Morgunblaðið - 09.10.1960, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.10.1960, Qupperneq 2
2 M O R C V N B T A Ð 1Ð Sunnudagur 9. oRt. 1960 GÆR var haldinn ríkisráðs- 'undur í Ráðherrabústaðnum, >g er myndin tekin, þegar for sætisráðherra, Ólafur Thors, lora á fundinn. Úti fyrir bú- itaðnum stóð aumlegur „vörð ir“ nokkurra ungmenna. Það íefur vakið athygli, hve fá- raennur „vörðurinn" er, og ;ins hitt, að hann er eingöngu ikipaður áhugasömum félög- im úr Æskulýðsfylkingrunni. ,ÞjóðviIjinn“ fer líka fram á tiðsstyrk I gær. Sýning á föndur- vinnu UM helgina og fram til mánu- dagskvölds sýna Æskulýðsfélag Reykjavíkur og Ungtemplarar föndurvinnu í glugga verzlunar- innar Álafoss í Bankastræti. Er þar um að ræða tómstundavinnu barna og unglinga, sem unnin hefur verið á vegum félaganna. Munirnir eru úr ýmsum efnum, m. a. basti, tágirm, beini og horni. Þá eru í glugganum ýmsir munir, sem sýna möguleika á vinnslu úr þessum og öðrum efn- um. Eru þeir unnir af föndur- kennurum og fleiri áhugamönn- um. Ennfremur er frímerkjasýning og fleira, sem snertir tómstunda- starf unglinga. Gosi í Iðnó í DAG hefur íslenzka brúðuleik- húsið vetrarstarfsemi sína með sýningum á Gosa. Verða þær í Iðnó kl. 3 og 5 — og eru þetta 44. og 45. sýningar á Gosa. Hefur þessi leikur verið mjög vel sóttur eins og sézt á sýningarfjöldan- um, enda er Gosi í miklu uppáhaldi hjá börnunum. Friðrik og Fischer fefla i dag SIÐSKÁK Friðriks og Frey- iteins úr 1. umferð lauk mcð jafntefli í 63. leik. Eftir 3 umferðir eru Fischer »g Friðrik með 2 vinninga vor, Ingi R. IV2, Freysteinn »g Arinbjörn engan. Þess ber ið geta, að Friðrik og Ingi ttafa teflt einni skák fleira en ttinnir. Fjórða umferð verður tefld í dag og hefst kl. 2,30 í Sjó- mannaskólanum. Þá tefla sam in stórmeistararnir Friðrik Ólafsson og Bobby Fischer. Auk/ð heilbrigðiseftirlit í verksmiðjum KOMMUNISTAR halda því fram, að stjórn Iðju hafi verið sinnulaus um heilbrigðiseftirlit á vinnustöðvum. Hér er, sem í fleiri efnum, far- ið með rangt mál. Stjórn Iðju hefir hvað eftir annað haft af- skipti af þeim málum, eftir því sem tilefni hafa gefizt til, og 24. ágúst sl. skrifaði formaður félags ins, Guðjón Sigurðsson, bæjar- ráði svohljóðandi bréf: „Stjórn Iðju, félags verksmiðju fólks í Reykjavík, leyfir sér hér með að óska þess, að heiibrigðis- eftirlit í verksmiðjum í Reykja- vík verði aukið og hert svo heil- brigðissamþykkt Reykjavíkur sé ekki stórlega sniðgengin eins og mörg dæmi eru til. Stjórn Iðju hafa borizt margar og ítrekaðar kvartanir frá mörg- - BARIZT Framh af bls 1 1953 á sama tíma og hin fræga uppreisn varð í Austur-Berlín. Mótspyrnan gegn kommúnistum í Austur-Þýzkalandi hefur oft verið kölluð „Dresden-sýkin“ á flokksþingum kommúnista. Myndir af Ulbricht kámaðar Fregnirnar frá Dresden herma, að sl. laugardag hafi verið farin fjölmenn mótmælaganga í borg- inni. Leiddi hún til þess að rauð- ir fánar voru rifnir niður og stór veggmálverk af Walther Ul- bricht foringja kommúnista voru svertar með prentsvertu. Mótmælagangan hófst með því að mikill mannfjöldi safnaðist saman