Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 9
Sunmidagur 9. ofct. 1960 M o it r. v m b i á »í» S tindurinn merktur 12.139 feta fcár. Við flugum þarna i skín- andi veðri og sleiktum bókstaf- lega fjallstindinn með vængend- anum. Héldum síðan sömu hæð samkvæmt loftþyngdarmælinum út yfir sjóinn, en þar mæltíum við hæðina frá sjávarfleti. Victor gladdist yfir því að okkur hafði tekizt að hækka fjallið fyrir hann um liðlega þúsund fet, sagði Jóhannes og hló. — Ég á ekki við, að brögð hafi verið í tafli. Síður en svo. Faxavatn — Annar vísindamaður varð lika góður vinur okkar. Það var Lauge Koch. Eitl sinn flaug ég með hann norður á Peary Land, nyrzta hluta Grænlands. Þá flugum við í 10 tíma í hánorður frá Reykjavík, það var á Kata- línu, „Pétri gamla“. Við kom- umst á 83. breiddargráðu eða 19 gráður norður fyrir Reykja- vik. Og að pólnum voru þá ekki eítir nema 7 gráður. Þstta var i» hásumar, sólskin og blíða. En kuldalegt var þarna og sam- felldúr ís yfir allan sjó, svo langt sém augað eygði. Við ætluðum í rauninni að lenda einhvers staðar á þessum slóðum. en við fundum hvergi nógu stóra vök í fjörðunum. ■— Lauge Koch var að leita að cinhverjum ummerkjum eftir le.ðangur þriggja könnuða, sem týndust á þessum slóðurn árið 1947. Hann var að vona, að váð fyndum vörðu, eða eitt'hvað því um líkt, en-svó varð ekki. í þess ari ferð lentum við á vatni einu við jökulröndina á 80. gráðu. Þetta vatn hefur ekkert nafn á lándakortinu og síðan heitir það Faxa-vatn hjá okkur. Sennilega nyrsti sfaður á Grænlandi. sem«f- 99®- auffall 66 Fölnaðra laufanna flokkur. Fjúkandi hvíslar að mér „Vinur! Þú visnar með okkur Vindurinn eins feykir þér S., Th. Skáldið gengur um i skógar- lundi, fjúkandi, fölnað haustlauf ið umvefur hann. Það (skáldið) kennir trega gagnvart fallvalt- leik lífsins. Þannig hugsanir vekur haustið svo oft. Þessa dagana fýkur fölnað haustlaufið þykkt um götur og torg þessa bæjar. Álitlegur hópur vellaúnaðra manna, er dag eftir dag að sópa og hreinsa upp fjúk- andi laufið, þó eru gangstéttir oft þaktar laufi og þegar rignir get ur orðið sleipt og þar af leiðandi ekki hættulaust gangandi fólki. Líka eru trjágreinar víða vaxnar út yfir gangstéttir, og geta hæg lega í stormi barizt framan í fólk og hafa líka oft gert það, og rifið slör á höttum. Vél getur líka verið að ekki sé með öllu hættulaust að þær sláist framan i fólk með gleraugu. Á framantöldu má sjá, að trjá gróður bæjarins er ekki allskost ar til prýði, heldur og til alímik illar óþurftar og óprýði líka, eins og komið er. Fyrir 30—40 árum myndi ekki hafa þótt spámannlega talað, að um 1960 yrði komið svo, að trjá gróður í skrúðgörðum höfuðstað arins væri bæti til lítilliar prýði og óþurftar víða, einkum í eldri hlutum bæjarins. Þegar þessi tré voru gróðúrsett, höfðu víst flest ir litla von um, að þau yxu eða næðu þroska svo nokkru næmi. Þessvegna voru þau sett niður við húsvegginn, undir gluggana og meðfram gangstéttum og girð ingum, og alltof þétt og mörg. Víða hafa þau heldur aldrei ver ið grisjuð, eins og þurft hefði eft ir nokkur ár frá gróðursetningu. Nú er svo komið allvíða, að þessi trjárækt er tii talsverðra vandræða og prýði