostnaðarverð er áætlað um 950 kr., og leggur félagið til tjöld, hitunaráhöld og fæði. Síðari ferðin tekur 16 daga, og verður farið norður yfir há- lendi Islands. Verður lagt af stað frá Reykjavík laugardaginn 25. júlí, og ekið þann dag að Veiði- vötnum, en í höfuðdráttum er leiðin þannig: Frá Veiðivötnum, með Þóris- vatni yfir Þórisós og Köldukvísl í Jökuldal (Nýjadal). Þaðan norður Sprengisand í Gæsavötn, meðfram Vatnajökli, yfir Dyngju háls og Urðarháls og í Öskju. Síðan verður farið um Ódáða- hraun í Herðubreiðarlindir, og þaðan í Mývatnssveit. Þar sem óvíst er, hve margir dagar verða þá eftir er áætlun óráðin þaðan, en þó verður farið að Dettifossi, um Hólmatungur og Hljóðakletta í Ásbyrgi. Mun félagið leggja til tjöld fyrir þá sem vilja, en kostnaður er áætlaður 3200 kr. og er þá fæði innifalið í verðinu. Félagsmenn og aðrir, sem hug hafa á að koma með, eru vin- samlega beðnir um að hafa sam- band við skrifstofuna sem allra fyrst, því takmarka verður mjög fjölda þátttakenda. Skrifstofan að Lindargötu 50, er opin miðviku-, fimmtu- og föstudagskvöld kl. 8,30—10, sími 15937. fram hinum nýjiu kenningum, sem þegar voru ákveðnar og við- urkenndar á 20. flokksþinginu, fyrir rúmum fjórum árum? Vafa laust vegna þess eins, að „nokkr- ir félagar“ hafa ekki gefið þeim næglegan gaum. Við vitum að Kínverjar hafa látið, sem þær væru ekki til, enda þótt þeir sam þykktu ályktanir flokksþingsins á sínum tíma. Við fleiri en eitt tækifæri hefur Mao Tse-Tung lýst þeirri sannfæringu sinni yfir að stríð mili Austurs og Vesturs væri vissulega óhjákvæmilégt, áður en kommúnisminn gæti unnið sigur. Og það hefur komið fyrir að kínverski leiðtoginn hef ur sýnt kærulausari afstöðu gagn vart horfum á kjarnorkustyrjöld, eoa sovézkir félagar hans geta sem raunsæsimenn sýnt. Kín- verjar eru svo fjölmennir og hæfíleikar Kínverja til að lifa af landsumbrot og náttúruhamfarir, hafa svo oft sannað sig á liðnum tímum .... Þó er enn styttra síðan Kína hefur beinlínis mótmælt álykt- unum Krúsjeffs um hinn veru- lega frið-elskandi vilja Ameríku manna og jafnvel eftir hina snjöllu málsvörn Krúsjeffs fyrir „friðsamlega sambúð“ í Búkarest lýsti kínverski fulltrúinn, Peng Chen, því yfir, að: svo lengi sem heimsvaldastefna væri til, myndi alltaf verða hætta á árásarstyrj- Krúsjeff öld“. Þetta var eftir að Krúsjeff hafði gert deiluna fjarstæðu- kehnda, með þvi að spyrja hvort nokkur héldi raunverulega að Kommúnnstar mundu enn þurfa að skjálfa af ótta, eftir að hinn heimsvaldasinnaði andi væri að mestu úr sögunni. En samt var framburður Peng Chens talsvert mildari en flest það ,sem okkur hefur borizt frá Kina í seinni tíð. Það bendir jafn vel til þess, að með sérstökúm skilyrðum, til að forðast auðmýk ingu, væru Kínverjar sjálfir fam ir að tileinka sér hin nýju sjón- armið Krúsjeffs. En hverjir eru það auk Kín- verja, sem þessari nýju rúss- nesku árás er beint að?Hefir raun verulega verið virk andstaða gegn hinni „miklu“ stjórnar- stefnu hr. Krúsjeffs í Sovétríkj- unum sjálfum? Það fáum við brátt að vita. Eftir að hafa bor- ið hærri hluta í Búkarest, hefur Krúsjeff sterka aðstöðu í viður- eign við efasemdarmenn í heima landi sínu. (Observer. Öll réttindi áskilin). Öryggismálastjórar á fundi í Reykjavík FUNDI fuiitrúa öryggiseftirlita á Norðurlöndum lauk hér í Reykjavík á þriðjudaginn. Tutt- ugu fulltrúar frá öllum Norður- iöndunum voru mættir á fund- inum, líkir fundir eru haldnir fjórða hvert ár og var petta sá sjötti í röðinni. Iðnaðarmálaráð- herra, Bjarni Benediktsson setti fundinn sl. mánudag með ræðu. Fundurinn fjallaði eini'.um um öryggi á vinnustöðum og voru mc'g erindi flutt um það efni. Á miðvikúdagsmorgun héidu ör- yggismálastjórar Norðurlanda lund með sér, og ræddu auk þess við fréttamenn. V'oru þeir sam- mála um gildi slíkra funda, þar sem kostur gæfist á að kynnast viðfangsefnum öryggiseftir.lit- anna í hverju landi fyrir sig. A hinum Norðurlöndunum nær starfsemi öryggiseftirlitanna inn í flestar atvinnugreinar og skýrðu fulltrúar hinna Norður- landanna frá ráðstöfunum sem sem gerðar hafa verið til að auka öryggi landbúnaðarvéla, einkum dráttarvéla. Hafa verið gefnir út leiðbeiningabæklingar um með- ferð slíkra tækja og t. d. hefur verið sett löggjöf í Svíiþjóð um það að hlífðarhús skuli vera á hverri dráttarvél. Hefur tekizt góð samvinna milli vinnuveitenda og starfs- manna á stórum vinnustöðum annars vegar og öryggiseftirlits- ins hins vegar til þess að vinna að aukinni öryggisþjónustu. Þórð ur Runólfsson, öryggismálastjóri, sagði aftur á móti að hér á landi vantaði enn nokkuð á að slík sam vinna tækist tækist og yrði til þess að leysa úr. vandamálum sem við er að etja á þessu sviði. Klofning Evrópu London, 1. júlí. (Reuter) I DAG dýpkaði gjáin sem að- skilur hinar tvær viðskipta- blokkir Vestur-Evrópu. Með byrjun síðara misseris ársins gengu í gildi 10% tollalækk- anir Evrópumarkaðslandanna innbyrðis og um leið 20% tollalækkkanir Fríverzlunar- landanna innbyrðis. Tollalækkanir þessar eiga að auðvelda verzlunarvið- skiptin innan hvors viðskipta- svæðis, en þeim mun örðugri verða viðskiptin yfir landa- mærin. sem skilja viðskipta blokkirnar að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.