Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 20
20 MORGVNni A Ð1Ð Sunnudagur 9. ofct. 1960 ham, jafnframt, ef dómprófastur- inn skyldi lendi í einhverjum há lærðum viðræðum við dr. Nor- wood. — Jæja, það er nú það, sagði frú Crandall við sjálfa sig, — ég trúi ekki, að þetta verði betur gert. En það var ekki fyrr en allir voru setztir að borðum og borð bænin hafði verið lesin og byrj að hafði verið á súpunni, að frú Crandajl tók að gruna, að nú hefði þefvísi hennar brugðizt, ein mitt þegar hennar var mest þörfin. — Þið Patricia hljótið að hafa átt ánægjulegan dag, sagði Sonja við dr. Norwood. — Hún kom heim ljómandi af ánægju. Dr. Norwood fór eins og ketti, sem komið er að þar sem hann stendur við rjómaskálina; hann malaði eitthvað, sem líktist. „Var það?“, og gerði misheppnaða til raun til að setja upp sakleysis- svip, en samt hlaut hann brátt að meðkenna og segja. — Já, það var ánægjulegur dagur hjá mér, Sonja. — Eg spurði hana, hvernig henni hefði litizt á háskólabóka safnið, hélt Sonja áfram að stríða honum. — Það vax sem sé þang að, sem þið ætluðuð í dag, ef þú skyldir muna það. Hún ieit á mig, hálf-kindarlega, og sagði svo: „Jú . . . það . . . jú . . . Jú, það var ágætt. Eg á við, að við komumst aldrei þangað, heldur ókum við út í Lake Grove í staðinn. Og þar var fallegt. Al- veg dásamlegt!" Hef ég kannski ekki alltaf sagt, að sú rétta kæmi einn góðan veðurdag? . . . Hef ég það ekki? endurtók hún þegar hann dró hana á svarinu, af því að hann þurfti að smakka á súp unni. Dr. Norwood brosti út und ir eyru, kinkaði ákaft kolli og leit út undan sér, til þess að sjá, hvernig ungfrú Arlen vegnaði. Hann þyrfti víst ekki að vera hræddur um, að henni yrði ekki nægur sómi sýndur — Eugene Corley sæi fyrir því. Og einmitt í þessu vetfangi, meðan húsbónd inn var að segja eitthvað við Elísu, hvíslaði hann eihverju í eyra henni. En ástæðan til þess, að frú Crandall fór yfirleitt að gruna nokkuð, var sú, að frú Sinclair hallaði sér allt í einu að henni og hvíslaði: — Það er einhver ó- kyrrð í loftinu í kvöld. — Hvernig það? — Hvernig? Vissuð þér ekki, að Elísa Graham er bara sama sem trúlofuð honum hr. Corley? Ja, það er nú satt, engu að siður. Þessvegna er hann hér í borg- inni. Þau hafa verið óaðskiljan- leg allan tímann og í dag ætluðu þau að hittast klukkan þrjú. Hr. Corley borðaði svo hádegisverð með einhverjum gömlum skóla- bróður sínum, sem hélt svo lengi í hann, að Elísa, sem er dálítið uppstökk, hélt, að hann hefði gleymt sér, og var svo farin út, þegar hann loksins kom. Síðan hafa þau ekki hitzt — ein saman, á ég við — og ég hef tekið eftir, að það er . . .. — ... útlit fyrir næturfrost, bætti hr. Sinclair við, þegar dr. Norwood, einmitt í þessu vet- fangi sneri sér að húsmóðurinni, til þess að sýna henni tilhlýði- lega kurteisi. — Það getur komið fyrir, jafnvel fram í maímánuð, hélt hr. Sinclair áfram og iyfti loðnum augnabrúnunum eitthvað svo hátignarlega, að hr. Nor- wood flýtti sér að svara, að aldrei hefði hann nú tekið eftir því. Þetta var nú það, sem gerðist þarna megin við borðið. Corley vildi vera kátur og þannig sýna, að friður væri á jörðu og friður með mönnum — og imgfrú Graham, sem vildi ekki vera minni, iét