hennar vafa- söm. Oft eru trén vaxin mikið til íyrir alla glugga hússins, að minnsta kosti sólarmegin, og úti loka þanriig útsýni og sólarljós frá hýbýlum manna. Öllum má ljóst vera, að slikt eru ekki heil brigðisráðstafanir, í landi, þar, sesm sólskinið er að öllu jöfnu skammtað úr hnefa. Ég hefi heyrt konu hér í Reykjavík segja, að hún hafi ekki séð sól í dagstofunni sinni í fleiri ár. Aðra veit ég um sem verður að hafa ljós í eidhúsinu sínu mikið _til allt sumarið, Trú- legt að ýmsir aðrir hafi líka sögu að segja. Þar, sem of mörg tré eru á lítilli lóð, ná krónur þeirra sam an, þar af leiðandi er svo mikill skuggi yfír garðinum, að enginn annar gróðúr fær þrifizt þar sæmilega. Slikt er í rauninni óviðunandi ástand, sem hefur á sér frum býlings blæ, og ber vott um þekkingarskort og vöntun á sönn um fegurðársmekk. Garðeigandi góður: Ég veit að þér er sárt um fallega gullregnið þitt eða reynitréð með rauðu berjunum sinum, sem gælir við giuggann þinn, því fremur, sem Fölnað haustlaufið fýkur um götur og torg. Moskusuxarnir geta verið hættulegir. (Ljósm.: Jóh. Sn.) ber íslenzkt nafn, segir Jóhann- es og brosir. í hinni eilífu kyrrð — Við höfðum margsinnis flogið norður eftir austurströndinni og þar sjáum við oft moskus-uxana. Þeir eru i stórum hjörðum, frið- aðir og lifa góðu lífi þó ekki sé þar ýkja grösugt. Uxahjarðirnar ókyrrast mjög við flugvélardvn- inn. því víða þarna á strönd'nni eru engar mannaferðir, ekkert, sem rýfur þessa eilífu kyrrð annað en höfuðskepnurnar. Það er því ekkert undarlegt þó ux- unum verði bylt við, begar ó- boðnir gestir sem flugvélar koma eins og_ þruma úr heið- skýru lofti, Ég hef gert það nokkrum sinnum að gamni mínu að steypa flugvélinni nið- ur -— yfir hjarðirnar. Þegar ég gerði þetta fyrst bjóst ég við að allur sægurinn tæki á rás. En svo var ekki. Uxarnir þyrptust saman í smáhópa, utan um ung- viðið, sneru afturendunum sam- an, reiðubúnir að taka á móíí djöfsa. . — Þessar skepnur geta verið lilar viðureignar ef þær verða íyrir áreitni. En ég hef aldrei orðið fyrir neinu óhappi þó ég Ihafi farið fótgangandi um beiti- lönd uxanna, jafnvel komið mjög nálægt þeim. Þetta eru skemmtileg dýr eitt af því fáa af þessu tagi, sem prýðir Græn- land. Ég hef aldrei farið með byssu til Grænlands — og ætla mér ekki, enda bótt ég hafi mjög gaman af hvers konar veiðum og fari oft á veiðar hér heima. Eins og að fljúga yfir hafið — Ég sagði áðan, að Græn land væri fallegt og vingjarnlegt þrátt fyrir kuldánn. Enda þótt ég hafi oft lent þar í misjöfnu veðri — þá hverfur aUt slíkt í skuggann. Allir þeir, sem dvelja í Grænlandi, hafa sömu sögu að segja. Þeir fara heim að vori, bölvandi og ragnandi, eftir vet- ursetu í þessu kalda og einangr- aða landi. Þeir heita bví, að koma aldrei aftur. En þetta eru mennirnir, sem fyrstir koma á haiutin, koma til að vera áfram í Grænlandi. Vetrarstormarnir hafa þá ekkert að segja, þeir eru gleymdir. . — Yfirleitt eru verstu skilyrð- in yfir jöklinum að vori og hausti. Þá er oft hætta á ýsingu, því bölvaður suddinn hrannast þá upp á jöklinum. Við förum yfirleitt í 14.000 feta hæð yfir jöklinum í lélegum skilyrðum Mörgum finnst það alveg nóg, því