Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.10.1960, Blaðsíða 24
Reykjavíkurbréf er á bls. 13. 0¥0!tttMðftiÍ$ 231. tbl. — Sunnudagur 9. október 1960 ÍÞRÓTTIR eru á bls. 22. >v- / y.-p — WW BARNASKÓLI Húsavíkur verður vígður í dag: og við þá ithöfn verða meðal annars við itaddir: Menntamálaráðherra, fulltrúi fræðslumálastjóra, oámsstjórar, auk framámanna hér heima í héraði. Skólahúsið, sem í eru tvær álmur, vinkiibyggðar, er að grunnfleti 1068 fermetrar, gólf flötur alls 2283 fermetrar og rúmmál byggingarinnar allrar um 7000 rúmmetrar. í bygg- ingunni eni 10 kennslustofur, vel búnar og bjartar og rúm- góðar fyrir 30 nemendur. í álmunni til vinstri (sjá mynd) er 200 fermetra íþrottasalur tneð hækkandi bekkjum fyrir 180 áhorfendur. Þá er í skól- >num góð verknámsaðstaða, bæði fyrir stúlkur og pilta, ívo og myndarlegt kennslueld hús. Þórhallur B. Snædal var yfirsmiður við bygginguna en teikningu gerði Hákon Sig- íryggsson, bæjariðnfræðingur, raflögn annaðist Arnljótur Sigurjónsson, pípulögn Arnvið ur Ævar Björnsson, múrhúð- un og jámalögn Friðgeir Ax- fjörð og málningu Haraldur Bjömsson, allt búsettir Hús- víkingar. f vetur verða i skólanum 300 börn, og verða kennslustof ur þeirra allar á neðri hæð- inni en gagnfræðaskólinn fær fyrst um sinn aðstöðu á efri hæð, svo að þetta menntasetur Húsvíkinga verður í vetur set ið af um 400 nemendum. Nýr >kólastjóri, Káiri Arnórsson, tekur við stjóm Barnaskólans sn skólastjóri gagnfræðaskól- *ns er Sigurjón Jóhannesson. Húsvíkingar fagna því í dag nerkum degi i menningarmál- im staðarins. — Fréttaritari. Stdrþjdfnaöur Verðmætum fyrir á 2. hundrað þusund kr. stolið úr Kjorgarði í FYHRINÓTT var framið eitthvert stærsta innbrot til þessa í Reykjavík. Var brot- izt inn í Kjörgarð við Lauga- veg og hafði þjófurinn eða þjófarnir komið við í 13 verzl- unarfyrirtækjum þar í hús- inu. Mestu var stolið í úra- og skartgripaverzluninni Men- inu, sem er á fyrstu hæð hússins. Voru tekin þaðan milli 50 og 60 úr og nemur verðmæti þeirra um 100 þús- und krónum. Úr hinum verzl- ununum var stolið peningum í innlendri og erlendri mynt að upphæð 32 til 33 þúsund krónum. Enginn vörður var í húsinu í fyrrinótt. Mál þetta var í rannsókn, en þjófarnir voru enn frjálsir ferða sinna, er blaðið fór í prentun. Kommúnistar andvígir kjarabótum iðnvtrkafólks Iðjufólk vill atvinnuöryggi og kýs B-listann FULLTRÚAKJÖRINU í Iðju held ur áfram í dag. Er kosið í skrif- stofu félagsins í Skipholti 19 (3. hæð) frá kl. 10 árdegis til kl. 10 síðdegis. Listi lýðræðissinna er B-list- inn. Kommúnistar og Framsóknar- menn ganga nú berserksgang í Safnað til björgunar- skútu Austfjarða Kafíisala í Breiðfirðingabúð í dag AUSTFIRINGAFÉLAGIÐ í R-vík hefur um árabil rekið myndar- lega félagsstarfsemi hér í borg- inni. Fjölsótt spilakvöld hafa ver- ið haldin einu sinni í mánuði auk Austfirðingamótsns í febrú- ar. >á hefur félagið rekið útgáfu starfsemi og m. a. gefið út Ættir Austfirðinga. Vetrarstarfsemi félagsins er að hefjast um þessar mundir og verð ur með sama sniði og áður. Helzta áhugamál félagsins og Austfirðinga nú, er björgunar- skútan, en fjársöfnun