í Ijós sakieysislega gleði sína, svo að allir hlutu að verða hrifnir . . . Hún hafði ein mitt fengið að heyra svo mörg hrósyrði fyrir söng sinn í Þrenn ingarkirkjunni. Simpson var ótta legur smjaðrari, og brátt voru hinir gestirnir farnir að taka und ir með honum og láta í ljós sam- þykki sitt við lofsyrðum hans. Þá var það ekki nema eðlilegt, að hún vekti þarna mesta athygli, hugsaði frú Crandall. Vist hafði hún sungið dásamlega! Elísa hneigði ‘ höfuðið með miklum yndisþokka við öllu þessu lofi, en svo varð hún að svara dómprófastinum, sem þurfti að spyrja hana eins og ann ars um smábæinn Leeds, og einn ig Simpson, sem þurfti að heyra um fyrstu hljómleikana hennar í Louisville. Ef til vill var það hrifningarsvipurinn á Corley, sem gaf henni þá hugmynd, að rétt væri, að Nathan Parker fengi sinn réttmæta hluta af heiðrin um, því að hann átti sinn hluta af velgengni hennar, játaði hún með þakklæti. Ef ekki hefði ver ið hjálp hans, hefði hún líklega orðið að dúsa ævilangt í Leeds, alls óþekkt. Hún bar fram nafn hans með sérstakri blíðu í mál- rómnum. —Segðu hinum frá honum, Elísa, sagði frú Sinclair. — Mér finnst það svo hugðnæmt, bætti hún við, laumulega og kinkaði kolli til Sonju, sem hafði litið á hana rétt í þessu. — Já, svo að byrjað sé á byrj uninni, sagði Elísa, — þá kom Nat Parker til Leeds í haust sem leið, og hafði með sér fallegan rauðan veiðihund. Enginn vissi um erindi hans þangað. — Nú, hvað er þetta, gall við háa röddin í séra Talbot. — Var þetta ekki maðurinn, sem dóm- prófasturinn sagði, í gær, að myndi koma og saekja hundinn, sem hann hafði gleymt? Hann hlýtur að hafa sótt hann meðan ég var í burtu. Harcourt virtist ekki hafa heyrt þetta og smeri sér að Elísu og gaf til kynna með ofurlítilli höfuðhneigingu, að hún skyldi halda áfram sögu sinni, truflunar laust. Simpson hvislaði brosandi í eyra Phyllis, sem íékk roðann upp í kinnar hennar og kom henni til að líta aðvarandi augna ráði til Sonju sem gaf til kynna vaxandi áhuga með sínu augna- ráði. — Já . . . en heyrið mig . . . flýtti Talbot sér að segja. — Þér hljótíð að hafa séð hann, ungfrú Dexter . . . og hundinn líka. Hvað varð af honum? — Þér ættuð að segja honum það, sagði Simpson, þreytulega, — annars kemst ungfrú Graham ekkí að í kvöld með söguna sina. — Það er ekkert leyndarmál, sagði Phyllis, blátt áfram. — Hundurinn vildi fyrir hvern mvui koma með mér, þegar ég fór, og svo hittum við hr. Parker fyrir utan. — Þá getur það ekki hafa ver ið minn hr. Parker, sagði Elisa einbeitlega, — enda þótt hitt sé víst, að Nathan Parker er hér staddur í borginni. Eg vona að hitta hann á morgun, en hitt veit ég fyrir vist, að Sylvía fer aldrei með neinum. — Sylvía? sögðu nú margir i kór, eins og þau tryðu ekki að þetta gæti verið nafn á hundi. — Já, og hún gefur sig ekki að nema karlmönnum, ef svo mætti segja. Ef Sylvía færi nokk urntíma með ókunnugum — sem ég trúi varla — færi hún að minnsta kosti ekki með nokkrum kvenmanni. Hún hatar konur. Eg hitti hana næstum daglega mán- uðum saman, og hún gaf sig al- drei að mér. — Jæja, fyrst þetta er nú út rætt, getum við haldið áfram, sögunni. Hr. Parker kom til Leeds og svo . . . — Svo settist hann að í gisti- húsinu hans frænda