strax í 10.000 fetum fer mörg um að líða illa, peir blána. bylta sér, finnst erfitt gerast um and- ardráttinn. Þetta á auðvitað við Skymaster, sem við fijúguin mest á þessum slóðum. Hann er ekkl með loftþrýstiútbúnaði — og þess vegna -er það oft strernb- ið ferðalag fyrir farþega að fara yfir jökulinn. Ég tala nú ekki um, ef flogið er frá Thule Þá erum við stundum mikinn hiuta leiðarinnar yfir jökli. Við erum stundum spurðir. hvort okkur finnist ekki óhugnanlegt að fara yfir jökuilnn í misjöfnu veðri. En þetta kemur upp í vana og fyrir okkur er það ekkert öðru vísi en að fara yfir hafið. Hann getur líka orðið slæmur þar. ÞaS bregzt ekki — Meðan við vorum með Skymaster á áætlunarleiðunum lentum við oft 1 vondum veðr- um milli Skotlands og íslands. fsingin er verst. Hún hleðst framan á vængma, á nefið og stélið, getur jafnvel breytt þyngdarhiutföllum vélarinnar þyngir hana svo leggja verður meira á hreyflana. — Ég man eftir því, að einu sinni varð ég að . keyra“ hreyfl- ana á gamla Gullfaxa á fuliu í langa hríð á leiðinni heim frá meginlandinu. Varð að faia nið- ur í 500 fet í versta veðri á miðri leið til að losna við ísinn Þar var hitinn undir frostmarki og við gátum losað þetta fljótlega af okkur. — En þessir erfiðleikar verða brátt taldir til fortíðarinnar.Barn ingurinn við ísinguna er brátt á enda í fluginu — og þegar við getum haft flugvélar með loft- þrýstiútbúnaði í Grænlandsfiugi verða viðhorfin allt önnur. Þá getum við farið upp fyrir mest- an hluta óveðursskýjanna — og Viscount er t. d þannig útbúin, að hægt er að blása 190 stiga heitu lofti út í ieiðslur í vængj- unum og sjóðhita þá svo, að ekk ert festist á þeim. Þegar slikar vélar verða í Grænlandsflugi okkar, þegar við fljúgum yfir Grænlandsjökul yfir öllum ó- veðrum, breytast viðhorfin mik- ið. Það er stórt stökk frá þvi er ég kom á Katalinu á öðrurn hreyfli til Narssarssuak forðum daga. — Þannig breytist' þetta allt, nema Grænland Það er hið sama og það hefur verið í aidir, í þúsundir ára. Þögult og é- snortið- Tignarlegt. h. j. h. þú hefir sjálfur gróðursett það, mjúkum höndum, horft á það þroskast ár frá ári, bera blóm sin að vori og siðán undurfögru berjaklassana að hausti. En það er ekki á réttum stað lengur, það er þér að sumu leyti til meins og sjálft nýtur það sin ekki. Rætur þess hafa ekki nægilegt rúm, sú hlið þess, sem að húsinu snýr, breiðir ekki jafnfagurlega úr sér og hinar, sem ekki eru kramdar af plássleysi. í fáum orðum sagt. Tré sem þannig er staðsett er og verður aldrei annað en hálfgerð ur krypplingur, en getur þó lifað lengi. Slíkum trjágróður, verður því aldrei til óblandinnar ánægju þó ekki sé tekið tillit til þess, að það heftir annan gróður garðsins, og byrgir þér sólarsýn. Ribsberja runna ætti að fjarlægja úr öllum skrúðgörðum. Fyrst og fremst eru þeir, (ef vel tekzt) nytjajurt, en ekki skraut. Að vetrinum eru svartir, berir, leggir þeirra, ófríð ari flestu öðru. Nú munt þú lesandi minn, sem ef til vill ert farinn að hugsa eitthvað líkt og ég um þessi mál, spyrja: Hver er eiginlega úr- lausn þessara mála? og þú segir enn fremur: Okkur þykir svo vænt um trén okkar, að við get- um ekki hugsað til að láta