til hennar stendur yfir bæði hér syðra og fyrir austan. Fyrir ári síðan höfðu félagasamtök Austfirðinga hér í borginni kaffisölu í Breiðfirðinga búð til styrktar þessu nauðsynja- máli og bar sú fjáröflunartilraun góðan árangur. í dag efna félögin aftur til kaffisölu í Búðinni til styrktar björgunarskútunni. Er þess að vænta að Austfirðingar fjöl- menni í kaffið til að rifja upp gömul kynni um leið og þeir leggja lið einu mesta velferðar- máli fjórðungsins. félaginu og reyna að læða þvi inn hjá Iðjufólki, að með því að kjósa kommúnistalistann sé það alls ekki að efla kommúnista, Framh. á bls. 23. Móðurmiilsverð- laun veitt Matthíasi Johannessen BLAÐINU barst í gær eftirfar- andi tilkynning frá stjórn „Minn ingarsjóðs Björns Jónssonar, móffurmálssjóðnum: Stjórn Minningarsjóðs Björns Jónssonar, Móðurmálssjóðsins, ákvað á fundi sínum 6. þ. m. að veita á þessu ári Matthíasi Johannessen ritstjóra við Morg- unblaðið, verðlaun úr sjóðnum. Verðlaun þessi eru veitt n'önn- um, sem hafa aðalstarf við blað eða tímarit, fyrir góðan stíl og vandað mál, og skal þeim að jafnaði varið til utanfarar. Veitt eru að þessu sinni kr. 10 þús. Verðlaumn voru afhent í gær, 8. okt., á afmælisdegi Björns Jónssonar. Sjóðstjórnina skipa nú: Dr. Einar Ól. Sveinsson, próf. í íslenzkum bókmenntum, dr. Halldór Halldórsson, próf. í ís- lenzkri máifræði, Tómas Guð- mundsson skáld, Bjarni Guð- mundsson, blaðafulltrúi, og Pét- ur Ólafsson, forstjóri. B -1 i sti j Iðju og T résmiðafélaginu Nokkrir Bretanna fara utan Lélegt skeyta- samband tefur viðræður VIÐRÆÐUR brezku og íslenzku nefndanna munu halda áfram í þessari viku. Enn fást engir nefndarmanna til aff skýra frá því hvaff rætt hefur veriff á fund- unum. En Sir Patrick Raílly formaff- ur nefndarinnar skýrffi Mbl. svo frá í gær, að tveir effa þrír brezku nefndarmannanna myndu fljúga til Englands í dag, sunnu- dagsmorgun, til þess aff ráðgast viff brezku stjórnina. Sagði Sir Patrick, að þaff hefffi valdiS brezku viðræðunefndinni erfiff- leikum, hve skeytasamband viS Bretland hefði veriff slæmt að undanförnu og væri það m. a. þess vegna sem nokkrir nefnd- armannanna þyrftu að fara til London. Skeytasambandið viff England er mjög slæmt um þessar mund- ir vegna þess, að sæsíminn slitn- aði fyrir rúmri viku við Aust- urland. Hefur orðiff að senda skeyti meff radíó en radíóskil- yrffin veriff óvenjulega siæm vegna sólbletta. Fyrir hádegi í gær var hald- in ríkisráffsfundur í forsætisráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu og gátu viðræffunefndirnar þá ekki ræðst viff. Hins vegar héldu þær stuttan fund eftir hádegi. Mun næsti fundur verffa á morg- un. — Æskulýðsróð Kópovogs STARFSEMI Æskulýffsráffs Kópavogs hefst um miðjar. þennan mánuð meff námskeið um í ýmiskonar föndurgrein- um svo sem bast, tágum, perl- um, filti, beini, hornum, leff- uriðju, smíðaföndri, frímerkj- um, tafli o. fl. Innritun fer fram í bæjar- skrifstofunni Skjólbraut 10 þriffjudag og miðvikudag 11. »g 12. okt. ki. 5—7 báöa dag ana. Þetta hafði áhrif i Múnchen 1938, en ekki í New York 1960. (tarantel press)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.