míns, Clay Brock, svaraði Elísa þurrlega. Þessar mörgu framítökur höfðu gjörsamlega eytt hrifningu henn ar. — Það gat auðvitað ekki hjá því farið, að við hittumst og . . . Hún þagnaði eins og hún væri að leita að orðunum. — Já, það var í rauninni ekki meira. Nat varð eitthvað hrifinn af röddinni minni og kom því í kring, að ég gat haldið hljómleika í Louis- ville . . . og afi minn varð svo hrifinn af honum, að við buðum honum stundum heim til okkar. Nú varð aftur þögn, og Elísa roðnaði, og Talbot var búinn að andvarpa áður en hann vissi af. Þá var hlegið að honum. Það var helzt að sjá, að Elísa hefði komið upp um sig, óafvitandi. — Mér þætti gaman að vita, hvað hún er að fara, skepnan sú arna hvíslaði frú Sinclair. — O, hún er bara að hefna sín á Corley, svaraði frú Crandall. — Já, en það væri illa gert af henni. Frú Sinclair hallaði sér íram yfir borðið og sagði vin- gjarnlega: — Heyrðu Elísa, segðu okkur af því þegar hr. Parker Skáldið og mamma litla 1) Við förum á grímuballið í kvöld. 2) Ég ætla bara að setja á mig 3) .... og auðvitað fer ég í peys- I hvað vilt þú fara? pappanef .... una, sem mamma þín prjónaði og gaf mér í jólagjöf. MeANWHlLE, 1N A UAR6E ClTV BUT WHAT l ABOUT VOUR CUSTOMERS ...WHO'S TAKINS r-< CARE OP U THAT ? JM DERE'S A BUNCH O' RICH MEN IN BEEG ClTY WHO LOOK FOR NEW PLACE TO FISH...DEy GONNA SEND FELLOW TO MY PLACE, AND IF HE UKE IT... OKAY, I'LL BE GLAD TO ^ .. AND I'LL REPORT TO VOU AT OUR NEXT GET-TOGETHER' ■ JJJIl'.JNLU-atgg I TAKE ALL DE MONEY I GOT, I BORROW ALL I CAN, I MORTGAGE EVERV BLESSED T'ING I OWN TO GET DIS FISHING CAMP. DAT'S WHV I WANT VOU TO HELP ME, MARK/ ^ — Ég hefi tekið allt mitt fé, fengið lánað eins og mögulegt er _ then, GEORGE, VOU'LL GO UP TO MALOTTE'S resort AND CHECK IT OVER...TI?V THE FISHING, AND 1F IT'S AS GOOD AS HE SAVS, WE'LL PO BUSINESS WITH HIM./ — En hvað með viðskiptavir. ia . . . hver sér um þá? senda hingað náunga, og ef hon- um líkar staðurinn . . , að veiða, og ef það er allt eins og hann segir, munum við skipta ®g veðsett allt sem ég á til að kaupa þessa veiðistöð. Þessvegna verður þú að hjálpa mér Markús. — Það eru nokkrir auðkýfingar I stórborginni sem eru að leita að nýiu veiðisvæAí. Þeir ætla að Á meðan, í borginni. — Þú ferð þá Georg og ]ítur yfir staðinn hans Jóa . . . Reyndu við hann. — Ég skal með ánægju gera þetta. Svo gef ég ykkur skýrsiu næst þegar við hittumst. sflíltvarpiö Snnnudagur 9. október 8.30 Fjörleg músík fyrsta hálftima vikunnar. 9.00 Fréttir, — 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morguntónleikar: — (10.10 Veðurfregnir.) a) Sinfónía i g-moll (K550) eftir Mozart (NBC-sinfóníuhljóm- sveitin leikur; Arturo Toscan ini stjórnar.) b) Kathleen Ferrier syngur and leg lög. c) Píanókonseft nr. 5 í Es-dúr op. 73 eftir Beethoven (Solo- mon leikur meö Philadelphiu- hljómsveitinni; Herbert Meng es stjórnar). 11.00 Messa í Laugarneskirkju (Prest- ur: Sr. Kári Valsson á Raíns- eyri. Organleikari: Kristinn Ingv arsson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegisútvarp. a) Tónlist úr sjónleiknum „Rósa mundu" eftir Schubert (Diana Eustrati. mótettukór Berlínar og Fílharmoníusveitin i Berl- 5n flytja; Fritz Lehmann stj.) b) Danssýningartónlist eftir ýmsa höfunda (Sadler Welis- balletthljómsveitin leikur; Ro- bert Irving stj.. 15.30 Sunnudagslögin. 