höggva þau upp! Og hvað ætti svo, að gera við allan þann trjávið, sem þannig félli til. Eina leiðin er, sú, sem þú talar um, að höggva trén. í því efni mun bezt að hafa samráð við „Fegrunarfélag Reykjavíkur", sem aftur hefur svo samráð við „Skógræktarfélag íslands“ með að hirða trjáviðinn, vinna hann í staura til að girða með reit, sem yrði svo í framtíðinni, fagur trjá lundur, sem tilheyrði borginni okkar. Hvaðan kemur skógurinn í hann? spyr þú. Skógurinn í hann kemur úr skrúðgörðunum okkar! Við notum þá fyrir upp- eldisstöðvar. Við höldum áfram að gróðursetja trjá-æskuna undir glugganum. En við tökum þau upp og færum í skógarlundinn okkar, áður en þau vaxa okkur yfir höfuð, þar sem þau hafa mun betri lífsskilyrði en að- kreppt i litlu görðunum. í lundin um sinum fá þau hjalað hvert við annað eftir vild og þar mega þau fella lauf sitt öllum að meina lausu til uppbyggingar nýjum gróðri. Þar getur þú líka, ef þú vilt fylgzt með vexti þeirra og viðgangi. Sama gildir um kirkjugarðana og bæinn sjálfan, þar er alltof mikið af trjágróðri. Þar getur að lita margan k-r.ypplinginn, sem, þyrfti að fjarlægja sem fyrst. Yfirleitt ætti ekki að gróðursetja tré á grafreitum eða á ieiðunum, nema þá um stundarsakir. Að kreppt eins og þau eru þar í flestum tilfellum, vaxa þau fljótt úr sér en skyggja samt svo mjög á annan gröður eða blóm að þau fá vart notið sín. Og mikinn vinnukraft þarf til að hreinsa upp allt lauffallið að haustinu. Vonandi finnst ykkur, sem hér eiga hlut að máli, uppástunga mín með „trjáluridinn“ sem svð margir borgarbúar koma til með að eiga hlutdeild í og rækta, ekki alveg úr vegi. Ég.héfi talað um, að við notum garðana okkar serö uppeldisstöðvar, fyrir ein þau yndislegustu ungviði, sem til eru; allskonar trjágróður. Með því að láta fjarlægja trén í sinn reit út í náttúruna, þegar æsku þeirra sleppir, verðum við aðnjótandi eilífrar æsku þar sem við verðum alltaf að rækta nýjan skóg. Væri ekki dásamlegt að klæða landið, umhverfi höfuðborgarinnar okk ar, sem arinars er hrjóstugt, ung um fögrum gróðri, sem við höf um sjálf alið upp, unriað og dáð. Það þurfa að rísa upp margir trjálundir í umhverfi Reykjavík ur. Þangað mætti flytja alla þá gróðurmold, sem bærinn sjálfur þarf ekki á að halda og nógur áburður er nú og verður til úr úrgangi frá bænum. Við kveðjum trén, sem nú er ekki lengur rúm fyrir í görðun um, með trega og þökk. Þau hafa flutt okkur dásamlegan boðskap. Þau hafa sýnt og sannað að hægt er að rækta skóg í landinu okkar bæði til nytja og fegurðar. Þökk sé þeim, sem gróðursettu þau, hlúðu að þeim og þótti vænt um þau, og að endingu gáfu þau, til hlífðar nýjum skógi. Reykjavík í sept. 1960. Ástríður G. Eggertsdóttir. Gerum við oliufýringar W.C. kassa, krana og ýmiss heim ilistæki. Nýsmíði. Simar 24912 og 50988. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttar lögmen«. Þórshamri við Templarasund. Cunnar Jónsson Lögmaður við undirrétti o’ hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Simi 18250- Málflutningsskrífstofa JÓN N. SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður Lauggvegi 10. — Sími: 14934

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.