á aðaltorgi borgarinnar í gamla borgarhlutanum. Á torg- inu voru í fyrstu aðeins fáir lög- reglumenn og gátu þeir ekkert ráðið við mannfjöldann. Yfirvöldin neyddust til að kalla á mikið lið vopnaðrar lögreglu sem dreifði mannfjöldanum með valdi. Ekki er vitað um mannfall, en átökin voru svo hörð, að vart getur hjá því farið að nokkrir hafi fallið. Unglingar dæmdir Þá er það fyrst nú, sem upp- lýst er, að í sömu borg, Dresden kom til nokkurra átaka í júH sl. milli unglinga og liðsmanna í austur-þýzku herlögreglunni. — Upplýsingarnar koma þannig, að blað eitt í Dresden skýnr frá því að 20 unglingar hafi verið dæmd- ir í 4 mánaða til 3 ára fangelsi fyrir frumkvæði að uppþotL um vinnustöðvum um, að eftirlit með hollustuháttum sé ýmist mjög ábótavant eða alls ekkert. Væntir stjórn Iðju, að hæst- virt bæjarráð taki mál þetta til athugunar og úrlausnar hið bráð asta.“ Vegna þessa erindis formanns Iðju hefir verið bætt við starfs- manni við heilbrigðiseftirlitið til aukins eftirlits í verksmiðjum. 1006 ki seðiun- um skiluð EINS og lesendur blaðsins munu minnast var sagt frá því fyrir nokkrum dögum, að gam all maður hefði tapað tveimur þúsundkrónaseðlum fyrir utan Útvegsbankann í Reykjavík. Sjónarvottur hafði séð annan mann taka peningana upp af íangstéttinni, en síðan ekki til þeirra spurzt. I gær barst blaðinu eftir- farandi bréf ásamt tveim þús- undkrónaseðlum. „Bið ykkur vinsamlegast að koma til skila þessum tveimur 1000 kr. seðlum, sem auglýst var eftir í Morgunblaðinu, svo réttur eigandi fái þá aftur, því ég veit ekki hver hann er“. Rannsóknarlögreglunni voru afhentir peningarnir í gær. Brezkir toguðu marg- sinnis yfir línuna 4* Skemmdu veiðarfæri Neskaupstaðarbáts NESKAUPSTAÐ, 8. október: — Enn hafa brezkir togarar valdið skemmdum á veiðarfærum báta héðan. Gerðist það sl. fimmtudag, er vélbáturinn Björg varð fyrir barðinu á togurunum. Björg var þann dag í hópi fárra báta héð- an, sem voru á sjó. Skipstjórinri, Sigurjón Ingvarsson, sagði svo frá atvikum í megindráttum. Þéttur togarafloti — Við fórum í róður seinrii hluta miðvikudags og ætluðum 50 mílur norður á Glettinganesflak. Er við komum 20 míiur út *var komið í togaraflotann, sem var dreifður yfir svæðið að 50 míi- um. Svo mikið var áf togurum þar sem við ætluðum að leggja, að við urðum að hætta við það. Hópuðust kringum bátinn Sigldum við þá í hálfa áðra klukkustund í norður frá togara flotanum og lögðum línuna þar í norðaustur. Engir togar voru sjáanlegir þegar við höfðum lagt. Byrjúðum við að draga lín- una eftir fjórar klukkustundir og brátt höfðu togararnir hópazt kringum bátinn. Toguðu mörg skipin yfir iínu okkar, en þó fæst nema einu sinni. Fjórum sinnum yfir línuna Einn togari dró þó a. m. k. fjór um sinnum yfir línuna. Hélt hann sig mest nokkuð fyrir fram an bátinn og færði sig fjær eftir því sem línan var dregin. Einu sinni togaði hann t. d. þvert yfir línuna, tók vörpuna síðan inn, en sneri brátt við, kastaði vörp- unni og togaði aftur yfir línuna. Ekki var þó staðar numið með þessu, því togarinn var ekki langt kominn, er enn einu sinni var