16.30 Veðurfregnir). 18.30 Barnatími (Helga og Hulda Val- týsdætur): a) Framhaldssagan: „Ævintýri I sveitinni" eftir Armann Kr. Einarsson; II. (Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona.) b) Leikrit: „Múfftípúfftí'*. — Leikstjóri: Helgi Skúlason. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Rosa Spier og Phia Berghout leika á hörpu. 19.40 Tilkynningar. » T 20.00 Fréttir. 20.20 Dýrarikið: Jóhannes skáld úr Kötlum spjallar um kúna. 20.45 Tónleikar: Sónata í g-moll fyrir knéfiðlu og píanó eftir Chopin (Erling Blöndal Bengtsson og Kjeld Bækkelund leika. 21.15 Heima og heiman (Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson sjá um þáttinn). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. Heiðar Astvaldsson dans kennari kynnir lögin fyrstu þrjá stundarfjórðungana. , 23.30 Dagskrárlok. £ Mánudagur 10. október 8.00—10.20 Morgunútvarp. (Bæn. -» 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádekisútvarp. i (12.25 Fréttir og tilkynningar). | \ 12.55 Tónleikar: „Sumardans". 13.30 Utvarp frá setningu Alþingis: a) Guðsþjónusta i Dómkirkjunni (Frestur: Sr. Bjarni Sigurðs son á Mosfelli. Oranleikari: Dr. Páll Isólfsson). b) bingsetning. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.001. 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Lög úr kvikmyndum. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónleikar: Svíta nr. 3 í D-dúr eftir Bach (Kammerhljómsveitin í stuttgart leikur; Karl Munching er stj.. 20.50 Um daginn og veginn (Helgi Sæ- mundsson ritstjóriþ 2110 Tónleikar: Atriði úr óperettunnl „Maritza greifafrú'' eftir Emmer ich Kálman (Sari Barabas, Rud- olf Schock o. fl. flytja ásamt kór og hljómsveit undir stjórn WU- helms Schuchters). 21.30 Upplestur: „Hvar er Stína?" smá saga eftir Þórunni Elfu Magnús- dóttur (Höfundur les). , 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi: Um örnefni í Norðíirði; síðari hluti (Bjarni Þórðarson). 22.25 Kammertónleikar: Strengjakvart ett í F-dúr eftir Anton Bruckn er. — Koeckert-kvartettinn og George Schmid leika. 23.10 Dagskrárlok. Þriðjudagur 11. ektóber 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.1S Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 3.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. — (12,25 Fréttlr og tilkynningar). 12.55 „A ferð og flugl”: Tónleikar kynntir af Jónasi JónassynL 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Erlend þjóðlög. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar Islands í Þjóðleikhúsinu: — fyrrl hluti. Hljómsveitarstjóri; Bohdan Wodiczko frá Póllandi. a) „Young Person's Guide to tho Orchestra", tálbrigði eftir Benjamin Britten um sbef eft- ir Furcell. b) Sinfónía nr. 3S í D-dúr (Haff nersinfónían) eftir Mozart. 21.10 Erindi: I* dularklæðum (Grétar Feils rithöfundur.) 21.35 Utvarpssagan: „Barrabas" eftir Par Lagerkvist; IV. (Olöf Nor- dal). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). s 22.25 Lög unga fólksins (Guðrún Svaf arsdóttir og Kristrún Eymunús-, 23.20 Dagskrárlo*- — dóttir).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.