snúið við og togað yfir lín- una. Ekki tókst okkur að ná nafni eða númeri togarans, en okkur leizt svo til að þetta væri einn af Northerntogurunum. Brezkur togari til Seyðisíjarðar I GÆR kom brezki togarim Benella með sjúkan mann til Seyðisfjarðar. Þá stóð einnig til að tveir brezk ir togarar kæmu til Neskaupstað- ar í gær. Northern Pryde hafði fengið vír í skrúfuna, og var tilkynnt, að Northern Jewel mundi draga hann inn til Nes- kaupstaðar. Til þess kom þó ekki hverjar ástæður sem hafa valdið. Z' NA /5 hnú/or S V 50 hnúfar Snjókomo t ÚSi V Skúrir K Þrumur W%li KuUash'! Zs' HiUtki! H Hat L1* ía«S A KORTINU er nú þrálát hæð yfir Grænlandi með tilheyr- andi norð-austanátt, en þó ekki verulegum kulda hér á Iandi. Samt snjóaði í Esjuna i fyrrinótt. Á Tobinhöfða við Scoresbysund var fjögurra stiga frost og í Thule á vest- urströnd Grænlands var frost- ið orðið 11 stig, en 19 stig á ^ NA-Grænlandi. Veturinn er s ótvírætt setztur þar að völd- 1 um. Lægðirnar fara nú all- \ langt fyrir sunnan land, og var s regnsvæðið einnar þeirra yf- 1 ir Englandi í gær, en í V.- ^ Evrópu hafa útkomur verið s miklar undanfarið, svo sem ' getið hefur verið í fréttum. ^ Gott skyggni Við aðfarir þessa togara og annarra misstum við sex línur og auk þess var línan víða slitin og illa farin. Skyggni var ágætt og hljóta togaramenn því að hafa séð línudufl bátsins. Kurr meðal sjómanna Sigurjón bættj því einnig við, að þegar er þeir á Björgu hefðu lagt af stað heimleiðis, hefðu tog- ararnir einnig hætt veiðum þarna og siglt burt. Er svo að sjá sem togararnir elti bátana þar sem þeir eru að veiðum. Er mikill kurr meðal sjómann hér út af framferði togaranna, þótt slík atvik sem þetta séu ekki ný. — Sv. L. - Ivar hlaðafulltrúi Bolands í GREIN Sigurðar Bjarnasorar frá þingi Sameinuðu þjóðanna, sem birtist hér í blaðinu sl. m.ið- vikudag, var skýrt frá því, að ívar Guðmundsson, fyrrv. frélta- stjóri Morgunblaðsins, hefði ver- ið ráðinn blaðafulltrúi Frederiek Bolands, forseta allsherjarþings- ins. ívar Guðmundsson hefur starf að við upplýsingadeild Samein- uðu þjóðanna í níu ár, um skeið í Kaupmannahöfn, en lengst af í New York. Trésmiðir rRÉSMIÐIR, kosningin held- nr áfram í dag. Kosið er frá 10—12 f. h. og 1—10 e. h. Kosningaskrifstofa B-listans jr að Bergstaðastr. 61. Símar: 24028 — 24029. — Kjósið memma. Stuðningsmenn B-Iistans eru eindregið hvattir til að mæta til starfa. AUir eitt X-B. - TRÉSMIÐIR Frh. af bls. 1. þeir þunnu hljóði og vildu sem minnst um málið tala. Formaðurinn gat þó stunið því upp, að þeir í Alþýðusamband- inu hefðu bannað að láta ræða málið í félaginu. Því spyrja nú trésmiðir al- mennt, ætla kommúmstar á A- listanum að svíkjast aftan að fé- lögum sínum í málinu, ef þeir skyldu verða kosnir, og greiða því atkvæði algerlega umboðs- lausir á þingi ASÍ, að félagið missi sína sjálfstæðu tilveru. Trésmiðir, það er ykkar að taka ákvörðun í þessu máli, eftir að það hefir verið rætt frá öll- um hliðum af ykkur sjálfum I ykkar samtökum. Tryggið að engin svik verði framin. 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.